Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 6
22 DVSPORT MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Engin heimsmet á fyrsta gullmóti ársins
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: Tvö frá-
bær 5000 m hlaup, þar sem
höggvið var nærri heimsmet-
um hjá báðum kynjum, og frá-
bær frammistaða Yamile
Aldama í þrístökki kvenna var
það sem bar hæst á fyrsta gull-
móti sumarsins í frjálsum
íþróttum sem haldið vará Bis-
lett-leikvanginum í Ósló. Þetta
var síðasta mótið sem haldið er
á þessum sögufræga frjálsí-
þróttaleikvangi en byggja á
nýjan völl sem tilbúinn verður
til notkunarárið 2005.
Berhane Adere frá Eþíóþíu var
ekki nema rúmri sekúndu frá
því að bæta heimsmetið í 5000
m hlaupi kvenna en frábær
endasprettur hennar síðustu
200 m hlaupsins dugði ekki til.
Þótt tíminn í 5000 m hlaupi
karla hefði ekki verið alveg eins
nálægt heimsmetinu var hlaup-
ið frábær skemmtun og mun-
aði aðeins 7/100 úr sekúndu á
fyrstu tveimur mönnunum,
Kenenisa Bekele og Sammy
Kipketer. Það var Bekele sem
hafði sigur og tryggði þar með
Eþíópíu tvöfaldan sigur í 5000
m hlaupi.Yamile Aldama náði
besta árangri ársins í þrístökki,
þegar hún stökk 15,11 m í
fyrstu tilraun, og þykir hún
mjög líkleg til að ná sér í hluta
af gullpottinum.en hannfá
þeir sem vinna sína keppnis-
grein á öllum sex gullmótum
sumarsins. 100 m hlaup karla
olli nokkrum vonbrigðum en
þar var það Bretinn Mark Lewis
Francis sem bar sigur á býtum á
tímanum 10,12 sek.
Mark Lewis Francis sést hér koma í mark á undan Dwain Chambers frá
Bretlandi (til vinstri) og Ato Boldon frá Trinidad (til hægri).
ÚRSLIT STELPNA 11- 12ÁRA
Kúluvarp I.Helga Þorsteinsd., USVH 10,43 m
2. Arna Ómarsdóttir, [R 8,77 m
3. Sara Úlfarsdóttir, FH 8,13 m
Spjótkast 1. Arna Ómarsdóttir, (R 28,15 m
2.Helga Þorsteinsd., USVH 26,51 m
3. Salbjörg Sævarsd., USVH 20,45 m
60 metra hlaup 1. Helga Þorsteinsd., USVH 8,41 sek.
2. Sara Úlfarsdóttir, FH 8,74 sek.
3. Rakel Snæbjörnsd., HSÞ 8,78 sek.
800 metra hlaup 1. Þuriður Helgad., Breiðablik 2:35,19
2. Helga Þorsteinsdóttir., USVH 2:38,61
3. Heiður Eggertsdóttir, FH 2:43,73
4x100 metra boðhlaup I.Sveit Breiðabliks 58,27 sek.
2. Sveit HSÞ 59,67 sek.
3. Sveit FH 60,03 sek.
Hástökk I.Salbjörg Sævarsd.,USVH 1,50 m
2. Rakel Snæbjörnsd., HSÞ 1,45 m
3. Þuríður Helgad., Breiðablik 1,40 m
Langstökk 1. Helga Þorsteinsdóttir., USVH 4,89 m
2. Rakel Snæbjörnsd., HSÞ 4,50 m
3.Þuríður Helgad., Breiðablik 4,47 m
ÚRSLITTELPNA 13-14 ÁRA
80 m grindahlaup I.Brynja Finnsdóttir,UMFA 13,07 sek.
2. Kristjana Kristjánsd., UMSS 13,19 sek.
3. Harpa Jónsdóttir, UMSS 13,77 sek.
Spjótkast I.Guðrún Þorsteinsd.,USVH 31,58 m
2. Elín Vilhjálmsdóttir., UMFA 30,91 m
3.Soffía Felixdóttir, (R 27,34 m
Kúluvarp I.Guðrún Þorsteinsd.,USVH 11,05 m
2. Ragnheiður Þórsd., Bblik. 10,85 m
3. Oddný Pálmadóttir, UMSS 10,33 m
100 metra hlaup 1. Kristjana Kristjánsdóttir, (R 12,93 sek.
