Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrofc Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Margaríta í Hafnarfirði Leikfélag Hafnarfjarðar hcfur hafí ð æfíngar á Meistaranum og Margarítu eftir Bulgakov. Eru bundnar mikl- arvonirvið sýninguna sem verður ein sú merkasta á leikárinu ef að iíkum lætur. Leikstjóri er Hilmar Jónsson en sýn- inguna skreyta margar af helstu stjömum leik- húsheimsins svo sem Margrét Viihjálmsdóttir, Kristján Franklín og Hjálmar Hjálmarsson svo einhverjir séu nefnd- ir. Þá kemur lúðrasveitin Svanur við sögu. Frum- sýnt verður í byrjun næsta árs. Of margir kettir Sigríður Heiðberg for- maður Kattavinafélags- ins telur að allt of mikið af köttum sé í landinu. Staðhæfir hún að kettir í höfuðborginni séu ekki undir 20 þúsund talsins og þar af séu allt of margir heimilislausir. Sjálf er Sigríður með 20 ketti heima hjá sér og hleypir þeim aldrei út. Segir umferðina of mikla. Kvartað yfir Gísla Söngkonan Leoncie hef- ur kvartað yfír því að hluti af viðtali sem Gfsli Marteinn Baldursson átti við hana í sjónvarpsþætti sínum sfðast- liðið laugar- dagskvöld var klipptur úr fyr- ir sýningu þátt- arins. Leoncie var þar að tjá sig um samskipti sínvið menntamálaráðuneytið og mæltist vel. Ekkert af orðum hennar í því efni rataði þó heim í stofur landsmanna. í kvörtun- arbréfi sfnu til Gfsla Marteins, segir söngkon- an: „Þú lifír í fortíðinni Gísli.“ Upprisa á Patró Tilraunir hafa verið gerðar til að endurvekja Leikfélag Patreksfjarðar. Fyrir skömmu var efht til fundar í Skjaldborgar- bíói þar sem reyna átti að finna grundvöll fyrir starfsemi leikfélagsins sem ekki hefúr starfað í nokkur ár. Eru menn vongóðir um að brátt verði aftur leikið á sviði á Patreksfirði - og tími til kominn. Verið velkomin ■w-k aminogJanaSanahafanúfengiðland- i-t vistarleyfí á íslandi í eitt ár af svonefnd- X \ um mannúðarástæðum. Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Útlendingastofnunar, upp- lýsir í samtali við DV í dag að eftir að árið er liðið geti þau sótt um áframhaldandi vist á fs- landi, ef jíau svo kjósa, og ekkert sérstakt hef- ur komið á daginn sem mælti á móti áfram- haldandi dvöl þeirra í landinu. Svo mikið er víst að þau hjón þurfa ekki að óttast að verða vísað úr landi, ásamt nýfæddum syni sínum. Þau Ramin og Jana og litli drengurinn eru því komin inn fyrir gættina hjá okkur íslend- ingum og er það vel. Þau skulu hér með boð- in velkomin og við vonumst til þess að þau dvelji hér sem lengst og líki sem allra best við land og þjóð. Á hinn bóginn eru vonbrigði hjónanna skiljanleg yfir því að þau skyldu ekki hafa fengið það pólitíska hæli sem þau höfðu sótt um og vonir höfðu staðið til að þau myndu fá. Leit vissulega út fyrir á tímabili að þau myndu fá þann eftirsótta sess en lendingin um landvistarleyfi af mannúðarástæðum varð ofan á. Þegar upp verður staðið er þar að lrkindum um bitamun að ræða en ekki fjár í tilfelli hjónanna, en hins vegar er löngu tíma- bært að íslendingar taki á sig rögg og endur- skoði afstöðu sína til þeirra sem sækja um pólitískt hæli í landinu. fsland gæti orðið frægt að endemum r hin- um vestræna heimi fyrir það hversu erfitt er fyrir útlendinga að fá hér pólitískt hæli. Spyrjist ferill okkar í þessum efnum verulega út meðal annarra þjóða er til dæmis ekki vrst að það verði okkur til framdráttar í hinni frægu kosningabaráttu okkar til sætis