Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 25
DV Sport FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 25 Einn mesti sigurvegari íslenskrar knattspyrnu, Skagamaðurinn Guðjdn Þdrðarson, stýrir þessa dagana enska 2. deildarfélaginu Barnsley. Rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarin ár og mátti litlu muna að félagið færi í gjaldþrot. Nýir eigendur tdku við stjdrnartaumunum í upphafi tímabils og þeir hafa hægt og sígandi stýrt skútunni út úr vandamálunum og félagið var nýlega tekið lír gjörgæslu af enska knattspyrnusambandinu. Fyrir vikið má félagið loksins kaupa leikmenn og stækka hdpinn hjá sér en á meðan gjörgæslutímabilinu stdð mátti Guðjdn aðeins hafa 20 leikmenn á mála hjá sér. £~' Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is YFIRHEYRSLAN „Munurinn á stjórn Stoke og Barnsley þolir engan samanburð. Það er ekki hægt að tala um það í sömu setningunum einu sinni. Munurinn liggur fyrst og fremst í þekkingu þessara manna á viðfangsefninu." Þrátt fyrir þröngan kost og erfiðar vinnuaðstæður þá hefur Guðjóni tekist að byggja sterka liðsheild sem skilað hefur liðinu meðal annars á topp deildarinnar um tíma en liðið situr sem stendur í fjórða sæti. Það er magnað afrek enda þykir leikmannahópurinn ekkert sérstakur en liðinu var spáð bullandi botnbaráttu fyrir tímabilið. DV Sport sló á þráðinn til Guðjóns í gær og fór aðeins í gegnum þennan rússíbana sem tímabilið hefur verið hjá Barnsley. Hvernig hefur veriö aö vinna undir þessum aöstœöum undanfarna mánuöi? „Það hefur verið vægast sagt mjög erfitt. Undirbúningstímabilið var mjög erfitt þar sem okkur var meinað að spila æfingaleiki. Þar af leiðandi renndum við blint í sjóinn með það hvernig við myndum standa okkur þegar tímabilið byrjaði. Þetta hefur verið erfitt allan tímann eða frá júlí og nú fram í byrjun desember." Hvaða áhrifhefur þaö á liöiö og þín störf að vera loksins laus úrþessari gjörgœslu? „Núna get ég skoðað möguleika á að fá leikmenn til liðs vifj mig. Ég hef nú þegar fengið Paul Warhurst til mín og í dag er ég að leita að framherja. Nú getum við loks skoðað af fullri alvöru að fá leikmenn en ég missti af mörgum mönnum þar sem það gekk verr að ljúka málinu en í fyrstu var talið. Nú sit ég að sama borði og aðrir þó ég hafi ekki úr stórum sjóðum að ráða.“ Viljum fara upp Nú. hefur gengi liösins verið frábært þrátt fyrir allt mótlcetið. Er komin pressa frá stjórninni að fara upp á þessu tímabili? „Við setjum þá pressu á okkur sjálfir. Við teljum að við getum barist um að fara upp úr þessari deild. Þetta hefur gengið vonum framar og um leið og frammistaðan batnar þá vaxa væntingarnar. Þó þær séu kannski ekki alltaf byggðar á miklum rökum." Eruð þið með mannskap núna til aö fara upp eða þurfiö þiö að bæta viö ykkur? „Það eru tvær hliðar á því máli. Sumir segja að hópurinn sé nógu góður til þess að fara upp en ég er nú á þeirri skoðun að við þurfum að bæta við okkur. Við erum að ganga frá leikmannamálum þessa dagana og nú þegar er búið að ganga frá samkomulagi við Bolton um að John Walters verði áfram hjá okkur. Garry Monk sem er frá Southampton verður hugsanlega með okkur tvo mánuði í viðbót og jafn vel lengur. Það er fullur hugur í stjórnarmönnum mínum að standa fast við bakið á mér í þessum efnum.