Helgarblaðið - 13.03.1992, Blaðsíða 11
Helgar 1 1 blaðið
Engir samningar
nema ríkið gefi eftír
Ásmundur Stefánsson forseti ASf segir aft vaxtalækkun sé ein af
grundvallarforsendum þess a% hægt sé að ná kjarasamningum. Mynd: Krístinn
Kjarasamningar hafa verið lausir síðan
í september. Þann tíma hafa samtök
launafólks notað til viðræðna um sér-
kjör en þær hafa setið á hakanum síð-
astliðin ár. Ekkert hefur gengið nú í
hálft ár. Alþýðusamband Islands hóf
almennar yiðræður við Vinnuveitenda-
samband Islands í byijun febrúar og
visaði samningagerðinni fljótlega til
sáttasemjara. I dag ætla Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og samn-
inganefhd ríkisins að reyna að ganga
að heildprsamningaborðinu á nýjan
leik. ASI vill gera samning til árs en
það vilja BSRB-njenn ekki. Dagsbrún,
sem er innan ASI, vill heldur ekki svo
langan saipning. Málm- og skipasmiða-
samband Islands stendur síðan alveg
fyrir utan en formaður félagsips, Öm
Friðriksson, er varaforseti ASI. Vinnu-
veitendasambandið og ríkisstjómin
hafa sagt að ekkert svigrúm sé til þeirr-
ar kaupmáttaraukningar sem launafólk
gerir kröfú um. Rildð vill engu til
kosta. Tíminn er skammur og verði
ekki samið fljótl,ega stefhir í átök á
vinnumarl^aði. Asmundur Stefánsson
forseti ASI segir að gefi ríkið ekki eftir
verði engir samningar.
Hann er á beininu i dag.
Víðtækt samflot samtaka Iaunafólks er í
sjónmáli. Eru samtök launafólks einhuga í
kröfum sínum, til dæmis varðandi lengd
samnings og kröfur á hendur ríkinu?
Það er ákveðinn áherslumunur þegar kemur
að lengd samningstímans. Aherslumunur sem
endurspeglar mismunandi viðhorf ekki síst til
þess hvemig farið verði með sérkröfur. Slíkur
ágreiningur er væntanlega bæði milli stétta-
samtakanna og innan þeirra. Það er í mínum
huga ekki stórfurðulegt mál.
Voruð þið ekki of fljótir á ykkur að
leggja árs samning á borðið?
Við gerðum það strax á fyrsta viðræðufundi
3. febrúar. Ég held að við séum ekki of fljótir
á okkur með það því við verðum að vinna af
okkur einhverja vinnu. En ef menn meta það
svo að efhi samnings gefi ekki forsendur til að
gera árssamning þá verður ekki gerður árs-
samningur. Það var fullkomin eining um þessa
afstöðu í okkar hópi.
Er raunhæft í kjarasamningum við VSÍ
að krefjast þess að ríkisstjórnin hverfi frá
nýsamþykktum frumvörpum sínum sem
þeir telja grundvöll efnahagsstefnunnar?
Það hefur löngum verið þannig að þeir sem
fara með mál verkalýðshreyfmgarinnar hafa
gert sér grein fyrir því að afkoma og aðstaða
launafólks er ekki nema að hluta til ákveðin í
kjarasamningum. Stór hluti af aðstöðunni er í
raun ákveðinn með opinberum aðgerðum. Það
á við um félagsleg réttindi, það á þess vegna
við um efhahagsstefnuna í heild og atvinnu-
málin, þannig að það hefur nánast frá fyrstu
tíð verið áhersluatriði hjá verkalýðshreyfmg-
unni að árangur næðist í samskiptum við
stjómvöld. Það er einu sinni svo að aðstaðan
til að beita sér i því efni tengist kjarasamning-
um. Þegar ríkisvaldið hefur hagsmuni af því
að það náist fram kjarasamningar, og við skul-
um segja að stöðugleiki verði tryggður í þjóð-
félaginu, þá hafa samtökin aðstöðu til að knýja
á stjómvöld. Þegar verið er að tala óvirðulega
um að félagsleg réttindi séu notuð sem skipti-
mynt í kjarasamningum þá er ef til vill rétt að
riQa það upp að þannig eru nánast öll félags-
leg réttindi fengin.
En hafnar ríkisstjórnin ekki félagsmála-
pökkum, hafnar hún ekki öllu sem kostar
eitthvað?
Nei, ég reikna ekki með því að það verði
þannig. Eg get að sjálfsögðu ekki fullyrt hver
endanleg niðurstaða verður í samskiptum við
ríkisvaldið. Það á eftir að koma í ljós í þeim
samtölum sem framundan em. En við höfum
gert ríkisstjóminni það ljóst að hún verður að
koma til móts við okkar kröfur. Við gerum
ekki ráð fyrir því að fá allar okkar langanir
uppfylltar en ríkisstjómin verður að koma til
móts við okkar kröfttr, ella sýnist mér mjög
ólíklegt að samningar náist.
