Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 10
Helgar 10 blaðið
Smánarblettur á velferðinni
Útgefandi: Fjörðurinn sf.
Framkvæmdastjóm og hönnun:
Sævar Guðbjömsson.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Ámi Þór Sigurðsson,
SigurðurÁ Friðþjófsson.
Fréttastjóri:
Guðmundur Rúnar Heiðarsson.
Ljósmyndari:
&istinn Ingvarsson.
Prófarkalesari:
Hildur Finnsdóttir.
Umbrot:
Silja Ástþórsdóttir.
Auglýsingar:
Svanheiður Ingimundardóttir,
Unnur Ágústsdóttir.
Dreifing:
Sveinþór Þórarinsson.
Heimilisfang:
Síðumúli 37,108 Reykjavík.
Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333.
Myndriti: 681935
Auglýsingasími: 681310 og 681331.
Prentun: Oddi hf.
Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
íslenska velferðarkerfið hefúr verið í
brennidepli að undanfomu. Augu manna
hafa einkum beinst að kostnaði við að
halda uppi velferðinni og hvemig draga
megi úr honum. Ymsar aðgerðir ríkis-
stjómarinnar hafa mætt mikilli andstöðu
almennings vegna þess að sátt hefúr
hingað til ríkt um það í þjóðfélaginu að
lítilmagnanum skuli rétt hjálparhönd en
aðgerðimar hafa einkum bitnað á þeim
sem síst skyldi. Minna heíúr hinsvegar
farið íyrir umræðu um sjálft velferðar-
kerfið, hvort velferðin sé jafhmikil og í
veðri er látið vaka.
Tvö nýleg dæmi sýna að ýmsar brota-
lamir virðast vera á kerfinu. Nýlega var
viðtal við tvo útigangsmenn í Dægur-
málaútvarpinu. Þessir menn hafa dmkkið
frá sér allt og geta ekki lengur séð sjálf-
um sér farborða, né kunna fótum sínum
forráð. Þeir eiga ekki í nein hús að venda.
Engar stofnanir geta tekið við þeim og
því þurfa þeir oft að hírast úti undir bem
lofti. Þegar veður em váleg leita þessir
menn á náðir lögreglunnar og fá að dúsa í
steininum ef pláss er fyrir þá þar.
í Reykjavík em um tíu útigangsmenn
og í einu dagblaðanna í vikunni kom
fram að einn þeirra hefúr á undanfömum
tveimur ámm gist ríflega 200 nætur í
fangageymslum lögreglunnar.
Urræðaleysið snýr ekki aðeins að upp-
komnum útigangsmönnum. Þannig er tal-
ið að hátt á þriðja tug bama hér á landi, á
aldrinum 6 til 12 ára, séu vegalaus. Þetta
em böm sem eiga engan traustan forsjár-
aðila og eiga við alvarlega félagslega og
geðræna erfiðleika að stríða. Þau em fé-
lagslega einangmð og lenda oft í alvar-
legum útistöðum við aðra. Þessi böm
hrekjast á milli ýmissa aðila og stofhana
vegna úrræðaleysis velferðarkerfisins.
Þessi böm þurfa á heimili að halda sem
getur veitt þeim markvisst uppeldi, með-
ferð og umhyggju, ef einhver von á að
vera til þess að þau geti orðið að nýtum
þjóðfélagsþegnum þegar ffarn líða stund-
ir.
Sögur þessara bama em átakanlegar.
Oft em þetta böm ungra mæðra sem
sjálfar hafa verið vegalausar sem böm.
Þá lenda vegalausu bömin oft á afbrota-
braut þegar þau vaxa úr grasi og yfirleitt
er stutt yfir í vimuefnaneyslu. Sum þess-
ara bama megna ekki að horfast í augu
við tilvemna og stytta sér aldur. Sé hægt
að ijúfa þennan vítahring er verið að fjár-
festa til framtíðar, því vegalausu bömin
munu kosta þjóðfélagið miklar fjárhæðir
þegar ffam líða stundir.
Það kann að hljóma kaldhæðnislega að
tala um að úrræði til bjargar þessum
bömum séu þjóðfélagslega hagkvæm.
