Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 30. JÚNl2003 DVSPORT 19
Pétur Freyr ekki Pálmi Freyr
LEIÐRÉTTING: Þau leiðinlegu
mistök áttu sér stað þegar DV-
Sport fjallaði um íslandsmótið í
holukeppni unglinga á dögun-
um að nafn eins sigurvegarans
misritaðist. Pétur Freyr Péturs-
son úr GR var sagður vera
Pálmi Freyr og er beðist vel-
virðingará þessum leiðinleg-
um mistökum. Pétur Freyr sþil-
aði mjög vel á mótinu og fagn-
aði sigri í yngsta flokki stráka
eftir bráðabana við Björn Guð-
mundsson úr GA. Pétur Freyr
var þar með eini keþpandi
mótsins sem vann bæði högg-
leikinn og holukeppnina en
hannr lék frábærlega í högg-
leiknum þar sem hann var með
besta skor allra þrátt fyrir að
spila í yngsta flokknum.
Minnesota og Milwaukee skipta á leikmönnum
KÖRFUBOLTkTalsverðar leik-
mannahræringar urðu í NBA-
deildinni um helgina þegar lið-
in Minnesota Timberwolves og
Milwaukee Bucks skiptu á leik-
mönnum. Stærsta nafnið í
þessum skiþtum er sennilega
leikstjórnandinn Sam Cassell
en hann fer ásamt miðherjan-
um Ervin Johnson til
Minnesota í skiptum fyrirfram-
herjann Joe Smith og bakvörð-
inn Anthony Peeler. Þessi
skipti þykja gefa til kynna að
stjórnendur Milwaukee ætli sér
að þjóða Gary Payton lang-
tímasamning og eins að for-
ráðamenn Minnesota séu að fá
Kevin Garnett til að gera slíkt
hið sama en samningur hans
við liðið rennur út eftir næsta
tímabil.
1-1 jafntefli í seinni leiknum gegn bosníska liðinu FK Sloboda á Akureyrarvelli á laugardaginn
KA-menn eru úr leik í Inter-
toto-keppninni eftir tap gegn
bosníska liðinu FK Sloboda á
Akureyrarvelli á laugardaginn.
Hetjuleg barátta norðanpilta
endaði með vítaspyrnukeppni
þar sem heimamenn misnot-
uðu þrjár vítaspyrnur og end-
aði leikurinn því 3-4.
KA var mun betri aðilinn í leikn-
um og hefði fyllilega átt skilið að
ljúka leiknum á venjulegum leik-
tíma, átti miklu fleiri og betri mark-
tækifæri en bosníska liðið.
Upp úr föstu leikatriði á 19. mín-
útu náðu gestirnir hins vegar for-
ystu í leiknum með hárri sendingu
fyrir mark úr aukaspyrnu þar sem
hinir hávöxnu varnarmenn
Sloboda voru búnir að koma sér
fyrir og náði Crnogorc Gradimir að
stökkva manna hæst og skalla bolt-
ann í mark fram hjá Sören Byskov í
markinu.
Skömmu seinna munaði engu að
Steinar Tenden ræki stórutána í
boltann fyrir framan mark Sloboda
en skórnir voru númeri of litlir og
gestimir sluppu með skrekkinn. Á
26. mínútu fékk Pálmi Rafn svipað
færi og Þorvaldur í byrjun leiks,
sendingu frá Dean að nærstönginni
en stórgóður markvörður gestanna
varði skalla hans vel. Gestimir áttu
í miklum erfiðleikum með að finna
göt í vamarvinnu KA-manna,
Slobodan Milisic og Ronnie Hartvig
stóðust allar árásir gestanna og
varnarvinna miðjuleikmanna KA
var frábær og var Þorvaldur Örlygs-
son þar fremstur í flokki, vann öll
einvígi maður á mann, og sýndi
ungu mönnunum í liðinu gott for-
dæmi með vinnusemi og dugnaði.
