Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Qupperneq 19
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 7 9 Árleg tískusýning Victoria’s Secret var haldin í New York á dögunum. Að vanda létu ofurfyr- irsæturnar sig ekki vanta og sýndu heimsbyggðinni hvað verður nýtt og spennandi að gerast í heimi nærfatanna næsta árið. Nýliðinn Rússneska fyrirsætanKurkova stóð sig vel i hópi eldri og reyndari kvenna. Naomi Campbell Tóksig vel út ínýjustu klæðum Victoria's Secret, þrátt fyrir háan starfsaldur iþessum bransa. Heidi Klum Vakti mikta eftirtekt þetta kvöldog ekkiað ástæðulausu. Gisele Sýndi nýjustu tískuna og fórst það afar vel úr hendi. Tyra Banks Leiddi hóp föngulegra kvenna I salinn við mikil fagnaðarlæti. Brasilísk fegurð Gisele Bundchen er ein eftirsóttasta nýjasta'mS °9 ^ °ð kvenÞÍ^inni það Tjörnin lifi: Baráttan gegn ráðhúsinu ur varð einnig til þess að málið dróst á lang- inn, og um 1970 var endanlega hætt við framkvæmdirnar. Davíð kemur í bæinn Það var ekki fyrr en 1984 sem skriða komst aftur á ráðhúsmál Reykjavíkur þegar Davíð Oddsson, er kjörinn hafði verið borgarstjóri tveimur árum áður, efndi til samkeppni um byggingu hússins. Um mitt sumar 1987 var til- kynnt að arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hefðu unnið samkeppnina. Þann fyrsta október, sama dag og ríkissjón- varpið hóf útsendingar á fimmtudögum, ákvað borgarstjórn að samþykkja byggingu ráðhúss við norðurenda tjarnarinnar. Ákvörðunin varð mjög umdeild. Fannst sumum sem bogadregnir gangar hússins minntu á bragga, en braggahverfin vom enn í fersku minni. Aðrir höfðu meiri áhyggjur af áhrifum framkvæmdanna á lífríki tjarnarinnar, og einum og hálfum mánuði síðar var haldinn útifundur gegn byggingu hússins á vegum sam- takana „Tjörnin lifi.“ Á þriðja þúsund manns mættu til að mótmæla. DV gerði um þessar mundir skoðanakönnun meðal landsmanna þar sem kom í ljós að mikill meirihluti var and- vígur byggingu ráðhússins. Einna fremst í flokki var Sjálfstæðiskonan Guðrún Pétursdóttir, dóttir Péturs Benediktssonar, þess hins sama og hafði tveimur áratugum áður beitt sér gegn byggingu ráðhúss. Baráttufundur gegn byggingu ráðhúss Kranarnir voru notaðir til að sýna hversu stórt það myndi verða. Davíð mundar skófluna Guðrúnu varð þó ekki jafn ágengt og föð- ur hennar. Davíð Oddsson borgarstjóri hélt ódeigur áfram með áformin, enda stjórn- skörungur mikill og ekki þekktur fyrir að beygja sig undir almenningsálit. í apríl árið eftir tók hann fyrstu skóflustunguna að nýju ráðhúsi. Sama mánuð árið 1991 er svo horn- steinn lagður að húsinu, en Davíð var þá í þann mund að láta af embætti borgarstjóra þar sem hann hafði fengið umboð til stjórn- armyndunar. Fór hann og hitti Jón Baldvin í Viðey og kvaddi borgarstjórastörfin, en ekki þó án þess að skilja eftir sig mikla (og kostn- aðarsama) minnisvarða. Þetta sama ár var nefnilega Perlan opnuð við hátíðlega athöfn, en hann hafði einnig barist ötullega fyrir byggingu hennar. Ári eftir að hornsteinninn var lagður var ráðhúsið vígt. Stóðst það tímaáætlunina, sem telst sjaldgæft meðal opinberra bygginga, en fór þó um þriðjung fram úr kostnaði. Morgunblaðið óskaði borgarbúum til hamingja með nýja húsið, en gagnrýndi þó að öllum borgarbúum skyldi ekki hafa verið boðið að skoða það á opnun- ardaginn heldur væru haldnar veislur fyrir fáa útvalda. Guðrún Pétursdóttir bauð sig síðar fram til forseta, en hlaut ekki embætt- ið. Hún er nú í Ástralíu á vegum sjávarút- vegsstofnunar háskólans. Davíð býr enn og starfar í Reykjavík. Árið 1987 var haldinn fjölmennur mót- mælafundur gegn byggingu ráðhúss við tjörn- ina. Samtök sem nefndu sig „Tjörnin lifi“ stóðu fyrir aðgerðunum og undirskriftalisti var afhentur borgarstjórn. Á honum voru nöfn 10.000 Reyk- víkinga sem lýstu sig and- víga byggingu hússins. Allt kom þó fyrir ekki, og árið 1992 var húsið vígt. Horfnar hugsjónir Arkitektarnir deyja Áætlanir um að byggja ráðhús í Reykjavík komu fram í lok 18. aldar, en fyrst árið 1918 var eitthvað aðhafst þegar Knud Ziemsen borgar- stjóri stofnaði nefnd vegna málsins. Áformað var að byggja ráðhús við Arnarhól, en ekkert varð þó úr. Árið 1941 var fyrst fyrirhugað að byggja ráðhús við tjörnina, en einnig var Grjótaþorpið neínt sem möguleg staðsetning. Árið 1955 var loks tekin ákvörðun um byggingu hússins og var ákveðið að það skyldi vera við tjörnina. Sex manna vinnu- hópur arkitekta var myndaður en tveir þeirra létust rétt eftir að hópurinn hóf störf. Verkið gekk brösulega en 1964 voru lokateikningar af ráðhúsinu birtar í fjölmiölum. Fólk var al- mennt farið að láta útlit borgarinnar sig meiru varða en áður, og mættu áformin mik- illi mótspyrnu. Meðal helstu andófsmanna voru Pétur Benediktsson sendiherra, alþing- ismaður og bankastjóri. Efnahagssamdrátt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.