“ Hvernig hafa samskipti þín og stjórnarinnar gengið? „Það hefur verið mjög góður andi. Það er gott að vinna með Ridsdale og Dave Walker sem fylgdi honum frá Leeds. Ridsdale hefur langa og mikla reynslu í þessum málum. Þekkir markaðinn hér mjög vel og sjálfur nýtur hann mikils trausts hjá fjölda manna í fótboltaheiminun þótt hann hafi fengið mikla gagnrýni fyrir störf sín hjá Leeds en það er nú ekki hægt að kenna honum einum um það. Samstarf mitt við þá hefur verið mjög gott og mikið ánægjuefni fyrir mig að fá að vinna með mönnum sem hafa skilning á því sem verið er að takast á við.“ Mikið betri stjórn en hjá Stoke Er mikill munur aö vinna með þessari stjórn ogstjórn Stoke? „Það þolir engan samanburð. Það er ekki hægt að tala um það í sömu setningunum einu sinni. Munurinn liggur fýrst og fremst í þekkingu þessara manna á viðfangsefninu og það er mikill munur að vinna með mönnum sem hafa skilning á fótboltanum og þeim þörfum sem þarf að uppfylla." Finnst þér þú hafa tekiö miklum breytingum sem þjálfari á þessum árum úti í Englandi ogskiluröu enska boltann betur? „Það er alveg ljóst að það var ákveðið sem ég þurfti að læra. Ég er alveg eins og allir aðrir sem byrja á einhverju nýju að það þarf að læra. Aftur á móti hefur mér tekist ágætlega að aðlaga mig að aðstæðum. Þess má kannski til gamans geta að þrátt fyrir að menn hafi sumir haldið að þetta sé ekkert stórkostlegt sem ég er búinn að gera hérna að þá er ég búinn að komast á Wembley og vinna þar titil. Ég er búinn að komast í „playoff" þrisvar, og ég hef einnig komist í úrslit þar og unnið. Þetta er nú meira en mörgum stjóranum tekst á heilli starfsævi hér. Þannig að ég er þokkalega sáttur við það sem mér hefur tekist að affeka hér f Englandi á þessum tíma. Ég tel að ég sé að styrkja stöðu mína hér á enska markaðnum með framgöngu okkar f Barnsley." Erfitt að aðlagast leikjaálagi Hvað er þaö sem var erfiöast aö aölagast í Bretlandi? „Fyrst og fremst geysilega mikið vinnuálag enda mjög mikið af leikjum. Það sem er erfiðast að aðlagast er að það er oft sem maður vill þjálfa og bæta þjálfunarþættina meira, en vegna leikjaálagsins verður maður oft að beygja af leið með þjálfunaraðferðirnar. Ég tel mig samt hafa náð þessu ágætlega snemma.“ Þú talar um aö styrkja stöðu þína á markaönum. Seturöu stefnuna á aö komast aö hjá liöi í úrvalsdeildinni? „Ég set mér ósköp hógvær markmið. Það sem gengur fyrir núna er að styrkja framgöngu Barnsley og koma þeim upp úr 2. deild. Ég held að það sé best fýrir mig, og þá sem vinna með mér, að vinna á þeim nótum og taka eitt skref í einu. Svo leiðir kannski eitt af öðru og maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Mjög ánægður í starfi mínu Þú ert annálaður keppnismaöur og ég veit aö þú ætlar þér ekkert annaö en aö fara upp. „Við munum reyna það. Þegar Ridsdale og félagar tóku við var markmiðið fyrst og fremst að ná fótfestu og koma félaginu úr bæði fjárhagslegum og fótboltalegum kröggum. Fótboltaþátturinn hefur aftur á móti gengið betur og hraðar en menn áttu von á og þar af leiðandi vilja menn styrkja stoðirnar þar svo hægt sé að freista þess að komast lengra en í fyrstu var áætlað." Þú ert sem sagt bara ánægður meö lífiö í Barnsley þrátt fyrir mótbyr í byrjun? „Ég er mjög sáttur og mjög ánægður í þessu starfi. Þessi klúbbur bíður mér upp á góð starfsskilyrði enda aðbúnaður allur góður. Ég er einnig sáttur við alla sem ég er að vinna með og ég tel mig bara vera í fínum málum," sagði Guðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Barnsley í Englandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.