Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 4
4
Magasín
Fimmtudagur 9. október 2003
Undur veraldar
Bráðfyndinn flótti
Lögreglan í Mexíkó leitar nú að
23 föngum sem sluppu úr fang-
elsi eftir að vinnumaður skildi
eftir stiga upp við vegg fangelsis í
bænum Sinaloa þar í landi. „í
raun er þetta bráðfyndið þótt
fangelsisflótti sé ekkert gaman-
mál,“ segir talsmaður fangelsis-
ins. Sá sem stigann skildi eftir
starfar hjá raflagnafyrirtæki sem
sér um viðhald í fangelsinu. Þyk-
ir líklegt að hann sé ekki vanur
jafn ströngum öryggisreglum og
þeim sem gilda í fangelsinu.
Lögreglan segir alla fangana
sem flýðu vera stórhættulega.
Þeir hafa meðal annars verið
dæmdir fyrir morð, mannrán og
fíkniefnasölu. Þegar er búið að
handsama þrjá þeirra og einn
komst reyndar ekki langt því
hann datt niður stigann og slas-
aðist.
Dvergvaxið grænmeti
Svissneskir vísindamenn hafa
nú þróað ýmiss konar dvergvaxið
grænmeti sem á að setja á mark-
að í Japan. Þetta er gert til að
koma til móts við þá fjölmörgu
Japana sem búa einir, en þeim
fer fjölgandi ár frá ári. Einhleypir
búa á um 41% heimila í Tokyo og
því vert að huga að þörfum
þeirra. Meðal þess sem fer á
markað eru dvergvaxin grasker
og kál sem er þrisvar sinnum
minna en annað kál sem er á
markaðnum.
Talsmaður japönsku heildsöl-
unnar Aeon segir fyrirtækið hafa
ákveðið að setja fleiri tegundir af
dvergvöxnu grænmeti á markað-
inn þar sem dvergvöxnu radís-
urnar þaðan slógu í gegn í Tokyo.
Kókaínið var barnapúður
Femando Vasquez, 25 ára
maður í Bólivíu, var handtekinn
við landamærin frá Chile og sak-
aður umsmygl á kókaíni. Hann
þurfti að dúsa tvo mánuði í fang-
elsi fýrir meintan glæp sinn áður
en rannsóknir á efninu sem hann
hafði í fórum sínum sýndu að
efnið var í raun barnapúður.
Fernando sagði lögreglunni þó
um leið og hann var handtekinn
frá því að efnið væri barnapúður
sem hann notaði á fætuma á sér.
Eitthvað fannst lögreglunni það
þó ótrúlegt og lét manninn dúsa
lengi í fangelsi áður en efnið var
rannsakað. Þegar hið rétta kom í
ljós var Fernando þegar látinn
laus.
„Ég sagði þeim strax að þetta
væri barnapúður en þeir vildu
bara ekki trúa mér,“ segir Fern-
ando. „Ég er í algeru sjokki. Þeir
fóm í gegnum allt dótið mitt og
sögðu að ég væri eiturlyfjasali.
Fjölskyldu minni hefur ekki verið
tilkynnt um afdrif mín og heldur
vafalaust að ég hafi lent í ein-
hverju hrikalegu slysi eða sé lát-
inn. Það er ekki hægt að bæta
manni slíkt tjón."
Helgarblað DV
Trúnaðarbréf Hlínar
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og
leikhúsfræðingur, hefur skrifað
mjög sérstæða bók sem heitir: Að
láta lífið rætast. Þetta er opinská
og óvægin frásögn Hlínar af 16
ára ástarsambandi sínu við Þor-
vald Ragnarsson, lögfræðing og
alkóhólista, sem lést fyrir fáum
árum úr krabbameini langt fyrir
aldur fram. Helgarblað DV spurði
Hlín um tilgang og tilurð bókar-
innar.
Kynlíf Helgu Brögu
Helga Braga Jónsdóttir leik-
kona ætlar að flytja það sem kall-
að er kabarettfyrirlestur um kyn-
líf fyrir gesti í Ými í haust. Þetta er
alvara í bland við grín og byggist
á kenningum og rannsóknum
austurrískra kynlífsfræðinga.
Helgarblað DV spurði Helgu
Brögu út í kynlífið og kenndirnar
og hvað væri svona fyndið við
það.
pðsT
Heyrnarleysi Sigurlínar
Sigurlín Margrét Sigurðardótt-
ir er fyrsti heyrnarlausi þingmað-
urinn sem tekur sæti á Alþingi ís-
lendinga. Helgarblað DV gekk á
fund hennar og spurði hana út í
lff heyrnarlausra og starfið í þing-
Afbrot Mansons
Var hinn illræmdi fjöldamorð-
ingi Charles Manson að vinna í
síld á Seyðisfirði árið 1963? Helg-
arblað DV rannsakar málið og
ræðir við fólk fyrir austan sem
telur sig muna eftir Manson í
síldinni.
