Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Batt konu með lampasnúru Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í mán- aðarfangelsi fyrir að snúa upp á handleggi þrítugrar konu, og binda báðar hendur hennar með raf- magnssnúru, með þeim af- leiðingum að hún hand- leggsbrotnaði. Aðdragandi atburðanna er óljós, en maðurinn segir að konan hafi ætlað að stinga hann með hnífi. Fundust á hon- um grunnir áverkar, og taldi dómurinn að mannin- um hafi verið heimilt að beita konuna valdi til að ná hnífnum. Hann féllst hins- vegar ekki á að nauðsynlegt hafi verið að binda hana. Dómurinn er skilorðsbund- inn til þriggja ára. Áreittir læknar eru óánægðir Hótanir og áreiti yfir- manna og samstarfsmanna gegn læknum á Landspítal- anum er alvörumál að sögn Vinnueftirlitsins. Könnun sem Vinnueftir- litið gerði meðal lækna Landspítalans leiddi í ljós að 6 prósent læknanna telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu yfirmanns og 4 pró- sent af hálfu samstarfs- manna. Mest er þó ofbeldið ffá sjúklingunum og að- standendum þeirra. „Það er alvörumál, þó um lítinn hóp sé að ræða, að nokkrir læknar telji sig hafa orðið fyrir áreiti og hót- unum yfirmanna og sam- starfsmanna sinna," segir Vinnueftirlitið sem einnig fann út að 65 prósent lækn- anna eru óánægðir með stjórn Landspítafans. Loðnan týnd í haustmælingu Haf- rannsóknastofnunarinnar mældist einungis tíundi hluti af stórloðnu og fimm prósent af smáloðnu miðað við það sem venjulegt er. Stofnunin ályktar að niður- staða leiðangursins geti vart talist trúverðug, af þeirri ástæðu einni hve lítið fannst. Undarlegar niðurstöður eru raktar til hærra hitastigs sjávar kringum landið, sem hefur einkum mikil áhrif á loðnuna, sem er kaldsjávarfiskur og lík- lega sá fiskistofn við landið sem viðkvæmastur er fyrir umhverfisbreytingum. „Er ekki best að lýsa því hvernig ég hef það í augnablikinu. Þú ert að trufla mig í hádegisboltan- um þar sem ég er rennandi sveittur og úrvinda af þreytu," segir sr. Halldór Hvernig hefur þú það? Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu. „Við komum saman nokkrir félagar úr prestastétt, tvisvar í viku, og leikum okkur í fótbolta undir yfirskriftinni Presley United. Jú, jólaös- in leggst bara nokkuð vel í mig. Að vísu kemur hún h'tið við mig sem prest enda er ég nú í seinni tíð bara bírókrat sem vinn á skrifstofu." Kaupþing Búnaðarbanki kærði konu fyrir að senda sjálfri sér excel-skjal eftir að hún sagði upp til að ganga til liðs við Landsbankann. Konan segir skjalið enga þýð- ingu geta haft fyrir samkeppnisaðila og segir bankann bregðast við af offorsi. Sólon Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaup- þings Búnaðarbanka, segir að kona sem var í barneignarleyfi frá bankanum, hafi stolið mikil- vægu forriti í eigu bankans degi áður en hún sagði upp og tilkynnti að hún hyggðist ganga til liðs við Landsbankann. Hann segir að í ljós hafi komið þegar Búnaðarbankamenn könnuðu hvað hún hafði aðhafst á skrifstofunni að hún hefði sent sjálfri sér forrit bankans, sem hefði verið þróað um árabil til að rannsaka áhrif vaxtabreytinga á rekstur bankans. „Hún kom daginn eftir seinna skiptið og sagði upp. Þá sagðist hún hafa ráðið sig sem aðstoðar- mann Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Lands- bankans," segir hann. Búnaðarbankinn kærði konuna strax og upp komst um tölvupóstsend- ingu hennar. „Þetta er þjófnaður. Hún viður- kenndi að hafa sent sjálffi sér forritið," segir Sól- on. Að sögn Atla Atlasonar, starfsmannastjóra Landsbankans, var hætt við ráðningu þegar konan tilkynnti um kæru Búnaðarbankans á hendur sér. Hann segir Landsbankann enga sendingu hafa fengið og engan áhuga hafa á því tölvugagni sem hún er sögð hafa sent sjálfri sér. „Það stóð til að ráða manneskjuna, en við hættum við það vegna þess að hún fékk á sig þessar ávirð- ingar. Þetta er ekki í neins hag. Landsbank- inn þarf ekki á þessu skjali að halda og mun ekki þurfa á því að halda." Sólon segir ekki víst að far ið verði með málið alla leið. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um hversu langt við förum með málið. Ef það kemur í ljós að hún hefur ekki sent það áfram til annars aðila getur vel verið að við látum málið niður falla." í viðtali við DV segir konan að rangt sé hjá fyrrum vinnuveitenda hennar að um mikilvægt forrit hafi verið að ræða. Hún segist hafa sent sjálfri sér nokkurra ára gamalt excel-skjal með gömlum upplýsingum fimm dögum áður en hún sagði upp, en ekki degi áður, lfkt og Sólon segir. Hún kveðst hafa metið skjalið sem svo að það hefði ekkert mikilvægi fýrir samkeppnisaðila, enda hafi hún ekki ætlað sér annað en að eiga skjalið sjálf, þar sem hún hafi sjálf unnið við gerð þess. Hún segir kæru Kaupþings Búnaðarbanka hafa komið sér á óvart og kveðst ekki skilja hvers vegna fyrrum vinnuveitandi hennar bregðist við af offorsi, líkt og raun beri vitni. Viku eftir að kær- an kom fram ræddi hún við bankann og baðst af- sökunar á þeim óþægindum sem hún hefði vald- ið, og taldi málið leyst. Konan er enn í barneignar- leyfi og undirgengst rann- sókn lögreglu. jontrausti@dv.is n Þetta erþjófnaður. Hún við- urkenndi að hafa sent sjálfri sér forritið." Slgurjón Þ. Árnason Landsbankinn fékk enga sendingu og hefur engan ahuga á þvi tölvugagni sem hún er sögd hafa sent Solon Sigurðsson Konan sagdist hafa rádid sig sem adstoðarmann Sigurjóns bankastjóra i Landsbankanum. Sömu fréttir á sama tíma - fréttastjóri fýkur EHH Svarthöfði Það mátti svo sem sjá það fyrir. Alla vega var Svathöfði búinn að því fyrir löngu. Nýjustu fréttir herma að áhorf á sjónvarpsfréttir hafi hrunið og þá sérstaklega hjá Stöð 2. Svo sem ekki skrýtið þegar fréttastjórar taka það upp hjá sjálfum sér að senda út fréttir á sama tíma og keppinauturinn. Þó fólk hafi tvö augu er ekki hægt að horfa á fréttir beggja sjónvarpsstöðvanna í einu. í byrjun reyndi Svarthöfði að skipta á milli stöðva upp úr klukkan sjö á kvöldin til að sjá allt. En það skipti svo sem litlu. Það voru yfir- leitt sömu fréttirnar á báðum rás- um. Munurinn helstur sá að hjá Ríkinu sat Elín Hirst en á Stöð 2 Karl Garðarsson. Valið stóð því á milli þeirra. Og eins og alltaf þegar kynin keppa um athygli sigrar kon- an. Svarthöfði telur þetta helstu ástæðu þess að Stöð 2 hefur tapað í fréttakapphlaupinu. Hin er að sjálf- sögðu sú að Stöð 2 var með sömu fréttir og Ríkið. Þó ekki alltaf í sömu röð. En það eitt dugir ekki til sigurs og því þarf þjóðin brátt að sjá á bak enn einum fréttastjóranum. Það verður að skipta um Karl Garðars- son í brúnni ef hann fiskar ekki. Sú almenna regla gildir alls staðar nema hjá Ríkinu sem var óvart svo heppið núna að vinna. Svarthöfði hefur haft góð kynni af Karli Garðarsyni. Hann hefur reynst fyrrum eigendum Stöðvar 2 auðsveipur þjónn og rekið þá sem honum hefur verið sagt að reka. Nú verðurhann rekinn sjálfur. Ekki fyr- ir að reka sjónvarpsmenn ársins í kippum. Heldur frekar hitt að hafa rekið áhorfendur frá skjánum með því að senda út sömu fréttir og keppinauturinniog það á nákvæm- lega sama tíma. Sjónvarp snýst ekki um jafntefli. Sjónvarp snýst um sig- ur. Stöð 2 hefur tapað. r Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.