Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003
15 ÁRA AKMÆLI LUKR 26. - 28. OKTÓBER
LLlfTLH.tLÍ
^landakort
MÁNUDAGURINN 27. OKTÓBER
- RÁÐSTEFNA UM LANDUPPLÝSINGAKERFI
REYKJAVlKUR í TJARNARSAL RÁÐHÚSSINS
SAMSTARFSAÐILAR LUKR
9:00 Setning
9:10 Hvað er LUKR, hvernig varð það til og hvað er framundan?
Heiðar Þ. Hallgrímsson, framkvæmdastjóri LUKR.
9:30 Hvernig er LUKR-ið notað hjá Umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkur?
Jörgen Þormóðsson, landfræðingur, Catnamálastofu.
9:50 Notkun LUKR á skipulags og byggingarsviði
Þórður Búason, yfirverkfræðingur, Skipulags- byggingarsvið Reykjavikur.
10:45 Frá gögnum til upplýsinga
Landupplýsingakerfi Orkuveitu Reykjavikur. Asgeir Sveinsson, deildarstjóri
landupplýsinga og mælinga og Geir Kr. Svanbjörnsson, deildarstjóri
Landupplýsingakerfis OR.
11:25 Landupplýsingakerfi Símans
Þóra Passauer, sérfræðingur í LUKS.
11:45 Spurningar og umræður
Fundarstjóri: Eggert Ólafsson, tæknistjóri LUKR.
NOTKUN LANDUPPLÝSINCA I ALMANNAÞÁGU
13:00 Landupplýsingar í útkalli
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
13:20 LUKR og Neyðarsfmsvörun
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og
Kristinn Guðmundsson, verkfræðingur hjá Hnit hf.
13:40 Reynsla lögreglu af landupplýsingakerfi og framtfðarsýn
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
14:30 Framfarir í almenningssamgöngum
Pétur Fenger, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs.
14:50 Dýptar-, sjávarbotns- og jarðfræðiupplýsingar við strönd Reykjavíkur
Stefán Guðlaugsson, verkfræðingur.
15:15 Borgarsjá kynning og kennsla
Þórarinn Stefánsson og Albert Þorbergsson, Umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkur.
Fundarstjóri: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, stjórnarmaður LUKR,
Skipulags- og byggingarsviði.
ÞRIÐJUDAGURINN 28. OKTÓBER
- LIFANDI LANDAKORT í TJARNARSAL RÁÐHÚSSINS
BORGIN í BÍTIÐ
8:30 - 10:30 Lifandi landakort - tæki til stefnumótunar, þjónustuþróunar
og eflingu upplýsingaflæðis
LUKR sem verkfæri i stefnumótun, ákvarðanatöku og til bættrar þjónustu
Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi.
Notkun LUKR til að meta þjónustuþörf og skipuleggja þjónustu fram í tímann
Sigrfður Jónsdóttir - Félagsþjónustan.
Upplýsingar lóðrétt og lárétt
Hreinn Hreinsson upplýsingafulltrúi.
Þeir sem hyggjast taka þátt í þessum morgunverðarfundi eru vinsamlegast
beðnir að tilkynna þátttöku á netfangið hreinn@rhus.rvk.is.
Allir velkomnir
BORGARSJÁ
10:30 Kynning og kennsla
Þórarinn Stefánsson, upplýsinga- og þjónustufulltrúi og Albert Þorbergsson,
landfræðingur, Umhverfis- og tæknisviði Reykjavlkur.
HVERFIÐ MITT
13:00 Hvað einkennir gott hverfi?
Er sundlaugin nógu nálægt skólanum? Hvað búa mörg börn í hverfinu þlnu?
Börn úr nokkrum grunnskólum Reykjavikur hafa með hjálp Borgarvefsjár
skoðað hverfin sín gagnrýnum augum, velt fyrir sér kostum þeirra og göllum
og kynna hugmyndir að úrbótum.
www.borgarvefsja.is
Ileykjuvikurljoq;
Allar upplýsingar um sýninguna Lifandi landakort og viðburði tengda henni má finna á www.reykjavik.is
I
DV óskar eftir starfskrafti á skrifstofu
dreifingar frá og meö 1. nóvember nk.
Tölvukunnátta nauösynleg.
Umsóknir sendist á unnur@dv.is
Uppl. í síma 696-2744.
Smáauglýsingar $
I5V 550 5000 £
Formaður Bl mótmælir orðum Arna Snævarr
TÖLVUPÓSTUR: Róbert Marshall, for-
maður Blaðamannafélags (slands, segir
í yfirlýsingu að fullyrðing Árna Snævarr,
fyrrum fréttamanns á Stöð 2, í laugar-
dagsblaði DV, þar sem hann segir
Blaðamannafélag Islands ekki hafa
brugðist með nokkru móti við ummæl-
um forstjóra Norðurljósa um ritskoðun
tölvupósts starfsmanna, sé röng. Árni
telur að Blaðamannafélagið hafi sett
mikið ofan í þessu máli. „Stjórn Blaða-
mannafélagsins hefur í tvígang fjallað
um ummælin á stjórnarfundi, falið trún-
aðarmanni fréttamanna, sem jafnframt
situr í stjórn Blaðamannafélagsins, að
óska eftir skýringum á fundi með for-
stjóra Norðurljósa og jafnframt óskað
eftir skýringum Sigurðar G. Guðjóns-
sonar bréflega. Svara Sigurðar er enn
beðið og mun Árna Snævarr og stjórn
Bí verða gerð grein fyrir þeim svörum
um leið og þau berast. Árna Snævarr
var greint frá þessum aðgerðum félags-
ins í svari við fyrirspurn hans til félagsins
8. október sl. og honum því fullkunnugt
um hvað félagið hafði aðhafst í málinu.
