Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 17
Fimmtudagur 9. október 2003 Magasín 21 þingkonunnar raun ný veröld opnast sér. „Ég var ekki sá eini á heimsleikunum sem ákvað þetta. Það voru margir aðrir keppendur og ferðamenn frá kommúnistalöndunum sem ákváðu þetta sama,“ segir Tadeusz Jón sem stefndi á Bandaríkin. Hann endaði hins vegar á fslandi. Laumast í Gullfoss Þegar Tadeusz Jón reikaði um stræti Kaupmannahafnar síðla sumars 1973 var honum efst í huga að finna ódýran ferðamáta vestur um haf. Fjárráðin voru lítil. „Ég var kominn til Kaupmanna- hafnar og landfræðilega séð fannst mér það koma vel út að komast á skip á leið til íslands og síðan áfram til Bandaríkjanna. Ég gekk þá niður að höfn og fann skip á leið til fs- lands: Gullfoss. Við landganginn voru engir verðir. Enginn veitti mér sérstaka athygli. Fljódega fann ég fleti til að vera í á nóttunni og á daginn labbaði ég um skipið," segir Tadeusz Jón sem eftir fjögurra daga siglingu með Gullfossi kom til fs- lands. í fóstri hjá Brandi Við komuna til Reykjavík fór Tadeusz Jón á Hótel City við Ránar- götu, þar sem hóteístarfsmenn komu honum í samband við Félag heyrnarlausra. Einnig komst Brandur Jónsson, skólastjóri Heyrnleysingjaskólans, í málið, „Brandur tók mig að sér. Hann fór með mig í heimsókn til Vil- hjálms B. Vilhjálmssonar sem á tvo heyrnarlausa syni, Vilhjálm og Hauk. Mér var boðið þar í kaffi og brauð og með aðstoð bræðranna sagði ég sögu mína á táknmáli. Síð- an fór ég með Brandi í Heyrnleys- ingjaskólann sem þá var í Stakk- holti. Þar lét hann mig fá herbergi og gaf mér að borða. Ég lét Brand fá vegabréfið mitt og hann fór næsta dag til lögreglu og tilkynnti mig.“ í vinnu eftir viku Sagt er að trúin flytji fjöll og þeg- ar góðviljaðir menn leggja sitt af mörkum má yfirleitt finna farsæla lausn á málum. Þannig ákváðu Brandur og lögreglan að greiða fyr- ir því að flóttamaðurinn Tadeusz Jón fengi vinnu hér á landi til að geta greitt fæði og húsnæði og ef til vill komist vestur um haf. „Annars veit ég enn í dag ekkert hvað fór þeim á milli í mínum mál- um. Niðurstaðan var hins vegar sú að Brandur aðstoðaði mig við að fá vinnu og viku eftir komuna til landsins hóf ég störf í Kassagerð Reykjavíkur. Ég fékk herbergi og fæði hjá Hjálpræðishernum og bjó þar fyrstu mánuðina," segir Tadeusz Jón - og telur Brand Jóns- son vera sinn mikla velgjörðar- mann í lífinu. „Ég held reyndar að á þessum tíma hafi ekki vefið tekið hart á flóttamönnum sem hingað komu. Landið var kannski ekld þróað og þekkt eins og í dag. Það bjuggu líka fáir útlendingar hérna þegar ég kom.“ Lærði íslenskt táknmál Fljótlega eftir komuna hingað til lands kynntist Tadeusz Jón íslend- „Ég held reyndar að á þessum tíma hafi ekki verið tekið hart á flótta- mönnum sem hingað komu. Landið var kannski ekki þróað og þekkt eins og í dag. Það bjuggu líka fáir útlend- ingar hérna þegar ég kom.