Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Síða 12
12 MENNING FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist • Tónlist • Dans Umsjón: Sllja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Stjórnun á tímum hraða Ljósmyndasamkeppni FRÆÐIRrT: JPV útgáfa hefur gefið út bókina Stjórnun á tím- um hraða og breytinga eftir ÞórðVíking Friðgeirsson. Þetta er fyrsta bók sinnar gerð- ar á íslensku og tekur mið af ís- lenskum aðstæðum. Hún fjallar um skipulag fyrirtækja og und- irbúning verkefna, áætlana- gerð og eftirlit, verklok og mat á árangri. Dæmi úr íslensku at- vinnulífi varpa Ijósi á efnið og kynnt er ís- lensk könn- un á árangri verkefna- stjórnunar í fyrirtækjum. Geisladiskurfylgir með ítarefni og stuðningsefni er á www.stefni.is. UÓSMYNDIR: Hafin er Ijós- myndasamkeppni á vefsíðunni www.ljosmyndari.is í fimmta sinn. Hún er öllum opin og get- ur hver einstaklingur sent inn allt að fimm myndir. Myndefnið er frjálst. Eingöngu er tekið á móti myndum í tölvupósti á netfangið Ijosmynd- ari@ljosmyndari.is til 15. október 2003. Þetta er útsláttarkeppni. Hægt verður að sjá allar myndirnar 15. til 31. október og greiða atkvæði. 200 myndir halda áfram keppni og vikulega verður hægt að gefa atkvæði þeim myndum sem eftir standa. Loks ræður þriggja manna fagdómnefnd úrslitum. Verðlaun eru stafræn stækkun að verðmæti 80.000 krónur. Sjá nánar á www.ljosmyndari.is. Létttangó- sveifla TÓNUSTARGAGNRÝNI Jónas Sen Tríó Nordica, sem samanstendur afþeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström pí- anóleikara, hélt upp á tíu ára afmæli sitt með tónleikum i Salnum í Kópavogi á þriðjudags- kvöldið. Tríóið hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífl undanfarin ár, en vonandi á það eftir að breytast því þetta eru allt afburða músíkantar, eins og fram kom í grein minni í DV í gær um tónleika Kammermús- íkkiúbbsins. Fyrst á efnisskránni var glænýtt tríó eftir Þórð Magnússon og var það í tveimur köflum. Hinn fyrri var fremur afslappaður þótt lífleg hrynjandi væri aldrei langt undan, en hinn síðari var hraður með léttu tangóí- vafi. Grunnhugmyndirnar voru í sjálfu sér ekki frumlegar en sannfærandi úrvinnsla vó þar upp á móti og var útkoman aldrei leiðin- leg. Einkennandi fyrir verkið var skýr fram- setning, úthugsuð hljóðfæraraddsetning og rökrétt framvinda en það sat ekki beinlínis í manni eftir á. Hins vegar var það prýðilega spilað af þremenningunum, allar nótur voru skýrar, takturinn vísindalega nákvæmur og gott samræmi á milli hljóðfæraleikaranna. Auk tónsmíðar Þórðar voru leikin tvö tríó eftir Brahms, fyrst nr. 3 í c-moll op. 101 og síðan nr. 1 í H-dúr op. 8. Óþarfi er að fjölyrða eitthvað um þessar tónsmíðar, sem eru Sérstaklega verður að nefna H-dúr tríóið, þar sem píanó- leikarinn fór bókstaflega á kostum i fjörlegum öðrum kaflanum en ofurhratt fingraspilið var bæði hnífjafnt og glæsilegt. dæmigerðar fýrir tónskáldið. En þær voru báðar afburðavel fluttar af Tríóinu, og hin þunga undiralda sem er dæmigerð fyrir Brahms var áberandi í túlkuninni. Sérstak- lega verður að nefna H-dúr tríóið þar sem pí- TRÍÓ NORDICA: Lék afburðavel á tíu ára afmælinu. DV-mynd ÞÖK anóleikarinn fór bókstaflega á kostum í fjör- legum öðrum kaflanum en ofurhratt fingraspilið var bæði hnífjafnt og glæsilegt. Fagrir sellótónar Bryndísar Höllu í hæga þættinum voru einnig sérlega áheyrilegir og sömu sögu er að segja um Auði, sem kann þá list að spila kammermúsík án þess að vera stöðugt að reyna að stela senunni eins og sumum fiðluleikurum hættir til að gera. Þetta voru ánægjuiegir tónleikar og er Tríó Nordica hér með óskað til hamingju með stórafmælið; megi það lengi lifa. Nóttin sýnir í tvo heima BÓKMENNTAGAGNRVNI Silja Aðalsteinsdóttir Þora Jónsdottir: Einnota vegur Mýrarsel2003 Konan sem talar við lesanda sinn I nýrri Ijóða- bók Þóru Jónsdóttur, Einnota