Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 22
22
Magasín
Fimmtudagur 30. október 2003
Lífið eftir vinnu
Fimmtudagur 30. okt. ■ Föstudagur 31. okt.
Djass
Djass á Kránni
Djasshljómsveitin Vancouver
Burning verða með tónleika á
Kránni í kvöld.
Krár
Tríójóels Pálssonar á Kaffi List
I kvöld spilar tríó saxófónleikarans
Jóels Pálssonar á Kaffi List. Tónlist-
in hefst kl. 21.30 og er aðgangur
ókeypis.
Tónleikar á de Boomkikker
í kvöld spila Palindrome, Oblivious
og Indega. Tónleikarnir byrja kl.
21.00. Frítt inn.
Einar Ágúst og Gunni á Glaumbar
í kvöld spila Einar Ágúst og Gunni
Óla á Glaumbar.
Ari og Gunni á Hverfísbarnum
Ari og Gunni spila á Hverfísbamum
í kvöld.
Fyndnasti maður íslands á Felix
Fyndnasti maður Islands verður
kosinn á Felix í kvöld. Boltinn í
beinni alla helgina.
Stefnumót á Grand Rokk
Þá eru Stefnumótin komin í samt
horf, en þeir slepptu úr einu kvöldi
vegna Iceland Airwaves hátíðar-
innar. Það eru Daysleeper og Coral
sem keyra þetta kvöldið áfram.
Stefnumót hefjast klukkan 22.00 og
það kostar 500 kall inn.
Grænn fimmtudagur á Sóloni
I kvöld verður electronic-tónlist á
Sóloni. Fimm grænir í fötu á 1500
kr.
Halli Reynis á Catalínu
Trúbadorinn Halli Reynis spilar á
Café Catalínu í kvöld.
Opnanir
Listahátíð á Kjarvalsstöðum
Opnun myndlistarsýningar Karls
Guðmundssonar og Rósu Kristínar
Júh'usdóttur á Kjarvalsstöðum.
Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag
og verður opin til 9. nóv.
Krár
Rússíbanar í Salnum
Rússfbanarnir á nýrri braut í Saln-
um. Þeir leika bræðing af heims-
tónlist og nýju efni. Mannbætandi
hljómur. Tónleikarnir byrja klukk-
an 20.00. Miðaverð: 1.500/1.200 kr.
Hannes og Dóri á Vegamótum
Hannes og Dóri spila á Vegamótum
í kvöld.
Sálin hansjóns míns á Nasa
Sálin hans Jóns míns spilar á Nasa í
kvöld.
Hersveitin í Ásláki
Hersveitin spilar í Ásláki í Mosfells-
bæ í kvöld.
JSjsjwZeyland group á de Boom-
New Zeyland group spilar á de
Boomkikker í kvöld. Frítt inn.
Þór BæringáGlaumbar
Þór Bæring spilar á Glaumbar í
kvöld.
Dj Villi á Hverfisbarnum
Dj Villi spilar á Hverfisbarnum í
kvöld.
Atli skemmtanalögga á Felix
Atli skemmtanalögga verður á Felix
í kvöld.
Rokk hrekkjavaka á Kránni
Rokk hrekkjavaka með plötusnúð á
Kránni í kvöld.
Á móti sól á Players
Hljómsveitin Á móti sól spilar á
Players í kvöld.
Viðar Jónsson á Shooters
Viðar Jónsson leikur fyrir gesti á
Shooters í Kópavogi í kvöld.
Hilmar Sverris á Fjörukránni
Hilmar Sverrisson spilar á Fjöru-
kránni í kvöld frá 23.00 til 0300.
Hjgj]op, progressive og techno á
Dj Sóley, dj Lilja og dj Guðný spila á
Vídalín í kvöld. í kvöld taka stelp-
urnar völdin.
Hrekkjavaka á Hressó
Hrekkjavaka á Hressingarskálan-
um í kvöld. Garðurinn opinn ef
veður leyfir. Kiddi Bigfoot sér um
að halda uppi fjörinu.
Ibiza á Club Opus
f kvöld verður heljarinnar veisla á
Club Opus. Brynjar Már sér um
heitasta bítið frá Ibiza og Party.is
verður á svæðinu með myndavél
fyrir síðuna ásamt sjónvarps-
myndavél.
íslands eina von á Kringlukránni
Eyjólfur Kristjánsson og íslands
eina von leika og syngja á Kringlu-
kránni í kvöld.
Sveitin
Dj Lilja á Dátanum
Dátinn opnar kl. 22.00 í kvöld með
dúndrandi MTV-tónlist á þremur
breiðtjöldum. Dj Lilja í búrinu.
Smack á Pakkhúsinu
Hljómsveitin Smack spilar í Pakk-
húsinu á Selfossi í kvöld.
Tónleikar
Tónleikar á Loftinu
Tónleikar í kvöld á Loftinu í Hinu
húsinu. Fram koma Changer, Days
of our lifes, Heroglymur og
Brothers Majere. Tónleikarnir byrja
stundvíslega kl. 20.00. Frítt inn fyrir
alla allsgáða og eldri en 16 ára.
