Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 4
4 Magasín Fimmtudagur 30. október 2003 Rotnandi ránsfengur Árið 1995 var 1,7 milljónum dala stolið úr brynvörðum bfl í Fairfíeld í Alabama í Bandaríkj- unum. Um sl. helgi fundust pen- ingarnir; rotnandi úti í mýri. Lög- reglan fann í mýri í Fairfield nokkra strigapoka fulla af ráns- fengnum. Talsmaður lögregl- unnar sagði að pokarnir hefðu verið „fullir af grænum, rotnum pappírsstrimlum. Það sem áður voru peningar er nú aðeins rotið slím,“ eins og hann komst að orði. Starfsmenn öryggisfyrirtækis- ins sem keyrðu brynvarða bflinn viðurkenndu á sínum tíma að hafa stolið peningunum. Þeir sögðust hafa skipulagt ránið með tveimur öðrum mönnum. Lög- reglan taldi að þeir hefðu verið einir að verki. Síðastliðinn sunnudag fékk lögreglan nafn- lausa ábendingu. Nákvæm stað- setning ránsfengsins var gefin upp og er nú talið fullvíst að starfsmenn öryggisfyrirtækisins hafi ekki verið einir að verki. „Peningarnir voru nákvæm- lega þar sem okkur var sagt að þeir væru,“ sagði lögreglumaður- inn. Yfirvöld skoða nú hvort grundvöllur sé fyrir nýrri ákæru þar sem ránið átti sér stað fyrir 8 árum en peningarnir hafa verið í að minnsta kosti 5 ár í mýrinni. Notaðir smokkar í massavís f smábæ einum vestur í Bandaríkjunum hafa bæjaryfir- völd ákveðið að fjárfesta í síu- kerfi, sem kostar tvær milljónir dala, til að koma í veg fyrir að smokkar komist í Michiganvatn. Fjöldi smokka hefur farið í vatnið í viku hverri frá skólphreinsistöð í bænum. Nú á að koma í veg fyrir það með því að setja upp síukerf- ið. í júní á þessu ári vöktu hundr- uð notaðra smokka, sem flutu í höfninni í Milwaukee, athygli sjómanns sem gerði út bát sinn þaðan. Sjómanninum ofbauð og hann reynir nú að fá lögmann til að leggja fram kæru á hendur skólphreinsistöðinni. Stöðin sendi starfsmenn frá sér til að hreinsa höfnina. Þeir sögð- ust „aðeins" hafa fundið um 50-60 smokka í höfninni. Fyrir- tækið er nú með starfskraft í fullri vinnu við að hreinsa smokka úr vatnstönkum í skólphreinsistöð- inni svo að smokkarnir fari ekki út í Michiganvatn. Skipulögð árás ungbarna Fjórtán börn réðust nýlega að þekkja nein dæmi um það að mörg börn ráðist skipulega á ein- hvern einn. „Slíkt hef ég aldrei séð áður,“ segir Profaca. „Mér þykir lfldegt að þau hafi verið að rífast um leikfang eða eitthvað slíkt. Ung börn búa ekki yfir fé- lagslegri færni til að leysa ágrein- ingsmál með samræðum og bregðast því oft við með ofbeldi. Það skipir því miklu að skilja þau aldrei eftir eftirlitslaus.11 Faðir barnsins íhugar að leggja fram kæru á hendur fóstrunni sem bar ábyrgð á börnunum. eins árs gömlu barni í leikskóla 1 Króatíu. Barnið var bitið 30 sinn- um af leikfélögum sfnum og var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka. Árásin átti sér stað á meðan fóstran, sem hafði um- sjón með börnunum, brá sér frá til að skipta á einu þeirra. Verið er að rannsaka málið, en enginn veit hvað orsakaði þetta skyndilega ofbeldiskast barn- anna. Bruna Profaca sálfræðing- ur segir það algengt að börn bregðist við með ofbeldi þegar þau verða pirruð en segist ekki Helgarblað DV Af hlaðborði tónlistarinnar Eivör Pálsdóttir er færeysk söngkona sem hefur sungið sig inn í hug og hjörtu íslendinga undanfarin misseri. Eivör gefur nú út fyrstu sólóplötu sína og segir Helgarblaði DV allt um samband sitt við tónlistina og ís- land. Maðurínn bak við Formúluna Helgarblað DV ræðir við Gunnlaug Rögnvaldsson, um- sjónarmann Formúlu eitt í Ríkis- sjónvarpinu, um litríkt lífshlaup hans í tveimur heimsálfum og áhuga hans á andlegum málefn- um. í ofvirkum heimi Helgarblað DV heimsækir hjón f Borgarnesi sem eiga fimm börn og þrjú þeirra eru á rítalíni vegna hastarlegrar ofvirkni. Heimilis- faðirinn þótti ódæll í æsku og segist vita hvernig er að vera of- virkur þótt hann hafi aldrei