Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 17 „Ég held það fari ekkert á milli mála hvaða skoðanir ég hefá hlutunum og menn vita hvar ég stend. Fólk virðist beina spjótum sínum meira að þeim mönnum sem tala beint út. Það sem er á netinu er oft bara sori og ég les það ekki einu sinni.“ Handknatdeikslið Hauka náði um helgina einum besta árangri sem íslenskt félagslið hefur náð er þeir gerðu jafntefli við Evrópumeistara Barcelona á útívellL Barcelona hafði fyrir þann leik unnið 40 leiki í röð á heimavelli sínum og þvf er óhætt að segja að árangurinn sé einkar glæsilegur. Haukaskútunni stýrir hinn eitiiharöi Viggó Sigurðsson sem er maður sem lætur sér fátt fyrir bijósti brenna. Hann var sjálfur mjög farsæll leikmaður og sem þjálfari hefur hann viðhaldið þeim góða sið. Hann er einnig umdeildur maður enda óspar á að láta skoðanir sfnar á mönnum og málefnum í ljós, en þær hafa ekki alltaf fallið í kramið. Viggó er í yfirheyrslu DV Sports þessa vikuna þar sem hann svarar meðal annars hvort hann hafi áhuga á því að taka við landsliðinu og hvort hann telji sjálfan sig vera besta þjálfera á Islandi. Er þessi árangur hjá ykkur í Barcelona besti árangur sem íslenskt félagslið hefur náð? „Já, ég held ég verði að segja það. Þetta hlýtur að toppa eða að minnsta kosti jafna það besta hingað til." Á lið sem ncer slíkum árangri ekki að rúlla upp íslensku deildinni? „Nei, það tel ég nú ekki. Við höfum ekkert spilað ofurvel undanfarið og þetta er toppurinn hingað til. En ef við gætum alltaf leikið svona vel þá stæðist ekkert lið hér heima okkur snúning." Afhverju náið þið ekki upp sömu stemningu í leikjum í deildinni hér heima eins og þið gerðuð úti í Barcelona? . „Ástæðan er fyrst og fremst mótafyrirkomulagið. Það er alveg út í hött. Það má eiginlega segja að deildin byrji ekki fyrr en í febrúar og svo er úrslitakeppnin. Það er voðalega erfitt að „peppa" liðið upp þegar ekkert er í boði. Ég hef lengi sagt það að þetta fyrirkomulag er ekki handboltanum til framdráttar." Vil hafa deildarkeppni Hvernigfyrirkomulag vilt þú hafa á mótinu? „Ég vil hafa deildarkeppni með tíu til tólf liðum þar sem leikin er tvöföld umferð. Fyrst og fremst vil ég að leikimir sem em leiknir yfir veturinn hafi eitthvað vægi og að það lið sem endar efst eftir alla vetrarvinnuna verði svo íslandsmeistari." Kemur ekki meiri metnaður í slakari liðin með þessu fyrirkomulagi þar sem þau eiga möguleika á að gera eitthvað? „Það er bara á kostnað betri liðanna. Það er líka þannig umhverfi hérna að menn em ekkert að búa til góð lið. Þegar það koma upp efnilegir leikmenn í lakari liðunum þá eru þeir yfirleitt farnir í betri liðin. Þannig að það er alger misskilningur að menn séu að búa til einhverja breidd." Ekki áhuga á landsliðinu Hvað œtlarðu að þjálfa Haukana lengi og hefurðu áhuga á því að þjálfa aftur erlendis eða íslenska landsliðið? „í fyrsta lagi er erfitt að svara með landsliðið. Liðið er með frábæran þjálfara sem verður örugglega við stjórnvölinn næstu árin. Eins og staðan er núna þá hef ég samt engan áhuga á slíku. Ef ég yrði spurður að réttum aðilum seinna meir þá myndi ég bara svara því þá. Hvað Haukana varðar þá er ég með samning út næsta tímabil. Ég sé til hvað ég geri. Ég á eftir að setjast niður með forráðamönnunum og fara yfir málin. Ég er ekki sáttur við að á hverju einasta ári þurfi að byrja vinnuna upp á nýtt. Við erum alltaf Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is YFIRHEYRSLAN að missa marga leikmenn frá okkur og það hefur ekki verið stoppað nægilega vel í götin. Ef menn vilja fá aftur svona úrslit eins og við náðum í Barcelona þá verður að hafa mannskap til þess og það kostar auðvitað peninga að hafa mannskap. En menn verða að gera það upp við sig hvort þeir vilji ná svona úrslitum. Ég hef lítið hugleitt að fara aftur út, ég fékk reyndar fyrirspurn frá Þýskalandi fyrr í vetur en ég gaf það frá mér.