Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Síða 12
12 FIMMTUDAQUR 18. DESEMBER 2003 Fréttir DV Ákærður í dag Michael Jackson fær enga vitneskju um ákæru sem hann á yfir höfði sér vegna kynferðisofbeldis fyrr en ákæran verður lögð fram síðdegis í dag eða í síðasta lagi í fyrramálið. Fjölmiðlar um allan heim sýna málinu gríðar- legan áhuga og hefur Thomas Sneddon, saksókn- ari í Santa Barbara, brugðið á það ráð að ráða almanna- tenglafyrirtæki til að annast upplýsingagjöf til fjölmiðla af hálfu ákæruvaldsins. Jackson, sem hefur neit- að ásökunum um að hafa beitt tólf ára dreng kynferð- islegu ofbeldi, gengur laus gegn 3 milljóna dala trygg- ingu. Hann dvelur á bú- garði sínum í Neverland og hefur ekki sést opinberlega síðan hann gaf sig fram við lögregluyfirvöld síðla í nóv- ember. írartil Bíldudals Haldinn verður kynn- ingarfundur í kvöld fýrir Bflddælinga vegna fyrir- hugaðrar kalkþörungaverk- smiðju og fer hann fram í gegnum fjarfundabúnað. Forsvarsmenn írska fyrir- tækisins sem ætlar að reisa verksmiðjuna eru væntan- legir til landsins í næstu viku til að ganga frá lausum endum, að því er svæðisút- varp Vestfjarða greindi frá. Þá verður prufudælt f Arn- arfirði á næstu dögum, en undir botni íjarðarins hefur mælst þykkt lag kalkþör- unga. „Það liggur á að breyta starfs- aðferðum þingsins, “ segir Sig- urjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann eyddi fyrsta frídeginum í að dreifa Gullkistunni, málgagni flokks síns. Hvað liggur á Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður, segir þingmenn allra flokka mynda með sér samstöðu sem yfirgnæfi jarðtenginguna út fyrir Alþingi. Þetta hafi verið áhrifavaldur í eftirlaunamálinu. Alvarlegt sé þegar kjörnir fulltrúar gleymi umbjóðendum sínum. „Ég skynjaði alveg hvað var að gerast þegar kfúbburinn var í raun að taka yfir. Það myndast samstaða í hópnum og um leið minnkar jarðsam- bandið út,“ segir Svanfríður Jónasdóttir um at- burðarásina á Alþingi í tengslum við eftirlauna- frumvarpið. Svanfríður sat á Alþingi árin 1995 til 2003. Þar áður var hún varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Hún bauð sig ekki fram aftur fyrir Sam- fylkinguna í kosningunum í vor. Kjörnir fulltrúar missa sig „Alþingi er vinnustaður sem byggir á gömlum hefðum og venjum. Þær eru skapaðar af körlum og karlar ganga greiðlega inn í þessar hefðir. Það er eitthvað sem gerir það að verkum að það myndast stundum meiri samstaða inn í hópinn heldur en út fyrir Alþingishúsið," útskýrir Svan- fríður. Að sögn Svanfríðar gerist það iðulega að þegar alþingismenn eru farnir að halla sér of mikið hver að öðrum þá minnir baklandið á sig. „Þá fá menn tenginguna aftur. Ég held að það hafi gerst í þessu eftirlaunamáli, alveg eins og það hefur gerst í íleiri málum,“ segir hún. Svanfríður bendir á að fólk sé alltaf eins, sama hvort það sé alþingismenn, ráðherrar eða á ein- hverjum öðrum vinnustöðum. „Það getur alltaf myndast svona mórall. Það er í lagi annars staðar en á Alþingi er þetta ekki í lagi. Þar á trúnaðurinn ekki að vera íyrst og fremst inn í hópinn heldur út á við. Það er alvarlegt þegar kjörnir fulltrúar rnissa sig í þetta og gleyma umbjóðendum sínum," seg- ir hún. Menn vilja vera kammó Svanfn'ður segir eftirlaunafrumvarpið í sínum augum ekki einkennast af jöfnum skiptum stjórn- ar og stjórnarandstöðu. „Mér fannst þetta vera dálítil einstefna í samskiptunum. En menn hafa kannski viljað vera kammó; sýna skilning og vera almennilegir," ályktar hún. Eftir að Svanfríður var kjörin á þing árið 1995 átti að gera breytingar á kjörum alþingismanna. Ákveðnar kostnaðargreiðslur átti að gera