Miðjarðarhafshiti í Háskólabíói
Ginesa Ortega flamenco-söngkona
syngur með Sinfóníunni í Háskóla-
bíói íkvöld. Byrjarkl. 19.30.
Léttvínsdagar á Sóloni
Dj Svali sér um tónlistina á Sóloni í
kvöld. Léttvín á góðu verði.
Miðnes á Grand Rokk
Hljómsveitin Miðnes verður með
útgáfutónleika á Grand Rokk í
kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan
23.00.
Eiki á Dillon
Dj Eiki spilar á Dillon í kvöld.
Johnny Dee í Kjallaranum
Johnny Dee verður í búrinu f Kjall-
aranum í kvöld og framreiðir
hressandi tónlist.
Kung Fú á Gauknum
Strákarnir f Kung Fú halda uppi
stemningu langt fram eftir öllu á
Gauknum í kvöld. Frítt inn
Opnanir
Myndlist í bókasöfnum
í dag verða opnaðar myndlistar-
sýningar í Borgarbókasafni - aðal-
safni, Kringlusafni, Foldasafni og
Gerðubergi. Sýningarnar eru opnar
á sama tíma og söfnin. Opnun
myndlistar- og handverkssýningar
f Bankastræti 5. Sýningin er opin kl.
14-18 til 3. nóv.
Síðustu forvöð
Þræðir í Gerðarsafni
Þræðir, sýning Guðrúnar Gunnars-
dóttur, stendur nú yfir í Gerðar-
safni. Verk Guðrúnar eru fíngerð,
eins konar þrívíddarteikningar á
vegg, og er yrkisefni þeirra hið ör-
smáa og viðkvæma í náttúrunni.
Sýningunni lýkur 2. nóv.
Sveitin
Afmælishátíð Sjallans
Metsölusveitin írafár leikur á
stórafmælisdansleik Sjallans, Akur-
eyri, í kvöld. Margir góðir gestir
munu kíkja í diskóbúrið.
Idol á Dátanum
Dátinn opnar kl. 20.00 í kvöld. Idol
Stjörnuleit á öllum tjöldum.
Smack í Pakkhúsinu
Hljómsveitin Smack spilar í Pakk-
húsinu, Selfossi í kvöld.
Hemnann Ingi jr. á Búálfinum
Hermann Ingi jr. mun skemmta
gestum Búálfsins í Hólagarði um
helgina.
eikhús Bamanna á
Ævintýradansleikhús barnanna
verður með gluggasýningu í Penn-
anum/Bókvali á Akureyri föstudag-
inn 31. október kl. 17.00.
Úlfamir á Græna hattinum
Úlfarnir spila á Græna hattinum,
Akureyri, í kvöld.
Gilitrutt í Grindavik
Hljómsveitin Gilitrutt spilar á Kakt-
us í Grindavík í kvöld.
Laugardagur 1. nóv.
Böll
The Hefners í Hlégarði
Diskókóngamir í The Hefners
verða með stórdansleik í Hlégarði,
Mosfellsbæ í kvöld.
Fundir og
fyrirlestrar
Fyrirlestur á Kjarvalsstöðum
í dag kl. 14:00 verða Karl Guð-
mundsson og Rósa Kristín Júlíus-
dóttir með fyrirlestur á Kjarvals-
stöðum í dag.
Krár
Hersveitin á Áslák
Hersveitin spilar í kvöld á Áslák,
Mosfellsbæ.
Jýj;wZeyland group á de Boom-
New Zeyland group spilar á de
Boomkikker í kvöld. Frítt inn.
Þór Bæring á Glaumbar
Þór Bæring spilar á Glaumbar í
kvöld.
Étli skemmtanalögga á Hverfis-
amum
Atli skemmtanalögga verður á
Hverfisbarnum í kvöld.
Dj Valdi á Felix
Dj Valdi verður á Felix í kvöld. Bolt-
inn f beinni alla helgina.
Spútnik á Players
Spútnik spilar á Players í kvöld.
í svörtum fötum á Gauknum
Hljómsveitin f svörtum fötum spil-
ar á Gauknum í kvöld.
Viðar Jónsson á Shooters
Viðar Jónsson leikur fyrir gesti á
Shooters, Kóp. í kvöld.
R^ecJ Square partý í Hressingar-
Red Square partý í Hressingarskál-
anum í kvöld. Eldlistamaðurinn
Viktor með sýningu á miðnætti.
Kiddi Bigfoot verður brjálaður í
búrinu.
RnB, dans og diskó á Club Opus
í kvöld á Club Opus verður RnB &
Dans.... í bland við gamla góða
diskó fílinginn. 2 fyrir 1 á bjór til
miðnættis.
íslands eina von
Eyjólf Kristjánsson og íslands eina
von leikur á Kringlukránni í kvöld.
Dj Svali á Kaffi Sólon
Dj Svali heldur uppi stuðinu á Kaffi
Sólon í' kvöld.
