Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 6
6 Magasín Fimmtudagur 30. október 2003 Doktor.is Útlit og heilsa íris ívarsdóttir er eigandi Naglaskóla lcelandic Beauty Punktar um alnæmi Landlæknisembættið hefur nýlega gefið út upplýsinga- bækling um alnæmi og einnig er fjallað um málið á dokt- or.is. Lftum á nokkra punkta: * Er banvænasti kynsjúk- dómurinn og honum veldur veira, sem kallast HIV. * HIV ræðst á og eyðileggur ónæmiskerfi líkamans. Það þýðir að smitaðri manneskju er afar hætt við sýkingum og getur dáið af sjúkdómum sem hraustu fólki verður ekki meint af. * En sjúkdómurinn sækir fram meðal gagnkynhneigðra, ekki síst ungra ferðalanga. Al- næmissmit er ekkert sérstak- lega spennandi minjagripur um sólarfrí á Ibiza eða útilegu um verslunarmannahelgina. * Einkennin eru margvísleg, sumir fá engin, aðrir fá hita, niðurgang, náttsvita, almenna vanlíðan, bólgna eitla og létt- ast. * Alnæmi er ólæknandi. En því fýrr, sem sjúkdómurinn greinist, því meiri líkur eru til að hægt sé að hjálpa. Allir með húfur Ég velti íyrir mér tískurmi í dag. Nú er svo komiö í mörgum grunnskólum að börn vilja hafa húfur á höfðinu allan daginn, þykkar, þunnar og allavega höf- uðföt í raun. Sumir kennarar vilja leyfa þetta en aðrir ekki. Er þetta hollt eða óhollt út frá heilsufarslegu sjónarmiði? Nú hef égheyrt að heilinn vinni bet- ur við lægra hitastig? Hvaö fínnst sérfræðingum um þetta efni, burtséð frá tísku og þeirri kurteisi, sem sumum fínnst sjálfsögð, að taka afsér höfuðföt inni? Svar Húfur er misjafnar. Húfur sem anda vel og valda því ekki að einstaklingur svitni með þær geta tæplega talist skaðlegar. Auðvitað eru skiptar skoðanir varðandi þetta eins og annað en ein möguleg ástæða fyrir því að húfur geti valdið skaða er sú að einstaklingurinn svitni undir húfunni sem getur hugsanlega valdið sveppasýkingu eða ann- ars konar húðvandamáli á höfði, s.s. exemi og hárlosi í framhald- inu. Ég hef aldrei heyrt það að heilinn vinni betur við lægra hitastig, en það kann vel að vera. Ég get þó ekki séð að það geti verið haldbær rök gegn húfu- notkun. Þá ættu allir að vera rakaðir. Hver og einn kennari verður einfaldlega að gera þetta upp við sig ef skólastjóri í viðkomandi skóia er ekki tilbúinn til þess að setja reglur um þetta. Með góðri kveðju, doktor.is NAGLAFEGURÐ: fris Ivarsdóttir og Sigríöur Dögg Guðjónsdóttir eru báðar með mastersgráðu í Ez-flow akrýlnöglum, -IBD-gelnöglum og náttúrulegri handa- og naglafeg- urð. Þær em einnig með alþjóðleg kennararéttindi og ættu því þeir nemendur sem fara til þeirra að vera í góðum höndum. Glimmerneglur nýjasta nýtt „Við fylgjumst vel með tískunni hér í Naglaskóla Icelandic Beauty og bjóðum ávallt upp á það sem er nýjast hverju sinni. „Þetta er líka eini alhliða nagla- skólinn og naglastofan á landinu," segir íris fvarsdóttir, eigandi fyrir- tækisins. Sigríður Dögg Guðjóns- dóttir starfar hjá írisi og eru þær báðar með mastersgráðu í Ez-flow akrýlnöglum, -IBD-gelnöglum og náttúrulegri handa- og naglafeg- urð. Þær em einnig með alþjóðleg kennararéttindi og ættu því þeir nemendur sem fara til þeirra að vera í góðum höndum. íris segir það skipta sig miklu máli að vinna með góðar vörur og að allar vörur sem fluttar eru inn af heildsölu Icelandic Beauty séu viðurkenndar af heilbrigðisyfirvöldum. Gott er að bera á sig handáburð daglega, sér- staklega í kuldanum, og bera þarf naglabandaolíu á naglaböndin og negl- urnar svo þær klofni síður og þorni. Þróaðasta gelið á markaðinum Icelandic