vegur, hefur lifað langa ævi. Það eryfir knöppum Ijóðunum kyrrð og sátt sem gefur þeim afar aðlaðandi blæ. Ljóðunum er skipt í fjóra kaíla og eru sá fyrsti, þriðji og fjórði keimlíkir að tóni, en annar hlutinn, „Ung ijón og spörvar", er fyndnari en hinir og jafnvei stríðnislegur; óvæntar staðhæfmgar markvisst notaðar til að koma lesanda á óvart. Þar er ljóðmælandi yngri eða á hana sækja minningar. Kvennalíf og -störf eru látin mynda andstæður við æskudrauma eins og þegar „Raddir kalla mig / inn í fjarlægðir", en það genguryfir „á með- an ég mála ruslatunnuna / með hreingern- ingarklút á höfði" (32). Þau eru ekki viðburðarík eða átakamikil á yfirborðinu þessi ljóð; ljóðmælandi situr á svölum, sér álftir fljúga yfir, gengur í fjöru, hugsar um náttúruna, blómin, dýrin, draumana, tímann, fortíðina - og nútíðina (22): Föstudagsumferðin er ísögulegu hámarki Það sést afglerbrotunum Hefðirðu trúað að þú ættir þetta eftir En á bak við mörg þeirra lúrir dauðinn. „Ég ek veginn", segir í ljóðinu sem geymir bókar- titilinn (11): Þóra er afar málhög og mynd- mál hennar er víða fallegt og lifandi - til dæmis er vorinu lýst með því að náttúran eigi von á sér og „Ijósmóðirin" taki lengri og lengri vaktir. Enginn staðnæmist á þessari leið nema fyrir eitt Þetta er einnota vegur Einhver er fast á eftir mér Ég sé ekki andiitið „... kveðjustundum fjölgar / við brottfararhlið- in“ (37) og tíminn er orðinn naumur, „Þú bíður ekki lengur / eftir útnefningu og kórónu," (38) seg- ir (lokaljóði annars hluta. Kannski má þar merkja ofurlítil sárindi skálds sem hér gefur út sína ní- undu frumsömdu ljóðabók og hefur ef til vill ekki fengið þá athygli sem hún á skilið að fá. Þóra er afar málhög og myndmál hennar er víða fallegt og lifandi - til dæmis er vorinu lýst með því að náttúran eigi von á sér og „ljósmóðirin" taki lengri og lengri vaktír (10). Á öðmm stað undrast máninn, þar sem hann „hvílir á bakinu / nálægt haffletínum", hve ástvinimir em komnir langt frá þeim stað þar sem vaggan stóð. Stakar semingar greypast líka í minnið, eins og þegar „Tíminn keppist við / að telja niður hjartaslög" eða „nóttín sýnir f tvo heima" (44). Stundum er stillt saman náttúm og mannlífi á sláandi hátt (46): Eftir skýfall næturinnar er jarðvatnið íhámarki Súla grátsins stendur misháttí manninum Það er djúp og vitræn hugsun á bak við þessi ljóð. Þau em fögur kveðja lífsreyndrar skáldkonu til landa hennar. Stjörnur á faraldsfæti Þeir sem ekki fengu miða á tónleika Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur, Gunnars Guðbjörns- sonar, Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum annað kvöld geta huggað sig við að tónleikarnir verða endur- fluttir í Salnum mánudagskvöldið 29. sept. kl. 20. En ekki bíða með að kaupa miða! Sími í miðasölu er 5 700 400 og líka er hægt að kaupa miða á veffanginu www.salurinn.is. Tónleikarnir verða ekki oftar á höfuðborg- arsvæðinu, en tónlistarfólkið ætlar í staðinn með þessa söngveislu út um landið. Þar verða fyrstu tónleikarnir í Siglufjarðarkirkju laugardagskvöldið 27. sept. kl. 20.30, síðan í Miðgarði í Skagafirði sunnudaginn 28. sept. kl. 16, í Fjölbrauta- skóla Suður- lands á Sel- fossi þriðju- dagskvöldið 30. sept. kl. 20.30, og að lokum í Reyk- holtskirkju fímmtudags- Sigrún Hjálmtýsdóttir. kvöldið 2. okt. ki. 20.30. Á efnis- skránni eru vinsælar aríur, dúettar og terzettar úr þekktum óp- emm eftir Mozart, Bizet, Gounod, Verdi og Puccini, og íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Svein- björnsson, Sigvalda Kaldalóns, Markús Krist- jánsson, Emil Thoroddsen og Bjarna Þor- steinsson. Það er ekki á hverjum degi sem þessir vinsælu söngvarar hafa möguleika á því að hittast og syngja sam- an á tónleik- um, og munu tónlistamnnendur vafalaust fagna einstæðu tækifæri til að heyra í þeim saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.