Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Side 2
2 Magasín Fimmtudagur 30. október 2003 Víðtalið Sigrún Árnadóttir hjá Rauða krossinum Mannúðarhugsunin er háleit og heillandi „Ég hef farið um átakasvæði er- lendis þar sem hjáipariiðar Rauða krossins koma yfirleitt mjög fljótt til aðstoðar. Og þrátt fyrir að ég hafi á þessum stöðum oft séð býsna átakan- legar afleiðingar stríðsátaka hef ég samt sem áður aldrei tapað trúnni á manneskjuna. Ég trúi áfram á hið góða, enda sigrar það alltaf að lokum. Hins vegar er sú spurning oft áleitin hvernig hatur geti náð svo sterkum tökum á mönnum og í svo ríkum mæli stjórnað gjörðum þeirra og breytni," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross fs- lands. Þíðunni er iokið Alþjóðleg starfsemi Rauða kross- ins hefur aldrei verið meiri en einmitt á þessu ári. Stríðsátök eru víða um lönd, þótt líklega sé blóð- ugast barist fyrir botni Miðjarðar- hafs, í frak og Afganistan. Á þessum svæðum eru hjálparsveitir á vett- vangi og starf þeirra er skipulagt af Alþjóða Rauða krossinum. En hjálparliðar eru enn víðar, til dæm- is í Kongó, Kólombíu, Sierra Leone, Indónesíu og Sri Lanka, svo nokkur lönd séu nefnd., „f alþjóðlegu starfi Rauða kross- ins hefur staða heimsmála verið skilgreind á þann veg að nú sé lok- ið þeirri þíðu sem var í öllum sam- skiptum manna að afloknu kalda stríðinu. Tímarnir eru breyttir. Nú sjáum við æ oftar átök sem eiga rætur að rekja til ýmiss konar öfga- sjónarmiða," segir Sigrún. Afleiðingar þessa segir hún að séu meðal annars þær að meðal einstakra öfgamanna sé nú litið svo á að starfsmenn hlutlausra og al- þjóðlegra hjálparstofnana séu leyfi- leg skotmörk. Þetta líti Rauði kross- inn mjög alvarlegum augum. Höfum notið friðhelgi „Hingað til hefur merki okkar og starf notið friðhelgi meðal allra að- ila, hvorumegin átakalína sem þeir standa. Mér fínnst mjög dapurlegt ef þarna er að verða breyting á," segir Sigrún. Vísar hún í þessu sam- bandi til árásar fraka í Bagdad sl. mánudag, en í henni féllu tveir starfsmenn Rauða krossins. „Frá okkur hafa farið út til fraks alls fjórir starfsmenn, þótt enginn sé þarna á okkar vegum í augna- blikinu. Við vitum ekki hvert fram- haldið verður, það ræðst meðal annars af því til hvaða viðbragða verður gripið I kjölfar árásarinnar á mánudag," segir Sigrún. Sá hörmulegi atburður gerðist fyrir rúmum tíu árum að Jóni Karls- syni hjúkrunarfræðingi var ráðinn bani í Afganistan þar sem hann var við hjálparstörf. „Þetta varð okkur mikið áfall en Jón var einn okkar reyndustu manna," segir Sigrún. „Grunnstefið í starfi okkar er mannúð, hlutleysi og jafnrétti. Mér finnst að þessi kjörorð okkar eigi mikinn hljómgrunn hvarvetna og ekki síst eru þau mikilvæg þegar við erum að koma fólki til aðstoðar þar sem öfgaöfl eru á báða bóga á vett- vangi." Ellefu sendifulltrúar Eins og sakir standa eru ellefu sendifulltrúar erlendis við störf á vegum Rauða kross fslands. Tveir eru í Afganistan og í Palestfnu, Indónesíu og Indlandi er einn í hverju landi. I Afríkulöndum eru sex manns við störf, þá einkum í löndum þar sem fólk glímir við af- leiðingar þurrka, svo sem hung- ursneyð eða aðra óáran. „Þegar hjálparliðar okkar fara á vettvang er grundvallaratriði að við eigum greiða leið að fórnar- lömbunum. Getum veitt aðstoðina fljótt og örugglega. Yfirleitt tekst okkur það, þótt alltaf mætum við einhverjum hindrunum," segir Sig- rún. Hún nefnir frak sérstaklega í þessu sambandi, en þangað fór hún einmitt sl. vor. Fyrir starfsfólk Rauða krossins hafl verið mjög erfitt að koma þangað og veita þurfandi fólki aðstoð; sérstaklega í íjósi þess að eftir innrás Banda- ríkjamanna hafl allt innra skipulag samfélagsins verið í molum og fæstir hlutir gengið eftir viður- kenndum lögum og reglum. Úr þessu sé nú að greiðast smátt og smátt, enda þótt afar langt sé enn í land. „Staða heimsmálanna hefur verið skilgreind á þann veg að nú sé lokið þeirri þíðu sem var í 511- um samskiptum manna að afloknu kalda stríð- inu. Nú sjáum við æ oft- ar átök sem eiga rætur að rekja til öfgasjónar- miða.