Skömmu fyrir leikhlé fékk Þorvald-
ur Guðbjömsson dauðafæri en skot
hans frá markteig fór yfir slána og
því fóm gestimir með eins marks
forystu til búningsherbergisins í
leikhlé.
Það tók heimamenn um 10 mín-
útur að koma á jöfnunarmarki,
Dean Martin sendi boltann fyrir frá
hægri væng og hann rataði til Þor-
valds Makan sem var utarlega
vinstra megin í teignum og tók við
honum og þmmaði honum óverj-
ani í marknetið. Þetta er eitt af
glæsilegri mörkum sem skomð
hafa verið á Akureyrarvelli og ör-
ugglega með þeim mikilvægari.
Jafnræði var með liðunum það sem
eftir lifði leiks. Leikurinn endaði því
með jafntefli, 1-1, og vegna þess að
leikurinn ytra fór alveg eins þurfti
að grípa til framlengingar. Það var
nokkuð sem KA-menn vildu helst
ekki lenda í því greinilegt var að
flestir leikmenn liðsins höfðu gefið
allt sem þeir áttu í 90 mínúturnar
og vom að keyra sig áfram á bens-
íngufunum sfðustu mínúturnar.
Gestirnir í Sloboda virtust
Furðulegt þótti manni að
sjá tvo leikmenn sem
komið höfðu inn á og
ekki komist í takt við leik-
inn taka vítaspyrnur á
svona ögurstundu.
ferskari í framlengingunni. Heima-
menn vom greinilega orðnir ör-
þreyttir en samt sem áður sást ekki
glufa á vamarvegg KA-manna og
vom Slobodan Milisic og Ronnie
Hartvig sem ókljúfanlegur múr í
miðju sterkrar varnar. Ekkert mark
var skorað í framlengingunni og því
þurfti að grípa til vítaspyrnu-
keppni.
Liðmenn Sloboda tóku fyrstu
spymuna og skomðu. Fyrstur KA-
manna fram á völlinn var Hreinn
Hringsson og átti markvörður gest-
anna í engum vandræðum með að
verja slaka spyrnu hans. Næstu
spymu frá gestunum varði Sören
Byskov og Steinn Viðar jafnaði leik-
inn með sinni spyrnu, 2-2. Þriðja
spyma Sloboda tókst og markvörð-
ur Sloboda átti ekki í miklum vand-
ræðum með slaka spymu Elmars
Dans Sigþórssonar. Sören hélt þó
KA-mönnum inni í leiknum með
glæsilegri markvörslu í 4. spymu
gestanna. Steingrímur Eiðsson
jafnaði metin fyrir KA í fjórðu
spymu, Sloboda komst aftur yfir
með marki úr 5. spyrnu en það er
síðan lokaspyrna Þorvalds Guð-
björnssonar sem mistókst og sigur
gestanna var staðreynd.
Þetta var besti leikur KA-manna í
mörg ár, aragrúi færa og barátta í
120 mínútur en niðurstaðan tap.
Norðanpiltar eiga hrós skilið fyrir
frábæran knattspyrnuleik en auk
þess ber að hrósa dómara leiksins,
Brian Lowler, fyrir frábæra
dómgæslu og geta íslenskir dóm-
arar tekið hann sér til fyrirmyndar.
Hann leyfði leiknum að rúlla og lét
leikmenn ekki að komast upp með
neina sýndarmennsku.
Oft er gott að vera vitur eftir á og
gagnrýna orðinn hlut en furðulegt
þótti manni að sjá tvo leikmenn
sem komu höfðu inn á og ekki
komist í takt við leikinn taka víta-
spyrnur á svona ögurstundu. Hins
vegar ber að hrósa þeim fyrir að
hafa þor og dug til að lýsa yfir vilja
sínum til að framkvæma spyrnurn-
ar en eðlilegra hefði verið að láta
leikmenn sem greinilega voru í
betra formi, og höfðu sýnt það
með leik sínum, framkvæma þessar
mikilvægu spyrnur.
