Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. október 2003
Magasín
23
Hvað um helgina? Hulda Bjarnadóttir
Idol og aðgerðagreining
„Hápunkturinn hjá mér um helgina er að á laugar-
dagskvöld stendur til að fara á sýninguna 100% hitt
með Helgu Brögu. Ég hlakka mikið til; get varla beðið.
Mjög vel er látið af þessari sýningu og það sem kryddar
sýninguna þetta kvöld sérstaklega er að nú er von á
höfundi verksins, kynlífspabbanum sem leikkonan
hefur kallað svo,“ segir Hulda Bjarnadóttir, dagskrár-
stjóri á Létt 96,7.
Hulda segir það alltaf vera tilhlökkunarefni hjá fjöl-
skyldunni að setjast saman íyrir framan sjónvarpið á
föstudagskvöldum og fylgjast með Idol-keppninni á
Stöð 2. Haldin séu sérstök Idol-partí og þar ríki alveg
frábær stemning. „Fyrir svo utan þetta man ég núna að
fjölskyldunni er boðið í mat á laugardagskvöld þannig
að þessi dagskrá sem ég nefni gæti tekið einhverjum
breytingum."
Að öðru leyti segist Hulda þurfa að grúfa sig yfir
námsbækurnar um helgina. „Jafnhliða vinnu er ég í
viðskiptafræðinámi við Háskóla Islands. I námið þarf
maður að leggja talsvert mikla vinnu og virkilega að
komast inn í hlutina. Eins og þeir eru oft torskildir, því
0TVARPSKONAN: „Stendur til að fara á sýninguna 100%
hitt með Helgu Brögu," segir Hulda Bjarnadóttir.
að ekki liggur til dæmis ljóst fyrir alveg við fyrstu sýn
hvað sé aðgerðagreining.” sigbogi@dv.is
Grúfa sig yfir námsbækurnar
Hvað ertu að hlusta á? Hannes Guðrúnarson
Lifandi tónlist í uppáhaldi
„Ég vil taka það fram að ég er nánast alæta á tónlist,
hlusta sem sagt á allt nema dauðarokk. Um daginn
hlustaði ég til dæmis á tónleikadisk með Astor Piazolla
heitnum og félögum. Einstakur tónlistarmaður með
frábæra menn með sér og stemningin á tónleikunum
skilar sér ótrúlega vel,“ segir Hannes Guðrúnarson gít-
arleikari.
Hann segir Elvis Presley einnig hafa alltaf verið í
miklu uppáhaldi hjá sér, enda sé rödd hans óviðjafnan-
Maður lærir svo lengi sem lifir
lega þegar hann var upp á sitt besta. „Lifandi tónlist er
annars í mestu uppáhaldi hjá mér og nýt ég þess að
vera áheyrandi á tónleikum og þar með þátttakandi í
þeim merka gjörningi. Ég sæki mest jasstónleika og
ætla mér ekki að gera upp á milli þeirra góðu tónlistar-
manna sem við eigum á því sviði. Þegar ég hlusta á tón-
list á netinu þá sæki ég lfka í að heyra upptökur af tón-
leikum, t.d. með Björk, Sting og fleiri."
Gamlar upptökur eru ltka afar áhugaverðar, segir
Hannes, eins og til dæmis 4. og 6. sinfónía
Beethovens með Sinfóníuhljómsveit BBC, undir
stjórn Toscanini, tekin upp árið 1939. „Undanfarið hef
GfTARLEDCARINN: „Hlusta sem sagt á allt nema dauðarokk,"
segir Hannes Guðrúnarson.
ég lfka verið að hlusta og horfa á upptöku af tónleikum
sem ég hélt í Salnum 30. september sl. Þetta voru mín-
ir fyrstu tónleikar hér í Reykjavík þannig að ég er að
skoða hvað gekk vel og hvað ég gæti gert betur. Maður
lærir svo lengi sem lifir, ekki satt?“
sigbogi@dv.is
Hvað ertu að lesa? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Áhugaverð ádeila
„Ég er með á náttborðinu bók sem heitir Stupid
White Men eftir Michael Moore. Hann færði okkur
einmitt óskarsverðlaunamyndina Bowling for Col-
umbine. Þeim sem fannst sú mynd góð ætti að þykja
þessi bók ekki síður áhugaverð,” segir Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir leikkona. „Þetta er áfram ádeila og
rannsókn hans á bandarísku þjóðfélagi. Ég mæli með
henni og því að skoða í leiðinni íslenskt samfélag sem
er svo hrifið af öllu sem amerískt er.“
Veröld sem var
Steinunn kveðst lesa mikið og hefur alltaf einhverja
bók við höndína. „Uppáhaldsbókin mín er Veröld sem
var eftir Stefan Zweig og hún er án efa sú eftirminnileg-
asta sem ég hef lesið. Ég hef nýlokið við bók sem heitir
The da vinci code og er eftir Dan Brown. Ég heyrði af
henni einhvers staðar og langaði strax í hana. Hún
reyndist svo alls staðar uppseld en eftir mikla leit fann
ég hana f Bóksölu stúdenta, bókabúð sem ekki klikkar!
Bókin er frábær, alit sem góð spennusaga þarf að inni-
bera.
Spurð hvort hún gæti hugsað sér að setjast niður að
loknum leikaraferlinum og skrifa ævisögu sína, segir
hún að það komi ekki til greina. „Það yrði fjarskalega
LEDCKONAN: „Gæti ekki hugsað mér að skrifa ævisögu
mína," segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
leiðinleg bók Ég les sjaldan ævisögur og gæti ekki hugs-
að mér að skrifa ævisögu mína eða láta skrifa hana utan
um mig. Þetta er Ioforð.“
Guinot 30 ára 1. nóv.
!i* 25% afsl. frá kl. 10-16
HRUND
V e r s 1 u n &
snyrtistofa
Grænatún 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 4025
Laujjavegí 206
Heildsöludreifing
http://simnet. is/homedecorl928/
Skoðið heimasíðuna
okkar og kikið á tilboð in
Nýju vörurnar
komnar.
Yfír 200 vörunúmer.
JÓLAFÖNDUR
KORTAGERÐ
• Bjóðum upp á ævintýralegt úrval af jólaföndri og spennandi
kortagerðarefni • Yfir 1800 tegundir af myndastimplum • Úrval
af stimplum með íslenskum textum • Vinsælu íslensku
jólasveinastimplar Brians Pilkington eru komnir aftur
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 • SÍMAR SS2 1412 og 551 2242