“ Myndirðu vilja að það vœri gert atvinnumannalið úr Haukum ogef svo væri er einhver grundvöllurfyrir slíku? „Auðvitað hefði ég áhuga á því en menn verða að vera á jörðinni með allt slíkt. Það er örugglega þeirra draumur líka en ég held að það sé borin von að framkvæma slíkt. Ég held að slíkt gangi ekki upp áíslandi." ' Sori á netinu Nú er óliætt að segja að þú sért umdeildur maður og handboltaáhugamenn eyða miklum tíma í að skrifa um þig á netinu. Af hverju er fólk að eyða svona miklum tíma í að tala um þig? „Ég held það fari ekkert á milli mála hvaða skoðanir ég hef á hlutunum og menn vita hvar ég stend. Fólk virðist beina spjótum sínum meira að þeim mönnum sem tala beint út. Það sem er á netinu er oft bara sori. Ég les það ekki einu sinni og ég hef litlar áhyggjur af því hvað menn eru að skrifa um mig og það truflar mig ekki neitt." Nú ertþú farsæll þjálfari. Er þetta öfund? „Það er örugglega ein ástæðan. Haukarnir hafa verið undir minni stjóm besta liðið í langan tíma og það er oft kalt á toppnum." Telurðu sjálfan þig vera besta þjálfara á íslandi í dag? „Ég er með þeim betri en það verða aðrir að meta það hvort ég sé sá besti." Nú voru deilur milli þín og HSÍ mikið í umræðunni á dögunum. Varstu sáttur við niðurstöðuna í því máli? „Já, í sjálfu sér held ég að þetta hafi verið ágætis niðurstaða. Það er meiningin að skoða þessi mál betur og það á faglegri gmnni en áður og ég er mjög sáttur við það. Ég fagna því að það sé gert því það er í þágu allra. Bæði dómara og handboltaliðanna. Það þarf að setja aðeins skýrari reglur með þessi mál og menn verða að vita betur að hverju þeir ganga. Ég hefði viljað hafa miklu skýrari línur með dómarapörin og hvernig þau em metin. Mér finnst það vera algjörlega í lausu lofti." íslenski boltinn slakur Er það ekki skandall ef Haukar verða ekki íslandsmeistarar í vor? „Nei, ég held ekki. Þegar maður fer í úrslitakeppni þá skiptir máli hvað þú ert með í höndunum því það er engin ávísun fyrir því að allir leikmenn séu heilir þegar út í úrslitakeppnina er komið. Þetta er enginn titill sem þú pikkar upp á götunni. Það þarf að hafa fýrir hlutunum og við berum fulla virðingu fyrir öðrum liðum. Við vorum slegnir út úr bikarnum af KA þannig að það getur allt gerst." VIGGÓ SIGURÐSSON Fæddur: 11.02 1954 Hæð: 1,92 m Þyngd: 98 kg Hjúskaparstaða: Giftur Evu Þóreyju Haraldsdóttir. Börn: Rakel Margrét 22 ára, Jón Gunnlaugur 21 árs, Haraldur Stefán 13 ára,Tómas Aron 11 ára. Leikmannaferill: 1970-1078 Víkingur 1978-1980 Barcelona Spænskur meistari 1980. 1980-1982 Bayer Leverkusen 1982-1985 Víkingur 4 (slandsmeistaratitlar, 5 bikarmeistaratitlar. Landsleikir: 67,190 mörk. Þjálfaraferill: 1985- 1986 fsland U-21 1986- 1989 FH 1989-1992 Haukar 1993-1995 Stjarnan 1996-2000 Wuppertal Sigur í 2. Bundesligu norður 1997. 2000-? Haukar (slandsmeistari 2 Bikarmeistari 3 Meistarar meistaranna 3 Evrópuleikir 40 Samtals titlar 18 Hvernig finnst þér handboltinn hafa verið í vetur? „Hann er frekar slakur. Þar komum við aftur að því sama að það er allt of mikill munur á liðunum í deildinni. Ég finn enga spennu í kringum mótið. Gæðin í boltanum almennt eru ekki nægilega mikil og ♦ það batnar ekki við þetta fýrirkomulag."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.