Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 8
8 DVBlLAR LAUGARDAGUR 5. JÚU2003 REYNSLUAKSTUR Njáll Gunnlaugsson njall&dv.is Ánægjulegasti hlutinn við prófun á bíl sem þessum er sjálfur aksturinn Reynsluakstur nr. 777 Vél: 3,0 lítra, sex strokka benslnvél Rúmtalc 2979 rúmsentímetrar Ventlan 24 Þjöppun: 10,2:1 Glrkassi: Sjálfskiptur, fimm þrepa fíD-fíVAGIi: Fjöðrun framan: . Sjálfstæð Macpherson FJÖðrun aftan: Sjálfstæð, fjölarma Bremsun Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, DSC Dekkjastærö: ___________ 225/45 R17 VTf iTOLUR: Lengd/breidd/hæö: 4471/1739/1415 mm HJólahaf/veghæö: 2725/130 mm Beygtjuradlus: 10,5 metrar INNRí TÖLUR: Farþegar m. ökumannl: 5 Fjöldi höfuöpúöa/örygglspúöa: 5/6 Farangursrýml: 440 lltrar HAGKVÆ.MNl: Eyösla á 100 km: 10,3 Ktrar Eldsneytlsgeymlr. 63 lltrar Abyrgö/ryðvöm: 3/8 ár Grunnverð: 5.160.000 kr. Verð prófunarbds: 6.050.000 kr. Umboð: B&L Staðalbúnaðun Isofix-festíngar fyrir barnabíl- stól, fjarstýrðar samlæsingar með ræsivörn, aksturstölva, rafdrifnar rúður og útispeglar, 17 tommu álfelgur, armpúðar, þokuljós, geislaspil- ari, leðurstýri með aðdrætti og fjarstýringu fýr- ir hljómtæki, skrikvörn Aukabúnaöur I prófunarbd: Fjórhjóladrif, leður- og viðarinnrétting, rafstýrð framsæti með minni, upphituð framsæti, regnskynjari, gas fyllt HID-lágljós, sjálfvirk loftkæling, Harman Kardon-hljómkerfi, hvít stefnuljós, hallaviðnám SAMAN8URÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 231/5900 Snúnlngsvægl/sn.: 300 Nm/3500 Hröðun 0-100 km: 7,4 sek. Hámarkshraði: 247 km/klst. Elgin þyngd: 1540 kg Heildarþyngd: 1965 kg Er eins og límdur við malbikið Það fylgir því alveg sérstök ánægjutilfinning að keyra BMW-bíla, sérstaklega ef um er að ræða sportlega útgáfu eins og 330i sem DV-bílum bauðst að prófa í vikunni. Hönnuðir BMW hafa verið trúir ákveðnum gildum lengi og því eru bflar þeirra enn afturhjóladrifnir þegar flestir samkeppnisaðilanna eru búnir að færa sig í framdrif. Reyndar var prófunarbfllinn fjór- hjóladrifinn svo að hann hafði geysilega gott veggrip. Hannaður fyrir ökumann Maður fær það reyndar strax á til- finninguna að þessi bfll sé hannað- ur með ökumanninn í huga um leið og sest er inn í hann. Þykkt, leður- klætt stýrið er ekki mikið um sig og sætin falla vel að lflcamanum. Öku- mannssæti er með rafstillingum og auk þess er hægt að færa fram set- una til að styðja betur við fætur ökumanns og farþega í framsæti. Mælaborð er sportlegt og mælar og stjórntæki í miðjustokki halla örlítið í átúna að ökumanni. Það er ekkert sérlega rúmt um fætur enda gert vísvitandi til að ökumaður geti haft stuðning af miðjustokki í kröppum beygjum. Allt umhverfi ökumanns er því hannað með það fyrir augum að honum líði vel og hafi góða yfir- sýn yfir það sem hann er að gera. Vel búinn en mætti vera rúmbetri Pláss fyrir aftursætisfarþega er með ágætum í 3-línunni þótt það jafnist ekki á við það sem best gerist í þessum flokki. Sama má segja um farangursrými sem er 440 lítrar í þessum bfl en staðallinn í þessum flokki virðist miðast við 500 lítra. í bfl sem þessum er búnaður mikill og þar stenst hann fyllilega saman- burð. Við höfum þegar nefnt raf- stýrð framsætin en einnig er bfllinn búinn sex diska magasíni í miðju- stokki, sex öryggispúðum, hita- stýrðri miðstöð, aksturstölvu, gas- fylltum HID-ljósum, skriðstilfi í stýri sem aukabúnaði. Bfllinn er líka með DSC spól- og skrikvöm sem staðalbúnað og ótrúlegt en satt Kostir QáiláT Veggrip, Ekki