Eru ekki samtök launafólks í þessum við-
ræðum á forsendum ríkisvaldsins og VSÍ?
Samningar fela í sér samskipti þeirra aðila
er að samningunum standa og þess vegna er
það kannski eðli kjarasamninga að þeir geta
aldrei verið á forsendum eins aðila. Það næst
ekki samkomulag nema það uppfylli forsendur
til margra átta. Það þýðir fyrir okkur að við
verðum að taka mið af því ástandi sem við bú-
um við. Það þýðir að við verðum að taka tillit
til efnahagsástands, atvinnuástands, baráttu-
stöðu og viðhorfa sem uppi em í þjóðfélaginu
á hveijum tíma. Allt þetta hlýtur að móta þá
niðurstöðu sem verður. En við leggjum upp
með okkar forsendur og niðustaðan verður að
mótast af þeim forsendum í þeim mæli að við
samþykkjum að gera kjarasamning, annars
hættum við.
Er möguleiki á kaupmáttaraukningu?
Já, ég tel það. Þeir samnignar sem verða
gerðir verða að fela það í sér.
Þrátt fyrir verri tið, þrátt fyrir minni
afla, ekkert álver. Er samt svigrúm?
Já.
Er það þá af því að atvinnufyrirtækin
standa betur en áður?
Erfiðar aðstæður gera það tilkall til atvinnu-
fyrirtækjanna að þau búi til svigrúm til að
bregðast við auknum tilkosmaði. Ein af for-
sendum kjarasamnings, af einmitt þessum
ástæðum, er að við náum ffam vaxtalækkun.
Vextimir hafa þrengt mjög afkomu fyrirtækj-
anna og ef tekst að lækka raunvexti, og nafn-
vexti líka, þá erum við að búa til svigrúm í af-
komu fyrirtækjanna. Til þess annarsvegar að
hækka kaup og til þess hinsvegar að halda
uppi atvinnu. Það er enginn vafi að vaxtalækk-
un er ein af grundvallarforsendum þess að
hægt sé að ná kjarasamningum.
Nú hækkuðu vextir á þjóðarsáttartíman-
um meira en launin.
Verðtryggðu vextimir vom eitt af þeim at-
riðum sem tekist var á um þegar þjóðarsáttar-
samningurinn var gerður. Éitt af því sem vant-
aði í þann samning var skýr yfirlýsing um það
að raunvextir héldust innan ákveðinna marka.
Það er augljóst að á samningstímanum
spmngu vextimir og það hefúr haft mjög al-
varlegar afleiðingar.
Verður þá ekki að krefjast betri trygg-
inga í þetta sinn?
Við verðum að sjálfsögðu að hafa trygging-
ar fyrir því að árangur náist. Við hefðum
haustið 1990, þegar möguleiki var að opna
kjarasamninga, getað gert það en við mátum
það svo að það væri skynsamlegra að láta
samninginn gilda.
En hvaöp tryggingar getið þið fengið?
Vextir em frjálsir, bankamir vinna sjálfstætt.
Við getum sagt sem svo að menn beiti annars-
vegar handafli á vextina sjálfa, en til þess er
ekki pólitískur vilji. Þá er spumingin hvort við
getum búið til forsendur á fjármagnsmarkaði
þannig að við getum treyst því að vextimir
lækki - raunvextimir. Ríkisvaldið verður þá
að vera tilbúið að beita sér úti á fjármagsn-
markaðnum til þess að uppfylla þá þörf sem er
fyrir vaxtalækkun. Það þýðir að Seðlabankinn
verður að vera virkur í því að tryggja að vext-
imir haldist niðri.
En er vaxtalækkun ekki það eina sem
ríkið hefur komið til móts við ykkar kröf-
ur?
Reyndar hefur ríkið ekki komið til móts við
þessa kröfú. Það hefúr að vísu verið tekið lítið
skref en það er vegna þess að markaðurinn
hefur verið að snúast en ekki af því að beitt
hafi verið pólitisku ffumkvæði. En þama hefúr
verið gefið svar um jákvæðan vilja. Það hefúr
líka komið ffarn að forsætisráðherra gerir sér
nú grein fyrir því að atbeina ríkisvaldsins þarf
til þess að stuðla að því að samningar takist. Á
fundi með honum sl. laugardag var hinsvegar
ekki lofað neinum ákveðnum aðgerðum.
Þannig að einungis liggur fyrir viljayfirlýsing.
Og það verður að meta hvers virði hún er.
Er verkalýðshreyfingin ekki komin í
ógöngur í þessum samningum þegar ein af
kröfunum er að fresta gildistöku reglugerð-
ar um mengunarbúnað bíla?