Slíkt á í raun og vem ekki að skipta máli,
því þjóðfélaginu ber skylda til að veita
öllum bömum fúllkomið öryggi, sama
hver uppmni þeirra er. Það liggur hins-
vegar í augum uppi að með því að fjár-
festa í meðferðarheimili fyrir þessi böm
er verið að fjárfesta til framtíðar. Sé hægt
að bjarga, þótt ekki væri nema nokkmm
þessara bama, mun það skila sér margfalt
til baka. Það er því fúrðulegt að ekki
skuli fyrir löngu hafa verið gripið í taum-
ana og þessi alvarlega brotalöm á vel-
ferðinni lagfærð.
Vegna úrræðaleysis ríkisvaldsins hafa
samtökin Bamaheill nú ákveðið að
standa fyrir landssöfhun 20. mars til að
safha fyrir húsnæði fyrir vegalaus böm á
Islandi. Er vonandi að almenningur
bregðist vel við þessari söfhun til þess að
má burt þennan smánarblett á íslensku
þjóðfélagi.
Klukkan tifar
Atvinnuástand á íslandi
fer nú ört versnandi eins
og fram hefur komiö í
ræðu og riti undanfamar
vikur. Spár um atvinnu-
ástandið framundan fara
hríðversnandi og þegar
þessi orð em skrifuð
stefiúr í 3,6% atvixmu-
leysi á landinu öllu. Al-
mennt er litið svo á að
fari atvinnuleysi umfram
3,5% sé um háskalegt
ástand að ræða.
Framan af var útlit fyrir að
Reykjavíkurborg slyppi betur en
landsbyggðin undan atvinnu-
leysisvofunni en nýjustu upplýs-
ingar benda þó til þess að á
næstunni muni hún spenna
greipar um atvinnulíf höfuð-
borgarinnar fastar en fyrr. Þann
10. mars sl. vom 1447 skráðir
atvinnulausir í Reykjavík og
hafði þeim þá fjölgað um 120
frá því í vikunni áður. Þetta eru
ívið hærri tölur en árið 1969
þegar fólk flúði land vegna
atvinnuleysis í höfuðborginni.
Undanfarið hafa bæst við 50-60
atvinnulausir í viku hverri en
það lætur nærri að vera 8-10
manns á dag.
Þjóðarböl
Síðustu áratugi hafa Islend-
ingar til allrar hamingju lítið
þekkt til atvinnuleysis nema
helst af afspum, en váleg tíðindi
frá nágrannalöndum, einkum
Bretlandi, hafa þó fært okkur
heim sanninn um hrikalegar af-
leiðingar atvinnuleysis á þjóðlíf-
ið allt. Þeir sem fyrstir verða
lyrir barðinu á atvinnuleysi þeg-
ar það leggst af fullum þunga á
samfélagið em ungt fólk, ófag-
Iærðir, heilsulitlir og fólk sem
nálgast eftirlaunaaldur. Alvar-
legt atvinnuleysi kemur þó einn-
ig niður á fullfrísku fólki á góð-
um aldri.
Atvinnuleysi er mikið böl og
brýtur niður sjálfsvirðingu og
lifshamingju fólks, ógnar af-
komu heimilanna og sundrar
fjölskyldum. Afleiðingamar em
víðtækari en svo að þær verði
skilgreindar á einu bretti. í
ágætri blaðagrein bendir Ólafur
Olafsson landlæknir t.d. á það
að aukin streita og andlegt álag
sem atvinnuleysi laðar fram,
stefna lífi og heilsu fólks í voða
(Mbl. 5. mars). Fylgikvillamir
þirtast í erfiðum sjúkdómum á
borð við hjartasjúkdóma, heila-
blóðfoll og geðtmflanir. Undir-
rótin er sú lamandi vanmáttartil-
finning sem fylgir því að ein-
staklingur hefur ekki lengur
vald á tilvem sinni. Firring og
árásargimi samfara aukinni
fíkniefnaneyslu fylgja oft í kjöl-
farið og skapa ný vandamál sem
örðugt getur orðið að leysa.
Hvað er til ráða?
