Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 13 Málsókn Jóns Ólafssonar á hendur forsætisráðherra á sér fáar fyrirmyndir hér á landi. Áður hafa þó komið upp stór mál þar sem ráðherrar hafa látið þung orð falla í garð nafhgreindra manna. Upp úr þeim hafa sprott- ið málaferli um meiðyrði og skaðabætur. Svari Davíð ekki fyrir sig fyrir dómi, verður það honum dýrt. Segja tjáningarfrelsi ekki duga til Málið snýst meðal annars um tjáningarfrelsi Davíðs Oddssonar og verður þar að líkindum stuðst við dóm í máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, á hendur Sigurði G. Guð- jónssyni frá umræðu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Kjartan væri í þannig stöðu að hann yrði að þola ummæli sem um hann væru höfð á opinberum vettvangi og sýknaði Sigurð. í herbúðum Jóns er á því byggt að með ummælum sínum í garð Jóns hafi Davíð ekki verið að fella gildis- dóma heldur hafi hann verið að væna Jón um skattsvik og þjófnað og því dugi ekki að bera fyrir sig vernd tjáningarfrelsisins. Skattsvik og verslun með Þýfi Málshöfðun Jóns á hendur forsætisráðherra á sér ekki mörg fordæmi. Jón segir að Davíð hafi tekið að sér hlutverk sögu- j bera ósannra fullyrðinga og kjaftagangs. Davíð sagði í "'l Sjónvarpinu að viðskipti með hlutafé Jóns í Norður- ljósum væri með þeim brag að verið væri að kaupa og selja þýfi. í öðru lagi talar Davíð um grunsemdir um að það blasi við að maður nokk- ur sé mesti skattsvikari ís- landssögunnar og á þar við Jón. Þá vísar Jón til Hólaræðu Davíðs árið 1999 þegar hann fjallaði um „blóðpeninga glæpalýðs og eiturlyfjabaróna" í Rússlandi og mikilvægi þess að íslendingar yrðu ekki leiksoppur slíkra afla. Hann segir að í fjöl- miðlum hjafi ítrekað verið fjallað um að þar hefði Davíð í raun verið að dylgja um fjárhagslegan bak- grunn Jóns Ólafssonar. „Davíð Oddsson sá aldrei ástæðu til að eyða slík- um grunsemdum," segir í kærunni, og að oftsinnis síðan hafi ráðherrann höggvið undir rós í sama Jónas frá Hriflu Hviskrað að hann stefndi að alræðis- valdi i landinu. Björn Jónsson ráðherra „Vitfirr- ingurá rdðherra- stóli. knérunn. Þess er krafist að ummæli Davíðs verði dæmd dauð og ómerk og að hann verði dæmdur til að greiða sektir og miskabætur. Málið verður þingfest í janúar. Vitfirringur á ráðherrastóli Þótt eðli þessa máls sé að mörgu leyti frábrugðið öðrum málum sem upp hafa komið hér á landi og hafa skekið þjóðfélagið svo um munar, er að finna hliðstæðu í því að þar takast á ráðherrar og áberandi menn í samfé- laginu. Framan af síðustu öld féllu oft þung orð í pólitískri baráttu og má þar nefna Landsbankamálið þar sem Björn Jónsson ráðherra vék Tryggva Gunnarssyni, bankastjóra Landsbank- ans, úr starfi og tveimur bókurum. Mikil læti spunnust í þeirri atburðarás og þar var það meðal annarra Jón Ólafsson ritstjóri sem lét þung orð falla í garð þáverandi ráðherra í grein í tímaritinu Reykjavík. Fyrirsögn þeirrar greinar var „Vitfirringur á ráðherra- stóli." Hann var alls ekki sá eini sem gaf í skyn að sá ráðherra væri ekki meðöllum mjalla. Nokkru síðar kom fram að Tryggvi hefði uppnefnt Björn „helvíús hundinn". Stóra bomban