Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Býðursig
fram til
endurkjörs
Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, ætlar að bjóða
sig fram til endurkjörs í
kosningunum sem fram
fara í Rússlandi í mars á
næsta ári. Pútín tilkynnti
þetta í gær. Talið er að
Pútín vinni kosningarnar
með yfirburðum. Pútín
myndi þannig hefja annað
kjörtímabil sitt en reglur
segja til um að forsetar
megi bara sitja tvö kjör-
tímabil. Pútín segist sam-
þykkur þeirri reglu. Þá
herma fregnir að Kommún-
istaflokkurinn og tveir
flokkar frjálslyndra ætli að
hvetja fólk til að sniðganga
kosningarnar. Þessir flokk-
ar töpuðu miklu fylgi í
kosningum til dúmunnar
sem fram fóru fyrir stuttu.
Hugmyndin með að snið-
ganga kosningarnar er að
koma kjörsókn niður fyrir
50% en þar með væru
kosningarnar ekki gildar.
Dauði Díönu
rannsakaður
Réttarrannsókn á dauða
Díönu prinsessu af Wales
hefst á þrettándanum.
Dánardómstjórinn í Surrey,
Michael Burgess, greindi
frá þessu í gær og bætti við
að rannsókn á dauða ást-
manns Díönu, Dodi Al-
Faeyd, hæfist sama dag.
Þetta verður í fyrsta sinn
sem vitnaleiðslur í málinu
fara fram á Englandi og
verða þær opinberar. Vonir
standa til að rannsóknin
leiði í ljós hvað gerðist í
raun og veru í París í ágúst
1997. Mohamed A1 Faeyd,
faðir Dodis, sagðist í gær
fagna þessum tíðindum.
Skýrsla í Hafnarfirði sýnir að stúlkum er mismunað í íþróttafélögum. Hörð við-
brögð frá formanni íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Svipuð skýrsla gerð í Reykja-
vík með sömu niðurstöðum.
Sleggjudómup ylir
íþróflahreyfingunni
„Að ráðast á íþróttahreyfmguna, einstök félög
og stjórnir með þeim hætti sem gert er í skýrsl-
unni er höfundi og vinnubrögðum hans ekki til
framdráttar," sagði Jón Gunnar Grjetarsson, for-
maður Iþróttabandalags Hafnarfjarðar. Nýleg
skýrsla sem greinir frá jafnréttismálum innan
íþróttafélaganna í Hafnarflrði hefur valdið mikl-
um titringi og ekki eru allir á eitt sáttir um niður-
stöðurnar. „Það er þó öllu verra að níða niður
uppbyggingarstarf íþróttahreyfingarinnar með
sleggjudómum byggðum á röngum forsendum og
lélegum vinnubrögðum."
Ekkert jafnrétti en engin mismunun
Jón bendir á að það sé löngu vitað að færri
stúlkur stunda íþróttir en drengir. „Það eru færri
konur í stjórnum íþróttafélaga, alveg eins og það
eru færri konur í stjórnunarstöðum fyrirtækja og
færri konur en karlar á þingi." Jón sagði ekkert
mæla á móti því að
þessir hlutir séu at-
hugaðir. „Það er verð-
ugt verkefni fyrir
íþróttahreyfinguna og
samfélagið í heild
sinni að velta fyrir sér
hvers vegna ástandið
er svona og snúa þró-
uninni við.“
„Það stóð til að
kynna skýrsluna hlut-
aðeigandi aðilum í
dag en því var
frcstað," sagði Jón og
tók fram að ekki væri
búið að hafa samband
við íþróttafélögin og að ekkert samband hefði ver-
ið haft við þau meðan vinna skýrslunnar fór fram.
„Það er satt að það er ekki jafnrétti í gangi en það
er ekki verið að mismuna eftir kynjum." Jón sagði
að Iþróttabandalag Hafnarfjarðar biði eftir um-
ræðu um skýrsluna innan bæjarins. „Við viljum
ræða hana á faglegum nótum."
Jón Gunnar Grjetarsson
„Það er satt að það er ekki
jafnrétti í gangi en það er ekki
verið að mismuna eftir kynjum."
Brotalöm í jafnréttismálum
„Þessi skýrsla sem var gerð í Hafnarfirði er
mjög jákvæð að því leyti að hún sýnir hlutina
svart á livítu," sagði Ragnhildur Helgadóttir, jafn-
réttisfulltrúi íþrótta og tómstundaráðs Reykjavík-
ur. „f könnun sem við gerðum fyrir nokkrum
árum komumst við að svipuðum niðurstöðum."
