Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 10
10
Magasín
Fimmtudagur 30. október 2003
Líf og yndi Skátar á Úlfljótsvatni
Alls níutíu skátar úr Vífli í
Garðabæ fóru á dögunum í ár-
lega haustútilegu félagsins að
Úlfljótsvatni. Þegar best lét
voru um 90 skátar á svæðinu.
I útilegum skáta myndast oft góð
stemning og er oft talað um skáta-
andann, sem fáir skilja nema þeir
sem hafa hann upplifað. Undir-
búningur að ferðalaginu stóð lengi.
Að þessu sinni voru sjóræningjar
þema útilegunnar. Var margt gert
til þess að skapa sjóræningja-
stemningu.
Klifur og kvöldvaka
í skátaferðalögum er farið í ýmsa
leiki og fólk þarf að leysa þrautir.
YLFINGASVEmN. Sveitin sú heitir
Furðufuglar og fremstur er Andri
Bjarnason.
Hæst ber sig og klifur. Það getur lit-
ið svolítið ógnvekjandi út að síga
niður 10 metra háan turn og þurfa
þeir sem stjórna stundum að telja
kjark í skátana. Meginreglan í skát-
unum er að allir séu þátttakendur.
Því þarf útsjónarsemi hjá foringja
til að finna næg verkefni handa öll-
um.
Kvöldvaka hjá skátum er frábær
skemmtun. Sungin eru hress og
skemmtileg lög með skemmtiatrið-
um á milli sem skátarnir undirbúa
fyrr um daginn. Sumir semja lag en
aðrir halda tískusýningu. I þessari
útiiegu voru það þreyttir skátar
sem skriðu ofan í svefnpoka - en
ánægðir eftir þrautir dagsins.
íþróttaleikar og árangur
A sunnudeginum fóru fram
íþróttaleikar á Úlfljótsvatni. Keppt
var í ýmsum þrautum sem reyndu
á samvinnu flokksins. Þegar skát-
amir takast á við þrautir sem þess-
ar læra þeir hvað það skiptir miklu
máli að standa saman svo að hlut-
irnir beri árangur. Eftir svona úti-
legu eru allir þreyttir en ánægðir
með hvernig til hefur tekist. Eftir
lifir minningin um ánægjulega úti-
legu sem seint gleymist.
FIMM ÆTTLIÐIR: Frá vinstri talið; Bjarney Elsebeth Sigvaldadóttir, Elsebeth
Poulsen, Jóhanna Jóhannesdóttir, Agnes Rut Kristjánsdóttir og lengst til hægri
er Áslaug Torfadóttir.
Hittu ættmóðurina á Sandey:
Fimm færeyskar
Fyrir nokkrum vikum hittust í
Skopum á Sandey í Færeyjum
Elsebeth Poulsen, sem þar
býr, og konur sem eru afkom-
endur hennar aftur í fimmta
liö.
Þær Ijórar konur búa allir hér á
landi og gerðu sér sérstaka ferð
utan til að hitta ættmóðurina
Elsebeth. Hún fæddist árið 1914
og eignaðist sjö börn, þar af þrjár
dætur sem allar settust að hér á
landi.
Eftir allmörg ár
„Þetta var afskaplega ánægju-
leg ferð því ömmu mína hafði ég
ekki hitt í allmörg ár,“ sagði
Bjarney Elsebeth Sigvaldadóttir
sem búsett er á Hvanneyri í
Borgarfirði. Jóhanna móðir
hennar, dóttir Elsebeth, kom
hingað til Iands árið 1959 til að
vinna hér. Þá var hún sautján
ára.
Örlög hennar voru að hitta
draumaprinsinn sinn á fslandi
og því átti hún ekki afturkvæmt
til Færeyja. Jóhanna hefur alla tíð
búið í Keflavík ásamt Sigvalda
Arnoddssyni, eiginmanni sínum.
