Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 BARÁTTUKONA: Jórunn Anna Sigurðardóttir hefur staðið í 12 ára baráttu við heilbrigðiskerfið vegna meintra læknamistaka og si fellt rekið sig á veggi. Hún segist hafa verið niðurlægð og lítillækkuð og hennar fjárhagslega staða er fyrir löngu komin i rúst. DV-mynd E. 61. Ég hef verið niður- lægð af kerfinu í 12 ár Eins og að lenda í hakkavél, segirJórunn Anna Sigurðardóttir sem baríst hefur fyrír dómstólum vegna meintra læknamistaka Jórunn Anna Sigurðardóttir segist hafa verið niðurlægð af kerfinu allar götur síðan 1991 vegna baráttu sinnar við að fá leiðréttingu vegna meintra mis- taka sem áttu sér stað við brjóstaminnkunaraðgerð á Landspítala íslands. Þráfald- lega hefur hún leitað til dóm- stóla og ítrekað hefur Hæsti- réttur ómerkt niðurstöður Hér- aðsdóms Reykjavíkur. „Þetta er mjög mikill áfellisdóm- ur yfir vinnubrögðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Mér finnst héraðs- dómari vera orðinn gjörsamlega vanhæfur í mínu máli og meðdóm- endur hans einnig. Hann er nú að fá þetta í þriðja sinn í hausinn og ég kæri mig ekki um að þessi maður verði áfram í mínu máli,“ segir Jór- unn og ætlar að krefjast þess að skipt verði um dómara. Hún hefur reyndar áður gert þá kröfu en verið synjað af Hæstarétti sem vildi að dómarinn kláraði málið. Jórunn segir að þá hafi Hæstiréttur vísað tíu spurningum til héraðsdóms með ósk um að læknaráð tæki á málinu. Of stór og þung brjóst Málsatvik eru þau að Jórunn leit- aði til lýtalæknis í maí 1989 vegna vöðvabólgu og höfuðverkja sem stöfuðu af of stórum og þungum brjóstum. Læknirinn var sammála Jórunni og vildi láta framkvæma brjóstaminnkunaraðgerð. Þá var að minnsta kosti ársbið og ákveðið að læknirinn hefði samband þegar að því kæmi. Fram kom f viðtali í DV, sem Þor- björg Gunnlaugsdóttir tók við Jór- unni í júlí 2000, að Jórunn varð ófrísk og eignaðist dreng 1. ágúst Brjóstaminnkunar- aðgerðin leiddi afsér níu aðrar aðgerðir. 1990. Til stóð að hún færi í brjóstaminnkunaraðgerðina í maí 1991. Af því varð ekki vegna anna á sjúkrahúsinu eftir bruna. Þann 21. ágúst 1991 fékk Jórunn upphring- ingu og henni tjáð að hún ætti að leggjast inn daginn eftir, eða 22. ágúst. Hún mætti á spítalann og fór í ljósmyndatöku, blóðprufu og skýrslútöku sem tekin var af lækna- kandídat. Læknirinn sem sjá átti um aðgerðina lét hins vegar ekki sjá sig. Hjúkrunarfræðingur lét Jór- unni hafa bækling og fór yfir fyrstu síður bæklingsins sem fjölluðu um það hvernig aðgerðin gengi fyrir sig. Sjálf fletti hún bæklingnum lauslega en var ekki með hugann við að mistök gætu átt sér stað eins og sfðar kom á daginn. Jórunn segir að brjóstaminnkun- araðgerðin hafi leitt af sér níu aðrar aðgerðir. Fleiri aðgerðir hefur Jór- unn þurft að fara í af öðrum orsök- um, bæði á Landspítala íslands og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, en þær hafa gengið vel, síðast nú í ágúst. Stefnt vegna mistaka í stefnu Jórunnar var byggt á því að mistök hefðu verið gerð við framkvæmd og eftirmeðferð skurð- aðgerðarinnar. Mistökin eru til- greind f sex liðum. Haldið var fram í stefnunni að skort hefði á ráðgjöf og samráð við Jórunni fýrir aðgerð- ina, að ekki hefði verið beitt réttri eða viðurkenndri aðferð við brjóstaminnkunina og/eða mistök hefðu verið gerð við framkvæmd aðgerðarinnar. Eftirlit með Jórunnr hefði ekki verið nægjanlegt og eftir- meðferð ófullnægjandi, útlitslegur árangur hefði verið óviðunandi og ekki í samræmi við óskir né vænt- ingar Jórunnar. Loks að skinn hefði verið tekið af röngum stað til ígræðslu og það valdið óþarfa lýti. Allt kollegar og vinir Hún segir að f slíkum málum, þar sem læknar eru kallaðir til sem meðdómendur, sé skortur á óháð- um aðilum. - „Þeir fyrirfinnast ekki á íslandi því þetta eru allt kollegar, vinir og kunningjar. Fulltrúar læknaráðs vildu t.d. í fyrstu ekki mæta fyrir dóm til að svara fyrir sínar skýrslur og því þurfti ég að kæra það til Hæstaréttar sem fékk þá til að mæta. Sigurður landlækn- ir kvittaði undir álit læknaráðs og sat sjálfur fundinn sem álitsgjafi. Stjórnsýslulega mátti hann þó ekki Mál Jórunnar Sigurðardóttur 1989 1990 1991 1991-2001 2002 2003 Maí: Leitaði til lýtalæknis vegna vöðvabólgu og höfuðverkja sem stöfuðu afof stórum og þungum brjóstum. Aðgerð frestað vegna barns- fæðingar 1. ágúst 1990. Maí: Ekkert varð afaðgerð vegna annaá sjúkrahúsinu eftir bruna. 21. ágúst: Jórunni tjáð að hún ætti að leggjast inn daginn eftir. Fimmtudagur 22. ágúst: Jórunn mætir í blóðprufu, skýrslutöku og Ijósmyndatöku á Landspítalanum. Föstudagur 23. ágúst: Brjóstaminnk- unaraðgerð framkvæmd. Laugardagur 24. ágúst: Jórunn kvartar undan þrýstingi og miklum verkjum en ekki varkallaðá lækni. Sunnudags- kvöld 25. ágúst: Læknir sprettir upp saumumtil þess að hleypa út blóði þar sem sogkerin virkuðu ekki nógu vel. Mánudags- morgunn 26. ágúst: Afturþarfað hleypa út blóði en ekki fært í sjúkraskýrslur. Níu aðgerðir framkvæmdará Jórunni vegna afleiðinga mistaka. Jórunn greinist með æxli í móðurlífi sem fjarlægtvará Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Mars: Jórunn veikistalvarlega útafpokumá ristli sem sprungu. Ágúst: Ristilaðgerðgerð áJórunniá Landspítalanum. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.