hægt að aksturseiginleikar. slökkva alveg á sæti spólvörn, lágt undir hann hallaviðnámi, en slflct sér maður bara í vel búnum jeppum. Þetta get- ur þó verið sniðugur búnaður í fólksbfl lflca þegar ekið er niður bratta brekku í hálku, kannski jafn- vel með kerm í eftirdragi. Virkar þá hallaviðnámið þannig að það bremsar þeim hjólum sem fara að renna og heldur bflnum á 5 km hraða. Afar fullkominn stöðugleika- búnaður Ánægjulegast hlutinn við prófun á bfl sem þessum er sjálfúr akstur- inn og þar komast fáir með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Sex strokka línuvélin urrar lágt en ákveðið í gegnum tvöfalt pústkerfið um leið og sett er í gang. Afturhjóla- drifinn BMW 330i er svo sem ekkert leiðinlegur heldur en þegar komið er fjórhjóladrif í bflinn er hann eins og límdur við malbikið. Eru þar margir samverkandi þættir sem spila inn í. í fyrsta lagi er fjöðrun bflsins hönnuð með það fyrir aug- um að bfllinn liggi vel í beygjum og einnig á miklum hraða enda há- Fjórhjóladrifið hefur að sjálfsögðu mikið að segja því að það er alltafvirkt. markshraðinn við 250 km markið. Þess vegna er hann með fjölarma fjöðrun að aftan sem minnkar til muna hliðarveltu á yfirbyggingu bflsins. Fjórhjóladrifið hefur að sjálfsögðu mikið að segja því að það er alltaf virkt og er 38% átaksins á framhjólunum. Til að fullkomna verkið er svo DSC-skrikvörn í bfln- um sem virkar ekki aðeins á drif- búnað og bremsur heldur einnig fjöðrunarbúnað hans. Þannig er nánast sama hvað bflnum er boðið upp á í erfiðum aðstæðum, cflltaf skal hann halda sínu striki og jafn- vel óvanur ökumaður kæmist upp með ýmislegt svo lengi sem hann veit hvert stýra skal bflnum. Það er kannski líka með þann ökumann í huga að ekki skuli vera hægt að slökkva alveg á skrikvöminni, en hægt er að slökkva á henni að hluta, þannig að hún grípur seinna inn í. Það getur komið sér vel við erfiðari aðstæður eins og mikla lausamöl eða snjó og veitir ekki af enda er lágt undir bfllinn svo ekki sé meira sagt. Fyrir þá sem kunna að keyra minnkar það þó aðeins skemmt- anagildið að ekki skuli vera hægt að slökkva alveg á skrikvöminni. Verðið ekki svo slæmt Svona góður bfll getur ekki verið ódýr, eða hvað? Fjórhjóladrifin út- gáfa 330i bflsins eins og þessi kostar sjálfskiptur 5.160.000 kr. sem er auðvitað þónokkuð fyrir fólksbfl. Sambærilegir bflar em fáir en finn- ast þó á stangli. Mercedes-Benz C 320 4Matic kostar 5.640.000 kr. með sambærilegri vél og búnaði. Einnig er hægt að nefna bfla eins og Audi A4 Quattro sem með 220 hestafla vél kostar 5.050.000 kr. og Volvo S60 Turbo AWD sem kostar sjálfskiptur með 210 hestafla vél 4.335.000 kr. Þannig má segja að verðið á BMW 330i sé ekkert svo agalegt í saman- burðinum. JJ Mælaborðið er vel upp sett og aldrei þarf að teygja sig langt (stjórnbúnað. J Öflug, sex strokka línuvélin skilar nægu afli við allar aðstæður og hendir þessum sjálfskipta,eins og hálfs tonns bíl í hundraðið á 7,4 sekúndum. 3 Bíllinn er búinn gasfylltum HID-ljósum sem staðalbúnaði.en þau veita meiri og betri birtu. Felgurnar eru 17 tommu og bíllinn kemur á lágbarða dekkjum. j| Farangursrýmið er þokkalegt en stenst þó ekki samanburð við það besta í flokknum. Q Framsætin eru sérlega þægileg hvort sem ekið er greitt eða ekki og munar þar mikið um stillanlegan stuðning undir hnésbæturnar. 3 f miðjustokki er búið að koma fyrirtökkum fyrir DSC-skrikvörn og merki- legt nokk, hallaviðnámi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.