Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 8
Helgar 8 blaðið
Gunter
Wallraff
kominn í
felur eftir
mor&hótanir
og ósakanir
um samstarf
við STASI.
Wallraff í felur
Þýski rithöfundurinn
og blaðamaðurinn
Gunter Wallraff fer
huldu höfði eftir morð-
hótanir frá nýnasistum
í Þýskalandi. Hann hef-
ur yfirgefið íbúð sína í
Köln ásamt eiginkonu
sinni og nýfæddu barni
og dvelst að sögn hjá
vinum.
Wallraff telur ástæð-
una íyrir þessum morð-
hótunum vera ásakanir á
hendur honum um að
hann hafi verið á mála
hjá STASI. Hann neitar
þeim ásökunum og segist
fullviss um að honum
takist að hreinsa mann-
orð sitt.
Þessar ásakanir komu
fram i blaðinu „Super“
sem gefið er út í fyrrum
Austur-Þýskalandi.
Wallraff segir þær
byggðar á folsuðum
gögnum. Blaðið svaraði
Wallraff með því að
vitna í fyrrum yfirmann
STASI, sem lýsti ýtar-
lega meintu samstarfí
Wallraffs við leyniþjón-
ustuna.
0
Pyndingar
i Tums
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International ákæra rík-
isstjórn Túnis fyrir að láta
ólöglegar handtökur í þús-
undavís viðgangast.
Þetta kemur fram í nýlegri
skýrslu mannréttindasamtak-
anna. Þar er því ennffemur hald-
ið fram að föngum sé haldið í
einangrun í þeim tilgangi að
kúga hina múslímsku stjómar-
andstöðu i landinu. Pyndingar
eru og daglegt brauð í Túnis að
sögn Amnesty.
Maó Kínaformaður kvað hafa sagt eitt sinn:
„Kapítalisminn er eiturgas sem ilmar.“ Deng
Xiaoping, nú 87 ára (eða níræður samkvæmt
sumum heimildum) og þó líklega enn sá, sem
mestu ræður í fjölmennasta ríki heims, er þeirr-
ar skoðunar að eitur þetta geti orðið hinum tröll-
aukna Idnverska þjóðarlíkama til drjúgrar hress-
ingar, sé þess gætt að taka það inn í ekki mjög
stórum skömmtum.
Deng
einkavæðir
á ný
Setsjúanbúi þessi, sem menntaðist
í ffönskum háskóla (í Lyon) og
fylgdi formanni sínum Maó í Göng-
unni löngu 1934-35, ernú líklega
allra þeirra karla elstur er ríkjum
ráða. 1978, er hann hafði náð stjóm-
artaumunum tryggilega í sínar hend-
ur að formanninum látnum og ekkju
hans og félögum hennar í fjórmenn-
ingaklíkunni komnum á bakvið lás
og slá, hóf hann að breyta stefnu
kínverskra stjómvalda í efnahags-
málum undir kjörorði á þá leið, að
einu mætti gilda hvemig einn köttur
væri á litinn ef hann bara næði ár-
angri í því að veiða mýs.
„ÚHendir djöflarí'
fyrirmyndir
Með nýju stefnunni var að nokkru
horfið lfá miðstýringu í efnahags-
málum, ýtt undir einkarekstur og
fyrirmyndir um stjómun og kerfi í
efnahagsmálum sóttar til Vestur-
landa og Japans. Þetta leiddi til
meiri neyslu fyrir suma og talsverðs
rasks á hinu áður agaða risaþjóðfé-
lagi, fyrst í efnahags- og kjaramál-
um, síðan í ffamhaldi af því á hug-
arfari. Með vestrænni tækni, vam-
ingi, fjárfestingum og ferðamönnum
komu vestrænar hugmyndir og við
af áköfu hatri maóismans á Vestur-
löndum tók andhverfa þess haturs,
dýrkun á öllu vestrænu. Hliðstæðar
sveiflur em kunnar annarsstaðar frá.
Stúdentar, í forustu breytinga- og
byltingarsinna hér eins og svo viða
annarsstaðar, gerðu sig ekki ánægða
með gagngerar breytingar í efna-
hagsmálum að vestrænni fyrirmy-
und, heldur og kröfðust þeir breyt-
inga á stjómarfari samkvæmt fyrir-
myndum frá því fólki, sem Kinveij-
ar höfðu til skamms tima úthúðað
sem „heimsvaldasinnum" og þar áð-
ur sem „úllendum djöflum". Það
endaði með manndrápunum á Him-
insfriðartorgi í júní 1989.
Reynt að endurlífga
Maódýrkun
Margra ætlan er að með þeim
hrottaaðgerðum gegn stúdentum og
fylgismönnum þeirra hafi ráðamenn
Kína og kommúnistaflokks þess
komið í veg fyrir að eins færi fyrir
þeim og kommúnískum valdhöfum
Austur-Evrópu og Sovétríkja það ár
og þau næstu.
Svo er að sjá að síðan hafi vald-
hafar Kina verið nokkuð á báðum
áttum um hvaða stefnu skyldi ffam
halda. Um það leyti sem herinn
réðst á stúdenta fféttist að Deng
hefði mjög sett ofan, þar eð aðrir
ráðamenn kenndu kapítalisma hans
um ólguna. Ennfremur var sagt að
sá gamli væri fyrir elli sakir að
mestu út úr heiminum og þótti það
ekki ósennilegt.
En það er seigt í þeim stutta frá
Setsjúan og hafi hann orðið að hafa
hægt um sig um nokkurt skeið virð-
Shenzhen - „sósialisk Hongkong."