“ ingum sem voru heyrnarlausir. „Þeir kenndu mér íslenska tákn- málið og áttu kannski mestan þátt í því að kenna mér á íslenskt samfé- lag. Með fram því að læra íslenskt táknmál lærði ég að lesa íslensku. Var duglegur að spyrja hvað hin og þessi íslensk orð þýddu. Þannig lærði ég íslenskuna; án táknmáls- ins hefði ég ekki getað lært ís- Iensku. Nú í dag get ég lesið blöðin og skil fréttir sæmilega," segir Tadeusz Jón sem segir ísland hafa fóstrað sig vel. Ástæðulaus ótti „Hérna er gott að búa. Ég hef tvisvar farið til Bandarfkjanna og þau eiga ekkert sérstaklega við mig. Bandaríkin eru fínt heimsóknar- land,“ heldur viðmælandi okkar áfram. „Mér líður mjög vel á Islandi og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1986. Til Póllands kom ég ekki fyrr en níu árum eftir að ég kom til íslands. Lengi vel var ég hræddur um að verða refsað fyrir að hafa ekki komið til baka eins og áritunin sagði til um. En sá ótti reyndist ástæðulaus; mín var aldrei leitað." Ruglað saman reytum Þegar Tadeusz Jón kom hingað til lands árið 1973 átti hann heit- konu í Póllandi sem kom hingað til dvalar og starfa ári síðar. Þeirra leiðir skildu árið 1983, þegar dóttir þeirra, Margrét, var átta ára gömul. Dóttirin er fædd hér á landi og á, að sögn föðurins, íslensku sem föður- mál. Hún býr nú í Noregi en sam- skipti þeirra feðginanna fara fram á íslensku. Leiðir Tadeusz Jóns og Sigurlínar Margrétar lágu fyrst saman endur fýrir löngu í samfélagi heyrnar- lausra en reytum sínum fóm þau að mgla saman árið 1988. Þau hættu að vera saman á tímabili en tóku saman aftur 1994 og síðan hafa leiðir ekki skilið. Þau eiga tvö börn, Brynjar Theódór, sem er tæpra níu ára, og Ellen Mörtu, sem „Mér finnst sæmilega búið að heyrnarlausum á íslandi. Það mætti þó gera betur, sérstaklega í að tryggja rétt til tákn- málstúlkunar. Sérstak- lega finnst mér vanta að fá fleiri karlmenn til starfa sem túlkar. Þá finnst mér mikilvægt að texta innlent sjónvarps- efni.“ verður átta ára í þessari viku. „Mér finnst sæmilega búið að heyrnarlausum á íslandi. Það mætti þó gera betur, sérstaklega í að tryggja rétt til táknmálstúlkunar. Sérstaklega finnst mér vanta að fá fleiri karlmenn til starfa sem túlkar. Þá finnst mér mikilvægt að texta innlent sjónvarpsefni." íþróttafólkið vantaði vettvang fþróttir hafa alltaf verið verið stórt áhugamál í lífi Tadeusz Jóns og í Póllandi æfði hann ýmsar greinarí íþróttum. „Þegar ég kom hingað til lands þótti mér einna verst að hér vant- aði vettvang fyrir okkur íþróttafólk- ið. Fyrir tilstuðlan mfna og annarra var Iþróttafélag heyrnarlausra stofnað 1979. Við höfum náð góð- um árangri, meðal annars í hand- bolta. Lið okkar náði hápunkti sín- um fyrir 10 árum, það er þegar við komum með silfurverðlaun heim af Ólympíuleikum heyrnarlausra. Ég þjálfaði handboltaliðið árið 1987 og urðum við alþjóðlegir meistarar á móti í Danmörku það árið,“ segir Tadeusz Jón sem æfði handbolta allt til fimmtugs. Hef fest hér rætur Og lýkur hér þá sögunni af Tadeusz Jóni Baran - Pólverjanum sem kom til íslands sem laumufar- þegi en hefur nú átt heima hér í meira en þrjátíu ár. „Hér hef ég fest rætur og búið má segja meira en helminginn af ævinni og lít á ísland sem mitt heimaland. Sigurlín Mar- grét segir stundum að ég sé sakni Islands meira en hún þegar við erum á ferðalögum erlendis. Lík- lega segir það allt um hve íslenska taugin í mér er orðin sterk." sigbogi@dv.is MEÐ FJÖLSKYLDUNNI: „Hér hef ég fest rætur og búið má segja meira en helminginn af ævinni og lít á fsland sem mitt heimaland," segir Tadeusz Jón Baran sem hér er ásamt Sigurlín Margréti Sigurðardóttur, eiginkonu sinni, og börnum þeirra tveimur, þeim Brynjari Theódór, sem er tæpra níu ára, og Ellen Mörtu sem verður átta ára í þessari viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.