Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 5
LAUGARDAQUR 27. SEPTEMBER 2003 DVBILAR 35 Schumacher í lykilstöðu Þjóðverjanum gæti dugað að enda í öðru sæti Það er farið að sfga á seinni hluta keppnistímabilsins, aðeins tvær keppnir eftir og niðurstaðan sem allir hafa beðið eftir síðan í mars gæti fengist ekki seinna en á morg- un. Michael Schumacher er kom- inn í lykilstöðu í stigakeppninni eft- ir glæsilegan baráttusigur á Monza- kappakstursbrautinni fyrir hálfum mánuði. Þá bætti hann stöðu sína um tvö stig og hefur nú þriggja stiga forystu á Juan Pablo Montoya og sjö stig skilja hann og Kimi Raikkonen. Finninn á enn tölfræði- lega möguieika á heimsmeistara- titlinum. Það er barátta og umræð- ur á fleiri vígstöðvum en á stigatöfl- unni því að ríkt hefur spenna á ökumannamarkaðnum að undan- förnu. Allt getur oltið á því hvað verður um heimsmeistarann fyrr- verandi, Jacques Villeneuve, hvort hann mun aka á næsta ári eða ekki. Á meðan bíða nokkrir góðir með að raða sér á þau sex sæti sem enn eru laus. Verður Schumacher heims- meistari á morgun? Það getur vel farið svo að Michael Schumacher verði krýndur heimsmeistari í sjötta sinn á ferlin- um á morgun. Schumacher, sem nú hefur einungis þriggja stiga for- ystu á Williams-ökumanninn Juan Pablo Montoya, gæti tryggt sér fjórða titilinn í röð með því að sigra á Indianapolis á morgun, þó með því skilyrði að Montoya endi neðar en í sjötta sæti. Kimi Raikkonen má undir sömu kringumstæðum ekki lenda ofar en í þriðja sæti eigi möguleikar Schumacher á því að grípa dolluna á morgun að vera einhverjir. Annað sæti gæti einnig dugað heimsmeistaranum. Til þess ÖKUMANNAMARKAÐURINN: Uð Staðfestir ökumen Ferrari: Michael Schumacher, Rubens Barrichello Williams: Juan Pablo Montoya, Ralf Schumacher McLaren: Kimi Raikkonen, David Coulthard Renault: Fernando Alonso, Jarno Trulli Toyota: Oliver Panis, Cristiano da Matta BAR: Jenson Button? Jagúar: Mark Webber? Sauber: Giancarlo Fisichella, ? Minardi: Jos Verstappen, ? Jordan: ? ? VONBIÐLAR Jacques Villeneuve Nick Heidfeld Heinz H Frentzen Felipe Massa Justin Wilson Takuma Sato Nicolas Klesa Ralph Firmann Alexander Wurz að það sé mögulegt þyrftu þeir Montoya og Raikkonen að hafna í sjöunda og fjórða sæti. Töifræðin er alltaf skemmtileg á síðustu dögum keppnistímabilsins en sé litið á ár- angur Juans Pablos Montoya í síð- ustu átta keppnum þá hefur hann ekki misstigið sig í langan tíma og hefur endað á verðlaunapalli síðan í kanadíska kappakstrinum. Eftir að stigagjöfinni var breytt fyrir þetta keppnistímabil er ljóst að keppnin hefur verið jöfnuð talsvert. Sé mið- að við gamla stigakerfið væri Schumacher með 67 stig á móti 61 stigi Montoya. Schumacher dygði því að sigra í keppninni á morgun hefði gamla kerflð enn verið í gildi. En sem betur fer fyrir okkur áhorf- endur er langlíklegast að við þurf- um að bíða til aðfaranætur 12. október, eftir japanska kappakstr- inum, til að fá úr því skorið hver þessara þriggja ökumanna fer heim frá Suzuki með breiðasta brosið. Jacques Villeneuve enn í óvissu Á sama tíma fyrir sex árum var Jacques Villeneuve miðpunktur alis. Hann var í titilbaráttu á móti Michael Schumacher og ók þá fyrir Williams Renault. Hann hafði unn- ið sex keppnir og í lok tímabilsins hafði hann ræst tíu sinnum af rás- pól og var krýndur heimsmeistari. Það var árið 1997 og svo virðist sem Villeneuve ætli að verða „one hit wonder" eins og sagt er f popp- bransanum. Blaðið hefur snúist gjörsamlega við. Villeneuve hefur gjörsamlega horfið af stjörnuhimn- inum og hefur einungis komist fjórum sinnum á verðlaunapall á síðustu sex árum. Dagar þessa fyrr- verandi heimsmeistara, sonar þjóðsagnapersónunnar Giiies Vil- leneuve og næsthæst launaða öku- manns Formúlunnar, gætu verið taldir í Formúlu 1. Hann hefur ekki fengið eitt einasta tilboð frá nokkru einasta liði. Ekki einu sinni Minardi hefur boðist til að útvega honum ökumannssæti, hvað þá BAR-liðið sem hann er sjálfur hluthafí í. Tvær keppnir eru eftir af tímabilinu og iengi var óljóst hvort hann æki fyrir lið sitt í japanska kappakstrinum. Japaninn Takuma Sato þykir líkleg- ur til að taka af honum sætið á næsta ári þar sem hann hefur sterk tengsl við Honda sem útvegar BAR- liðinu vélar. Sex laus sæti Það eru fleiri en Villeneuve með lausa samninga og baráttan um þau sex sæti sem eru laus fyrir næsta ár er geysihörð. Umboðs- menn eru nú á hlaupum á eftir lið- stjórum til að sannfæra þá um ágæti umbjóðenda sinna. Sá sem ólíklegastur er til að verða án öku- mannssætis fyrir næsta ár er Þjóð- verjinn Nick Heidfeld. Hann hefur nú misst sæti sitt hjá Sauber eftir að Fisichella var ráðinn til liðsins. Fastíega er gert ráð fyrir að prufu- ökumaður Ferrari, Felippe Massa, aki við hlið ftalans á næsta ári fyrir svissneska liðið. Því verður Nick að biðla til BAR eða Jagúars ef hann á ekki að hverfa af sjónarsviði For- múlunnar. Annar hugsanlegur möguleiki fyrir Þjóðverjann væri að komast til McLaren sem prufuöku- maður. Hann hafði á sínum tíma mjög náið samband við liðið og urðu margir undrandi þegar Kimi Raikkonen var valinn umfram hann til McLaren. Vegna stöðunnar er viðbúið að umboðs- menn þeirra ökumanna sem enn eru á lausu gangi hart eftir toppár- angri í tveim síðustu keppnum árs- ins. Hart verður því barist á öllum vígstöðvum í Indianapolis á morg- un. Umhverfið er sögulegt og er Indy ein merkilegasta kappaksturs- braut Bandaríkjanna. Þegar þróað- asti og erfiðasti kappakstur heirns- ins og Indy-brautin sameinast hlýt- ur eitthvað sérstakt að gerst. fl&dv.is JíUUUESTUHE 3LIZZAK Loftbóludekkin Frábær naglalaus vetrardekk í snjó og hálku. Aftur og aftur heyrum við ótrúlegar reynslusögur frá ökumönnum... ©ORMSSONÍ____HJÓLBARÐAVERKSTÆfíl ZifllUGESTUHF Dekkjaþjónusta Bridgestone í Lágmúla 9. Hagstætt verð á skiptingum og dekkjum BRÆÐURNIR ©ORMSSON LÁGMÚLA 9 SÍMI 530 2837

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.