Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Blaðsíða 12
12 Magasín Fimmtudagur 30. október 2003 Opnuviðtalið Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður útskrifast með tvær háskólagráður MEÐ FJÖLSKYLDUNNI: Ágúst Ólafur með Þorbjörgu Sigríði konu sinni og dótturinni Elísabetu Unu. „Dóttirin er sautján mánaða og auðvitað verður það að eignast barn til þess að breyta líft manns og hugsun á allan hátt. Forgangsröðunin breytist. Og maður fer einnig að hugsa nýja hluti svolítið pólitískt; furðar sig stundum á því hversu dýrt er að vera með barn á leikskóla." Hugsjónirnar skipta alltaf mestu Það vakti athygli á háskólahá- tíð um síðustu helgi að meðal þeirra sem þá brautskráðust frá skólanum var einn af þing- mönnum þjóðarinnar, Agúst Ólafur Ágústsson. Hinn korn- ungi þingmaður Samfylkingar- innar heldur nú út í lífið með próf í tveimur greinum, það er Íögfræði og hagfræði. Kveðst hann vænta þess að þetta verði sér haldgott veganesti í póli- tíkinni, enda geri menntun fólki yf- irleitt gott eitt. „Menntun getur ver- ið góður undirbúningur fyrir lífið en er ekki algildur mælikvarði á neitt og f raun langt frá því. Margt af hæfasta fólkinu sem nú situr á Alþingi hefur einungis sitt barna- skólapróf. Hefur svo farið út í stjórnmálin vegna hugsjóna og réttlætiskenndar. Við skulum aldrei vanmeta að þetta eru hvatirnar sem skipta alltaf mestu í stjórnmál- um,‘‘ segir Ágúst Ólafur í viðtali við DV-Magasín. Ekki jafn mikill námsmaður Ágúst Ólafur Ágústsson er sonur þeirra Kolbrúnar Ingólfsdóttur sagnfræðings og Ágústs Einarsson- ar, ív. alþingismanns, og prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands. Sat Ágúst Ólafur meira að segja um hríð tíma í rekstrarhagfræði hjá föður sínum. Bræður Ágústs Ólafs eru tveir. Sá eldri er Einar, en nafn hans komst á hvers manns varir fyrir nokkrum árum eftir miklar þrekraunir sem hann lenti í eftir að hafa villst í frumskógum Mið-Ameríku. Allir hafa þeir bræður gengið mennta- veginn og Einar hefur raunar upp á vasann háskólapróf í sex greinum. „Nei, ég er ekki jafn mikill náms- maður og elsti bróðir minn er. Hefði raunar aldrei haft áhuga á að safna svona mörgum gráðum að mér,“ segirÁgúst Ólafur og hlær. Menntast fyrir sjálfan mig „Það var alls ekki sjálfgefið að ég færi í lögfræðina," segirÁgúst Ólaf- ur. „Raunar var ég lengst með hug- „Eg vona að við unga fólkið, sem nú höfum verið kjörin til þingsetu, náum að koma ýmsum málum í gegn sem víkja að hagsmunum þeirra sem eru á okkar aldri. Mér finnst við hreinlega vera í skuld við okkar kynslóð að því leyti." ann við líffræði eða mannfræði, en í vikunni áður en innritunarfresti lauk sló ég til og valdi lögfræði. Bætti sfðan hagfræðinni við mig litlu seinna. Mér fannst meginmál- ið að velja mér skemmtileg fög til þess að námið yrði auðveldara. Síð- an eru þetta hvort tveggja greinar sem opna ýmsa möguleika og snú- ast þess utan um ýmis pólitísk álitaefni í umræðu dagsins. Þótt það vanti kannski ekki fleiri lög- fræðinga á þing þá sýnist mér vera þörf á fleiri hagfræðingum. Að ég best veit þá er aðeins einn annar hagfræðingur á þingi og enginn viðskiptafræðingur. Eg vona því að þessi menntun nýtist mér í núver- andi starfi en líka í því sem framtíð- in ber í skauti sér. Maður er fyrst og fremst að mennta sig fyrir sjálfan sig en ekki fyrir eitthvert ákveðið starf.“ Hann kveðst í lögfræðinni hafa haft gaman af skatta-, Evrópu- og refsirétti. í hagfræðináminu hafi það verið þjóðhagfræðin sem eink- um hafi höfðað til sín. Eykur víðsýni og umburðarlyndi Þegar Ágúst var kjörinn á þing í vor átti hann lokahnykkinn í námi sínu eftir. Það er að taka próf í nokkrum áföngum og skila báðum lokaritgerðunum. „Því varð ég að setja hausinn undir mig og hespa þessu af í sum- ar. Ég náði að ljúka 25 einingum í sumar. Þetta var svolítill sprettur, en eftir á að hyggja var þetta aðeins skemmtilegt." En þrátt fyrir að menntunin opni ýmsa möguleika og geti aukið mönnum víðsýni og þekkingu - leggur Ágúst líka áherslu á að reynsla manna og þroski skipti alltaf miklu máli. „Mér eldri menn á Alþingi hafa auðvitað margfalt meiri lífsreynslu á að byggja og ég geri mér grein fýr- ir mínum takmörkunum. En á hinn bóginn vona ég að ég hafi eitthvað til brunns að bera. Ég er t.d. orðinn faðir en ég á sautján mánaða gamla dóttur - og það að eignast barn er nokkuð sem hefur alveg gefið mér nýja sýn á tilveruna. Ég var formað- ur Ungra jafnaðarmanna um árabil og hef unnið ýmis störf með nám- inu. Ég hef einnig ferðast til yfir 40 landa í fimm heimsálfum en slík ferðalög auka víðsýni manns og umburðarlyndi. Ég vona að ég hafi eitthvað fram að færa því annars ætti ég að snúa mér að einhverju öðru." Magasín-myndir E.Ól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.