2. Guðrún Þorsteinsd., USVH 13,29 sek.
3. Brynja Finnsdóttir, UMFA 13,33 sek.
800 metra hlaup I.Asdls Lárusdóttir,|R 2:35,00
2.Vala Kristjánsdóttir., UMSS 2:35,85
3. Hulda Frostadóttir.UMSS 2:37,95
4x100 metra boðhlaup I.Sveit (R 52,94 sek.
2. Sveit FH 54,86 sek.
3.Sveit UMSS 55,83 sek.
Hástökk l.lðunn Arnardóttir,FH 1,50 m
2.Guðrún Þorsteinsd., USVH 1,50 m
3. Ólöf Kristjánsdóttir, UMSE 1,50 m
Langstökk 1. Brynja Finnsdóttir, UMFA 5,09 m
2. Guðrún Þorsteinsd., USVH 5,08 m
3. Kristjana Kristjánsdóttir, (R 4,74 m
Stangarstökk 1. Brynja Finnsdóttir, UMFA 2,20 m
2. Saga Davlðsdóttir, UMFA 2,00 m
ÚRSLIT STRÁKA 11-12ÁRA
80 m grindahlaup 1. Brynja Finnsdóttir, UMFA 13,07 sek.
2. Kristjana Kristjánsd., UMSS 13,19 sek.
3. Harpa Jónsdóttir, UMSS 13,77 sek.
Spjótkast I.Bogi Eggertsson,FH 34,81 m
2. Svavar Ingvarsson, HSÞ 33,42 m
3. Börkur Sveinsson, HSÞ 26,72 m
Kúluvarp 1. Svavar Ingvarsson, HSÞ 11,18 m
2. Börkur Sveinsson, HSÞ 10,63 m
3. Bogi Eggertsson, FH 9,42 m
60 metra hlaup I.Guðm. Guðmundss.,FH 8,54 sek.
2. Númi Stefánsson, FH 8,68 sek.
3. Þorkell Einarsson., HSÞ 8,70 sek.
800 metra hlaup 1.FannarEgilsson,USÚ 2:30,91
2. Guðm. Guðmundss., FH 2:34,38
3. Ingvar Ingimundarson 2:36,19
4x100 metra boðhlaup I.Sveit Fjölnis 58,58 sek.
2.Sveit Breiðabliks 61,14 sek.
Hástökk 1. Svavar Ingvarsson, HSÞ 1,35 m
2. Magnús Óskarsson, Fjölni 1,30 m
3. Sigurður Arnarson, (R 1,30 m
Langstökk 1. Magnús Óskarsson, Fjölni 4,67 m
2. Guðm. Guðmundss., FH 4,64 m
3.Þorkell Einarsson.,HSÞ 4,59 m
SIGURLIÐIÐ: Þeir voru kampakátir,
krakkarnir í sigursveit FH,eftir að úrslit
lágu fyrir. Sveitin hlaut samtals 318
stig á mótinu og var verðskuldaður
sigurvegari. DV-myndHari
„Mótið gekk mjög vel"
segir Hlynur Guðmundsson, mótsstjóri Gogga galvaska
Hlynur Guðmundsson, for-
maður frjálsíþróttadeildar
Aftureldingar, var mótsstjóri
á Gogga galvaska um helg-
ina. Hann er öllum hnútum
kunnugur um hvernig vel
heppnað mót skal halda enda
að koma nálægt framkvæmd
mótsins í tíunda sinn.
var ánægður með hvernig til tókst á Gogga gal-
„Það er gríðarleg vinna sem býr
að baki þessu móti. Undirbúningur
hefur staðið lengi, eða frá því í
haust, en síðustu tvo mánuðina er-
um við að halda verkefnafundi um
þrisvar í viku. Allt er þetta gert í
sjálfboðavinnu og þeir sem standa
næstir þessu nota sitt sumarfrí fyrir
alla undirbúningsvinnuna," segir
Hlynur í mótslok við DV-Sport, en
það sást vel á andliti hans að vinn-
VEL HEPPNAÐ:
vaska um helgina.
an var vel þess virði - gleðin skein
af krökkunum og það var það sem
skipti máli.
