Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 6
6 DVBlLAR LAUGARDACUR 5. JÚLÍ2003 | Lengd brautar ^ Keppnislengd ^ Ráspóll 2002 - Montoya: (1:11,985s) 212,594 km/klst Hraðasti hringur - Coulthard: (1:15,045s) 203,925 km/klst, hringur 62 Mesti hraði (tfmatöku) - M Schumacher: 306,0 km/klst Keppnisbrautin á Magny-Cours hefur farið i upplyftingu eins og Nurburgring og er höfuðmarkmiðið að auka möguleikana á framúrakstri. Helstu breytingarnar eru á siðustu beygju brautarinnar, sem og á aðrein og afrein þjónustusvæðisins. Chateau d'Eau beygjunni hefur einnig verið breytt. Magny-Cours er samansett af löngum, beinum köflum sem tengdir eru með þröngum U-beygjum og lítt að skapi ökumanna. Þó er Estroril undantekning á þvf, löng og aflíðandi hægri beygja sem er mikilvæg fyrir hraðasta hluta brautarinnar. Hér gætu tímatökurnar ráðist. 4 Yfirborð brautarinnar er rennislétt, og því er hægt að aka bílnum f lægstu hugsanlegri aksturshæð. Það gefur aukið loftafl og meira grip. Erfitt getur þófyrirhjólbarðannaað'fóta'sigáhálli (284) brautinni, og dekkjasliter því talsvert. 232 tM <j Adelaide Cháteau d'Eau jTímasvæði* Hraðámæling LycéePin Ii ÍOOO^a Þyngdarkraftur íí-gt m Númerbe! *dstaðfest Samanlagt Frakkland Circuit de Nevers: Magny-Cours 4.251km Úrslit 2002 Fljótastir i tímatökum Stöður og staðreyndir ▼ Viðmiðunartímar (Frá árinu 2002) RásstaÖa • (ökumenn innan viö h sek frá ráspósltima) Upplýsingar: RKNAULT m/ /yyjg ^ iok251|ij t: 1 Gömul Braut /M/ 1 mlíf Æ\ 9 : Grande Courbe 1 (228 Imola I.MIchael Schumacher 2 j 1 .Juan Pablo Montoya +0.0001 ökum. f mark 101 | 2.Kimi Raikkonen 4 | 2.Michael Schumacher 0.023 Fóru alla hringi ~5i I B.David Coulthard 6 :|i B.Rubens Barrichello 0.212 §Í Fóru ekki alla hringi 5| | 4Juan Pablo Montoya 1 |; 4.Kimi Raikkonen 0.259 R KEK; (2 dæmdir út) B | S.Ralf Schumacher 2 H S.Ralf Schumacher 0.439 m Bilanir 7| | ð.Jenson Button 7 j| 6-David Coulthard 0.513 Otafakstur/óhapp 2Í Slndri Reykjavík • Klettagöröum 12 • sími 575 0000 Slndri Akureyri • Draupnisgötu 2 • sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði • Strandgötu 75 • sími 565 2965 BMW og Williams áfram saman Um síðustu helgi var undirritað- ur samningur milli BMW-bíla- framleiðandans og WilliamsFI um áframhaldandi samstarf í Formúlu 1 kappakstri til ársins 2009. Þessi tvö sterku félög hafa unnið saman allt síðan árið 2000 og hefur samstarf þeirra skilað sjö sigrum og fjölda ráspóla og verðlaunasæta. Þrátt íyrir að engir meistaratitlar séu í höfn hófst samstarfið vel því strax í fyrstu keppni komst Ralf Schumacher í þriðja sæti í Mel- bourne. Árin 2000 og 2001 endaði BMW WilliamsFl í þriðja sæti stigalistans en bætti um betur árið eftir er öðru sætinu var náð. Um síðustu helgi hélt liðið upp á nýjan samning með tvöföldum sigri Ralfs og Juan Pablo Montoya í evrópska kappakstrinum á Niirburgring og komst upp fyrir McLaren í stiga- keppninni og er sem stendur í öðru sæti með 82 stig. Sannarlega gieði- leg helgi fyrir BMW og WilliamsFl á miklum tímamótum. Meiri samvinna í framtíðinni Formúla 1 er mikil fjárfesting fyr- ir stóran bílaframleiðanda eins og BMW og er Burkhard Gyschel, stjórnarmeðlimur BMW Group, sérstaklega ánægður með samn- inginn sem hefur verið í vinnslu sfðan á síðasta ári. „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð samning- um við WilliamsFl til svo langs tíma. Þessi nýi samningur innsiglar nánara samstarf þessara tveggja aðila. Sem bílaframleiðandi höfum við tækifæri sem eru einfaldlega ekki opin keppnisliðum og þurfum við nauðsynlega á hvor öðrum að halda til að nýta alla möguleika. Þetta snýst allt um að styðja þá sér- þekkingu sem eitt sigursælasta keppnislið í Formúlu 1 býr yfir, tengja saman þekkingu og ná full- kominni samvinnu.