Annar ráðherra var í hringiðu málaferla um meiðyrði á fjórða áratug aldarinnar, Jónas Jónsson frá Hriflu. Kippi mér ekki upp við þetta „Ég hef ekki lesið kæruna enn þá, bara heyrt um þetta í fjölmiðlum. Mér var lfka stefnt tvisvar í einni viku þegar ég var borgarstjóri svo ég kippi mér ekki upp við þetta." Mæti Davíð Oddsson ekki fyrir rétti til að verja sig í málinu sem Jón Ólafsson hefur höfðað á hendur honum, tekur hann þá áhættu að dómarinn fallist á allar kröfur Jóns, þar með talið um sektir og skaða- bætur. Þannig má segja að stefnan sé þannig úr garði gerð að forsætis- ráðherra komist ekki hjá því að mæta fyrir rétti og gera grein fyrir sinni hlið málsins. í Vísismálinu, árið 1976, þar sem Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra var sakaður um meiðandi um- mæli mætti Ólafur ekki fyrir rétti. Það þýddi að dómarinn byggði bara á kröfum Vísis þar sem einungis var gerð krafa um ómerkingu ummæla en ekki um skaðabætur eða refs- ingu. Endurtaki Davíð þann leik, gæti það reynst honum dýrt. Ólafur Jóhannesson Ummæli hans um forráðamenn Vísis dæmd dauð og ómerk. Stóra bomban snerist um deilur lækna við dómsmálaráðherrann og meinta geðveiki hans en einnig um að Jónas ætlaði sér meiri völd en hann hafði. Hvískrað var um að hann stefndi að al- ræðisvaldi í landinu. Bræðiköst Jónas- ar vom rædd í þjóðfélaginu og í ræðu- stól Alþingis talaði þingmaðurinn Jónas Kristjánsson um vitskertan mann sem hirti ekkert um eða vissi ekkert hvað hann segði, hvort hann færi með ósannindi eða segði satt. Helgi Tómasson, yf- irlæknir á Kleppi, var sannfærður um að Jónas væri geðsjúkur og til kynnti honum það. Heimsókn- ina kallaði Jónas „Stóm bomb- una" í grein í Tímanum. Þótti mál- ið bera vott um pólitískt samsæri gegn Jónasi og fékk hann stuðning almenningsálitsins. Jónas vék Helga síðan úr starfi á Kleppi. í málið blönduðust Morgunblað- ið og Halldór Laxness en lög- fræðingar landsins voru önnum kafnir við að reka meiðyrða- og skaðabótamál eftir þessa stóm bombu. Mafía skal hún heita „Mafi'a er hún, og mafía skal hún heita," sagði Ólafur Jöhann- esson dómsmálaráðherra um eig- endur Vísis í umræðum á Alþingi í ársbyrjun 1976. Vilmundur Gylfason hafði birt grein í Vísi þar sem hann fjallaði um meint afskipti ráðherrans af rannsókn Klúbbmáls og Geirfinns- málsins. Efni greinar Vilmundar var tekið upp á forsíðu Vísis og Sighvatur Björgvinsson ræddi málið utan dag- skrár á Alþingi. Ólafur flutti þá eina eftirminnilegustu ræðu sem flutt hef- ur verið á Alþingi og viðhafði þar þessi þungu orð um eigendur Vísis sem vom lykUmenn í Sjálfstæðis- ílokknum, samstarfsflokki Fram- sóknarflokksins í ríkisstjórn. Ólafur fór síðan í viðtal hjá Útvarpinu þar sem hann hélt því fram að mafía hefði staðið á bak við skrifin f Vísi. „Hvaða mafía er það,“ spurði þáttar- stjómandi. „Það erVísismafían... Það em mennirnir sem standa á bak við VUmund," sagði dómsmálaráðherr- ann. Þrír af fimm stjórnarmönnum í útgáfustjórn Vísis stefndu ráðherran- um fyrir ummælin í útvarpinu og vom þau síðar dæmd dauð og ómerk. kgb&dv.is mseta Jóni í dómsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.