Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 26
42 TILVERA MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Netfang: aettir@dv.is
Sími: 550 5826
Fólk í fréttum
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
nýkjörinn voraforseti ASÍ
Ingibjörg Rannveig Guðmunds-
dóttir, formaður Landssambands
íslenskra verslunarmanna, var
kjörin varaforseti ASÍ á ársfundi
sambandsins sl. fimmtudag.
Starfsferill
Ingibjörg fæddist í Reykjavík
19.8. 1949 og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hún gekk í ísaksskóla,
Melaskólann og Hagaskólann og
lauk síðan stúdentsprófi frá VÍ
1971.
Ingibjörg hóf sumarstörf hjá
Eimskip er hún var sextán ára og
starfaði þar í farþegadeild til 1973
en hóf síðan störf hjá Flugleiðum
seinni hluta þess árs og starfaði þar
til október 2002. Hún varð þá
framkvæmdastjóri tengslasviðs VR.
Ingibjörg sat í stjórn VR 1976-89,
er fulltrúi VR í skólanefnd VÍ, var
formaðúr byggingarnefndar VR-
hússins í Hvassaleiti, starfaði í
framkvæmdanefnd um launamál
kvenna í mörg ár, var varaformaður
VR í þrjú ár og er formaður
Landssambands íslenskra
verslunarmanna frá 1989. Hún
situr í stjórn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, var fýrsti
varaforesti ASÍ 1992-1996 og annar
varaforseti ASÍ 1996-2000 og hefur
sinnt ýmsum störfum innan ASÍ og
verklýðshreyfingarinnar sem
landssambandsformaður.
Fjölskylda
Fóstursynir Ingibjargar eru
Bjarni Jónsson, f. 10.11. 1982,
búsettur í heimahúsum; Andrés
Jón Esrason, f. 29.11.1986, búsettur
í heimahúsum.
Ingibjörg átti eina systur, Maríu
Guðmundsdóttur, f. 9.3. 1943, d.
23.10. 1980, skrifstofumaður í
Reykjavík og síðar húsmóðir í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Ingibjargar: Guð-
mundur Jónsson, f. 2.11. 1908, d.
13.3. 1973, starfsmaður Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, og k.h., Helga
Sigríður Eiríksdóttir, f. 22.6.1915, d.
15.8. 2003, húsmóðir og starfsmað-
ur við Landsbókasafnið.
Ætt
Föðurbróðir Ingibjargar var Jón,
framkvæmdastjóri H. Benedikts-
sonar í Reykjavík. Guðmundur var
sonur Jóns, verslunarmanns í
Reykjavík, bróður Guðmundar, for-
seta borgarstjórnar. Jón var sonur
Ásbjörns, tómthúsmanns á Eyrar-
bakka, Ásbjörnssonar og Guðrúnar
Sigurðardóttur, b. í Efra-Seli í Flóa,
Björnssonar, b. f Garðhúsum, Sig-
urðssonar.
Móðir Guðmundar var Þórunn
Gunnarsdóttir í Gunnarshúsi á Eyr-
arbakka, bróður Gísla, b. á Högna-
stöðum, langafa Sigurðar E., fyrrv.
forstjóra Húsnæðisstofnunar,
Kristins yfirlæknis og Þorgríms, for-
manns Lögreglufélags Reykjavíkur,
Guðmundssona. Gunnar var sonur
Jóns, b. á Effa-Langholti, Magnús-
sonar, b. þar, bróður Helga, langafa
Magnúsar Guðmundssonar ráð-
herra. Helgi var einnig langafi Sig-
urbjargar, móður Björgvins, fram-
kvæmdastjóra VSÍ, og dr. Jakobs,
Sigurðssona. Þá var Helgi afi Val-
gerðar, ömmu Guðmundar í Víði.
