Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 DV BÍLAR 7 Ahyggjur af gæðum Michelin David Richards, liðsstjórí BAR, vill betrí dekk Eins og oft hefur verið talað um hér á síðum DV er dekkjastríðið milli Michelin og Bridgestone í mikilli sveiflu þessa dagana og nú virðist sem yfirburðir jap- anska framleiðandans séu að dala og sá franski að taka yfir- höndina. Stóran þátt í geysilegri velgengni Ferrari á síðasta ári mátti rekja til Bridgestone-dekkjanna sem þá voru í algerri sérstöðu í saman- burði við samkeppnisaðilann. Nú hafa hlutirnir heldur betur snúist við og er greinilegt, ef niðurstöður tímatökunnar á Núrburgring eru skoðaðar, að Michelin var i alger- um sérflokki. Búist er við sama gengi á Magny-Cours um þessa helgi, sérstaklega ef loft- og braut- arhiti verður mikill. Hingað til hafa ekki heyrst há- værar raddir utan ummæli Michaels Schumachers eftir „tap“ sitt í Mónakó. Nú hefúr David Ric- hards brotið blað og er fyrstur keppnisstjóra til að tjá sig opinber- lega og segist hafa verulegar áhyggjur af gangi mála hjá Bridgestone. „Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur,“ sagði Ric- hards um glæsilegan árangur hjá Michelin. „Maður gerir ráð fyrir að þeir hjá Bridgestone vinni jafn- hratt að hlutunum og við. Það eina í stöðunni er að halda áfram að vinna vel saman," sagði Richards, keppnisstjóri BAR. Þrátt fyrir slak- an árangur Bridgestone-dekkjanna er Ferrari í forystu í stigakeppni ökumanna og keppnisliða en hefur sannarlega fengið að vinna fyrir hlutunum. Ef einhverjir hafa talað alvarlega við Bridgestone-menn var David viss um að þeir hjá Ferr- ari hefðu látið í sér heyra. „Ég er klár á að Ferrari-bfllinn ætti að vera í algerum sérflokki, en þrátt fyrir það eru þeir í vandræðum. Því held ég að þeir hjóti að vera í ein- hverju sambandi," sagði hann og vildi meina að það væri aflt annað Eitt er víst að Michelin hagnast á samvinnu við Williams og McLaren en rólegheitaspjall. BAR-liðið er eitt þeirra fimm liða sem nota sóla frá Japan og í heild- ina litið er árangur þessara liða mjög slakur, utan Ferrari. Sauber, Jordan og Minardi eru hin liðin og er best að skoða árangur Sauber til að sjá muninn milli ára í gæðum hjólbarðanna. Þeir voru geysilega sterkir á síðasta ári en einungis níu stig eru komin í pottinn í ár þrátt fyrir að fleiri stig séu í boði í kjöffar breyttrar stigagjafar. Eitt er víst að Michelin hagnast á samvinnu við Williams og McLaren en Bridgestone reiðir sig aðallega á Ferrari. Flæðið af upplýsingum er því meira og öll þróunarvinna er hraðari. Það hlaut að koma að því að Bridgestone yrði undir í barátt- unni þar sem Michelin er nú búið að vera í Formúlu 1 á þriðja ár. En töfrarnir við gúmmíblöndur galdrameistara hjólbarðafyrirtækj- anna eru þeir að einn góðan veður- dag er eins og allt snúist við og hjólin fari að snúast betur hjá öðr- um aðilanum en hinum. Það er ekki öll nótt úti enn hjá Richards. fl@dv.is STIGAKEPPNi ÖKUMANNA: 1. Michael Schumacher 58 2. Klml Ralkkonen 51 3. Ralf Schumacher 43 4. Fernando Alonso 39 5. Juan Pablo Montoya 39 6. Rubens Barrichello 37 7. David Coulthard 25 8. JarnoTrulll 13 9. Giancarlo Fisichella 10 10. Jenson Button 101 STIGAKEPPNI KEPPNISLIÐA: 1. Ferrari 95 2. Williams 82 3. McLaren 76 4. Renault 52 5. BAR 13 6. Jordan Ford 11 7. Sauber 9 8. Jaguar 9 9. Toyota 4 10. Mlnardi 0 Ducati M800 Ducati ST2 Bæjarlind 1-3 | 201 Kópavogur | Sími: 5 400 600 | www.daelur.is Ducati 999 Ducati 749S JL> Dælur ehf. Nú er ítalska goðsögnin loksins fáanleg á íslandi. Ducati mótorhjólin njóta hylli um allan heim fyrir einstaka hönnun og tæknilega yfirburði. Ducati er Ferrari mótorhjólanna. Skoðaðu Ducati götu-, ferða- og keppnishjól og hjartað mun taka aukakipp. Ekki sfst þegar þú sérð hagkvæmt verðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.