Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Page 16
20 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 Opnugreinin Tadeusz Jón Baran stendur þétt að baki Sigurlín Margréti Sigurðardóttur: HIÓNIN: „Mér finnst sæmilega búið að heyrnarlausum á íslandi. Þar mætti þó gera betur, sérstaklega í að tryggja rétt til táknmálstúlkunar," segir Tadeusz Jón meðal annars hér í viðtalinu. Þrjátíu ár eru liðin síðan ungur Pólverji kom tii íslands sem laumu- farþegi. Tadeusz Jón Baran hugsaði sér fsland sem viðkomustað á leið sinni til Bandaríkjanna; lands fyrir- • heita sinna. Þar sem gamli Gullfoss lá við bryggju í Kaupmannahöfn síðsumars 1973 laumaði hann sér um borð í skipið sem sigldi „að fögru landi ísa", rétt eins og lista- skáldið kvað. í þessari ferð réðust örlög hans - og sagan sem að baki býr er ótrúlegt ævintýri. Brauðhleifur, skinka og viskí „Þetta var sfðasta ferð Gullfoss til íslands sem farþegaskips. Ég vissi það ekki fyrr en löngu seinna. Ég ^ gekk bara upp landganginn í Kaup- ' mannahöfn með bakpoka og ann- an poka í hendinni sem í var brauð- hleifur, skinkudós og viskíflaska. Þetta var fæða mín þá fjóra daga sem skipið var á leiðinni til Is- lands," segir Tadeusz Jón Baran. Hann hefur nú verið búsettur hér í þrjátíu ár. Laumufarþeginn er fyrir • löngu orðinn góður og gegn íslend- ingur. En færum okkur nú í skyndingu „Ég gekk bara upp land- ganginn í Kaupmanna- höfn með bakpoka og annan poka í hendinni sem í var brauðhleifur, skinkudós og viskíflaska. Þetta var fæða mín þá fjóra daga sem Gullfoss var á leið- inni til íslands." þrjátíu ár fram í tímann og til lfð- andi stundar. Að undanförnu hafa landsmenn fylgst með hetjulegri framgöngu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem hefur, þrátt fyr- ir að vera heyrnarlaus, ekkert látið aftra sér. Sfðasta vor sagði hún sína sögu í viðtali hér í DV-Magasín, en þá var hún í framboði fyrir Frjáls- lynda flokkinn í Suðvesturkjör- dæmi. Um þessar mundir situr hún á Alþingi sem varamaður og tók í síð- ustu viku - með aðstoð túlks - þátt í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra. Efalítið hefur Sigur- lín Margréti þá þótt gott að eiga vís- an góðan stuðning frá eiginmanni sfnum, Tadeusz Jóni Baran, sem er einnig heyrnarlaus. Af sveitafólki kominn Tadeusz Jón Baran er fæddur vorið 1948 í sveitahéraðinu Klizow sem er í SA-Póllandi. „Foreldrar mínir voru bændur og forfeður mínir í föðurætt höfðu búið þarna. Þarna ólst ég upp með fjórum- systkinum mínum. Yngsti bróðir minn tók við býlinu eftir lát for- eldra minna fyrir um tíu árum og er með eplabúgarð í dag.“ Átta mánaða gamall varð Tadeusz Jón mikið veikur sem í framhaldinu orsakaði heyrnarleysi. „Sjö ára kynntist ég táknmáli fyrs't. Það var þegar ég byrjaði í heyrn- leysingjaskóla í borginni Przemysl sem er um 160 km frá heimili mínu. Ég bjó öll skólaárin í heimavist og fór heim í föðurgarð í leyfum," seg- irTadeusz Jón. „Þetta var mín fyrsta ut- anlandsferð til Vestur- landa og þarna sá ég að þar var allt annar lífsmáti meðal fólks en fyrir austan járntjald, svo sem í mínu föður- landi.“ Hvíta tímabilið Foreldra sína og systkini segir hann enga kennslu hafa fengið um táknmál áður en hann fór í skóla. Fyrir vikið muni hann afar lítið frá æsku sinni fram til sjö ára aldurs. „Þetta tímabil er á sérfræðingamáli kallað hvíta tímabilið. Þar er minni barna sem ekki fá táknmál á mál- tökuskeiði sínu nánast ekkert; táknmálið var ekki komið inn í meðvitund mína. Samskiptin voru því lítil en búið til eins konar heimatáknmál til að geta átt ein- földustu samskipti." Um tvítugt starfaði Tadeusz Jón í vélaverksmiðju í Mielec í Póllandi. Vann hann þar við framleiðslu vél- arhluta fyrir Leyland sem fram- leiddi m.a. vörubfla. „Launin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mig langaði til að eign- ast bfl og sá að launin hrykkju skammt. Eg yrði mörg ár að safna. Mér féll þetta þungt," segir Tadeusz Jón sem hefur alltaf stund- að íþróttir kappsamlega og sótti meðal annars Heimsleika heyrnar- lausra sem haldnir voru í Malmö í Svíþjóð sumarið 1973. Sú ferð átti eftir að breyta lífi hans. Ný veröld á Vesturlöndum „Ég sótti um vegabréf og áritun til að fara á leikana sem ég fékk," segir Tadeusz Jón. „Ég fór með lest frá Póllandi til Danmerkur og það- an með ferju til Malmö. Leikarnir stóðu í tvær vikur og maður kynnt- ist mörgu nýju heyrnarlausu fólki. Þetta var mín fyrsta utanlandsferð til Vesturlanda og þarna sá ég að var allt annar lífsmáti meðal fólks en fyrir austan járntjald, svo sem í mínu foðurlandi." Hann segir þarna hafi í raun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.