Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Blaðsíða 17
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 17
Jólin er sá tími sem landsmenn nota til þess að slappa af og njóta hátíðarinnar og er ekkert betra en að
hafa góðan jólailm heima hjá sér. Ilmkerti og baðlínur í stíl er eitthvað sem allir ættu að eiga og ekki
láta framhjá sér fara þetta árið. Við fundum skemmtileg kerti í öllum stærðum og gerðum og sýnum hér
hugmyndir um hvernig hægt er að skreyta heimilin með þeim.
Fyrir jólin fer fólk á stjá þess efnis að kaupa
jólaskraut og annað til þess að ditta að heimil-
inu og koma því í spariklæðnaðinn. Seríur og
jólasveinar er eitthvað sem allir þekkja og eiga
flest heimili nóg af svoleiðis skrauti. DV fór í
jólaskrautsleiðangur og fann skemmtilegar nýj-
ar hugmyndir um jólaskreytingar til heimilisins.
Hvort heldur sem er, jólagjöf eða bara skraut.
Fundum við heilan helling af ilmkertum og
þeim má ekki sleppa um jólin því góður ilmur
er gulls ígildi og yndislegt að ilma vel. Hægt er
að leika sér með kertin eins og allt annað
og raða þeim upp á hátíðlegan máta. Kert-
in á myndunum fást í Blómastofunni og
öllum helstu blómaverslunum landsins.
Tekkhúsið og Borð fyrir Tvo eru einnig
með þessi ffábæru kerti sem og íleira á
myndunum. Baðlínumar fást í Deben-
hams, Lyf og Heilsu og Noa Noa svo eitt-
hvað sé nefnt. Nú getur fólk farið á stjá,
fengið sér kerti í öllum litum og stærðum
og látið heimilið ilma af jólum.
Áramótabakkinn Tilvalinn c
stofubord landsmanna um
komandi hátiðar. Kertin fást
öllum helstu blómabúðum
landsins, Tekk-húsinu og Bor
fyrir Tvo.
The Tub Hægt er að fá baðlinu
ístíl við ilmkertin og er það til-
valin gjöf. Baðlínuna færðu i
Debenhams, Lyfog Heilsu, Ap-
ótekaranum, Hjá Erlu og i
Sælukjallaranum á Petreks-
firði.
Dýrindis blanda Rúmteppið,
kókos baðlinan og kaffikertin
eru góð þrenning. Rúmteppið
fæst i Tekk-husinu og Hjá Erlu d
Egilsstöðum, baðlinan i Noa
Noa, Lyfog Heilsu og Deben-
Kerti eins og brjóstsykur
Brjóstsykurkertin og þessi
skemmtilega græna stigvéla-
sápa eru tilvalið jólaskraut.
Stigvélin fást i Noa Noa, Blóm-
inu og Lyf og Heilsu. Kertin fást
iöllum lielstu blómabúðum
landsins, Tekk-húsinu og Borð
fyrir Tvo.
Fjólublátt þema Lavender-
ilmur sem hefur róandi áhrif
á fólk ijólaundirbúningnum
er algjörlega ómissandi. Kertin
fást i helstu blómaverslunum
landsins og einnig i Tekk-hús-
inu.
Bækur
Ekki em mörg ár síðan unnendur
góðra spennusagna fussuðu og svei-
uðu yfir flestum tilraunum íslenskra
rithöfunda í þá átt að fóta sig á
glæpasögusviðinu.
Þóttu þeir tilburðir
ýmist hjákátlegir
eða mislukkaðir og kvörtuðu lesend-
ur sáran undan skorti á almennileg-
um glæp eða mjög svo götóttu plotti.
Nú hafa óánægjuraddirnar hljóðnað
að mestu leyti, ef ekki öllu, enda upp-
gangur glæpasögunnar þvílíkur að
undmm sætir. Hver höfundurinn á
fætur öðmm hefur skotist fram á
sjónarsviðið síðustu árin með spenn-
andi, metnaðarfullar og vel skrifaðar
glæpasögur og er einn af nýliðunum í
krimmadeildinni Ævar Örn Jóseps-
son. Hann sendi frá sér sína íyrstu
glæpasögu á síðasta ári og var þeirri
fmmraun vel tekið, enda engin
ástæða til annars. í ár birtist hann
með söguna Svartir englar sem gefur
þeirri íýrri ekkert eftir.
I upphafi sögunnar hverfur ung,
einstæð, tveggja barna móðir spor-
laust og í kjölfarið er hmndið af stað
umfangsmikilli lögreglurannsókn.
Vandi lögreglunnar er þó ærinn því
svo mikil leynd hvílir yfir rannsókn-
inni að löggan hefur úr afar takmörk-
uðum upplýsingum að moða. Hún
verður að fikra sig áfram eftir nær
ósýnUegum slóðum og lendir hvað
eftir annað á viUigötum. í íýrri hlut-
anum er frásögnin fremur hæg og
birtir vanmáttugar tilraunir lögreglu
tU að fá einhvem botn í málið með
tilheyrandi skýrslugerðum og yfir-
heyrslum sem litlu skila. Þannig er
spennan dregin á langinn án þess að
sagan faUi inn í lognmoUu og leiðindi
því inn á mUli er hún krydduð með
ýmsum óvæntum uppákomum og
skemmtilegum lýsingum á persón-
um og einkahögum þeirra. Við sögu
koma nokkrar persónur sem eina
stundina tengjast glæpnum en aðra
ekki, allt eftir því f hvaða blindgötu
lögreglan er stödd hverju sinni.
Smátt og smátt nær lesandi að tengja
persónur saman en þó aldrei við
glæpinn sjálfan því alltaf bætist eitt-
hvað nýtt við framgang málsins sem
afvegaleiðir lesanda - og löggu. Gátan
virðist óleysanleg en í seinni hluta
fara hjólin að snúast, hægt en örugg-
lega. Ljósin kvikna, eitt af öðru, í
síkraumandi hugum spæjaranna en
á þeim tímapunkti er lesandinn hins-
vegar rammvUltur og skilur ekki neitt
í neinu. Þegar brotin raðast svo loks-
ins saman er lesandi agndofa og svo-
lítið skömmustulegur yfir því að hafa
látið blekkja sig þetta ærlega. En tU
þess er leikurinn gerður, ekki satt? Að
viðhalda óróa og getgátum lesanda
uns yfir lýkur. Það er örugglega ein
mesta þraut spennusagnahöfunda
en hana leysir Ævar Örn af stakri
snUld. Þó er það ekki aðeins glæpur-
inn og margslungin leiðin að úrlausn
hans sem gerir Svarta engla að
skemmtilegri afþreyingu heldur
einnig lífleg og litrík persónusköpun.
Ævar Öm heldur sig að mestu við
hefðbundin hlutverk spennusagna-
persóna þó yfirmaðurinn sé reyndar
hvorki einmana né drykkfelldur! Að
öðru leyti er lögguliðið í kunnuglegri
kantinum og skartar t.a.m. einu
stykki framakonu á uppleið, geð-
vondum og síbölvandi kvenhatara,
geðþekkum og metnaðarfuUum ung-
um manni svo og öðrum ungum sem
er þó í mislukkaðri kantinum. Per-
sónurnar eru vissulega einhliða, eins
og gjarnt er um persónur sakamála-
sagna, en mynda samt sem áður ■
þétta heild, svo og sagan sjálf sem er
bæði vel skrifuð og hörkuspennandi.
SigríðurAlbertsdóttir