Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 6
Fókus sepmtember 2003
Jmyndinni The Italian Job sem
Ifrumsýnd verður í Háskólabíói og
iLaugarásblói 5. september.
iMyndin er endurgerð samnefndr-
ar myndar frá 1969 og hefur feng-
Áætlunin var gallalaus, verkið gekk fullkomlega upp og
þeir komust auðveldlega undan. Það sem hinn snjalli þjófur,
Charlie Croker (Mark Wahlberg), sá ekki fyrir var að einn af
hans eigin mönnum myndi svikja hann. Charlie er með sér
til aðstoðar innanbúðarmanninn Steve (Edward Norton),
tölvusnillinginn Lyle (Seth Green), ökuþórinn Handsome
Rob (Jason Statham), sprengjusérfræðinginn Left-Ear (Mos
Def) og gamla brýnið John Bridger (Donald Sutherland).
Saman fremja þeir bfræfið rán í höll í Feneyjum sem búin er
fullkominni öryggisgæslu. Þessir félagar trúa því ekki þegar
einn úr hópnum svíkur hina og nú snýst lff þeirra ekki leng-
ur um ránsfenginn heldur um hefndina.
Eltingarletkir á MINI
Þá kemur til sögunnar hin íðilfagra Stella (Charlize Ther-
on) sem er snillingur í því að brjóta upp peningaskápa. Hún
gengur til liðs við hópinn og saman elta þau svikarann til
Kaliforníu þar sem þau hyggjast stela gullinu aftur með því
að brjótast inn í umferðaríjósakerfi Los Angeles, stjórna ljós-
unum og koma af stað einni mestu umferðarteppu í sögu
borgarinnar.
The Italian Job er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu
1969. f henni er að finna ótrúlega bílaeltingarleiki á nýjum
og glæsilegum mini-bílum, meðal annars um stræti sem
engir aðrir bílar myndu komast. Þetta er alvöru spennutryll-
ir því auk þess fáum við að sjá spennuatriði þar sem koma
við sögu brynvarðir bílar, mótorhjól og þyrlur.
Nær Wahlberg sér aftur á strik?
Það er sjálfur Mark Wahlberg sem fer með aðalhlutverkið
hér. Wahlberg hefur verið rólegur upp á síðkastið eftir að
hafa verið spáð miklum framafyrir nokkrum árum. Nú virð-
ist drengurinn ákveðinn í að sanna sig og hér velur hann
mynd sem teljast verður „örugg“. Mark Wahlberg er annars
þekktastur fyrir hlutverk sín í Planet of the Apes, Three Kings
og The Perfect Storm, auk snilldarmyndarinnar Boogie
Nights sem kom honum á kortið í Hollywood.
öllu meiri þungavigtarmaður kemur rétt á eftir honum í
upptalningunni, sjálfur Edward Norton sem nýlega lék í
Spike Lee myndinni 25th Hour. Norton hefur fyrir löngu
sannað sig í myndunum Fight Club, The Score, Red Dragon
og fleiri. Hann hefur auk þess verið tilnefndur til óskarsverð-
launa fyrir leik sinn í American History X og Primal Fear.
Ungir og efnilegir leikarar
Þá er það sæta stelpan Charlize Theron. Hún hefur leikið f
ræmum eins og The Cider House Rules, Woody Allen-mynd-
unum Celebrity og The Curse of the Jade Scorpion, The
Devil’s Advocate og Reindeer Games, svo nokkrar séu
nefndar. Sannarlega leikkona sem við gætum átt eftir að
fylgjast með um ókomna tíð.
Annar ungur og efnilegur leikari í myndinni er Seth Green
sem leikur Scott Evil, son dr. Evils í Austin Powers-myndun-
um. Hann þykir líldegur til afreka á næstunni eftir að hafa
sýnt skemmtilega takta í myndum á borð við Rat Race,
Enemy of the State, Can’t Hardly Wait og Knockaround
Guys. Þá talar hann inn fyrir táningsstrákinn í þáttunum
Family Guy.
Leikstjóri The Italian Job er F. Gary Gray sem síðast gerði
A Man Apart með Vin Diesei í aðalhlutverki. Hann gat sér
gott orð fýrir gerð tónlistarmyndbanda áður en hann fór út í
kvikmyndir en á ferilskránni nú eru Friday (með Chris
Tucker og Ice Cube), Set It off og The Negotiator (Samuel L.