Deng i Shenzhen „...óður en ég fer til himnaríkis, þar sem Marx tekur á móti mér".
ist Ijóst að hann hafi nú náð sér á
strik aflur. Deilur kváðu undanfarin
rúm tvö ár hafa staðið innan kín-
versku forustunnar um hvort haldið
skuli fast við fyrri stjómarhætti í
efhahagsmálum sem öðru eða áffam
haldið við að innleiða einskonar
blandað hagkerfi. Ihaldsmenn eru
sagðir hafa skipulagt andstöðu við
breytingar, náð tökum á pressunni
a.m.k. í Peking og trúlegt er að við-
leitni til að endurreisa Maódýrkun,
sem eitthvað hefur gætt, sé undan
þeirra rótum runnin.
Kapítalískar eyjar
En Deng telur að þetta kunni ekki
góðri lukku að stýra. Sagt er að
næstum tvö af hveijum þremur rík-
isfyrirtækjum séu rekin með tapi.
Þorleifsson
Zhu Rongji, ráðherra sá er með þau
hefur að gera, segir að sá hallarekst-
ur sé orðinn slíkur baggi á rikinu að
það standi ekki undir honum öllu
lengur.
Hafl er efiir Deng gamla að hann
sé staðráðinn í að rétta við kín-
verska þjóðarbúskapinn áður en „ég
fer til himnaríkis, þar sem Marx tek-
ur á móti méf‘. Nú eigi að taka við í
landinu „sósíalismi mótaður að kín-
verskum sið“. Með því á Deng að
sögn við að tekið verði til þar sem
ffá var horfið sumarið 1989 við að
innleiða kapítalisma að vissu marki,
og líklega í stærri skömmtum en
fyrr. Breytingasinnar, sem voru at-
hafnasamir í lýðræðishreyfingunni
1989 og eru nú aftur famir að þora
að Iáta heyra í sér, segja að þetta
fyrirhugaða „stóra stökk“ Dengs í
einkavæðingarátt feli í sér síðasta
Helgimynd
af Maó og
alþýóu -
Kina skal
fó „eitur-
gasió ilm-
andi" í
skömmt-
um.
tækifærið til að forða hinu ríkis-
rekna atvinnulífi ffá hmni.
Deng bindur í því sambandi ekki
síst vonir sínar við efnahagsleg sér-
svæði, „kapítalískar eyjar“ sem
komið hefúr verið upp eða er verið
að koma upp. Eitt það helsta þeirra
svæða er Shenzhen, í fylkinu Gu-
angdong skammt ffá Hongkong sem
á að sameinast Kína á ný eftir fimm
ár. I Shenzhen, sem einangmð er ffá
öðrum hlutum Kína ekki síður en
Hongkong sjálf (með rafmagnaðri
girðingu m.m.), mega menn stofna
fyrirtæki, eiga þau og reka án mik-
illa ríkisafskipta, borga kaup eflir
ffammistöðu og afköstum og flytja
inn erlent fjámiagn.
Keppt við
„liriu drekana fjóra"
Deng heimsótti nýlega Shenzhen
og dáðist ákaft að allri tölvuvæðing-
unni þar og miklu neysluvömfram-
boði. „Shenzhen verður að verða
sósíalísk Hongkong," sagði hann,
hvatti til að allra bragða yrði neytt
til að ná sem mestum hagvexti svo
að sérsvæðið kæmist á vettvangi
efhahagsmála á næstu 20 árum fram
úr „litlu drekunum fjórum“. Svo
kalla Kinveijar gjaman Suður- Kór-
eu, Taívan, Hongkong og Singa-
pore, en öll þessi ríki hafa sem
kunnugt er átt miklum viðgangi að
fagna í efhahagsmálum.
Athygli vakti að fjölmiðlar í Pek-
ing vom einkar orðfáir um þessa
heimsókn Dengs og má ætla að það
endurspegli vemlega spennu innan
fomstunnar. Fréttamenn kunnugir
þar eystra telja sumir að flokkspatr-
íarkinn háaldraði hafi í undirbúningi
að „hreinsa" voldugustu íhalds-
mennina úr fomstunni á 14. þingi
ríkisflokksins, sem halda á í haust.
Meðal þeirra em einhveijir á aldur
við hann sjálfan eða litlu yngri.
Södd þjóó og hlýðin?
Þeir og fylgismenn þeirra kváðu
eftir reynsluna ffá Evrópu og Sovét-
ríkjunum siðustu árin vera sann-
færðir um að einkavæðingin muni
ekki leiða til annars en að lýðræðis-
sinnar upphefjist á ný og endi það
með hruni kommúnistaflokksins
eins og bróðurflokka hans vestur í
heimi. Líklega vonast Deng gamli
hinsvegar til þess að geti Flokkurinn
boðið þjóðinni betri kjör og meiri
neyslu muni hún í staðinn verða
honum hlýðin og láta vera að krefj-
ast lýðræðis.
En ekki er það víst og eins og fyrr
er að vikið em fjölmiðlar og fleiri
aðilar í Kina á ný famir að leyfa sér
meira tjáningarffelsi en nokkur
þorði þarlendis fyrst í stað eftir árás-
ina á Himinsffiðartorg.
„Þótt manni hafi svelgst á hættir
hann samt ekki að neyta matar,“
stóð á dögunum í Alþýðublaðinu,
málgagni miðstjómar Kommúnista-
flokks Kína.
Föstudagurinn 13. mars