Þeir sem minnast kreppuár-
anna og atvinnuleysisins undir
lok sjöunda áratugarins hér á
landi þekkja af eigin raun þann
vágest sem nú knýr dyra. Þeir
telja sjálfsagt ekki of brýnt fýrir
stjómvöldum að gripa skjótt í
taumana, og vonandi er full
ástæða til að ætla að ráðamenn
þjóðarinnar hafi fullan hug þar
á.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur upplýst að í
ráðuneyti atvinnumála séu menn
nú að brjóta heilann um úrbæt-
ur, einkum hugmyndir varðandi
starfsmenntun og breytingu elli-
lífeyrisaldurs sem nágranna-
löndin hafa gripið til við erfið
atvinnuskilyrði (DV 5. mars).
Aðhald við veitingu starfsleyfa
fyrir útlendinga hefur einnig
verið nefnt í þessu sambandi og
endurskoðun á reglum um at-
vinnuieysisskráningu og bætur.
í viðfali við ráðherrann kom
einnig fram að hvert prósentust-
ig atvinnuleysis kostar þjóðina
um 650 miljónir króna þannig
að um þessar mundir ætti at-
vinnuleysið að kosta samfélagið
um 2,3 miljarða í beinhörðum
peningum, að ekki sé minnst á
þau mannlegu verðmæti sem
farið geta í súginn. Það má því
kosta talsverðu til svo að
stemma megi stigu við versn-
Bi&rö&in ó rá&ningarstofu Reykjavikur lengist stö&ugt. í
byrjun vikunnar voru tæplega 1500 manns án atvinnu í
höfu&borginni. Mynd: Kristinn.
andi atvinnuástandi. Hafi ein-
hvem tíma verið réttlætanlegt að
grípa til erlends lántökufjár þá
er það nú, ekki síst ef svartsýn-
ustu spár rætast um 4-5% at-
vinnuleysi.
Fortíðarvandi
enn á ný
Vilanlega skiptir mestu að
ráðamenn þjóðarinnar skapi at-
vinnuvegunum þau skilyrði sem
nauðsynleg eru til vaxtar og við-
gangs. Á því hefur orðið nokkur
misbrestur síðustu áratugina og
má segja að stefnuleysið hafi
verið algert í atvinnumálum
þjóðarinnar hingað til. í raun
hefur verið haldið uppi fólsku
atvinnuöryggi um áratugi og
koma mér í hug orð Einars
Odds, t.d. um að lengja vonlaust
dauðastríð fyrirtækja og jafnvel
heilla byggðarlaga.
Raunhæf atvinnustefna, sem
felur í sér nýsköpun og frjósöm
skilyrði öfiugs atvinnulífs, er
eina framtíðarvon okkar litla
þjóðfélags. En vandinn krefst
einnig skammtímaúrræða og
brennur á fleirum en ríkisstjóm
og Alþingi.
Skjót úrræði
Sveitarfélögin eru það stjóm-
sýslustig sem stendur næst
þegnum sínum og á þeirra veg-
um eru ýmsir möguleikar til úr-
bóta. Sú leið að setja gangvirkið
af stað með aukningu fram-
kvæmda og þjónustu er vel
þekkt við þær aðstæður sem nú
ríkja. Vitanlega er erfitt um vik
fyrir fjárvana sveitarfélög að
grípa til slíkra aðgerða, en vel
stæð sveitarfélög á borð við
Reykjavík ættu að eiga tiltölu-
lega hægt um vik.
1 borginni bíða fjölmörg brýn
verkefni sem hugsanlega gætu
skapað talsverða atvinnu. Nú
þegar er hafin athugun á aukn-
ingu veituframkvæmda og fyrir
borgarráði liggur tillaga Nýs
vettvangs um mat á nokkmm
brýnum þjónustu- og fram-
kvæmdaþáttum sem vænleg
væru til atvinnueflingar. Gengur
tillagan út á það að meta aukin
umsvif í von um tvíþætt gagn:
Að anna brýnni þörf fyrir ýmiss-
konar þjónustu og framkvæmd-
ir, og hinsvegar að uppfylla at-
vinnuþörf. Bent er á þörf íyrir
nýtt hjúkrunarheimili, aukna
uppbyggingu dagvistarstofnana,
umhverfisverkefni og aðgerðir
til að auka umferðaröryggi,
hraðari uppbyggingu skólahús-
næðis, verulegt átak í viðhaldi
fasteigna í eigu borgarinnar og
aukna heimilisþjónustu og
heimiiishjálp. Hér er ekki á
ferðinni tæmandi verkefnalisti,
heldur er tillagan hugsuð sem
fyrsta skref, þar eð beinharðar
tillögur um aðgerðir hafa enn
ekki komið fram í borgarstjóm.
