Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 18
22 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 I Matur Kartöflubændur buðu pressunni í mat: „Kartöflur eru heilnæmur mat- ur þrátt fyrir alla kolvetnikúra. Kolvetni sem fást úr kartöflum eru mjög heilnæm og brennanleg," segir Sighvatur Hafsteinsson. Neysla landsmanna á grænmeti fer heldur vaxandi en neysla á kartöflum hefur hins vegar heldur átt á brattann að sækja undanfar- in ár. Landssamband kartöflu- bænda var með kynningu á kart- öfluréttum og markaðsátak sl. þriðjudag á veitingastaðnum Á næstu grösum. Skipulega í málin Á sfðasta ári fóru kartöflubænd- ur skipulega í markaðsmálin á af- urð sinni, það er eftir að þeir gerð- ust aðilar að Sambandi garðyrkju- 1-1 bænda. Þykkbæingurinn Sighvat- 25-50% afsláttur af barnafatnaöi Húfurfrá kr. 990,-. 10% afsláttur af nýjum húfum. OPIÐ: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 11-18. Laugard. 11-14. Langir laugardagar 11-17. Gallery Freydís ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSIA Laugavegur 59 ■ 2. hæð Kjörgarði • 561 5588 ur Hafsteinsson, formaður kart- öflubænda, segir þetta byggjast á samningi sem ríkið gerði við garð- yrkjuna. Felld voru niður aðflutn- ingsgjöld á grænmeti, þar á meðal 30% tollur af innfluttum kartöfl- um. Á móti fær Landssamband kartöflubænda stuðning og eru þeir peningar nú notaðir í mark- aðsmál, svo sem í baráttunni við innflutt hrísgrjón og pasta. Metuppskera „Það hefur aðeins dregið úr kartöfluneyslu landsmanna," seg- ir Sighvatur, „enda ekki almennt eldaðar tvær heitar máltíðir á dag og alltaf kartöflur með. Innflytj- endur pasta og hrísgrjóna auglýsa allan ársins hring svo að við verð- um einnig að koma okkar vöru á framfæri." Kartöfluuppskeran í ár er mjög góð, eða um 13.000 tonn. Það er ámóta og framleiðslan í hittiðfyrra sem var metár. Árið 2002 var fram- leiðslan liðlega 7.000 tonn og hef- ur verið töluverður innflutningur á kartöflum allar götur frá því í apríl. Heilsteypt eldamennska Veitingastaðurinn Á næstu grösum sérhæfir sig í grænmetis- réttum. Sæmundur Kristjánsson veitingamaður segir slíka rétti verða sífellt vinsælli. Það fólk sem kemur á staðinn ánetjist oft. „Margir eru með rangar hug- myndir um svona stað, halda kannski að þar séu bara seldar hráar gulrætur og rifið salat með einhverri sósu út á. Alls ekki, að baki sé heilsteypt eldamennska. Nú er hægt að bjóða upp á kart- öflurétti allan ársins hring og raunar eru möguleikarnir í kart- öfluréttum nánast óþrjótandi," segir Sæmundur. gg@df.is FORMAÐURINN: „Það hefur aðeins dregið úr kartöfluneyslu landsmanna," segir Sighvatur Hafsteinsson, formaður Landssambands kartöflubænda. Smakkast vel Kartöfluuppskriftir Pottréttur með mangó og kókos Innihald: 1 kg kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 2 stk. mangó, hreinsað og skorið ísneiðar 1 dós kókosmjóik 1 msk. kóríanderfræ, ristuð og möluð hálf msk. broddkúmenfræ, rist- uð ogmöluð 1 stk. laukur, skorinn ísneiðar 1 stk. sítrónugras, skorið eftir endurlöngu 1 stk. chiii, fræhreinsaður slatti af myntu slatti afkóríander salt og pipar olía Aðferð: ■ Annað mangóið er sett í bland- arara með kókosmjólkinni og chilipiparnum. ■ Kartöflur eru kryddaðar með salti og pipar, þeim stungið inn í ofn við 200 C°. • Laukurinn og sítrónugrasið er sett í pott og svitað, þá er þurrkryddið sett í og allt sem er í blandaranum sett í og soðið smá- stund og bragðbætt. • Þegar kartöflurnar eu tilbúnar í ofninum eru þær settar í pottinn ásamt mangó og þessu blandað vel saman og leyft að taka í sig bragð. • Þá er bara eftir að bera fram og strá yfir með fersku kryddjurtun- um. Kartöflustappa með rósmarín og hvítlauk Innihald 1 kg skrældar kartöflur 3 dl rjómi 8 stk. hvíúauksrif 3 stk. rósmarínstilkar salt og pipar Aðferð • Kartöflurnar soðnar í söltu vatni • Rjómi og hvítlaukur sett yfir til suðu. Soðið rólega í fimm mínút- ur, þá er rósmarín sett í og slökkt undir pottinum og lok sett á og þessu leyft að standa þar til kart- öflurnar eru tilbúnár. • Þegar kartöflurnar eru soðnar eru þær pressaðar með kartöflu- pressu ásamt hvítlauknum. Síðan eru þær settar í pott, rjóminn er hrærður í með sleif og bragðbætt með salti og pipar. Rétt er að vara við því að nota matvinnsluvélar við kartöflumús. Slíkar vélar henta ekki því að þær gera stöppuna límkennda. pétorppub a,-112Reykjavík-SKW KSÍ* OKTOBERFEST 0,5 I Holsteni** á kr.350 Pool * Karaoke Bolti a breiðtjaldi Tilboð á meðan leikur stendur yfir Gildir í október. Hamborgari, franskar og öl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.