Póstdreifing dreifir Magasíni.
Líf og yndi Góð þátttaka í tungumálasamskiptum Alþjóðah
ussins
Á FYRSTA FUNDI: Pálína Sif Gunnarsdóttir og Konstantinos Velgrinos í tungumálasamskiptum sl. mánudag. „Við ætlum að
taka íslenskuna fyrir í öðmm tímanum og grískuna í hinum," segir Pálfna hér í viðtalinu.
Gyðjan lærir grísku
„Mér er það mjög mikilvægt að
geta haldið grískunni minni við
og því eru þessi tungumála-
samskipti alveg kærkomið
tækifæri fyrir mig. Við Kon-
stantinos hittumst í fyrsta skipti
nú í vikunni og hugmyndir okk-
ar fara alveg saman.
Hann þarf að bæta sig í íslensku
og ég í grískunni," segir Pálína Sif
Gunnarsdóttir, hárskeri í Reykjavík
Fólkið parað sarnan
Alþjóðahúsið í Reykjavík er farið
af stað með svokallaða tungumála-
miðlun. Hugmyndafræðin er sú að
íslendingar læra annað tungumál
af úúendingi sem býr hér á landi og
útlendingurinn fær tækifæri til að
æfa sig og bæta íslenskukunnáttu
sína. Fólk skráir sig til leiks í gegn-
um heimasíðu Alþjóðahússins sem
er á slóðinni www.cihus.is. Starfs-
fólk þar á bæ sér síðan um að para
fólkið saman samkvæmt óskum
hvers og eins.
Verkefnið er í samstarfi við Stúd-
entaráð Háskóla fslands, enda
margir erlendir háskólanemar hér á
landi sem þurfa að herða sig í ís-
lenskunni. Til stendur svo á seinni
stigum að fá fleiri aðila til sam-
starfs, svo sem ýmsa tungumála-
skóla.
Rómönsku málin vinsælust
„Viðtökumar hafa verið mjög
góðar," segir Broddi Sigurðsson hjá
Alþjóðahúsinu í samtali við DV-
Magasín. Alls hafa um 250 manns
skráð sig til leiks - og þar af um 70%
íslendingar.
„Okkur vantar tilfinnanlega fleiri
útlendinga og vonum að þeim
fjölgi í fyllingu tímans. Meðal ís-
lendinga er mestur áhugi á því að
„Við ætlum að taka ís-
lenskuna fyrir í öðrum
tímanum og grískuna í
hinum. Sjálf er ég búin
að útvega mér íslensku-
bækur úr grunnskóla
sem ég get notað við að
aðstoða Konstantinos í
náminu.“
kynnast fólki erlendis frá til að læra
rómönsku málin svokölluðu; það
er spænsku, frönsku og ítölsku.
Enda em þetta tungur sem talaðar
eru í löndum sem fólk héðan
heimsækir gjarnan í sumarleyfúm
sínum. Einnig er rússneska sæmi-
lega vinsæl. Hvað útlendingana
varðar vantar okkur íslendinga sem
hefðu áhuga á að læra til dæmis
pólsku eða tungumál ýmissa Asíu-
landa. Hér á landi em margir það-
an sem vilja nauðsynlega bæta sig í
íslenskunni. En ekki síður er þetta
til þess fallið að rjúfa þá félagslegu
einangmn sem þvf miður er hætta
á að margir úúendingar hér á landi
búi við,“ segir Broddi enn fremur.
íslenskubækur og myndasögur
Þau Pálína Sif og Konstantinos
Velgrinos hittust sl. mánudag á rak-
arastofunnni þar sem hún starfar.
Þau stefna að því að hittast viku-
lega héðan í frá.
„Við ætlum þá að taka íslensk-
una fyrir í öðrum tímanum og
grískuna í hinum. Sjálf er ég búin
að útvega mér íslenskubækur úr
grunnskóla sem ég get notað við að
aðstoða Konstantinos í náminu.
Síðan stakk ég upp á því að hann
kæmi með myndasögublöð sem ég
gæti grúskað í og spreytt mig á.
Hins vegar verð ég að segja að mér
fmnst Konstantinos alveg merki-
lega góður í íslenskunni," segir
Pálína sem fór utan til Grikklands
árið 1990. Hún tengdist landinu þá
strax sterkum böndum - og hefur
síðan farið utan nær árlega. ,Ætli
ég hafi ekki verið gyðja í fyrra lífi,"
segir Pálfna og hlær.
Konstantions Velgrinos hefur
búið og starfað hér á landi síðustu
þrjú árin og stundar um þessar
mundir nám í umhverfisfræðum
við Háskóla íslands. „Mér finnst
Pálína alveg ágæt í grískunni, að
minnsta kosti skilur hún málið
ágætlega en vantar hins vegar meiri
þjálfun. Vonandi get ég hjálpað
henni þar - rétt eins og hún mér í
íslenskunáminu."
sigbogi@dv.is