Annar bróðir Magnúsar var Þor-
steinn, langafi Ingigerðar,
langömmu Karls Steinars, forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins. Þriðji
bróðir Magnúsar var Jón, langafi
Margrétar, ömmu Halls og Símon-
ar Símonarsona, margfaldra ís-
landsmeistara í bridge, og
langömmu Friðriks Ólafssonar
stórmeistara. Systir Magnúsar var
Ingunn, ættmóðir Reykjaættar,
langamma Sigríðar, móður Ólafs
Skúlasonar biskups. Ingunn var
einnig langamma Magnúsar,
prófasts og alþm., föður Péturs ráð-
herra. önnur systir Magnúsar var
Margrét, langamma Stefáns í
Núpskoti, afa Brynjólfs Bjarnason-
ar, heimspekings og ráðherra.
Magnús var sonur Eiríks, ættföður
Bolholtsættar, Jónssonar. Móðir
Gunnars var Kristín Gísladóttir.
Móðir Kristínar var Ástríður, systir
Einars, langafa önnu, móður Ing-
ólfs Jónssonar ráðherra. Ástríður var
dóttir Gunnars, hreppstjóra í
Hvammi á Landi, Einarssonar og
Kristínar Jónsdóttur yngra, b. að
Vindási, Bjarnasonar, ættföður Vík-
ingslækjarættar, Halldórssonar.
Móðir Þórunnar var Ingibjörg, systir
Margrétar, móður Ólafs Gíslasonar
stórkaupmanns, föður Gísla læknis.
Ingibjörg var dóttir Guðmundar á
Eyrarbakka, bróður Aldfsar,
langömmu Manfreðs Vilhjálmsson-
ar arkitekts. Önnur systir Guð-
mundar var Ingigerður, langamma
Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra.
Guðmundur var sonur Þorsteins, b.
á Vorsabæ, Jörundssonar.
Helga Sigríður var dóttir Eiríks,
járnsmiðs í Reykjavík, Jónssonar, b.
á Keldunúpi, Pálssonar, b. í Hraun-
koti, bróður Páls, langafa Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara ríkis-
ins. Móðir Jóns var Ingibjörg Þor-
láksdóttir. Móðir Eiríks var Helga
Eiríksdóttir.
Móðir Helgu Sigríðar var María,
systir Jóns, föður Aðalsteins efna-
verkfræðings og Harðar efnaverk-
fræðings. Systir Maríu var Jóhanna,
amma Guðlaugs Björgvinssonar,
forstjóra Mjólkursamsölunnar.
María var dóttir Bjarna Jónssonar,
b. á Geirlandi, og Sigríðar, systur
Þorvarðar, prófasts og skólastjóra í
Vík, afa Sigurgeirs ráðuneytisstjóra
og Ólafs yfirlæknis Jónssona. Sig-
ríður var dóttir Þorvarðar, pr. á
Prestsbakka, bróður Friðriks,
langafa Ólafs, afa Ólafs Ragnars
forseta. Þorvarður var sonur Jóns,
pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi,
Þorvarðssonar. Móðir Sigríðar var
Valgerður Bjarnadóttir, pr. á Sönd-
um, Gíslasonar, pr. á Hafsteins-
stöðum, Oddssonar pr. sem hvarf
frá Miklabæ, Gíslasonar, biskups á
Hólum, Magnússonar. Móðir Odds
var Ingibjörg, systir Sigríðar, móður
Sigurðar Stefánssonar Hólabisk-
ups. Ingibjörg var dóttir Sigurðar
lögsagnara Einarssonar, Hólabisk-
ups Þorsteinssonar. Móðir Gísla
var Guðrún Jónsdóttir, pr. f Goð-
dölum, Sveinssonar.
Andlát
Hannes G.Tómasson
fyrrv. stýrimaður og skipstjóri
Hannes Guðjón Tómasson, fyrrv.
stýrimaður og skipstjóri, Elliheim-
ilinu Grund, Hringbraut 50, lést á
Grund 14.10. sl. Útfór Hannesar var
gerð frá Neskirkju sl. fostudag.
