Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 Fréttir 0V Playboy til Serbíu Playboy kom í fyrsta sinn út á serbnesku í gær. Upp- lag þessa fyrsta blaðs var 75 þúsund eintök en til saman- burðar má nefna að blaðið selst jafnan í þremur millj- ónum eintaka í Bandaríkj- unum og 4,5 milljónum í öðrum löndum. Ein vin- sælasta sjónvarpsíígúra Serbíu, Olivera Kovacevic, prýðir forsíðuna. Hún er að sjálfsögðu mjög léttklædd. Viðtalið, sem er að sjálf- sögðu aðalefni blaðsins, er við sjálfan forsætisráðherr- ann, Zoran Zivkovic. Rit- stjóri serbnesku útgáfunnar gat ekki leynt ánægju sinn í gær. „Þetta sýnir svart á hvítu að Serbía er orðin hluti af veröldinni," sagði ritstjóri Playboy. Flogið í heila öld í gær var þess minnst um allan heim að eitt hund- rað ár voru síðan Wright- bræður flugu flugvél í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu íf á Flug- málastjórn Islands. Á ráð- stefnu sem var haldin á hót- el Loftleiðum til að minnast þessara tímamóta kom meðal annars fram að á hverjum degi stíga um 12 þúsund farþegar upp í ís- lenska flugvél. Það eru sam- tals 4,4 milljónir farþega á hverju ári. Flug á fslandi verður sífellt mikilvægari samgöngumáti og þúsundir íslendinga hafa atvinnu af flugi eða flugstarfssemi. Guðmundur Árni Stefánsson Ég er hræddur við ýmislegt: Til dæmis verð ég hræddur í mik- illi hæð og þegar ég sé rottur. Við hvað ertu hræddur? Svo er ég Itka hræddur við byssur ert ég heflertt t öllu þessu eirthvern tíma á lífsleið- inni. Ég er hins vegar alveg óttalaus í pólitik og stend fast við mitt. Flugleiðaþota á leið til Glasgow tók á sig sveig og lenti í London þar sem Dorrit Moussaieff sté um borð. Farþegar fengu ekki að fara frá borði á meðan vélin var þrifin hátt og lágt áður en forsetafrúin birtist og hvarf inn á Saga Class. Óánægjan kraumaði meðal íslenskra og skoskra farþega sem gengu bölvandi inn í flugstöðv- arbygginguna í Glasgow - þegar þeir loks komust þangað. „Þetta var of mikið fyrir mig. Ég hefði eins get- að farið til Taflands," segir Guðmundína Inga- dóttir sem lagði af stað í ferð til Glasgow klukkan sex að morgni þriðjudagsins en var ekki komin á leiðarenda fyrr en um miðnætti. Hún var að fara að heimsækja son sinn og barnabarn í Glasgow. Guðmundína þurfti að bíða í Leifsstöð frá því eldsnemma um morguninn og allt fram til klukk- an 18 þegar Flugleiðaþotan fór loks í loftið. Karl Bretaprins? „Ég skildi ekkert í því hvers vegna við vorum allt í einu komin til London og ekki varð ég minna undrandi þegar ég sá allt hreingerningafólkið sem streymdi um borð og hóf að þrífa flugvélina hátt og lágt. Svo fór áhöfnin að stækka Saga Class-svæðið með því að draga skilrúm með tjaldi yfir höfuð farþega sem sátu í al- menningi og máttu hvorki fara út til að fá sér frískt loft né rétta úr sér. Við héldum að Karl Bretaprins væri að korna um borð en þá birtist Dorrit Guðjón Arngríms- Moussaieff allt í einu í gætt- s°n, upplýslngafull- jnnj 0„ hvarf inn á Saga Class trui ug et a, sem allt var orðið fi'npússað með nýjum höfuðpúðum og ég veit ekki hvað,“ segir Guðmundína sem ásamt öðrum farþegum varð að hírast í vélinni á flugvellinum í London í hálfan annan tíma á meðan gert var klárt fyrir for- setafrúna. „Þarna voru Bandaríkjamenn sem flog- ið höfðu alla leið frá austurströnd Bandaríkjanna og þeir voru byrjaðir að hrópa: „This is too much! Who’s that lady?!