Ragnhildur sagði að oft hefði maður á tilfinning-
unni að brotalöm væri í jafnréttismálum. „Skýslur
sem þessar staðfesta þá tilfinningu."
Sem jafnréttisfulltrúi hefur Ragnhildur ekki
Ragnhildu Helgadóttir „Þessi skýrsla sem vargerö iHafn-
arfirði er mjög jákvæð að því leyti að hún sýnir hlutina svart á
hvitu,"
beinan aðgang að stjórnum íþróttafélaganna. Þar
eru ákvarðanir varðandi skiptingu peninga og
áherslur teknar. „Sú leið sem við gætum farið er
að skilyrða styrkina þannig að þeir renni jafnt til
karla og kvenna," sagði Ragnhildur. „Svo höfum
við gert þjónustusamninga við íþróttafélögin þar
sem við setjum þau markmið að hlutfall kynjanna
sé sem jafnast.
„Við vinnum líka að jafnrétti í víðari skilningi,"
sagði Ragnhildur og benti á að meistaraflokkar
íþróttafélaganna fái mikið fjármagn meðan for-
eldrar eigi alltaf að borga fýrir krakkana. „Starf
barna og unglinga á auðvitað að vera niðurgreitt."
Barnastarfið niðurgreitt
Jón Gunnar benti á að íþróttabandalag Hafn-
arfjarðar hefði gert sérstakan samning við bæjar-
yfirvöld og Alcan til að efla og styrkja íþróttastarf-
ið og bæta aðgengi barna og unglinga að íþróttum
„Þeir samningar fela meðal annars f sér að bærinn
greiðir félagsgjöld fýrir börn yngri en tíu ára,“
sagði Jón. „Hins vegar greiða bærinn og Alcan sér-
stakan styrk til íþróttafélaganna sem fer eftir
fjölda iðkenda yngri en sextán ára í hverju félagi
og menntunarstigi þjálfara."
í gær átti að kynna skýrsluna en því var frestað
þangað til á næsta ári. Samkvæmt heimildum DV
hefur því ferli nú verið flýtt og stendur til að kynna
skýrsluna milli jóla og nýárs.
simon@dv.is
„Það erþó öllu verra að níða
niður uppbyggingarstarf
íþróttahreyfingarinnar með
sleggjudómum byggðum á
röngum forsendum og léleg-
um vinnubrögðum."
Ég hefþað alveg dásamlegt.
Það væri nú mikið vanþakk-
læti að vera ekki glaðuryfir
þeim viðtökum sem bókin mín
fær,"segir Þráinn Bertelsson
rithöfundur sem kominn erí
Hvernig hefur þú það?
jólaskap.„Nú er ekki annað en
bara bíða eftirað þau bresti
á,"segir hann sæll með sitt.
Tölvu stolið af auglýsingastofu - fjögur rán á þremur mán-
uðum
Auglýsingamaður býðui
þjófi 200 þúsund
Þekktur auglýsingamaður býður
200 þúsund krónur fyrir þriggja ára
gamla fartölvu sem var stolið úr aug-
lýsingastofú hans í borginni í gær-
morgun. Hann vill ekki láta nafri
síns getið af ótta við að fleiri steli frá
honum til að fá fundarlaun.
Hann er reiðubúinn að borga
sjálfum þjófinum fundarlaun og er
alveg sama hver kemur með tölv-
una. Tölvan sjálf er lítils virði, en það
er innihaldið sem skiptir þess meira
máli. Þar liggur öll vinna auglýsinga-
mannsins síðustu þrjú ár, meðal
annars mikilvægt verkefni sem hann
er að vinna að þessa dagana. Segir
hann innihaldið ekki nýtast neinum
öðrum en honum sjálfum.
Auglýsingastofan hefur verið
rænd fjórum sinnum síðustu þrjá
mánuði og hafa ný öryggiskerfi engu
breytt. Securitas kemur ekki fyrr en
eftir fimm mínútur og þá er þjófur-
inn horfinn á brott. Nú íhuga aug-
lýsingamennirnir sígild-
ar lausnir - að fá sér
varðhund.
Fundarlaun
Gamalli töivu augiýsinga-
manns var stolið i gær-
morgun. Hann þarfnast
gagnanna svo mikið að
hann vill launa þjófinum
með 200 þúsund krónum
fyrir jólin.