Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Qupperneq 25
DV Fókus FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 25 Orlando Bloom í Hringadróttinssögu Nýtt kyntákn Orlando Bloom er í dagdraumum milljóna kvenna, og ekki bara þegar hann skartar ljósri hárkollu og álfa- eyrum í hlutverki Legolas í Hringa- dróttinssögu. Þessi breska stjarna er nú alþjóðlegt kyntákn og ástæða þess að hann fór út í kvikmynda- bransann passar bara ágætlega við það. „Ég er eiginlega bara að leika út af konunum," segir hinn 26 ára Bloom. „Peningarnir skipta mig ekki svo miklu máli. í raun, ef ég fæ tækifæri til þess að kyssa einhverja stelpu í bíómynd, myndu þeir ekki þurfa að borga mér neitt." Sem bet- ur fer er banka- reikning- urinn hjá Orlando orð- frekar feitur eftir hlutverk hans í Hringadróttinssögumyndunum þremur, Pirates of the Caribbean og Black Hawk Down. Hann á líka alveg „sæmilega" kærustu, leikkonuna Kate Bosworth, og það eru ekki nema nokkur ár síðan hann var í leiklistarskóla. Það kann því að líta út fyrir að hann hafi farið auðvelda leið á toppinn í Hollywood en það er öðr'u nær. Var feitur sem krakki Á meðal þeirra hindrana sem stóðu honum í vegi var barátta gegn lesblindu og slys sem leiddi næstum til þess að hann lamaðist. Glæsi- legt útlit er heldur ekki eitthvað sem hann hefur alltaf geta nýtt sér. „Ég var frekar feitur krakki," segir hann. „Liðsíþrótt- irnar í skólanum hentuðu mér ekki alveg." Hann var þó alltaf með það á hreinu hvað hann ætlaði að verða."Ég hef ætlað mér að verða leikari síðan í barnaskóla. Ég hugs- aði með mér að ef ég væri leikari gæti ég fengið að vera flugmaður eða eitthvað slíkt. Ég fékk fullt af brjáluðum hugmyndum." mn Orlando Bloom Frami hans i Hollywood hefur verið afar hraður. Ekki eru nema nokkur ár siðan hann var í leiklistarskóla ennúer hann eitt afheitustu nöfnunum. Hann hefur þó þurft að ganga i gegnum ýmislegt á leið sinni þangað. líSSSt itlll Orlando missti föður sinn, sem var frá Suður-Afríku, þegar hann var fjögurra ára. Síðar kom þó í ljós að hann var í raun ekki faðir hans. Þess í stað kom í ljós að gamall vinur fjöl- skyldunnar var í alvöru faðir hans. Hann komst fljótt yfir þetta áfall en árið 1998 varð hann fyrir enn alvar- legra áfalli. Þá var hann í leiklistar- skóla í London og var í heimsókn hjá vini sínum í borginni. Hann ædaði að stökkva á milli þaka þar sem íbúðin var en ekki vildi betur til en svo að hann féll niður og lenti á stálbita. Hann slasaðist alvar- lega á bakinu og var sagt að hann myndi kannski aldrei getað gengið aftur. Skurðað- gerð heppnaðist aftur á móti mjög vel og hann slapp út af spítalanum tólf dögum eftir slysið. Ég hefði getað dáið „Þetta breytti lífi mínu, þetta breytti öllu. Þetta var stærsta þraut lífs míns enda hefði ég getað dáið. Ég lít á mig sem útivistar- manneskju og hefði ekki getað fmyndað mér að lifa lífinu án þess að geta spriklað að vild. Eftir þetta hef ég reynt að nýta mér þessa reynslu á jákvæðan hátt. Ég er far- inn að læra að kunna að meta lífið betur því allt sem ég geri núna er bónus," segir drengurinn sem þó virðist ekki fara neitt sérstak- lega varlega. Þannig braut hann rifbein þeg- ar hann datt af hestbaki við tök- ur á Hringadrótt- inssögu og þegar hann var í fríi frá tökum notaði hann gjarnan tækifærið til að fara í fallhlífar- stökk og fleira í þeim dúr. Eftir að hafa þegið ráð frá johnny Depp vill Orlando lítið tjá sig um ástarlíf sitt. Hann er á föstu með Kate Bosworth og var áður meðal ann- ars í sambandi við Christinu Ricci. „Ég er örugglega ágætur kærasti en kannski svolítið ákafur," fæst hann til að