í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Nú er það að vísu svo að sæti þar geta ríki léttilega fengið þótt þau hafi afleitan orðstír, svo ekki sé meira sagt, í mannréttindamálum. En við hljótum að gera meiri kröfur til okkar sjálfra en annarra og ríki sem hefúr þá hálf-opin- beru stefnu að taka ekki við pólitískum flótta- mönnum getur vart verið til stórræðanna á alþjóðlegum vettvangi. Að minnsta kosti er ljóst að ef einhvern tíma var ástæða til að veita pólitískt hæli var það í þetta sinn. Nefna má að eins og fram kom í DV í gær hafa ættingjum Ramins feng- ið slík hæli í Danmörku, Sviss, Bretlandi og Kanada. En hann fær ekki pólitískt hæli hér. Ljóst má vera að stjómvöld hafa ekki viljað veita þeim hjónum hæli fyrst og fremst til að fá ekki yfir sig holskeflu umsækjenda um pólitísk hæli. Að koma í veg fyrir slíkt virðist hafa verið fyrsta markmið stjómvalda. í ljósi þess geta þau Ramin og Jana vel við niður- stöðuna unað. En við hvetjum þó Bjöm Bjarnason dóms- málaráðherra til að stíga skrefið til fulls þegar hann fær málið til meðferðar, eftir kæru þeirra hjóna, og veita þeim pólitískt hæli og sýna þannig ábyrgð íslendinga á alþjóðavett- vangi. Illugi Jökulsson lllleð bankann í vasanum" Við héldum að það væri ein helsta skylda bankamanna að kunna að telja. Raunarhéldum við að það væri kannski sú eina skylda sem hægt væri að gera kröfu um. Og erum reyndar enn á þeirri skoðun. En þó læðist að okkur efí. Eftir sviptingamar síðastliðinn föstudag var greint frá því í fréttum að fjöldi viðskiptavina hefði tekið fé sitt út úr Kaupþingi Búnaðarbanka oglagtinn á aðra banka. Ekki fengust uppgefh- ar nákvæmar tölur um þetta, en þó er altént á hreinu að bæði Davíð Oddsson ogritstjóri Frétta.com tóku út peninga sína. Því á netsíðu Frétta.com segir: „Æðstu stjómendur Kaupþings Búnaðarbanka hafa fengið skilaboð frá Jörðinni og hafe nú svarað. Sig- urður Einarsson, stjómarformaður Kaupþings Búnaðar- banka og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, virðast hafa áttað sig á alvarleika málsins, skynjað óánægju fólksins og fúndið fyr- ir því þegar Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, tók út 400.000 krónur og ritstjóri ERÉTTA (Steingrímur Ólafs- son) tók út rífiega 5.000 krónur efdr hádegi í dag.“ En þrátt fyrir að bæði Lands- banka- og íslandsbankamenn láti drýgindalega yfír þeim auknu við- skiptum sem klúður Kaupþings hafði íför með sér fyrir bankann, þá fullyrða Kaupþingsmenn að við- skiptavinum bankans hafí alls ekki fækkað, heldurþvert á móti fjölgað! Þannig segir Sigurður Einarsson í Morgunblaðinu í gær að hann telji að þótt ímynd bankans hafí vissu- lega skaðast hafí hann ekki beðið beint fjárhagslegt tjón enn sem kom- ið væri. „Fleiri viðskiptavinir hafí komið en hættu íviðskiptum oginn- lán einstaklinga hafí ekki minnkað Steingrímur Ólafsson rítstjórí Frétta.com tók fimm þúsund kall út úr Búnaðarbankanum á föstudaginn varl Fyrst og fremst þann dag (föstudag)," hefur Mogg- inn eftir Sigurði. Er sem sagt niðurstaðan sú að á föstudaginn var, hafí viðskiptavinum allra bankanna fjölgað? Er þá ekki eitthvað athugavert við hvernig banka- menn telja? Eða er I raunin virkilega sú að [ fjöldi fólks, sem fram á föstudag hafði I geymtpeningana sína undir koddanum, hafí | séð þennan dag vænstan til að rjúka út í banka og stofna sparisjóðsbók? Og náttúrlega ekki séð neinn vænlegri kost í stöð- unni