Starfsferill
Hannes fæddist á Miðhúsum í
Vestmannaeyjum 17.6. 1913 en var
ætíð kenndur við Höfn. Hann ólst
upp í Eyjum, var í bamaskóla frá
tíu ára aldri, stundaði síðan nám
við unglingaskóla í Vestmannaeyj-
um í tvo vetur, lauk prófi í Eyjum
til skipstjómarréttinda á þrjátíu
tonna bát, stundaði síðar nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík,
farmannadeild, og lauk þaðan próf-
um 1942.
Hannes fór ungur til sjós, réðst á
norska flutningaskipið Bisp frá
Haugasundi í marsmánuði 1936 og
sigldi með því fram í september
1939. Að loknu námi við Stýri-
mannaskólann var Hannes stýri-
maður á ms. Eddu og ms. Kötlu í
Ameríkusiglingum, síðan á ms. Sæ-
fellinu frá Vestmannaeyjum og á
Vatnajökli. Hann var stýrimaður og
skipstjóri hjá Skipadeild SÍS
1949-62 en réðst þá til starfa hjá
Skeljungi hf. og starfaði þar við
Smáouglýsingar /
DVsíí! f
lestun og losun olíuskipa til 1990 er
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir, sjötíu og sjö ára.
Fjölskylda
Hannes kvæntist 31.8. 1944 Krist-
ínu Jónsdóttur, f. 3.4. 1919, d. 14.6.
2002, húsmóður. Hún var dóttir
Jóns Valdimars Jóhannessonar, f.
21.9. 1873, d. 15.6.1959, sjómanns frá
Hellissandi, og Hildar Sigurðardótt-
ur frá Hraungerði á Hellissandi, f.
14.4. 1885, d. 24.2. 1962, húsmóður.
Synir Hannesar og Kristínar em
Sverrir, f. 13.8. 1944, stýrimaður og
skipstjóri og nú flutningastjóri hjá
Samskipum hf., kvæntur Helgu
Vallý Björgvinsdóttur, f. 20.9. 1945,
og eiga þau tvö böm, Hannes, f.
10.6. 1969, verkfræðing, og Sigur-
laugu, f. 1.3.1973, flugfreyju en mað-
ur hennar er HaUdór Hafsteinsson,
f. 20.4. 1970, viðskiptafræðingur;
Tómas, f. 22.11. 1945, starfsmaður
hjá Þrótti.
Albræður Hannesar: Martin
Brynjólfur, f. 17.6. 1915, d. 1.1. 1976,
útgerðarmaður i Vestmannaeyjum;
Jóhannes, f. 13.3.1921, fyrrv. banka-
starfsmaður í Vestmannaeyjum.
Hálfsystkini Hannesar: Guðjón
Tómasson, f. 29.9. 1925, d. 2.12. 1977,
radíóvirki; Magnea Rósa Tómas-
dóttir, f. 20.9. 1928, fyrrv. apótekari
i Nesapóteki á Seltjamamesi; Gerð-
ur Erla Tómasdóttir, f. 21.2. 1933,
fyrrv. gjaldkeri hjá Slippfélaginu í
Reykjavík hf.; Bragi Tómasson, f.
4.3. 1939, d. 2.8. 2002.
Foreldrar Hannesar vom Tómas
Maríus Guðjónsson, f. 13.1. 1887, d.
14.6. 1958, útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, og k.k., Hjörtrós
Hannesdóttir frá Miðhúsum, f. 20.2.
1888, d. 26.3. 1926, húsmóðir.
Seinni kona Tómasar var Sigríð-
ur Magnúsdóttir, f. 4.10. 1899, d.
18.9. 1968, húsmóðir
Ætt
Tómas var sonur Guðjóns, b. í
Sjólyst í Eyjum, Jónssonar, b. í Skál
undir Eyjaíjöllum, Tómassonar,
hreppstjóra í Teigi i Fljótshlið,
Jónssonar.