“ Ég sagði þeim að þetta væri for- setafrú íslands og þá fórnuðu þeir höndum og æptu: „No more chicken!” Þá voru þeir búnir að fá fjóra kjúklingaskammta í ferðinni.” Hreingerningasirkus Verulega var af Guðmundínu dregið þegar hún loks komst til Glasgow. Sonur hennar hafði á orði að hún titraði hreinlega af þreytu og það var ekki ofmælt. Verra var að eftir alla þessa seinkun voru lestir hættar að ganga í Glasgow og þurfti Guð- mundína því að taka leigubfl heim til sonar síns. „Það kostaði 70 pund og þá upphæð vil ég fá end- urgreidda frá Flugleiðum. Ég vil einnig að félagið endurgreiði mér farseðilinn því ég ætlaði bara til Glasgow en ekki í fjórtán tíma ferðalag og ein- hvern hreingerningasirkus fyrir forsetafrúna." Guðmundína er á sjötugsaldri og er óðum að hressast eftir þetta langa ferðalag í faðmi fjöl- skyldu sonar síns í Glasgow. Hún vonast til að með okkur í vélinni voru orðnir arfavitlausir þeg- ar þeir loks komust heim til sín og hrópuðu for- dæmingar í garð forsetafrúarinnar og Flugleiða í flugstöðvarbyggingunni. Slíkt hef ég aldrei heyrt áður,“ segir Guðmundína. Vélin bilaði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, harmar að töf hafi orðið á morgunflugi til Glasgow á þriðjudaginn. „Það varð bilun í vélinni sem átti að fara til Glasgow og viðgerð tók langan tíma. Síðdegis var ákveðið að bjóða farþegum að fara með vélinni til London og þaðan til Glasgow og það þáðu um 60 farþegar. Öllum átti að vera ljóst hvert þeir voru að fara og hvers vegna. Það er alltaf hvimleitt þeg- ar tafir verða en þá reyna allir að gera sitt besta til að leysa úr málunum.” „This is toomuch! Who 's that iadý?H"Ég sagði þeim að þettaværi forsetafrú íslands og þá fórnuðu þeir höndum og æptu:„No more chickenV' Þá voru þeir búnir að fá fjóra kjúklingaskammta í ferðinni." verða búin að ná fullri heilsu fyrir nýárið. „En þjónustan um borð var til fyrirmyndar þrátt fyrir allt. Flugfreyjurnar reyndu að gera sitt besta en það er ljóst að ekki er sama hver á í hlut þegar flogið er með þessu flugfélagi. Skotarnir sem voru John Cleese nennir ekki að leika í fleiri gamanmyndum. Vill verða borgarstjóri Breski háðfuglinn John Cleese er orðinn leiður á kvikmyndaleik og er búinn að fá sig fullsaddan á gamanmyndum. Cleese mun hafa í hyggju að feta í fótspor annarra stórmenna hvíta tjaldsins, þeirra Ronalds Reagans, Arnolds Schwarzeneggers og Clints Eastwoods, með því að gerast póli- tíkus. Cleese er búsettur í Santa Barbara í Kaliforníu og að sögn fé- laga hans, Michaels Palin, stefnir leikarinn á framboð til borgar- stjóra. Fregnir af þessu bárust um heimsbyggðina í gær og var það Paiin sem sagði frá öllu saman í viðtali við breskt dagblað. Palin og Cleese eru gamlir félagar og voru meðal annars í Monty Python- genginu. „Hann hefur fullan hug á framboði til borgarstjóra," sagði Palin í téðu viðtali og bætti við að hann efaðist ekki í eina mínútu um að Cleese myndi standa sig vel í starfi. Palin sagði Cleese hafa mik- inn áhuga á þjóðfélagsmálum og hann fylgdist grannt með málum í Santa Barbara. „Hann hefur ekki lengur áhuga á gamanleik. Þátttaka hans í Harry Potter hefur líka tryggt honum auðævi sem endast honum út lífið," sagði Palin. John Cleese á að baki langan og farsælan feril í kvikmyndum. Hann hefur leikið í 105 kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Hann hefur samið 46 handrit og framleitt fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Cleese fæddist í Somerset í Englandi fyrir 63 árum. Hann er þríkvæntur og núverandi kona hans heitir Alice Faye Eichelberger. Cleese er ekki menntaður leikari, hann lauk hins vegar lagaprófi frá Cambridge. John Cleese Hefurmikinrt áhuga á þjóðfélagsmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.