Aðdróttun um að félagið hafi ekkert
gert vegna setu tveggja fréttamanna
Stöðvar 2 í stjórn Blaðamannafélagsins
er ósmekkleg og Ijóst af framansögðu
að Árni talar í viðtalinu gegn betri vit-
und," segir Róbert Marshall.
fslenskir sprengjusér-
fræðingar til íraks
Sprengjusérfræðingar frá
Landhelgisgæslunni halda til
Danmerkur á morgun til að fara
í nauðsynlegar sprautur vegna
væntanlegrar farar þeirra til
íraks. Fyrirhugað er að þar
starfi þeir með dönskum her-
mönnum við að eyða og af-
tengja sprengjur.
För þeirra til Danmerkur nú
verður stutt, samkvæmt heimild-
um DV, en á næstunni halda þeir
aftur út og munu þá gangast undir
þjálfun hjá danska hernum vegna
þátttöku landanna í uppbyggingar-
starfi í írak. Þegar til íraks kemur
munu þeir verða vopnaðir sem
hermenn. Gert er ráð fyrir að fleiri
Islendingar muni taka þátt í upp-
byggingarverkefninu. M.a. er
áformað að setja upp þjálfunarstöð
í Kúveit í samvinnu við össur hf.
sem mun aðstoða við að útvega
mörg hundruð frökum gervilimi.
-----—^H
ÓDÝRAR
GÆÐA
ÞAK-
SKRÚFUR
Heitgalvaniseraðar
Söðulskinnur
í úrvali
Talað er um að þar muni Össur hf.
hefja framleiðslu gervilima íyrir
hátt í 1.000 manns.
Sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar
eru vel þjálfaðir og
sprengjudeildin mjög
vel búin tækjum.
Þær þjóðir sem ætla sér að koma
að endurreisninni héldu ráðstefnu
um málið f Madrid fyrir helgina.
Sprengjusérfræðingar Landhelg-
isgæslunnar eru vel þjálfaðir og
sprengjudeildin mjög vel búin
tækjum. Starfsmenn hennar hafa
hlotið þjálfun eftir stöðlum NATO í
skólum danskra og breskra hernað-
aryfirvalda sem stöðugt er haldið
við með æfmgum og endurþjálfun.
Á undanförnum árum hafa verk-
efni deildarinnar verið frá 70 til 100
á ári. Sprengjudeildin sér einnig
um sprengjueyðingu og athuganir
á grunsamlegum hlutum sem geta
verið sprengjur fyrir varnarliðið á
KeflavíkUrflugvelli samkvæmt sér-
stökum milliríkjasamningi þar um.
hkr@dv.is
UTSKRÚÐUG: Skrautyglan er litskrúðugt og virkilega fallegt fiðrildi. DV-mynd Pjetur
Langt að komið fiðrildi:
Skrautygla heim-
sótti Esso-stöð
Sjaldgæft fiðrildi, langt að kom-
ið, gerði sig heimakomið á
Esso-stöðinni í Grafarvogi í vik-
unni. Þar reyndist vera á ferð-
inni svokölluð skrautygla.
Hjalti Jón Sveinsson, bensínaf-
greiðslumaður á Esso-stöðinni um-
ræddu, var að þrífa bensíndælurn-
ar um morguninn þegar hann sá
afar skrautlegt fiðrildi flögra í kring-
um þær. Hann stökk inn, sótti kaffl-
mál og veiddi fiðrildið.
„Þetta fiðrildi heitir skrautygla
(Phlogophora meticulosa)," sagði
Erling Ólafsson hjá Náttúrufræði-
stofnun þegar hann hafði greint
fiðrildið. Hann sagði að aðfaranótt
13. október síðastliðins og í kjölfar-
ið hafi komið umtalsverð „send-
ing" af útlendum fiðrildum með
hlýrri og rakri suðaustanáttinni.
„Ýmsar tegundir komu við sögu
en skrautyglan virðist hafa verið sú
sem mest kvað að," sagði Erling.
„Fyrst varð hennar vart á Suðaust-
urlandi en nú upp á síðkastið hér á
Suðvesturlandi. Skrautygla er því
sem næst árlegur gestur hér en það
er bara spurningin um fjölda
SJALDGÆFT FIÐRILDI: Hjalti Jón Sveinsson
sést hér með skrautygluna, litskrúðuga
fiðrildið sem gerði sig heimakomið á
bensínstöð í Grafarvogi.
hverju sinni. Þetta gerist einkum á
haustin. Stundum berst hún þó
hingað á vorin og þekkt er að þá
getur hún orpið hér og getið af sér
nýja kynslóð að hausti. Sú nær þó
ekíd að lifa af veturinn. Um varan-
legt landnám verður því seint að
ræða.“ Kip/jss