Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ 24 ? 05 REYKJAÁ/ÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5SÖ500Q
• „Ég ætla að nota peningana
til að kaupa hamborgarahrygg
og sprengja sjálfan mig,“ segir
Örn Árnason
sem hættur er að
sprengja flug-
elda á gamlárs-
kvöld. Örn hefur
lengi verið með-
al helstu
sprengjumanna
og sjálfur flutt inn púðurkerl-
ingar og rakettur.
Reyndar voru það kvartanir
frá yfirvöldum og nágrönnum
sem urðu til þess að Örn ákvað
að setja flugeldana á hilluna.
Um síðustu áramót fékk hann
ekki færri en 15 athugasemdir.
Á undangengnum árum hefur
Örn eytt milljónum í rakettur
og ekki séð eftir krónu: „En
núna er ég í einhverri lægð í
þessum efnum og ætla að hlus-
ta á þá rödd innra með mér
sem segir að nú sé nóg komið í
bili,“ segir hann
Er þetta fótabað?
Burt meO skápana Loks hægt
að klæOa slg i sokka í Laogar-
í undirbúningi er að fjarlægja helming fataskápanna í Laugardalslauginni og
setja upp fatageymslu í staðinn. Er þetta gert til að mæta aukinni aðsókn sem
fyrirsjáanleg er þegar bætt verður við nýrri laug á heilsusvæðinu sem verið er að
byggja upp í Laugardalnum.
„Ég lít á þetta sem framfarir því helmingur skápanna verður eftir og því fá
fastagestirnir sitt þrátt fyrir breytingarnar. Það er ekki annað hægt en að skipta
skápunum út því annars sjáum við einfaldlega fram á að það verði uppselt í
laugarnar og það vill enginn," segir Kristján Ögmundsson, forstöðumaður í
Laugardalslauginni.
Samhliða niðurrifi skápanna verður bekkjum breytt þannig að þverspýta
sem þar hefur verið í bakhæð verður fjarlægð en þverspýtan hefur komið í veg
fyrir að gestir geti almennilega klætt sig í sokka eftir sundferð. Hafa oft verið
gerðar athugasemdir við staðsetningu þverspýtunnar á bekkjunum en þeim
ekki sinnt fyrr en nú.
„Þá erum við að skoða nýja lása á þá skápa sem verða eftir. Erlendis er þró-
unin hröð í þessum efnum og við höfum skoðað ýmsa möguleika. Það á aðeins
eftir að taka ákvörðun um hvaða leið verður farin," segir Kristján í Laugardafs-
lauginni sem er ánægður með það lásakerfi sem verið hefur í notkun í lauginni
um árabil. Fá gestir mynt sem þeir stinga í rauf og kemur það í veg fyrir að lykl-
Kristján Ögmundsson í Laugardalslauginni Helmingur skápanna hverfurog bekkirlag-
aðir þannig aðhægt verði að klæða sig í sokka án þess að fara i bakinu.
um af skápunum sé stolið og lendi í höndum þjófa. Á meðan venjulegt lyklakerfi
var í Laugardalslauginni var laugin nær því daglega í fréttum vegna þjófnaðar-
mála. Heyrir það nú sögunni til.
Kristján Ögmundsson vonast til að gestir taki væntanlegum breytingum vel og
verður reynt að stilla raski á starfsemi laugarinnar í hóf á meðan á þeim stendur.
www.spil.is
STONG
HM i Catan 2003 var haldið sl. haust. Fyrir hönd íslands kepptu þeir Bunnar Jóhannsson og Baldur Már Jónsson.
Þeir félagar stóóu sig með mikilli prýði og komst Gunnar í 16 manna úrstit.
ERT ÞU EFNI I s
HEIMSMEISTARA?
Catan - Landnemarnir er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur
m.a. verið valið „Spil ársins" í Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Árlega er haldið Heimsmeistaramót í Catan. Eftir áramót verður
haldið íslandsmót og fara sigurvegarar þess á HM í Catan
haustið 2004. Ert þú efni í heimsmeistara?
Catan - Landnemarnir kom út í fyrsta sinn á íslensku í fyrra. Nú er
hægt að fá stækkun við spilið, sem og framhalds-spilið Sæfararnir.
Klaus Teuber, höfundur spilsins, hefur
nýlega greint frá því að landnám íslands
sé uppspretta Catan.