Megas og Súkkat á Grand Rokk
Megas og Súkkat spila á Grand
Rokk í kvöld. Tónleikarnir byrja
klukkan 23:00.
Eiki á Dillon
Dj Eiki spilar á Dillon í kvöld.
Halli á Catalínu
Trúbadorinn Halli Reynis spilar á
Café Catalínu í kvöld.
Gullfoss og Geysir á Kjallaranum
Hinir eitilhressu Gullfoss og Geysir
sjá um stuðið á Kjallaranum í
kvöld.
Síðustu forvöð
Rósa í Listagalleriinu
Sýningu á verkum Rósu Vestfjörð
Guðmundsdóttur steinlistakonu í
Listgalleríinu f Listhúsinu í Laugar-
dal lýkur í dag. Efniviður á sýning-
unni eru fágætir steinar sem Rósa
hefur um árabil safnað á ferðum
sínum um landið. Steinana vinnur
hún með sérstakri tækni, svo úr
verða margslungin og seiðandi
listaverk gædd dulmagnaðri feg-
urð. Sýningin er opin daglega frá kl.
11 til 18, og laugardaga frá kl 11 til
14.
Sveitin
Geirmundur á Oddvitanum
Geirmundur Valtýsson mætir með
hljómsveit sína á Oddvitann á Ak-
ureyri í kvöld.
Úlfamir á Græna Hattinum
Úlfarnir spila á Græna Hattinum,
Akureyri í kvöld.
ÁMS á Selfossi
Hljómsveitin Á móti sól leikur á
dansleik á Hvíta húsinu á Selfossi í
kvöld, Kung Fú tekur nokkur lög.
Gilitrutt á Hellu
Gleðisveitin Gilitrutt spilar á Krist-
jáni X á Hellu í kvöld.
Óðurtil Ellýjar í Grímsnesi
í kvöld klukkan 20.30 verða tónleik-
ar með Guðrúnu Gunnarsdóttur og
hljómsveit, „Óður til Ellýjar" á Borg
í Grímsnesi.
Stuðmenn í Eyjum
Stuðmenn fá Halla og Ladda sér til
fulltingis á balli í Höllinni í Vest-
mannaeyjum í kvöld.
Tónleikar
Gospel í Háskólabíó
Gospelkór Reykjavíkur verður með
tónleika í Háskólabíói í dag kl.
15:00. Með kórnum sngja meðal
annars Guðrún Gunnarsdóttir, Páll
Rósinkranz, Fanny K. Tryggvadótt-
ir, Maríanna Másdóttir og fleiri.
Blús á Kránni
Tónleikar með blúshljómsveitinni
Blues Express í kvöld á Kránni.
Sunnudagur 2. nóv.
Krár
Ferðaféla íslands kynnir
í dag er boðið upp á ferð á vegum
Ferðafélags íslands. Gengið verður
frá Lyklafelli að bænum Miðdal. Og
er þetta næst síðasti áfangi gömlu
gönguleiðarinnar yfir Hellisheiði.
Brottför frá BSÍ kl. 11 með viðkomu
í Mörkinni 6. Fararstjóri Sigurður
Kristjánsson. Verð kr. 2000 fyrir fé-
lagsmenn og 2300 fyrir aðra.
Epic á Gauknum
Hljómsveitinn Epic verður með
Eagles-prógramm á Gauknum í
kvöld frá 22-24. Pétur Jesú og Einar
úr Dúndurfréttum eru meðal
hljómsveitameðlima.
Tónleikar
Sónötukvöld í Salnum
í kvöld er sónötukvöld í Salnum,
Kóp. Gréta Guðnadóttir spilar á
fiðlu og Helga Bryndís Magnús-
dóttir á píanó. Fiðlusónötur Moz-
arts heyrast ekki oft á tónleikum
hér á landi, en nú gefur að heyra
tvær þeirra, og að auki hljómar
önnur sónata Brahms. Miðaverð:
1.500 / 1.200 kr.
Uppákomur
Handverksmarkaður á Eyr-
arbakka
Handverksmarkaður verður á Stað
á Eyrarbakka í dag á milli kl. 14:00
og 18:00.
KK og Ellen á Léttmessu í Árbæj-
arkirxju
Systkinin KK og Ellen syngja í kvöld
á Léttmessu í Árbæjarkirkju. Sr.
Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir alt-
ari og flytur hugvekju. Messan byrj-
ar kl. 20:00.
Mánudagur 3. nóv
Opið hús í Ásgarði og Bjarkanási
I dag er opið hús í Ásgarði, Bjarkar-
ási og hæfingastöðinni í Keflavík á
milli 13:00 og 15:00. Vinnustofur
opnar daglega til 5. nóv.
Miðvikudagur 5. nóv.
Tónleikar
Tónleikar í Salnum
Tónleikar í Salnum í Kópavogi í
kvöld. Meðal þeirra sem koma fram
eru Plútó og Egill Ólafsson, Blik-
andi stjörnur, Rokkhundarnir,
Hrynsveitin, M&M dúettinn og KK
og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar.
Tónleikarnir byrja kl. 20:00.