tekið lyf við því. íslenskt þjjóðvarðlið Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra talar við Helgarblað DV um vamarmál íslands, málefni Landhelgisgæslunnar og útskýrir viðhorf sín til þess að íslendingar taki að sér varnir landsins í meira mæli en áður. Póstdreifing dreifir Magasíni. Líf og yndi Elísabetarnótt í Eymundsson 3 i • Mr - % y|| 1 -^.1 UPPÁKOMA; í Eymundsson var flutt verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur gert við ljóð Elísabetar. Á myndinni eru Hávarður Tryggvason, Andrea Gylfadóttir söngkona, Jóel Pálsson - og Atli og Elísabet, lengst til hægri á myndinni. Eg berst ekki á móti miðbæjarást SKÁLDKONAN: Elísabet Jökulsdóttir las fyrir gesti og gangandi úr Vængjahurð- inni, sem er tíunda ljóðbók hennar - og er einmitt að koma út þesa dagana. Á góðum dögum iðar miðbær- inn af lífi. Ekki síst eru menning- arviðburðir áberandi. Svo var m.a. í Eymundsson í Austur- stræti um sl. helgi þegar Elísa- bet Jökulsdóttir kynnti Vængja- hurðina, 10. Ijóðabók sína sem er að koma út þessa dagana. Hin menningarlega stund f Ey- mundsson sl. laugardag bar yfir- skriftina Elísabetarnótt. Þar las skáldkonan upp úr bók sinni og flutt var nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson við eitt ljóðanna. Flytj- endur voru Andrea Gylfadóttir söngkona, Jóel Pálsson saxófón- leikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Þá komu synir Elísabetar fram; sá elsti þeirra, Kristjón Kormákur, las upp úr óút- gefmni skáldsögu sinni og tví- burarnir Garpur og Jökull voru með uppistand sem þeir nefndu Mamma rithöfundur. Þá stóð gest- um til boða bleikur ástardrykkur. Ástfangnari með hverri mínútu Elísabet segist vera tengd mið- borginni afskaplega sterkum bönd- um, Iðnó hafi verið annað heimili hennar í æsku. „Ég fór með pabba að horfa á æfingar, sömu æfinguna aftur og aftur í leikhúsmyrkrinu og þorði ekki að anda, leikhúsið var svo heilagt. Ef ég þreyttist fór ég til Kristínar gömlu á loftinu, hún var frá annarri öld og gaf mér anda- brauð til að gefa öndunum. Mogg- inn í Austurstæti varð seinna annað heimili en þar vann mamma árum saman. Við systldnin vorum þar jafnmikið og blaðamennimir, held ég. Við sóttum peninga og fyrir- mæli til mömmu. Og allt þetta fólk þar er minnisstætt. Allir svo góðir við okkur, bæði þar og í leikhús- inu.“ Þegar Elísabet var tvftug segist hún svo hafa orðið alvöru-ástfang- in. „Það var pabbi tvíburanna minna og við bjuggum fyrst í mið- bænum. Við hittumst f Tjarnarbúð, ég stal hattinum hans og hann elti mig út. Við sátum alla nóttina í Al- þingisgarðinum, það var aðfara- nótt 17. júní, og urðum ástfangnari Eg þrái gosbrunna, út- saumaða vasaklúta og Gullfoss við bryggju. Og rauðmagalykt. með hverri mínútu. Við vomm eins og gráir kettir í miðbænum. Einu sinni fómm við inn í Alþingishúsið, bara til að kyssast og fara í sleik á þingpöllum." Þá bætir Elísabet því við að hún sé tengd miðborginni, og þá eink- um Austurvelli, sterkum böndum eftir að hafa staðið þar vaktina síð- asta vetur nánast hvern dag og mótmælt áformuðum virkjunar- framkvæmdum á Austurlandi sem nú em raunar orðnar að vemleika. Hvar eru gosbrunnarnir? Skáldkonan Elísabet er þessa dagana oft á ferli í miðbænum að selja ljóðabókina sína. „Annars er ég að skrifa skáldsögu og leikrit. Skáldsagan kviknaði út frá dauða föður míns og verður vonandi al- gjör della. Leikritið er um hið góða, hvernig sem það tekst. Leikhúsið heimtar alltaf dramatík en ég er í uppreisn gegn dramatík og er á leiðinni í ljósið." Og miðbærinn stendur nærri hjarta Elfsabetar. „Ég ætla ekki að berjast á móti minni miðbæjarást en ráðhúsið passar ekki, hvar er tónlistarhúsið og hvar í ósköpun- um em gosbmnnarnir? Ég þrái gos- bmnna, útsaumaða vasaklúta og Gullfoss við bryggju. Og rauðmaga- lykt.“ sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.