Beauty er með umboð fýrir ýmis þekkt merki, svo sem Ez- flow, -IBD- og Orly. „Orly er ein stærsta og breiðasta náttúrulega naglalfnan á markaðinum og hefur unnið til margra verðlauna fyrir flottan stfl og nýjungar í náttúru- legum naglavörum, Orly uppgötv- aði til dæmis French manicure-út- litið, sem er eitt það vinsælasta í langan tíma,“ segir íris. „Einnig hefur Ez-flow akrýl farið sigurför um allan heim og -IBD- framleiðir þróaðasta gelið á mark- aðinum. Við hjá Icelandic Beauty vinnum því með það besta á mark- aðinum." Með litum og blómum íris og Sigríður Dögg fara oft utan til að kynna sér nýjustu tísku- straumana í gervinöglum. Aðspurð segir íris nýjustu tískuna í dag vera WALK OG FAME; þá er glimmerlit- um blandað saman á einum stað á nöglinni og sinn liturinn er á hvorri hlið naglarinnar en engin skil eiga að myndast. Hún segir French manicure-stílinn einnig enn vera í tfsku en í nýrri útfærslu séu endar naglanna ýmist málaðir með litum eða blómum og límdir eru á negl- urnar skrautíegir steinar. Heilbrígðar neglur Blaðamaður DV-Magasíns bað írisi um góð ráð varðandi naglaum- hirðu til handa lesendum og eru þau eftirfarandi: „Konur þurfa að hugsa reglulega um neglur sínar til að þær haldist heilbrigðar. Gott er að bera á sig handáburð daglega, sérstaklega í kuldanum, og bera þarf nagla- bandaolíu á naglaböndin og negl- umar svo þær klofni síður og þomi. Þó þarf að fara mjög varlega þegar naglaböndunum er ýtt upp því annars er hætta á að svæðið undir naglaböndunum, sem stuðlar að heilbrigði naglanna, skemmist. Til dæmis geta skemmdir á því svæði orsakað hvítar skellur á nöglunum. Margir halda því fram að slíkar skellur myndist vegna kalkskorts en svo er ekki,“ segir fris og heldur áfram: Sverfa fram á við „Einnig þurfa konur að hafa það í huga að ávallt á að sverfa neglur fram á við. Ef strokið er fram og til baka opnast trefjarnar og negiur klofna og rifna. Það er því hægt að hugsa vel um neglur sínar heima við en við hjá Naglaskóla Icelandic Beauty bjóðum þeim sem það vilja upp á alhliða þjónustu í öllu sem viðkemur nöglum,“ segir Iris ívars- dóttir, eigandi fyrirtækisins. Vörur sem Iris _ 'U________ mælir með Fyrir þunnar neglur og lélegar: Nail defense frá Orly. Það er prótínstyrktur naglaherðir sem styrkir lélegar og þunnar neglur. Nagaðar neglur: NO bite er lakk með beisku bragði sem hjálpar til við að losna við þennan pirrandi og oft sársaukafulla vana. Rákir í nöglum: Ridgefiller er grunn- og undir- lakk sem gerir neglumar sléttar með því að fylla í rákimar. Hollráð írisar „Hendur og neglur segja allt um okkur. Það eru hendurnar sem fólk tekur fyrst eftir því þær em mest áberandi,“ segir fris. Hún gefur hér lesendum nokkur hollráð sem vert er að taka eftir: - f frostí og vindi þorna hend- ur og neglur og geta spmngið. Þá þarf að nota meira af rakagefandi handáburði og olíu á naglabönd- in, t.d. ólífuolíu. - Þurrka þarf hendumar vel eft- ir handþvott og nota ávallt vett- linga eða hanska. - Gott er að nota handa- eða andlitsmaska til að bera á hend- urnar fram að naglaböndum. - Þeir sem em með viðvæmar neglur þurfa að fara varlega með naglabursta því að hann getur farið illa með neglumar. Gott er að nota í staðinn svamp eða bóm- ull. - Notið ávallt gúmmíhanska eða annars konar hlífðarhanska við húsverkin og garðvinnuna. - Gott er að nota mjúkan „buffer" á neglumar til að örva blóðstreymið. Of lítil neysla prótíns getur leitt til að neglur verða viðkvæmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.