Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 Fréttir DV Glæpur skekur Kárahnjúka Lögregla rannsakar nú rán sem var framið í versl- un á Kárahnjúkasvæðinu í fyrrinótt. Samkvæmt heim- ildum var um- talsverðu fé stolið og ganga þjófarnir lausir. Innbrotið var framið í lítilli verslun í eigu Impregilo s'erri ekki var enn búið að opna formlega. Eitthvað fé var þó geymt á staðnum og munu þjófarn- ir hafa horfið á brott með það. Mun lögregla flýta rannsókn eftir megni þar sem meirihluti erlendra starfsmanna á svæðinu fara í tveggja vikna jólafrí til síns heima í dag og næstu daga. Upplýsingafúlltrúi Impregifo, Ómar R. Valdi- marsson, neitaði að tjá sig um málið. Ekki til Betlehem Yasser Arafat, forseti Palestínu, fær ekki að fara til Bedehem um jólin. Ara- fát hafði hug á að sækja messu í fæðingarkirkjunni á jólanótt. Yfirvöld í ísrael höfnuðu beiðni Arafats í gær og er þetta þriðja árið í röð sem forsetinn fær neitun. Arafat hef- ur verið í stofu- fangelsi í Ram- allah, sem er í um 20 kfló- metra fjarlægð frá Bet- lehem, síðastliðin þrjú ár. Hann mun hafa haft að venju að sækja jólamess- una í Betlehem en af því verður ekki nú. Ástþór Magnússon, boðberi friðar Drepa Saddam? „Viö búum ekki í villimanna- þjóðfélagi og viljum ekki að heimurinn sé byggður upp með villimannslegum hætti. Auðvitað á að fara með Saddam Hússein fyrir alþjóða- stríðsglæpadómstól eins og aðra stríðsfanga. Mér finnst ummæli Davíðs, um að drepa Saddam, út úr kortinu og skömm fyrir forsætisráðherra Hann segir / Hún segir að hafa svona eftir sér." „Ég vil að hann fái bara sín réttarhöld eins og allir menn eiga skilið, sama hversu mikil voðaverk þeir hafi unnið. Ég er ekki sammála því að það eigi að drepa hann, enda á móti dauðarefsingum.Alþjóðasam- félagið verður að sjá sóma sinn íþví að réttlætið nái fram að ganga." Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingiskona Hilmar Sæmundsson sjómaður hafði aldrei tekið upp puttaling þegar hann bauð Þórarni Inga Tómassyni, námsmanni á Laugum, far í fyrradag. Skömmu síðar valt bíllinn og námsmaðurinn bjargaði dóttur Hilmars. „Ég veit ekki hvernig hefði farið ef strákurinn hefði ekki verið með mér í bflnum. Hann náði að losa sig og halda höfði dóttur minnar upp úr vatn- inu,“ segir Hilmar Sæmundsson sjómaður sem lenti í þeirri skelfllegu lífsreynslu að bfll hans valt í mikilli hálku á Leiruvegi á Akureyri í fyrradag. Hilmar var að koma ásamt tveggja ára dóttur sinni, Helenu Ósk, frá Eskifirði og var förinni heit- ið til Akureyrar þar sem þau eru búsett. Skammt frá Laugum tók Hilmar sextán ára námsmann, Þórarin Inga Tómasson, upp í bflinn. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Bfllinn fór yfir á rangan vegarhelming, valt og hafnaði á hliðinni í flæðarmálinu. Ég hugsaði fyrst og síðast um Hel- enu litlu sem sat í aftursætinu. Ég sá að höfuð hennar var fyrir neðan vatnsborðið og hrópaði til Þórarins hvort hann kæmist aftur í. Ég var fastur í beltinu og gat mig hvergi hreyft," segir Hilmar Þórarinn skarst illa á hendi við bflveltuna en tókst með harðfylgi að losa bflbeltið. Hann fór þegar í stað aftur í og ætlaði að losa stúlkuna úr bflstólnum. „Ég reyndi en höndin var alveg dofrn. Það var því ekkert annað að gera en að halda henni uppréttri þar til sjúkralið kom á vettvang," sagði Þórarinn í samtali við DV í gærkvöld. Bíllinn hafnaði utan vegar Þámá teljast kraftaverk að þremenningarnir sem voru i bllnum skyldu sleppa jafn vel og raunin varð. Slysið varð á Leiruvegi i mikilll hálku i fyrradag. Heil á húfi Hilmar og Helena Úsk sluppu ótrúiega vel úr bilveltu Hilmar segir ferðina hafa gengið vel en það sé engu líkara en æðri máttarvöld haft vakað yfir þeirn feðginum. „Það er afskaplega skrýtið til þess að hugsa að ég hef aldrei áður tekið upp puttaling. Ég veit satt að segja ekkí hvað kom yfir mig en ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa gert það. Þórarinn Ingi á okkar bestu þakkir skildar. Hann stóð sig með mikilli prýði." Þórarinn Ingi var á leiðinni heim til Akraness þar sem hann dvelur í jólafríinu. Fyrir utan hand- armeíðslin sagðist hann óðum vera að jafna sig. . Þau þakka ungum námsmanni að ekki fórr verr. Hann þurfti ekki að taka rútuna suður því Hilmar keypti fyrir hann flugfar í fyrrakvöld og komst hann því hratt og vel á heimaslóðir. „Þetta var ótrúleg lífreynsla og gott að við sluppum jafnvel og raun ber vitni. Ég gerði bara það sem allir hefðu gert,“ sagði Þórarinn og vildi ekki gera mikið úr sínum þætti. Hilmar og fjölskylda senda Þórarni bestu kveðjur og eins öllum þeim er komu á slysstað og aðstoðuðu við björgunina. arndis@dv.is € Færeysk hjón með átta börn í kúlutjöldum Missa forræði yfir sex börnum Færeysk hjón sem grunuð voru um líkamlegt og kynferðislegt of- beldi yfir börnum sínum fá ekki for- ræði yfir þeim. Hæstiréttur stað- festi f gær niðurstöðu Héraðsdóms um að hjónin sem komu hingað til lands í bfl, fengju ekki forræði yfir þeim börnum sínum sem ekki eru sjálfráða. Fólkið kom hingað til lands með sjö börn í bfl með Norrænu, ók með allan hópinn suður á land og settist að á tjaldstæði fyrir utan bæjarfélag á Reykjanesi. Tjaldaði fjölskyldan tveimur kúlutjöldum og hafðist þar við með börnin. Athygli barnaverndaryfirvalda á staðnum var dregin að fjölskyld- unni og kom upp grunur um að for- eldrarnir beittu börnin líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars var konan grunuð um að beita dóttur sína kynferðislegu of- beldi. Barnaverndarnefndin svipti foreldrana forsjá þeirra sex barna sinna og gekk frá varanlegum fóst- ursamningum vegna barnanna. Tvö barnanna eru nú sjálfráða. Kúlutjöld Færeyska fjölskyldan hélt til islíkum tjöldum þegar barnaverndaryfirvöld veittu þeim athygli. Dómurinn telur að miklir ann- markar hafi verið á málsmeðferð barnaverndarnefndar staðarins en úr því hafi verið bætt þegar málið fór fyrir barnaverndarráð. Þá var leidd í ljós með aðstoð sérfræðinga, alvarleg vanhæfni foreldranna og að ástæða væri til að óttast um börnin. Færeysku hjónin búa enn hér á landi og hafa eignast tvö börn til viðbótar við þau sjö sem fýrir voru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.