„Þetta hefur gengið
gríðarlega vel og fjöldi
goggameta hefur failið um
helgina. Engin íslandsmet
voru reyndar slegin en það
er eitthvað sem hefur ekki
gerst síðustu tvö árin.
Ástæðan fyrir þessum
skorti á fslandsmetum veit
ég ekki hver er,“ segir
Hlynur en bætir við að ár-
angur sé í raun aukaatriði
á móti sem þessu.
„Þetta er mjög vinsælt
mót fyrir aila krakka, yngri
en 14 ára, og hingað koma
þeir af öllu landinu, óháð
því hvort þeir séu að koma
til að vinna. Þeir koma
bara til að hitta félagana
og hafa gaman af því við
erum að gera svo margt
fyrir utan keppnina
sjálfa,“ segir Hlynur og
reynir að koma orðum að
DV-mynd Hari
því hversu mikla þýðingu svona
hefur fýrir ungt frjálsíþróttafólk í
landinu.
„Þetta mót er eitthvað sem
„Hingað koma þeir af
öllu landinu, óháð því
hvort þeir séu að koma
til að vinna."
krakkarnir óska eftir hjá foreldrum
sínum strax um haustið, og um leið
og komið er heim er talað um hvað
það var gaman á Gogga Galvaska.
Svo spyrja þeir í hvaða flokki þeir
verði næst og hvort þeir geti yfir-
höfuð verið með. Frjálsíþrótt er
ekkert nema leikur við að leysa
þrautir eins vel og maður getur. Við
höfum það þannig að reglurnar eru
ekki ofboðslega stífar. Við sjáum að
allir eru að gera sitt besta og leyfum
þeim að njóta sín til fullnustu og
það skiptir ekki mestu hvort ein-
hver gerir smávægileg mistök,"
segir Hlynur að lokum. vignir@dv.is
SÚ YNGSTA: Yngsti keppandi mótsins, hin fjögurra
ára gamla Þórunn Anný lngimundardóttir,sr///f/ sér
upp ásamt Gogga sjálfum.
Yfirþjálfari yngri flokka FH:
Mót sem skilur
mikið eftir sig
„Ég er náttúrlega mjög ánægð
með þetta því það er liðinn langur
tími síðan við í FH unnum eitt-
hvað í yngri flokkunum,“ sagði El-
ísabet Ólafsdóttir, aðalþjálfari 16
ára og yngri hjá FH, í samtali við
DV-Sport eftir verðlaunaafhend-
inguna. Hún segir árangurinn í ár
stafa af nokkrum þáttum.
„Ég hef áhyggjur af
því hversu margir þeir
eru sem eru orðnir
alltof feitir."
„Við erum að reyna að leggja
áherslu á markvissa þjálfun en
líka á þennan félagsskap. Krakk-
arnir hjá okkur æfa vel og mæta
alltaf og eru í kjölfarið orðnir góð-
ir félagar þannig að þetta helst allt
í hendur.
Aðspurð hvort hún hafi séð af-
reksmenn framtíðarinnar á mót-
inu um helgina svaraði Elísabet:
„Inn á milli en ég samt sem áður
óhress með hvað krakkar eru
orðnir feitir í dag. Ég er einnig
kennari og þetta sést vel. Ég hef
áhyggjur af því hversu margir þeir
eru sem eru orðnir alltof feitir,"
segir Elísabet og bætir við að það
sé að mestu leyti á ábyrgð foreldra
að hafa áhyggjur af þessu.
Elísabet kvaðst ánægð með
framkvæmd mótsins. „Þetta gekk
mjög vel og ég held að allir séu
mjög ánægðir. Þetta er svo miklu
meira en keppni - þetta snýst um
félagsskapinn og þetta er mikið
eins og útilega. Allir krakkarnir í
FH fóru mjög hamingjusamir í
burtu. Þetta mót skilur eftir sig
góðar minningar, foreldrarnir
koma með og það mætti kalla
þetta eina stóra ijölskylduhátíð.“
ÁNÆGÐIR ÞJÁLFARAR: Elísabet Ólafsdóttir og Ævar Örn Úlfarsson, þjálfarar
sveitar FH, voru kampakát með sigurinn á Gogga galvaska. DV-mynd Hari