“ Ekki við hæfi barna „Lífið er kvikmynd leikin af stjörnum / myndin er ekki ætluð börnum." Svo segir Kristján frá Djúpalæk í einu ljóða sinna - og víst eru mörg hervirkin í heiminum hræðileg. „Myndin af heiminum er ekki alltaf við þeirra hæfí en því miður eru þau stundum áhorfendur að grimmilegum voðaverkum og það getur setið í þeim ævilangt. Því þarf oft að hjálpa börnum að takast á við afleiðingar þessa svo að þau geti öðlast trú á lífið að nýju," segir Sigrún. Hún nefnir í þessu sam- bandi að Rauða kross íslands sé nú í samstarfi við systursamtökin í Danmörku sem vinna að því að hjálpa börnum að takast á við af- leiðingar styrjalda. „Verkefnið er meðal annars unn- ið inni í skólum og börnum hjálp- að, t.d. í gegnum myndlist, að losa um tilfmningar eins og kvíða og hræðslu. Einnig er í þessu verkefni reynt að skilgreina hvaða ung- menni eru sérstaklega í áhættuhóp að þessu leyti," segir Sigrún og bæt- ir við að víða megi sjá skelfilegar af- leiðingar þessa. Það er að strfð leiki sálir mannanna grátt, ekki síður en mannvirki og kosti mannslíf. Kröfugt hjálparstarf Innanlands, ekki síður en erlend- is, er starf Rauða krossins íslands umfangsmikið. Rekið er kröfugt hjálparstarf um allt land, svo sem með ungmennastarfi og nám- skeiðahaldi ýmiss konar, heim- sóknaþjónustu, starfrækt eru at- hvörf fyrir geðsjúka og kaffi- og menningarhúsum fyrir ungmenni hefur verið komið á laggirnar á nokkrum stöðum á landinu. Sam- tökin annast að mestu leyti alla sjúkraflutninga í landinu og þannig mætti lengi áfram telja. Hefur jafn- RAUÐI KROSSINN: „Hið góða sigrar alltaf að lokum. Hins vegar er sú spuming oft áleitin hvernig hatur geti náð svo sterkum tökum á mönnum og f svo ríkum mæli stjórnað gjörðum þeirra og breytni," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. Magasín-mynd GVA framt verið reynt með reglulegum könnunum að mæla hvar þörfin f hjálparstarfmu er mest á hverjum tíma og hvar skórinn kreppir helst. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er nýjasta nýtt í starfmu. I hann getur fólk hringt þegar það er í brýnni neyð og þá er reynt að bregðast við vanda viðkomandi. „Við viljum styrkja þessa þjónustu. Þegar fólk lendir til dæmis á göt- unni eftir húsbruna, missir aleig- una eða kemst hvorki lönd né strönd, koma málin oft til kasta Rauða krossins. Einnig er hugsuniri á bak við hjálparsímann sú að þangað geti leitað fólk sem er í ein- hvers konar andlegum þrenging- um.“ Árangurinn sést hvarvetna Sigrún Árnadóttir hóf störf hjá Rauða krossi fslands fyrir fjórtán árum og hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra í nærfellt tíu ár. „Það er afar auðvelt að heillast af þeim hugsjónum og gildum sem þetta starf byggist á. Mannúðarhugsjón- in er afar háleit og mér þykir ánægjulegt hve margir vilja starfa undir merkjum hennar," segir Sig- rún. Hún segir að um þúsund sjálf- boðaliðar komi að margþættu starfi samtakanna og nú sé verið að greina störf þeirra nákvæmlega til að finna út hve mörg ársverk liggi þar í rauninni að baki. „Það sem mér fmnst líklega mest gefandi í þessu er starfi er að árangurinn af því sést hvarvetna og hann kemur fljótt í ljós," segir Sigrún. „Víða er þörf fyrir hjálparstarf af ýmsum toga og sé starfið vel skipulagt og skilgreint má miklu breyta og koma til betri vegar þótt stundum sýnist leiðin að takmarkinu torveld í fyrstu." sigbogi@dv.is Magasín DV-MAGASÍN SÍMI: 550 5000. Útgefandi: Útgáfufélagið DV. Ábyrgðarmenn: Óli Bjöm Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaður: Sigurður Bogi Sævarsson sig- bogi@dv.is Blaðamaður: Geir A. Guðsteinsson gg@dv.is Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir kata@dv.is og Ingibjörg Gísladóttir inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 82 þúsund eintök. Dreiflng: Póstdreifmg ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti um land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.