Jackson og Kevin Spacey). The Italian Job verður frumsýnd
5. september í Háskólabíói og Laugarásbíói.
The Life nf Dauid Gale
Kevin Spacey leikur prófessor I Texasríki
sem er andvígur dauðarefsingum en ei
sjálfur dæmdur til dauða fyrir að nauðga
samstarfskonu sinni og myrða hana. Kate
Winslet leikur blaðamann sem skráit
sögu hans áður en hann er líflátinn og
sannfærist hún um að Gale sé fórnarlamb
samsæris vegna skoðana sinna. Auk aðal-
leikaranna þykir Laura Linney fara á kost-
um í hlutverki fórnarlambsins. Leikstjóri
er Alan Parker sem meðal annars gerði
Mississippi Burning.
Frumsýnd: 12. september í Sambíóunum
og Háskólabíói.
w Hatnhstink Men
Þeir Roy (Nicolas Cage) og Frank (Sam
Rockwell) hafa í sig og á með því að pretta
fólk. Þessa dagana selja þeir fólki vatnssí-
ur á uppsprengdu verði og ljúga því að
kaupendurnir geti unnið glæsileg verð-
laun. Svindlbransinn er hins vegar ekkert
grín og Roy á í erfiðleikum í einkalífinu.
Hann leitar sér meðferðar og kemst þá að
því að hann á 14 ára dóttur sem hann hef-
ur aldrei hitt. Þegar hann fer að umgang-
ast dótturina uppgötvar hann að hún er
með svindlaragenið f sér og þarf hann þá
að ákveða hvort hann vill leyfa henni að
ganga í gegnum það sem hann hefur gert.
Frumsýnd: 26. sept í Sambíóunum.
________________Daddu Ddu Car
Charlie (Eddie Murphy) og Phil (Jeff
Garlin) eru svo uppteknir í fínu störfun-
um á auglýsingastofu sinni að þeir hafa
engan tfma til að njóta þess að vera með
börnunum sínum. Þegar þeir eru svo
reknir úr vinnunni hafa þeir ekki lengui
efni á að borga dýra dagvistun fyrir syni
sína og þurfa að sjá um þá sjálfir. Þegar
þeir uppgötva að þeir eru vel færir um
það ákveða þeir að það geti nú ekki verið
miklu erfiðara að sjá um tíu krakka í einu.
Þegar þeir hafa stofnað eigið barnaheim-
ili sjá þeir að barnapössun er ekki eins
auðveld og þeir héldu.
Frumsýnd: 5. september í Smárabíói og
Regnboganum.
Bad Boms II
Ríertm-Lawrence og Will Smith
snúa aftur sem kolrugluðu fíkni-
efnalöggurhar Marcus og Mike
sem komu fram í Bad Boys fyrii
átta árum. Þeir starfa nú í hópi
sem á að vinna gegn útbreiðslu al-
sælu í Miami og komast f kast við
eiturlyfjabarón sem hikar ekki við
að drepa mann og annan til að ná
markaðnum undir sig. Þar að auki
er gullfalleg systir Marcusat
(Lawrence), sem einnig er fíkni-
efnalögga, búin að villa á sér heim-
ildir og lendir í miðjum látunum,
Eins og það sé ekki nóg þarf
Marcus að horfa upp á félaga sinn,
Mike, renna girndaraugum til syst-
ur sinnar.
Frumsýnd: 19. september í Smára-
bíói og Regnboganum.
Handhafar SVARTA KORTSINS fá eftirfarandi kaupauka
með skólatilboðum Pennans á IBM, HP og Dell fartölvum:
* Allir fá ókeypis HP 3320
bleksprautuprentara.
• 70 fyrstu fá einnig afhentan
HP/COMPAC minnislykil.
Skilyröi er aö greiöa e-n hluta meö SVARTA KORTINU.
Tilboðið gildir til 30. september 2003.
Penninn, Hallarmúla 2, Reykjavík, sími 540 2000
Penninn-Bókval, Hafnarstræti 91-93, Akureyri, simi 461 5050
Heimasíöa Pennans: www.penninn.is