Hjörtrós var dóttir Hannesar
Jónssonar, lóös í Vestmannaeyjum,
sem talinn var elsti starfandi lóðs í
heiminum á sínum tíma.
Stórafmæli
95 ára
Oddur Sigurðsson,
Borgarbraut 65, Borgarnesi.
90 ára
Þurlður Stefánsdóttir,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
85 ára
Björg Sóley Rfkarðsdóttir,
Lágholti 23, Mosfellsbæ.
Valur Guðmundsson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Þórlaug Bjarnadóttir,
Lönguhlíð 3, Reykjavík.
80 ára
Bjöm Kristjánsson,
Miklaholtsseli 2, Borgarnesi.
Marfa Guðmundsdóttir,
Lindargötu 26b, Siglufirði.
Þórólfúr Helgason,
Tungu, Sauðárkróki.
75 ára
Gísli Þorleifsson,
Hofsá, Dalvík.
Guðrún S. Kristjánsdóttir,
Árskógum 8, Reykjavík.
Svava Auðunsdóttir,
Samtúni, Reykholti.
70 ára
Auður Sigurðardóttir,
Reynihvammi 2, Hafnarfirði.
Bruno M. Hjaltested,
Borgartúni 30a, Reykjavík.
Elsebeth Finnsson,
Melseli 22, Reykjavík.
Guðrún Esther Halldórsdóttir,
Engjahlíð 1, Hafnarfirði.
Reynir Lárusson,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
Unnur Haraldsdóttir,
Blikahöfða 5, Mosfellsbæ.
60 ára
Aðalsteinn Karlsson,
Baughóli 25, Húsavík.
Erling Jóhannesson,
Furuhlíð 13, Hafnarfirði.
Jón Magnússon,
Egilsbraut 12, Þorlákshöfn.
Unnur Sigurðardóttir,
Reykjavegi 65, Mosfellsbæ.
50 ára
Elinborg Sigurðardóttir,
Iðu 3, Selfossi.
Elfsabet Ingibergsdóttir,
Hringbraut 78, Hafnarfirði.
Guðríður Björg Guðfinnsdóttir,
Glæsivöllum 6, Grindavík.
Jóhannes Þór Ingvarsson,
Jöklafold 12, Reykjavík.
Jón Magnl Sigurðsson,
Neðstaleiti 7, Reykjavík.
Magnús Óskarsson,
Hlíðarvegi 13, Grundarfirði.
Óskar Kárason,
Góuholti 11, (safirði.
Sigríður Jóna Friðriksdóttir,
Baughúsum 22, Reykjavík.
Sigrún Jónsdóttir,
Oddeyrargötu 32, Akureyri.
Sigurður Þorkelsson,
Hlíðarvegi 22, Kópavogi.
Þórhallur Jóhannesson,
Laugarnesvegi 100, Reykjavík.
40 ára
Auður Anna Torfadóttir,
(shússtíg 3, Keflavík.
Ásta Sfgfúsdóttlr,
Spóaási 15, Hafnarfirði.
Bára Friðriksdóttir,
Arnarheiði 7b, Hveragerði.
Ester Auður Elfasdóttir,
Skipasundi 82, Reykjavík.
Guðjón Gfsli Guðmundsson,
Hrauntungu 16, Kópavogi.
Jens Hansson,
Barðavogi 20, Reykjavík.
Jens Ólafsson,
Heiðarvegi 17, Keflavík.
Klara G. Sigurbjörnsdóttir,
Flúðaseli 77, Reykjavík.
Kolbrún Anna Jónsdóttlr,
Aflagranda 26, Reykjavík.
Oddur Gunnar Hauksson,
Galtalind 6, Kópavogi.
Rúnar Sigurjónsson,
Laufengi 154, Reykjavík.
Sigrfður Inga Elfasdóttlr,
Völusteinsstræti 9, Bolungarvík.
Sigrfður K Þorbjömsdóttir,
Grænási 3a, Njarðvík.
Smárl Garðarsson,
Árvöllum 5, (safirði.