akkúrat þennan dag en Kaupþing Búnaðarbanka ? Fyrst minnst var á Fréttir.com, þá hljóðar ein fréttaklausan á netsfð- unnisvo: „Lfldega er búið að skrife kennslubók f almannatengslafræð- um sem heitir; „Hvemig á EKKf að meðhöndla mál“ í þessum Kaup- þings Búnaðarbanka fersa. Hinir saklausu vom seldr, fbúar glerhúsa stóðu f steinakasti og borðum vhdara var hrundið rétt áður en þau vom reist við aftur. Það er lfldega leitun að lélegri stjómun á almannatengslum (PR) og óhætt að segja að hér hafi verið á ferðinni eitthvert lélegasta PR í langan tíma. FRÉTTER leituðu álits nokkurra almannatengslasérfræð- inga og niðurstaðan var einróma; falleinkunn. Sérfræðingamir vom sammála um að; í fyrsta lagi hefðu almannatengslasérfræðingar bank- ans átt að vera undirbúnir, f öðm lagi lém þeir málið „danglast" í fjölmiðl- um í tvo daga áður en nokkuð var gert og í þriðja lagi undirbjuggu þeir málsvömina illa (þegar hún loksins kom). Það er spurning hvort það hjálpi bankanum eitthvað að nota slagorð sem Kaupþing Búnaðarbanki á skráð sem vörumerki, en það er: „ Vertu með bankann í vasanum “ Spurning hvort Sigurður Einars- son, stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, geti nýtt sér þetta eitthvað?““ Ekki vitum við það. En hins vegar verðum við að taka ofan fyrir Kaup- þingsmönnum fyrir að hafa látið sér detta í hug að skrá þetta vörumerki. Oghvetjum til þess að það verði tek- ið í brúk hið fyrsta. Sviptingar á fslenskum fjármála- markaði em femar að vekja athygli erlendis. Það er lfldega dæmi um al- þjóðavæðingu íslensks viðskiptalffs. I gær birtist eftirferandi klausa í dálki í hinu virta breska blaði, Financial Times, sem einkum helgar sig um- fjöllun um peninga- og atvinnumál. Blaðið hafði sagt ítarlega frá uppi- s tandinu sem varð þegar Kaupþings - menn fengu kaupaukann sinn en f dálknum er vöngum velt yfir þýð- ingu málsins. Dálkurinn nefnist Observer, eða sá sem fyigist með. „Hvað lá að baki þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar, forsædsráðherra á íslandi, að mótmæla samningi um kaupauka hjá yfirmönnum Kaup- þings-Búnaðarbanka með því að ijúka til og taka sparifé sitt úr bank- anum? Var einfaldlega um að ræða lýð- skrum eða var þetta nýjasta skotíð að Jóni Asgeiri Jóhannessyni, hinum unga og kraftmikla stjómanda Baugs? Baugur, sem hefúr yJBrburða- stöðu í smásöluverslun á fslandi og á orðið vaxandi hlut í íslenskum fjöl- miðlum, hefúr Kaupþing að bak- hjarlL Engir kærleikar em með for- sætisráðherranum og auðjöfrinum. (Davíð) Oddsson hefúr sakað Baug um að hafe reynt að múta honum. (Jón Ásgeir) Jóhannesson gerist fyrir sitt leytí afer óþolinmóður vegna opinberrar rannsóknar sem fyrir- tæki hans hafe sætt í síðustu viku gerðu menn frá skattínum meira að segja innrás í aðalstöðvar fyrirtækis hans. Er hér um að ræða svar íslands við orrustu Vladimirs Pútíns (Rússlands- forseta) við Mikhail Khodorkovsky, fyrrum stjómanda Yukos olíufélags- ins? Ekki vitum við það en vekjum hins vegar athygli á auknum fjárfest- ingum Baugs utan íslands. Félagið er nýbúið að kaupa Hamleys leikfenga- verslunina í London og á nú þegar fataverslunarkeðjuna Oasis á Bret- landi“ Það er alltaf gaman að vekja at- hygli í útlöndum. En við erum hins vegar ekki vissir um hvaða mynd klausur afþessu tagi - úrhinum dag- lega veruleika íslensks viðskiptalífs - gefa afokkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.