“ Fram að þessu hefur BMW einungis útvegað vélar til Williams-liðsins, en í fram- tíðinni er þess vænst að BMW sjái um smfði gírkassa og miðli betur þeirri þekkingu sem þeir hjá BMW búa yfir sem framleiðandi á sport- og fólksbílum. BMW góður samstarfsaðili Frank Williams hefur verið f sam- starfi með mörgum vélaframleið- endum þau tuttugu og íjögur ár sem lið hans hefur tekið þátt í For- múlu 1 kappakstri. Flonda og Renault eru þau sigursælustu og fram að þessu hafa línumar verið Eftir langar og strangar samningaviðræður, þar sem BMW vildi koma á nánari samvinnu, hafa báðir aðilar mæst á miðri leið. skýrar. „Við útvegum bílinn, þið vélarnar." Eftir langar og strangar samningaviðræður, þar sem BMW vildi koma á nánari samvinnu, hafa báðir aðilar mæst á miðri leið. Lengi vel leit út íyrir að BMW ætlaði að slíta samstarfinu vegna óánægju með árangur FW25, sem á síðustu vikum hefur verið að smella saman og var fljótastur bíla f síðustu ... að næstsigursælasti öku- maður f sögu Formúlu 1 var Frakkinn Alain Prost. Hann hef- ur sigrað f franska kappakstrin- um sex sinnum en aðeins þrisvar var hann á ráspól á heimavelli. Alain Prost vann 51 keppni á ferlinum og fjórum sinnum var hann krýndur heimsmeistari. Síðast árið 1993 er hann ók fyrir Williams Renault. ... að Alain stofnsetti sitt eigið keppnislið undir nafninu PROST og notaðist við Peugeot- vélar sem b.iluðu mikið og skil- uðu aldrei árangri. Draumurinn um franskt Formúlu 1 keppn- islið varð aldrei að veruleika. Síðasta keppnistímabil PROST var árið 2001. ... að franski bílaframleiðand- inn Renault er einn sá sigursæl- asti f sögu Formúlu 1. Á árunum 1991 til 1997 unnu þeir hjá Renault 95 keppnir og voru 136 sinnum á ráspól. Einnig unnu þeir sex liðatitla og fimm öku- mannstitla með Williams og Benetton. Nú hefur Renault ákveðið að fara eitt og óstutt í baráttuna og keypti til þess Benetton-liðið. ... að síðustu tólf ár hefur franski kappaksturinn verið háður á Magny-Cours-braut- inni, eða allt síðan 1991. Áður fyrr var kappaksturinn oftast hýstur á Paul Richard-brautinni í Suður-Frakklandi eða alls fjórt- án sinnum. Paul Richard er nú í eigu Bernie Ecciestone og eru höfúðstöðvar prófana Toyota- liðsins. ... að síðustu þrjú ár hefur David Coulthard átt hraðasta hringinn á Magny-Cours. Einnig hefur Michael Schumacher unnið franska kappaksturinn sex sinnum, síðast í fyrra er hann innsiglaði fimmta heims- meistaratitil sinn eftir að Kimi Ráikkonen fataðist flugið og missti af fyrsta sigri sínum. ... að árið 2001 náði Ralf Schumacher sfnum fýrsta ráspól á Magny-Cours á 26. afmælis- degi sínum. Sama ár var franski kappaksturinn sá 100. hjá Frakkanum Oliver Panis. Schumacher vann keppnina og var það fimmtugasti sigur hans á ferlinum. ... að Ferrari er sigursælasta keppnisliðið í sögu ffanska kappakstursins. Alls þrettán sinnum hefur Ferrari átt fyrsta bíl í mark á franskri grundu. Lot- us og Williams koma þar næst á eftir með sjö sigra en McLaren hefúr ekki unnið nema fimm sinnum. Jordan á að baki einn sigur í franska kappakstrinum, en árið 1999 vann Heinz Harald Frentzen á Jordan eftir glæsileg- an akstur. WILUAMS-BMW: Ralf hefur tvöfalda ástæðu til að fagna eftir sigur í síðustu keppni því að Williams-liðið fær að nota BMW-vélarnar sex ár f viðbót keppni. Ekkert bólar þó á að bfla- framleiðandinn sé að að kaupa sig inn í Williams-liðið líkt og Benz hefur gert með McLaren. „BMW- menn hafa verið mikilfenglegir og sérstaklega áhugasamir samstarfs- aðlilar síðan 2000,“ sagði Frank Williams eftir undirritun samn- ingsins. „Ég hef fulla trú á að með nýju fýrirkomulagi komum við til með að geta kafað dýpra í þekking- arbrunn BMW. Þegar það kemur saman við tækniþekkingu og sigur- vilja WilliamsFl trúi ég að þetta samstarf gefi af sér góðan arf,“ sagði hann að lokum. fi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.