akureyri@öv.is
Vítaspyrnukeppnin
0-1 Sloboda mark
- Hreinn Hringsson varið
- Soboda Sören ver
1-1 Steinn V. Gunnarsson mark
1- 2Sloboda mark
-ElmarDanSigurþórsson varið
- Sloboda Sören ver
2- 2 Steingrímur Eiðsson mark
2-3 Sloboda mark
- Þorvaldur Guðbjörnsson varið
Slobodoa vinnur 3-2
„Vorum óheppmr7'
sagði Þorvaldur Makan, fyrirliði KA-manna, eftir tapið
Þorvaldur Makan Sigbjömsson,
fyrirliði KA-manna, var að vonum
vonsvikinn í leikslok.
„Auðvitað er maður svekktur,
mjög svekktur. Það var ekkert eitt
sem klikkaði, við vomm einfald-
lega óheppnir. Við gáfum engin
færi á okkur og fengum fín færi,
dauðafæri," sagði Þorvaldur Mak-
an og sagðist ekki hafa gefið kost á
sér til að taka vítaspyrnu
„Ég held ég hefði ekki drifið að
markinu, fæturnir bám mig varla
í leikslok, tognaði aðeins í lærinu
sem er nokkuð sem ég hef verið
að glíma við í framhaldi af ökkla-
meiðsium," segir Þorvaldur en
hann og nafni hann örlygsson
vom á bensíngufunum í lok leiks
„Skapið í okkur nöfnunum hélt
okkur gangandi."
Þorvaldur vildi sem minnst tjá
sig um vítaspymurnar, sagði ein-
faldlega að það væm einhverjir
sem þyrftu að taka þær. „Þetta var
ekki þeirra dagur en þetta kemur
bara næst.“ Spurður hvort leikur-
inn muni sitja í leikmönnum þeg-
ar kemur að bikarieiknum gegn
Fylki á Akureyrarvelli á miðviku-
daginn hafði Þorvaldur ekki trú á
því, menn myndu hvíla sig á
sunnudaginn og æfa mánudag og
þriðjudag og mæta síðan galvask-
ir til leiks á miðvikudaginn.
akureyri@dv.is
KA-Sloboda Tuzla 1 -1 (0-1)
0-1 Crnogorc Gradimir (19., skalli úr vítateig eftir aukaspyrnu rétt utan vítateigshorns).
1-1 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (55.., skot úr teig eftir sendingu frá Dean Martin).
KA
Sören Byskov
Jón Örvar Eiríksson
(55., Elmar Dan Sigþórsson
Þorvaldur Guöbjörnsson
Dean Martin
Slobodan Milisic
Þorvaldur Örlygsson
Steinn Viðar Gunnarsson
SteinarTenden
(55., Hreinn Hringsson
Þorvaldur Sigurbjörnsson
Pálmi Rafn Pálmason
(90., Steingrímur Eiðsson
Ronnie Hartvig
Samtals 14menn........
Dómari: Brian Lowlor (6).
Ahorfendur: 850.
Gul spjöld:
3 KA: Milisic (36.),
2 Elmar Dan (89.)
2) Tuzla: Stanlsa
3 (66.), Nedzad
3 (102.)
4 Rauð spjöld:
5 Engin.
2 Skot(ámark);
2 10(51-12(4)
Ú Horn:
3 11-5
2 Aukaspyrnur:
2) 18-15
4 Rangstöðun
38 1-0
Varin skot:
Sören 3- Mrsad
4.
Sloboda Tuzla
Dedic Mirsad
Muslimovic Nusret
Crnogorc Gradimir
Kuduzovic Samir
Bajrovic Nedzad
Joldic Admir
(78., Delic Armin
Czesic Evjezdan
(59., Jusufovic Muhamed
Okahovic Tarik
Nicolic Stanisa
Hadzic Senad
Hesanovic Aten
Samtals 13 menn...
5
2
2
2
2
2
2)
2
2)
2
2
2
2
39
Maður leiksins hjá DV-Sporti:
Þorvaldur Örlygsson, KA