skatt- frjálsar. „Allt varð vitlaust," rifjar hún upp. „Þá skynjaði ég mjög sterkt hvað það myndaðist mik- il samstaða í hópnum. Ég var í algerum minni- hluta í hópi þingmanna. Meirihlutinn sneri bök- um saman en varð á endanum að hnika málinu í „Menn passa hver upp á ann- an. íleiðinni eru menn að passa upp á sjálfa sig." þá átt sem fólkið gerði kröfu um með því að minnka skattfríðindin." Ógjaldgengur sendiherra samtryggingar Að því er Svanfríður segir er upplifunin af sam- stöðunni á Alþingi hvað sterkust fyrir nýja þing- menn, reyndar sér í lagi fyrir konur sem koma nýj- ar inn á þing. „Menn passa hver upp á annan. í leiðinni eru menn að passa upp á sjálfa sig. Ef menn geta skapað hefð fyrir einhverju sem þeir njóta sjálfir góðs af síðar finnst surnunt það allt í lagi,“ segir Svanfríður. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa meira og minna verið í ríkisstjórn langt aftur í 20. öldina. „Þeir hafa haft mjög góða aðstöðu til að koma sínum mönnunt fyrir í kerfinu. Hinir flokk- arnir hafa ekki getað gert þetta í sama mæli en hafa þó líka þurft á því að halda að koma einhverj- um fyrir,“ segir Svanfríður og bendir um leið á að þetta geti verið flókið: „Svavar Gestsson fékk til dæmis sendiherra- stöðu. Það er ekki alveg einfalt að fýrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins verði sendiherra enda hefur komið fram að hann fær ekki að fara til hvaða lands sem er. Hann er ekki gjaldgengur hvar sem er vegna sinnar pólitísku fortíöar." Endurmenntun þingmanna í ljósi umræðna um eftirlaunafrumvarpið og meintan erfiðan starfsferil þingmanna eftir að þingmennsku lýkur segir Svanfríður að hugleiða ætti að koma upp endurmenntunarsjóði fyrir al- þingismenn. „Það eru svo hraðar breytingar á vinnumark- aði að fólk þarf stöðugt að auka við þekkingu sína til að eiga möguleika. Mér finnst sjálfsagt að menn geri það,“ segir alþingiskonan fyrrverandi sem einmitt er sjálf þessa dagana að bæta ofan á gamla kennaraprófið sitt. „Ég ákvað að ná mér í meistaragráðu í mennt- unarfræðum áður en ég reyndi við vinnumarkað- inn.“ gar@dv.is Svanfríður Jónasdóttir„Þoð ereitthvaðsem gerirþað að verkum að það myndast meiri sam- staða inn i hópinn heldur en út fyrir Alþingishúsið," segir Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingis- maður Samfylkingar og núverandi námsmaður. „Þessi eilífu frí frá þingstörfum eru til vansa og í engu hlutfalli við frítíma aimennings í land- inu. Við alþingismenn eigum að endurspegla mannlífí landinu en gerum það engan veginn með þessum löngu frí- um." Svavar Gestsson hafnar því að hann sé ekki gjaldgengur sendiherra alls staðar Enginn veit hvar ég þjóna næst „Þetta er beinlínis rangt,“ seg- ir Svavar Gestsson, sendiherra í Svíþjóð, um þá fullyrðingu Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi alþirigismanns, að vegna fortíðar hans sem formað- ur Alþýðubandalagsins sé hann ekki gjaldgengur sem sendiherra í sumum löndum. „Það hefur ekkert komið fram af þessu tagi þannig að ég kem alveg af ijöllum. Þetta er einhver misskilningur," ítrekar Svavar. Svavar bendir á að hann hafi aðeins verið í utanríkisþjónust- unni í fimm ár og enn sem komið er ekki starfað nema í tveimur löndum, Kanada og Svíþjóð. Starfsævi hans sé alls ekki lokið og enginn viti nú hvar hann beri niður næst. Engar hömlur séu á því hvar það verði. „Ég hef satt að segja ekki heyrt þetta áður - ekki einu sinni sem vangaveltur," segir sendi- herrann. Svavar Gestsson Fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins hafnar þvi að hann teljist ekki gjaldgengur sem sendiherra Is- lands hvarsem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.