Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Blaðsíða 20
20 Magasín Fimmtudagur 28. október 2003 Kvikmyndir Claire Danes í Igby Goes Down: Hin svokallaða Claire Það segir meira en margt annað um Samuel L. Jackson að hann er 54 ára gamall. Hann hefur þó síður en svo verið í sviðsljósinu stærstan hluta síns leikaraferils, þvert á móti náði hann ekki að köma sér á kortið fyrr enn á fimmtugsaldri. En undanfarinn áratug hefur hann náð að festa sig í sessi sem ein allra skærasta stjarna Hollywood, enda fáir jafn eftirsóttir og hann. í sinni nýjustu mynd, Igby Goes Down, sem er frá árinu 2002, leikur Danes stúlku að nafni Sookie Sapp- erstein sem er kærasta aðalhetju myndatinnar, Jason ‘Igby’ Slocumb yngri. Hann er leikinn af Kieran Culkin, yngri bróðir hins þekkta Macaulay Culkin sem er nú að reyna að koma sér aftur í kvik- myndabransann. Ciaire Danes er fædd árið 1979 og á eitt eldra systkini. Hún ólst upp í mjög skapandi umhverfi enda móðir hennar fær í málaralist auk þess sem hún starfar sem kennari. Faðir hennar er tölvuráð- gjafi en hefur ávallt hvatt dætur sínar til að vera listglaðar. 18 ár í nútímadansi Þegar Claire var einungis 6 ára gömul fór hún að æfa nútímadans Þegar Claire var 13 ára gömul fór hún til Los Angeles í þeirri von að fá hlutverk hjá Steven Spielberg í Schindler’s List. sem hún gerir reyndar enn þann dag í dag. 9 ára gömul hóf hún að sækja leiklistartíma og ræktaði þá list enn frekar á næstu árum. Hún hefur einnig miklar mætur á fim- leikum og reyndi fyrir sér í þeirri íþrótt í nokkur ár. Upp metorðastigann Leiklistarferill hennar hófst með nokkrum uppfærslum í hinum svokölluðu off-off-Broadway leik- húsum og kom danskunnáttan sér að góðum notum þar. Hún lék einnig smáhlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum og fikraði sig þannig upp metorðastigann. Þegar Claire var 13 ára gömul fór hún til Los Angeles í þeirri von að fá hlutverk hjá Steven Spielberg í Schindler’s List. Á meðan hún beið eftir að Spielberg tæki ákvörðun um hlutverk fyrir hana gripu örlög- in í taumana og framleiðendur sjónvarpsþátta að nafni My So- Called Life báðu hana um að leika í þættinum, sem senn ætti að fara að framleiða. Eftir að hafa hafnað hlutverkinu sem Spielberg bauð henni ákvað Claire að leika í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti. Upp úr því fékk stúlka sitt pláss á stjörnu- himninum og hefur gert það gott síðan. Þættirnir urðu reyndar aðeins 19 talsins en slógu engu að síður í gegn, í það minnsta hér á landi og geta margir vitnað um það. í góðum félagsskap Á meðan framleiðslu þáttanna stóð tókst Claire að vekja mikla at- hygli á sér. Hún fékk hlutverk í myndinni Little Women sem er Claire Danes hefur það gott. Hún er gífurlega vinsæl og birtist reglu- lega á forsíðum tímarita auk þess sem kvik- myndaframleiðendur bíða í röðum í þeirri von um að fá að ráða hana í vinnu. byggð á þekktri samnefndri bók. Hún var í þekktum félagsskap, aðr- ir leikarar voru meðal annars Susan Sarandon, Winona Ryder og Gabriel Byrne. Fleiri góðar Aðrar myndir með vel þekktum leikurum fýlgdu í kjölfarið en lang stærsti smellurinn kom árið 1996 þegar hún lék í Romeo+Juliet, með hinum geðþekka Leonardo DiCaprio eftir leikstjórann virta Baz Luhrmann. Myndin sló í gegn en hún var byggð á þekktustu ástar- sögu heims, um þau Rómeó og Júl- íu eftir William Shakespeare. Ekki sfst Jilutu Claire og DiCaprio at- hygli fyrir frammistöðu sína og samleik sinn á tjaldinu enda skaut þessi mynd þeim báðum upp á meðal risastjarna Hollywood. Þvf næst kom annað stórhlut- Dómar Kill Bill vol. 1 ★★★★ „Enginn fer troðnar slóðir á jafn frumlegan og árangursnkan hátt og Quentin Tarantino. Kill Bill vol. 1 er bijálæðisleg kvikmynd“ -HK Intolerable Cruelty ★★★ „Ef til vill ekki besta mynd þeirra Coen-bræðra, enda samkeppnin erfið, en ein besta gamanmynd árs- ins - fyrir fullorðna. “ -SG Seabiscuit ★★★ „Aðalleikaramir hjálpa til með góð- um leik að gera Seabiscuit að til- finnaþrunginni mynd og kæmi ekki á óvart efeinhver þeirra fengi óskar- stilnefningu. “ -HK Holes ★★★ „Þótt sögurþráðurinn sé að mörgu leyti ótrúlegur fjallar hann samt um mannlegt eðli og hvemig venjulegt fólk bregst við óvenjulegum að- stæðum. “ -SG Open Range ★★★ „Klassískur vestri með nútímasnún- ingi.“ -SG Freaky Friday ★★* „/ raun er alveg skothelt hjá Disney að endurgera þessa mynd núna þegar flestar stelpumar sem sáu hana á sínum tíma eru orðnar mæð- ur og geta farið aftur og upplifað skiptin sem fullorðnar konur og tek- ið táningsdætur sínar með. “ -SG The Rundown ★★* „Sagan er ekki merkileg en hefur samt sinn sjarma og matreiðslan á henni tekst vel. Hinir milu fmmskógar í Amason gera sitt til að skapa góða stemningu og leikarar emgóðir:“ -HK S.WAT. ★ „Sunduriaus kvikmynd sem er eins og púsluspil sem eríitt er að púsla saman. “ -HK Væntanlegt Um helgina: • Calendar Giris • Igby Goes Down • Scary Movie 3 5. nóvember: • The Matrix Revolutkms Næstu helgi: • Uptown Giris 14. nóvember: • Elf • The Texas Chainsaw Massacne verk, nú lék hún undir stjórn Oliver Stone í hinni hálffurðulegu U-Turn ásamt mörgu góðu fólki. Eftir það hélt Claire sér við lítt þekktari myndir, enda telst hún til þeirra leikara sem eru ekki að eltast við hverja stórmynd sem framleidd er í Hollywood hverju sinni. Hún lætur þó þann markað ekki alger- lega í friði en nú sfðast lék hún á móti engum öðrum en ríkisstjóra- efninu Amold Schwarzenegger í þriðju Terminator-myndinni. Hún lék einnig sæmilega stórt hlutverk í The Hours, óskarsverðlaunamynd- inni sem fjallaði um líf þriggja kvenna, þeirra á meðal Virginia Woolf. Gífuriega vinsæl Claire Danes hefur það gott. Hún er gífurlega vinsæí og birtist reglulega á forsíðum tímarita auk þess sem kvikmyndaframleiðendur bíða í röðum í þeirri von um að fá að ráða hana í vinnu. Hún er í sambandi við ástralska rokkarann Ben Lee og hafa þau verið saman undanfarin 6 ár. eirikurst@du.is GÓÐ SAMAN: Helstu leikarar Igby Goes Down, frá vinstri eru Ryan Phillippe, Claire Danes, Kieran Culkin og Amanda Peet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.