Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 4
4 DVBÍLAR LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 Erlendar fréttir VW dísilvélarna Vélan Volkswagen vann nýlega til verðlauna frá breska tímarit- inu Fleet World fyrir bestu dísil- vélalínuna í atvinnubílum. Það eru ökumenn bílanna sem gefa bílunum einkunn gegnum heimasíðu Fleet World. VW býður upp á dísilvélar í allri framleiðslulínu sinni, allt frá 60 hestafla Lupo upp í 313 hest- afla Phaeton-lúxusbíl. r bestar ggJ ... 3ja dyra Fabia SMÁBÍLL: Skoda mun frumsýna á næsta ári nýja þriggja dyra útgáfu Fabia smábílsins og verður hann líka fáanlegur sem RS-bíll. Þannig verður hann bú- inn 130 hestafla 1,9 lítra dísilvél eða 1,8 lítra 150 hestafla bens- ínvél. Bíllinn verður eflaust ódýrari en fimm dyra bíllinn þótt ekkert hafi verið látið uppi um það enn þá. Sex bílar í viðbót fá fimm stjörnur hjá EuroNCAP % Nýjasta kynslóð Renault Espace fjölnotabílsins hlaut í síðustu viku hæstu einkunn sem EuroNCAP hefur gefið í árekstraprófi sínu. Hlaut bfllinn alls 35 stig og þar af leiðandi fimm stjörnur. Öfugt við Espace hlaut Kia Carnival lægstu einkunn bfla síðan 2001 eða aðeins tvær stjörnur og 18 stig. Hann kom sérlega illa út úr prófinu að framan en bfllinn er aðallega framleiddur fyrir Ameríkumarkað. Fimm aðrir bflar náðu einnig fimm stjörnu markinu, BMW X5, Peugeot 807, Saab 9-5, Toyota Avensis og Volvo XC90. Allir þessir framleiðendur hafa látið setja sætisbeltaáminn- ingu í bfla sfna eins og EuroNCAP gefur m.a. einkunn fyrir, en próf- anirnar miðast við að farþegar séu í beltum og því er áminningin mjög mikilvæg. AIls hafa nú tólf bflar náð þeim árangri að fá fimm stjörnur síðan Renault Laguna tókst það fyrst árið 2000. öryggi fótgangandi vegfarenda er einnig að aukast og hlaut meðal annars VW Touran hæstu einkunn eða þrjár stjörnur fyrir það atriði, ann- ar evrópskra bfla. Einnig er mikil aukning á Isofix-festingum fyrir barnabflstóla, en þær hafa komið ÖRUGGASTUR; Renault Espace getur með réttu kallast öruggasti bíllinn því að hann fékk 35 stig sem er hæsta einkunn sem bíll hefur hlotið í prófunum EuroNCAP. vel út úr prófunum EuroNCAP. Gerðar eru fjórar árekstrarpróf- anir á bflunum auk annarra athug- ana og eru þær þessar; Árekstur að framan á 64 km hraða. Hliðar- árekstur á 50 km hraða. Árekstur við staur á 29 km hraða. Árekstur við gangandi vegfaranda á 40 km hraða. Notast er við sérhannaðar brúður sem eru búnar nemum sem geta metið hugsanleg meiðsl víða um líkamann. Prófanir þessar eru miðaðar við bfla framleidda fyrir Evrópumarkað en Ástralía hefur einnig tekið upp sömu staðla og EuroNCAP sem þeir nota þegar þeir prófa fyrir sína bfla. Hægt er að nálgast frekari niðurstöður á slóðinni www.euroncap.com njall@dv.is 2 STJÖRNUR: Kia Carnival kom sérlega illa út úr prófunum EuroNCAP, sérstaklega í árekstri að framan á 64 km hraða. ÖRYGGI: Alls fengu sex bíla fimm stjörnur, þar á meðal Volvo XC90, m.a. fyrir gott öryggi barna í aftursætum. FJÖLNOTABÍLAR: Bill: Árekstraröryggi: öryggi fótgangandi: Peugeot 807 5 stjörnur 1 stjarna Renault Espace 5 stjörnur 2 stjörnur HyundaiTrajet 3 stjörnur 1 stjarna KIA Carnival 2 stjörnur 1 stjarna Ford Fusion 4 stjörnur 2 stjörnur VWTouran 4 stjörnur 3 stjörnur SPORTBÍLAR: Bfll: Árekstraröryggi: öryggi fótgangandi: MGTF 4 stjörnur 3 stjörnur JEPPAR: Bíll: Arekstraröryggi: öryggi fótgangandi: BMW X5 5 stjörnur 1 stjarna Volvo XC90 5 stjörnur 2 stjörnur KIA Sorento 4 stjörnur 1 stjarna SMÁBÍLAR Bfll: Arekstraröryggi: öryggi fótgangandi: Citroén C3 Pluriel 4 stjörnur 2 stjömur Nissan Micra 4 stjörnur 2 stjörnur RenaultTwingo 3 stjörnur 2 stjörnur STÆRRI FJÖLSKYLDUBÍLAR: Bfll: Arekstraröryggi: öryggi fótgangandi: Saab 9-5 5 stjörnur Ekki prófað Toyota Avensis 5 stjörnur 1 stjarna Honda Accord 4 stjörnur 2 stjörnur Opel Signum 4 stjörnur 1 stjarna SMÆRRI FJÖLSKYLDUBÍLAR: Bfll: Peugeot 307 CC Árekstraröryggi: 4 stjörnur öryggi fótgangandi: 2 stjörnur Smart Forfour á Fyrsta mynd markað næsta sumar af Hummer H3 Smart bflaframleiðandinn hefur hingað til verið þekktur fyrir að framleiða litla tveggja sæta bfla, en nú skal gera brgarbót á. Smart hef- ur látið frá sér fara fýrstu myndir af hinum nýja Forfour sem, eins og nafnið bendir til, er fýrsti bfll smá- bflaframleiðandans sem er fyrir fleiri en tvo farþega. Bfllinn var hannaður í samstarfi við Mitsu- bishi og notar 60% sömu hluti og væntanlegur Mitsubishi Colt, með- al annars sama undirvagn og fjöðr- un. Fimm vélar verða í boði, þar af þrjár bensínvélar frá Mitsubishi og tvær dísilvélar frá Mercedes-Benz. Forfour kemur á markað næsta sumar á sama tíma og Colt en næsti bfll frá Smart er væntanlegur 2006 og verður hann sá fyrsti sem fram- leiðandinn fer með á Ameríku- markað. njall&dv.is FORFOUR: Nýjasti bíllinn frá Smart er sá fyrsti sem er með sæti fyrir fjóra. Hér gefur að líta fýrstu mynd sem náðst hefur af Hummer H3, nýjustu afurð General Motors. H3 er í takt við þá línu Hummer að minnka bfla sína í stað þess að stækka eins og aðrir framleiðendur, svo þeir verði viðráðanlegri í verði fýrir hinn almenna kaupanda, enda nýi bfllinn ætlaður þeim. Myndin sýnir meðalstóran jeppa á sterkleg- um undirvagni en káetan er greini- lega minni en á H2 þótt undirvagn- inn og dekkin geti verið þau sömu. Áður hafði verið áætlað að H3 myndi koma á sama undirvagni og Colorado-jeppinn en miðað við myndina má ætla að hann noti sama drifbúnað og hinn vinsæli Hummer H2. Bfllinn verður bæði fáanlegur sem jeppi líkt og myndin sýnir en einnig sem pallbfll. Full- vaxinn Hummer H1 kostar um 7,5 H3: Næsti Hummer er minni er forverar hans og því viðráðanlegri í verði. milljónir í Bandaríkjunum en H2 bfllinn 3,3 milljónir. Ætla má að Hummer H3 muni kosta um það bil 2-2,5 milljónir en verður þó lík- Iega nokkru dýrari hérlendis ef hann kemur hingað þegar bfllinn fer á markað árið 2005. Smærri Hummer H4 er jafnvel í burðar- liðnum hjá GM. njall@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.