Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 5

Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 5
Helgar 5 blaðið Q </) Mál hinna horfnu undirskrifta Nýjasta undirskrift krata- ráöherra sem hefur horfið er undirskrift Sighvats á samkomulagi um samein- ingu spítala. Á undanförnum árum hafa undirskriftir Jónanna á óteljandi álvers- og EES- samkomulögum horfið á grunsamlegan hátt. Rannsóknariögreglan telur að Ámundi hafi fyrir nokkr- um árum keypt töluvert magn af sviknum pennum. Blekið hreinlega gufar upp. Páfinn hjálpar Kúhu Jóhannes Páll páfi rétti Kúbu hjálparhönd í síðustu viku með því að hvetja til við- ræðna og sátta við hið ein- angraða land. Ennfremur bauðst hann til þess að vinna náið með sendi- herra Kúbu í Vatikaninu, Herm- es Herrera, að því að bijóta þá einangrun sem landið er nú í. Akvörðun páfa um að að- stoða Kúbu var tekin eftir að stjóm Kastros aflétti banni við ýmsum trúariðkunum og leyfði trúuðum að starfa í stjómmál- um. Pyngjan getur sídlið á milli lífs og dauða „Dýralæknir gerir mjög margt Með sína menntun getur viðkomandi starfað við heilbrigðiseftirlit, sem hér- aðsdýralæknir í eftirliti og í þjónustu við bændur eða þá sinnt gæludýrum, eins og ég geri að mestu leyti, og hest- um. Ennfremur er ég í sam- starfi við héraðsdýralækninn í Reykjavík og þegar ég er á vakt og eitthvað kemur uppá þá fer ég í sveitimar," segir Katrín Harðardótdr, dýra- læknir hjá Dýraspítalanum í Víðidal. Hún lauk námi í Kaupmannahöfn fyrir tveim- ur oghálfu ári. Ástæðan fyrir því að Katrin fór í dýralækninn var fyrst og fremst áhugi hennar á dýmm. Hún var mikið með hrossum og hefúr átt hunda, ketti, skjaldbökur og físka svo nokkuð sé nefnt og ætlaði sér alltaf að verða dýralæknir. „Ef ég hefði hins vegar vitað hvað það er að starfa sem dýralæknir áður en ég fór út til náms, þá hefði ég ábyggi- lega hugsað mig tvisvar um.“ Katr- ín segir að dýralæknisstarfið sé skemmtilegt og fjölbreytt en ekki síst sjálfstætt, þar eð dýralæknirinn ræður mikið tíma sínum sjálfúr. Hún segir að það sé mjög mis- jafnt hversu mikið er að gera hveiju sinni, en á Dýraspítalanum er al- mennt nóg að gera. Þangað kemur fólk aðallega með hunda og ketti en einnig er alltaf eitthvað um það að komið sé með fúgla, kanínur, hamstra og naggrísi, svo eitthvað sé Katrín Harb- ardóttir dýra- læknir. Myndir: Kristinn. nefnt afþeim gæludýrum sem til eru á landinu. Auk þess að gera að alvarlegum sárum og minniháttar kvillum sem hijá dýrin þurfa dýra- læknar að sinna ýmsum venju- bundnum verkefnum eins og til dæmis hundahreinsun. En eins og hundaeigendur í Reykjavik og Kópavogi þekkja manna best þurfa þeir að fara með sína hunda til dýra- læknis til að fá þessa lögboðnu hreinsun. I öðrum bæjar- og sveitar- félögum er hins vegar hafður sá háttur á að þangað kemur dýralækn- irinn og hreinsar alla hundana í einu. Katrín segir að hreinsun hunda sé töluverður hluti af staríinu, auk þess að gefa tíkum fyrir ófrjósemi- sprautur. „Svo fáum við hingað til okkar mun erfíðari verkefni eins og alvarleg beinbrot sem við erum kannski í marga klukkutíma að púsla saman á skurðarborðinu," segir Katrín. Þar fyrir utan þarf hún sem dýra- læknir að aflífa fjödan allan af dýr- um og stundum skilur pyngjan á milli lífs og dauða hjá ferfætlingun- um. Katrin segir að það sé einna verst að horfa uppá það þegar kom- ið sé með t.d. alvarlega beinbrotið dýr sem hægt sé að lækna, en þess í stað sé það aflífað sökum þess að eigandanum hrýs hugur við að þurfa að greiða allt að 15-20 þúsund krón- ur fyrir aðgerðina. Dýrt og sérhæft nóm Atvinnuhorfur fyrir dýralækna hafa til þessa verið góðar hér á landi en eftir því sem fleiri útskrifast er- lendis er eins líklegt að það fari eitt- hvað að þrengjast um. Ekki er hægt að læra til dýralæknis á lslandi og því þurfa þeir sem áhuga hafa að fara utan til náms. Um ástæður þess að eldd er unnt að læra til dýralækn- is á Islandi segir Katrín að þetta sé afar dýrt nám, taki yfir breitt svið og sé sérhæft. „Ég sé enga ástæðu til að hafa hér dýralæknaháskóla til að mennta einn eða tvo á ári.“ Um tutt- ugu nemendur eru um þessar mund- ir við nám í dýralækningum sem tekur um sex ár. Katrín segist ekki vera viss um að það séu til störf fyr- ir alla þessa nemendur að afloknu námi þegar þess er gætt að dýra- læknar á landinu eru eitthvað um sextíu. Katrín segir að á undanfomum ámm hafi viðhorf fólks til gæludýra breyst mjög til batnaðar en engu að síður segist hún sjá, því miður, að illa sé farið með dýr. Til marks um það fúllyrðir hún að „hundamenn- ing“ íslendinga sé mjög ung og það sé fyrst núna sem einhver almenni- leg rækt sé komin í þessi dýr. Starf dýralækn- isins er æói f jöl- breytt og ó myndinni er Katrin ab snyrta klærnar á þess- um snoppufríba labradorhundi. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1992 í Höfða, Hótel Loftléiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 12. mars kl. 14.00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd frá kl. 9.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.