segja og bæt- ir við að þegar hann sé með stelp- um sé alltaf gaman hjá þeim. Og hann er ánægður með feril sinn til þessa. „Þetta virðist allt stefna í rétta átt og ég er bara að reyna að taka réttu ákvarðanirnar. Stjörnuspá Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri er 51 árs í dag. „Manneskjan sem um ræðir býr yfir miklum vitsmunum og er fljót að átta sig á stöðu mála. Viðkomandi áttar sig að sama skapi fljótt og ör- ugglega á aðstæð- um þegar kemur að ákvarðana- 2 > töku," segir í stjörnuspá hans. Vilhjálmur Egilsson VV Mnsberm (20. jan.-18.febr.) VV ---------------------------------------- Þú umgengst fólk í fullri vin- semd og ekki síður fordómalaust en þar er sannur og góður eiginleiki í fari þínu sem þú ættir að halda fast í um ókomna tíð. K F\Skam\r (19. febr.-20.mars) Ekki gefa meiri fyrirheit en efni standa til þessa dagana. Ræktaðu sjálfið og hugaðu vel að áhugamálum þínum, enn betur en áður. Hugur þinn og vits- munalegur þroski náungans verður án efa ætíð æðsta markmið þitt í desember. Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Þér hættir hérna til að sökkva þér of djúpt í líf einhvers sem á hug þinn og hjarta um þessar mundir og ferð jafnvel yfir markið. Ekki hika við að næra þig og aðra á dýpsta sviði tilfinn- inga þinna því styrkur þinn og ekki síð- ur geta einkenna þig á áþerandi hátt. Nautið (20. apríl-20. mai) T ö Þú býrð yfir þeim ágæta hæfi- leika að vera fær um að aðstoða fólk við að halda sig við efnið með einlægni þinni. Draumar þínir rætast frekar ef þú segir óskir þínar upphátt án þess að hika. l\l\bmm (21.moi-21.júní) Stjarna þín birtist hér í góðu jafnvægi þar sem daglegt líf þitt birtist sem allsherjar skemmtilegt ævintýri. Það er mikilvægt að þú dekrir við sjálfið með því að huga vel að eigin líðan and- lega, og ekki síður líkamlega. Krabbinng2/i/n/-22.jú;/j_______ Án skilgreininga eða útskýr- inga birtist hér jákvæð reynsla sem þú ert um það bil að ganga í gegnum. Ekki taka ánægjustundum sem bíða þín sem sjálfsögðum hlut með því að hverfa til þröngsýninnar. Mikil gleði tengist þér og þínum hérna. Jl IjÓntö (23. júli-22.dgúst) Í15 Minnkaðu væntingar þínar ef þú getur og efldu sköpunarþörf þína með uppbyggilegri útrásarleið. Þú ættir að hafa hugfast að þú þarft ekki að gera öðrum grein fyrir tilfinningum þínum nema þú kjósir að gera slíkt sjálf/ur. Meyjan (23. agúst-22. sept.) Þú ættir að líta í eigin barm og endurmeta líf þitt um þessar mund- ir. Gerðu þér Ijóst að róin sem þú ert stöðugt að leita að kemur fyrst og fremst fram þegar þú treystir og elskar annað fólk af öllu hjarta. Q Vogin (23. sept.-23.okt.) Þú hefur mikla þörf fyrir ör- yggi og ekki síður velþóknun annarra. Þú hefur nægt sjálfstraust og innri styrk þegar álag einkennir líðan þína og þá sér í lagi þegar starf þitt er annars veg- ar.Treystu og lærðu. Hi Sporðdrekinn mr/ Þú ert án efa viss um eigin hæfileika á sama tíma og verkefni sem tengist þér hér krefst aðhalds af þinni hálfu sem er þér án efa mikil ögrun. Tímasettu markmið þín betur og hafðu báða fætur á jörðinni það sem eftir lifir árinu. / Bogmaðurinn(22./iw.-2/.ítej Þú blómstrar og reynir að styðja hugboð þitt með áþreifanlegum sönnunum sem tengjast óskum þínum á einhvern hátt varðandi hátíðarnar fram undan. Steingeitinpz fe.-/9.jmj Dagamir fram undan færa þér atburði sem hughreysta þig á einhvern máta og styrkja þig tilfinningalega að sama skapi. Þú virðist eiga það til að einfalda líf þitt töluvert en það leiðréttir sig yfirleitt sjálft þegar stjarna steingeit- ar er annars vegar. 81 ‘AMAÐl R.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.