Mikilsvert er að bmgðið sé
við skjótt og með raunhæfum
úrræðum. Því þarf að athuga nú
þegar hvað það hefði í för með
sér að hraða framkvæmdum og
á hvaða sviðum sé vænlegast að
bera niður, því tími verkanna
rennur upp fyrr en varir.
Nú þurfa allir að leggjast á
eitt, og knýjandi nauðsyn á að
menn ræði málin af einhug og
skynsemi. Þá urmæðu þarf að
hefja upp yfir fiokksmúra því nú
er ekki tími fyrir karp eða orða-
leiki. Klukkan tifar.
Dagbókarbrot
Það var á liðnu ári. Október var byrj-
aður, mánuðurinn þegar við hjónin gift-
um okkur, það var tuttugasta dag mán-
aðarins. Við höfðum tekið upp þá reglu
að gera okkur dagamun af þessu tilefni,
hafa góðan mat, fara í stutt ferðalag
o.s.frv.
En nú var dagurinn mun merkilegri en
fyrr, við yrðum að halda veislu því 40 ár
vom að baki. Málið komst á dagskrá innan
fjölskyldunnar. Hreinar línur þar: Þið
hugsið ekki um neitt, við sjáum um það.
Og hvað hafið þið hugsað ykkur? Það mál
verður ekki rætt að svo stöddu, en aðalat-
riðið er að þið hugsið ekki fyrir neinu í
þessu sambandi, það verður allt á okkar
snæmm.
Hér var á ferðinni leyndarmál, eitthvað
óvænt myndi gerast. Og 20. dagur októ-
bermánaðar rann upp, bjartur og fagur.
Við skyldum búast í okkar fínasta og vera
til kl. þetta já! Alltaf
gaman að búast við
einhveiju óvæntu, við
hlökkuðum til eins og
böm.
Það gerðum við
líka þennan dag er ek-
ið var út Ölfúsið. Við nálgumst Reykjavík.
Heyrðu mig nú, Perlan, oft í fréttum með
lélegan fjárhag. Aldrei komið hingað eftir
að hér hætti að vera beijaland. Gerið þið
svo vel, leyndarmálið upplýst að hluta til.
Það var frátekið borð, blómum skreytt.
Borgin breiddi úr sér héðan séð, ef svo má
orða það. Hvort við þekktum nokkuð, jú
Hallgrímskirkjutuminn, háskólann.
Heyrðu það er verið að sýna okkur mat-
seðilinn. Já, elskan mín, við gleymdum
okkur. Elskulegur þjónn tók ekki hart á
neinu. Allt var hér í miklu samræmi, feg-
urð hússins, þjónusta gestgjafans, sem var
frábær, fegurðin að líta út um hvolfþakið á
borgina okkar, á allt þetta ljósaflóð.
Satt að segja urðum við dálítið bljúg og
snortin af öllu þessu. Af öllu þessu ríki-
dæmi, af landinu okkar er skaffar alla
þessa orku.
Það biyddi einnig á því að við yrðum
háfleyg og skáldleg. Engu líkara en við
værum einhveijir höfðingjar, sem stjanað
var við.
En skáldskapurinn fólst í því að þrátt
fyrir að við fyrir 40 árum gengjum á brúð-
kaupsdaginn fyrir dyr skömmtunarskrif-
stofu ríkisins höfúm við af miklu ríkidæmi
að segja, þar sem fjölskylda okkar er.
Liklega höfum við verið komin hátt í
tvo hringi en tíminn gleymdist þama, veit-
ingar og þjónusta, einstök, nú hlyti að vera
mál að þakka fyrir sig. En svo var ekki.
Þjónar þirtust á ný og nú með fagur-
skreytta og ljósum prýdda ísa handa
„brúðhjónunum“ öldnu. „Þetta er ffá hús-
inu í tilefni dagsins," sögðu þeir, en við
gátum ekki að því gert að vikna við.
Lilja og Ingimundur
Föstudagurinn 13. mars