Hitta Ömmu Elsabeth
„Ég var alltaf í Færeyjum á
sumrin sem lítil stúlka en eftir að
ég komst á legg og stofnaði fjöl-
skyldu hef ég ekki farið utan,“
segir Bjarney Elsebeth. Dóttir
Bjarneyjar sem fór með utan í
þessa ferð er Áslaug Torfadóttir
sem fæddist 1982. Dóttir hennar,
fimmti ættliðurinn, er Agnes Rut
Kristjánsdóttir sem er tæpra
fjögurra ára.
sigbogi@dv.is
Hin hliðin Elís Árnason
Á réttri hillu í lífinu
Nafn: ElísÁrnason.
Aldur: 38 ára, fæddur á Reyðarfirði árið 1965.
Fjölskylduhagír: í sambúð með Sóleyju Höllu Egg-
ertsdóttur. Af fyrra sambandi á ég þrjá drengi og aðeins
örfáir dagar í fjórða drenginn - barn okkar Sóleyjar.
Menntun Og störf: Kjötiðnaðarmaður og matreiðslu-
maður, en þá iðn lærð ég hjá KEA á Akureyri. Eftir að ég
flutti suður fyrir einu og hálfu ári hef ég fengist við fast-
eignasölu - vinn núna hjá sölunni Akkurat sem við
stofnuðum fyrir skömmu, þar sem ég er akkúrat á réttri
hillu. Að sunnan rek ég síðan Sjallann á Akureyri með
Þórhalli Arnórssyni, félaga mínum, en skemmtistaður-
inn er 40 ára um þessar mundir.
HelstU áhugamál: Vinnan og fjölskyldan. Og síðan
sumarbústaðurinn minn í Fnjóskadal; sælureitur sem
býður upp á margvíslega dægradvöl árið um kring.
Uppáhalasmatur: Rjúpan er alltaf góð og bragðið eitt ^
fær mig til að hlakka til jólanna. g
Uppáhaldsdrykkur: Kaldur Tuborg þegar vel á við. tj
Fallegasti Staður á íslandi: Hrísey, þar sem ég var |
kokkur í flmm sumur á veitingahúsinu Brekku. Eyjan á |
sterk ítök í mér.
Eftiríætisstaður erlendis: Einn sona minna býr í |
Kaupmannahöfn. Því fer ég oft þangað utan og hef ^
heillast af borginni í þessum ferðum þannig að nú er
hún orðin eftirlæti mitt.
Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: Að sjálfsögðu
KA - gulir og glaðir.
Hvaða bók ertu að lesa í augnablikinu:
ísfólkið, bók sem er númer 20. Síðan er ég alltaf með í
handraðanum bækur sem snúa að ýmsum viðfangs-
efnum mínum hverju sinni.
Eftirlætistónlistarmaður: Margir frábærir listamenn
hafa spilað hjá mér í Sjallanum. Hins vegar vil ég ekki
gera upp á milli þeirra - því ella gæti einhverjum þess-
ara vina minna sámað.
Hvað hefur mótað þig helst og haft áhríf á þig á
lífsleiðinni? Foreldrar mínir og fjölskyldan öll hafa
mótað mig mikið - sem og góðir vinir. Öll lífsreynsla
sem við göngum í gegnum - ljúf sem sár - hefúr lfka
alltaf mikið að segja.
Hvaða þjóðþrifamálum á Islandi er brýnast að
bæta úr: Ég hlýt að nefna göng undir Vaðlaheiði - þeg-
KOKKURINN: „Öll lífsreynsla sem við göngum í gegnum -
ljúf sem sár - hefur mikil áhrif á okkur,"
ar þau eru komin verð ég aðeins örfáar mínútur frá Ak-
ureyri yfir í bústaðinn minn í Fnjóskadal. Tilhugsunin
ein gerir mig eindreginn stuðningsmann framkvæmd-
anna.
Fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni: Fylgjandi,
þó svo að ég verði seint talinn pólitískur maður.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór:
Stefndi alltaf á kokkinn - og náði þar settu marki.
Hver eru þín persónuleg markmið fyrir komandi
mánuði? Sinna fasteignasölunni vel og ná þar góðum
árangri. Einnig er sitthvað fram undan í rekstrinum á
Sjallanum.
Þín ráð til að krydda hvunndaginn: Fara á vélsleða
fyrir norðan. Þannig tekst mér algjörlega að skipta um
umhverfi og hlaða mig orku til átaka og nýrra starfa.