Þetta er reyndar ekki ein af kröfúnum. Sá
hópur sem var að skoða bílamálin fékk ábend-
ingu um þetta atriði og mér skilst að fyrstu
upplýsingar sem fengust um þetta hafi ekki
verið réttar, þannig að þama er ekki um stórt
mál að ræða. Þessi krafa hefur ekki verið sett
ffam þar eð menn hafa ekki farið yfir málið til
þess að búa til kröfú. Það er hinsvegar augljóst
mál að á þessum sviðum sem öðmm hljóta
menn að fara að með gát. Menn hljóta að miða
ákvarðanir sínar um mengunarvamir við það
að tryggt sé að árangur náist með takmörkuð-
um tilkostnaði.
Lítur þetta ekki þannig út að þið séuð að
reyna að grípa í einhver hálmstrá til þess
að fá ríkið til að koma til móts við ykkur?
Ég veit í sjálfu sér ekki hvemig það lítur út.
En þar eð ekkert hefúr verið sett ffam um mál-
ið finnst mér hæpið að tala um að menn séu að
grípa í strá. Það er augljóst mál að við höfúm,
sérstakalega síðustu tvö ár, skipt okkur af
ákaflega mörgum þáttum sem ef til vill em
óskyldir hefðbundinni verkalýðsbaráttu. Við
höfum verið að reyna að ná árangri í því að
halda aftur af verðhækkunum. Sem fyrir kaup-
máttinn er ekki síður heppilegt en að hækka
kaupið. Við höfúm náð vemlegum árangri á
ákveðnum sviðum. Það er ekki til neinn listi
yfír þau fyrirtæki sem við höíúm stöðvað
verðhækkanir hjá, en við höfúm notið aðstoð-
ar atvinnurekenda í þessu. Menn em að gera
sér Ijóst að þetta em gmndvallaratriði fyrir
okkar hagsmuni.
Eftir sex mánaða árangurslausar viðræð-
ur um sérkjör lítur út fyrir að þeim verði
fórnað enn eina ferðina. Verður nokkurn
tíma samið um sérkjör?
Það hefúr verið unnin gífúrleg eftirfylgni-
vinna á samningstímanum. Við höfúm verið
meira og minna að síðan samningurinn var
gerður í febrúar 1990, til að fylgja honum eft-
ir. Það hefúr alltaf verið svo í öllum samn-
ingalotum að menn hafa orðið að meta hvaða
áherslur þeir ætla að leggja á sérkröfúr og
hvað á almennar kröfúr. Við tókum ákvörðun
í maí um að hvetja til þess að félögin og sam-
böndin fæm af stað í sérkjaraviðræður og
reyna að leggja til drög sem yrðu tilbúin þegar
samningar rynnu út. Ég hafði það mat að það
væri óhjákvæmilegt að gefa þama fúllt svig-
rúm og gefa ekki færi á að fara með þetta inn
á eitt borð fyrr en félögin mætu það svo að
það skemmdi ekki það verk sem væri verið að
vinna að í sérkröfúm. Það hefúr ekki mikið
gerst í sambandi við sérkröfúr og þegar sam-
böndin samþykktu að fara út t almennar við-
ræður þá var það ekki síst vegna þess að þau
mátu stöðuna svo að sérkjaragerðin væri
stopp. Það er ekki líklegt að þetta hreyfist
nema þá í tengslum við gerð heildarkjara-
samnings. Við beygjum okkur fyrir þessum
rökum.
Eruð þið núna á endasprettinum eða
stefnir í átök?
Við höfðum hugsað okkur að boða for-
mannafúnd í næstu viku og setja okkur þá ein-
daga fyrir þann fúnd. Þannig að við gætum þá
tekið ákvörðun um það hvort við værum að
gera samning eða að sigla inn í átök. Mér sýn-
ist ýmislegt benda til þess að við þurfum
lengri tíma. Meðal annars vegna þess að opin-
berir starfsmenn hafa ekki verið með neinar
sameiginlegar viðræður fyrr en í gær. Fyrsti
fúndur BSRB og samninganefndar ríkisins var
í gær þannig að það þarf að gefa aðeins svig-
rúm til þess að hægt sé að taka á málunum
þeim megin. Það er ekki eðlilegt að við setjum
of mikla tímaklemmu gagnvart þeim aðilum
sem við erum að reyna að tryggja samflot
með.
Er þetta spurning um örfáar vikur?
Ég held að þetta sé spuming um mjög stutt-
an tíma.
Að lokum Ásmundur, er ekki erfitt að
semja þegar annar varaforseti ASÍ er ekki
samstiga heildarsamtökunum?
Það gæti verið erfitt ef það væri einhver
togstreita eða málefnaágreiningur en því er
engan veginn til að dreifa. Það eru ákveðnar
forsendur hjá málmiðnaðarmönnum sem gera
það að verkum að þeir hafa tekið ákvörðun um
að vera ekki i samfloti. Það hefúr ekki valdið
neinni misklíð, hvorki milli okkar persónulega
né ASÍ og MSI.
G. Pétur Matthíasson
Föstudagurinn 13. mars