Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Side 17
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 TILVERA 17 Húshjálpin í mál við Will Hollywoodleikarinn Will Smith stendur í stappi við fyrrum hús- hjálp sína sem krefst þess að hann greiði henni um tíu millj- ónir króna. Marilu Cooley segir að Will og eiginkona hans skuldi sér laun fyrir 1.640 auka- vinnutíma og að hún hafi verið rekin þegar hún færði það í tal við húsbændurna. Marilu bjó hjá fjölskyldunni í fjögur ár. Cooley segist oft hafa unnið meira en 40 stundir á viku og fengið greitt fyrir yfirtíðina fyrstu tvö árin í vistinni. Greiðsl- urnar voru hins vegar stöðvaðar árið 1999 en á móti kom að Will og frú lofuðu að greiða henni um fjórtán milljónir króna í bónus árlega. Þær greiðslur skil- uðu sér aldrei og nú vill hús- hjálpin fá tíu millur. Nærbuxnasýning í klefanum Svíinn Freddie Ljungberg, leik- maður Arsenal, hefur heldur betur fengið að finna fyrir stríðni félaga sinna í Lundúna- liðinu eftir að hann fór að leika í nærbuxnaauglýsingum fyrir Calvin Klein og auðvitað er það í búningsklefanum sem hann verður helst fyrir barðinu á þeim. Eftir æfingu á föstudaginn fyrir leikinn gegn United tóku þeir Ray Parlour, Ashley Cole og Thi- erry Henry sig til og settu upp sína eigin tískusýningu þarsem þeir tróðu sokkum í buxurnar til þess að sýnast lítið eitt kýldari. „Þeir gáfu allt í sýninguna og dilluðu sér fýrir framan Freddie sem auðvitað hafði gaman af fílalátunum í þeim," sagði einn viðstaddra. Jeepers Creepers 2 Creeper er frekar viðbjóðsleg vængjuð skepna sem kynnt var í Jeepers Creepers. Hún er nú kom- in á kreik aftur og það er matmáls- tími hjá henni. Það er ekki oft sem hún tekur sig til og borðar en það sem henni þykir best er manna- kjöt og skrímslið vill mikið af því. Nú eru 23 ár frá því Creeper borð- aði síðast og skepnan er svöng og hefur hún 23 daga til að nærast áður en hún leggst til hvílu aftur. Jeepers Creepers 2 er framhald Jeepers Creepers frá árinu 2001en sú mynd náði nokkrum vinsæld- Rúta körfuboltaliðs ásamt fríðu föruneyti klappstýra og þjálfara stöðvast skyndilega á hinum alræmda East 9 þjóð- vegi. Og hver haldið þið að MATCHSTICK MEN: Nicolas Cage leikur krimmann Roy og Alison Lohman leikur dóttur hans. heimsæki krakkana? Jú, Creeper er mættur til leiks. Þegar dimm og ógnvekjandi nóttin færist yfir þurfa ungmennin að heija baráttu upp á líf og dauða við ómann- eskjulega grimman andstæðing. Samstaðan í hópnum er í hættu því undir slíkum kringumstæðum geta viðbrögð mannsins verið óút- reiknanleg, sérstaklega þegar ótt- inn er orðinn miklu meira en óbærilegur. í helstu hlutverkum eru ungir og tiltölulega óþekktir leikarar sem eru að hefja feril sinn. Leik- stjórinn Victor Salva hefur meiri reynslu. Hann leikstýrði einnig fyrri myndinni. hkarl@dv.is LANGFLOTTUST: Italska teikkonan Sophia Loren er alltaf jafnglæsileg þótt komin sé af allra léttasta skeiði, eins og þessi mynd ber með sér. Sophia veifar hér til aðdáenda sinna við komuna á kvikmyndahátíðina í Hamborg í Þýskalandi. Hún er þar með syni sínum Eduardo Ponti að kynna mynd þeirra, Between Strangers. Það er hundraðasta myndin hennar en fyrsta mynd sonarins. Mariah gerir það við eigin undirleik Ameríska poppstjarnan Mariah Carey stundar kynlíf ekki í miklum mæli þegar hún er einhleyp, elns og nú. Annað er upp á tenlngnum þegar hún á kærasta. Pá gerir hún það oft og á hinn fjölbreytilegasta máta. „Ég hef stundað símakynlíf, ég hef gert það við undirleik eigin laga og ég hef gert það í fataskáp," segir söngkonan íturvaxna í viðtali við karlatímaritið Maxim. Aðspurð segir söngkonan að nokkuð langt sé um liðið síðan hún naut ásta undir eigin tónlist. „Ég man það þó að það kveikti ekkert sérstaklega í mér. Það var hugmynd stráksins að setja plötu á fóiiinn af því að hann var aðdáandi minn áður en við hittumst," segir Mariah Carey. ELSKAST UM ALLT: Söngkonan Mariah Carey hefur gaman af því að elskast á ólík- legustu stöðum. Björgun Jessicu Lynch Einhver æsilegasta uppákoman í stríðinu í írak er. björgun hinnar ungu Jessicu Lynch. Mikið hefur verið skrifað um hetjudáðina í kringum björgun hins unga her- manns. Og í fyrstu var talið að um mikla hetjudáð hefði verið að ræða. Fljótt fóru þó að kvisast út sögur um að atburðurinn hefði ekki verið á þann veg sem kynnt var. Mótspyrnan á spítalanum þar sem Jessica Lynch var hefði verið engin og hún ekki í hættu, var að vísu særð. Bandaríkjamenn sjálfir trúðu sögunni enda þjóðernis- kenndin slík að enginn má segja neitt þar í landi sem stuggar við Bush forseta og stefnu hans í mál- efnum Iraks. Hvað er satt og hvað ekki kemur sjálfsagt aldrei skýrt fram. NBC-sjónvarpsstöðin sá að þarna var kominn góður sögu- þráður í sjónvarpsmynd (að sjálf- sögðu heldur NBC sig við banda- rfsku útgáfuna) og setti í hraðgír til að geta sýnt myndina fyrir áramót. Þar sem ekki var hægt að kvik- mynda í Irak var farið til Dallas til þess. í skjóli olíufurstanna og skýjakljúfanna var síðan byggt umhverfi sem á að líkjast sögu- slóðum í Irak. Þarna verður mynd- in að langmestu leyti tekin og kemur hún fyrir augu bandarískra áhorfenda í lok nóvember. MÓTSÖGN: Hér má sjá hvernig gata í (rak lítur út þegar bandarískir sviðshönnuðir eru búnir að breyta breiðgötu í Dallas. Eins og sjá má gnæfa skýjakljúfar í bak- grunninum. - ffli íæ M , , | MjSxá -pTTí l— ■M fl: Wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.