Lífsspeki: Lifa lífinu lifandi.
Skemmtistaðurínn Sjallinn áAkureyii erfjörutíu ára um þessarmundir og haidið verður upp áþað með veglegum hætti
nyrðra nú um helgina. ElísÁmason hefurrekið staðinn við annan mann síðan 1995.
Árinu eldri
Hjöríeifur Guttormsson náttúrufræðingur verður 68 ára 31. október. Er frá Hallorms-
stað en hefur í áratugi búið í Neskaupstað. Starfaði lengi við kennslu. Sat á þingi 1978 til
1999, ráðherra og lét að sér kveða varðandi umhverfismál og barðist gegn stóriðjuáformum
af fullri hörku og með rökum. Hefur skrifað og myndað bækur um náttúru landsins af sannri
listfengi og má þar meðal annars nefna nokkrar Arbækur Ferðafélags íslands og bókum um
Vatnajökul og hans og nánast óendanlegu hvítu breiðu.
Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur verður 56 ára 1. nóvember. Er úr Eyjum og hefúr
ýmsum störfum sinnt. Ritstörfin ber vitanlega hæst og fyrir þau er hún best þekkt. Fyrsta
bók Gunnhildar kom út 1980 og í kjölfarið hafa komið margar barna- og unglingabækur sem
gerður hefur verið góður rómur að og hefur fyrir þær meðal annars hlotið fjölda
viðurkenninga. Bækur hennar þykja spennandi og meðal annars hefur hún nýtt sér
æskuárin f Eyjum til að spinna skemmtilegar sögur.
Gísli Baldur Garðarsson lögmaður verður 53 ára 1. nóvember. Sem ungur maður var Gísli
í blaðamennsku á Mogga og var fyrsti karlinn í hlutverki sjónvarpsþular. Þannig man þjóðin
Gísla nánast út í það óendanlega í lögmennsku hefur Gísli starfað fyrir mörg stórfyrirtæki.
Hann er stjórnarformaður Olís en við annan mann keypti hann olíufélagið sl. sumar. Þá
hefur hann nýlega tekið við formennsku í Flugráði og er til þeirrar vegsemdar skipaður af
samgönguráðherra.
Ingi Björn Albertsson heildsali verður 51 árs 3. nóvember. Sonur Alberts ráðherra og fór-
boltakappa og hefúr bæði í boltanum og pólitík fetað f fótspor föður síns en þó ekki náð
sama árangri og hann. Hefur þjálfað nokkur knattspyrnulið. Ingi Björn sat á Alþingi í nokkur
ár, fyrst fyrir Borgaraflokkinn og síðar Sjálfstæðisflokk, en hefur seinni árin einkum sinnt
viðskiptum, svo sem veitingarekstri. Þá starfrækir hann heildsölu Alberts Guðmundssonar,
fyrirtækið sem faðir hans rak forðum.
Viðar Hreinsson íslenskufræðingur verður 47 ára 3. nóvember. Bóndasonur frá Hríshól
í Eyjaijarðarsveit sem ungur lagði fyrir sig íslensk fræði. Starfaði m.a. sem framhaldsskóla-
kennari, en hefur einkum sinnt fræðistörfum. Þar ber hæst ævisögu Stephans G. en seinna
bindi er að koma út um þessar mundir. Sú bók þykir mikið stórvirki og ljóst er eldhuga hefur
þurft til þess að geta varpað ljósi á líf og starf íslenska öndvegisskáldsins sem nánast alla
sína tíð bjó í Klettafjöllum vestur í Kanada.
Karí ÁgÚSt Úlfsson leikari verður 46 ára 4. nóvember. Hann er einn af Spaugstofumönn-
um. Þykir lunkinn handrits- og textahöfundur. Hefur skrifað verk fyrir fjölmarga, en einnig
fengist við leikstjórn. Þykir býsna fjölhæfur á sínu sviði - og mál eru ævinlega í góðum
höndum hjá Karli. í Spaugstofunni túlkar Karl meðal annars hlutverk nískupúkans ógurlega
- en fleiri karaktera hefur hann einnig mótað og túlkað - og gert fræga.