Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 14

Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 14
Barbarella tekur við af Cicciolinu Kona að nafni Virna (köll- uð Barbarella) Bonino (í miðið á myndinni), 23 ára og starfandi í kiámbissnissnum á Italíu, hefur tekið við sem leiðtogi Ástarflokksins (Part- ito dell’ amore, flokksmerkið á myndinni t.v.) þarlenda af Ilonu Staller (sem kölluð er Cicciolina, pappamynd af henni t.h. á mynd). Cicciolina, sem átti hlut að stofnun flokksins og hefur til þessa verið þekktust af for- ustufólki hans, hefur nú látið af störfum fyrir flokkinn sök- um þess að hún er bamshaf- andi og flutt til Munchen. Ekki Helgar 14 blaðið er hún þó hætt í stjómmálun- um til frambúðar, því að hún hyggst komast á landsdaginn (þingið) í Bæjaralandi eða a.m.k. í borgarstjómina í Múnchen. Barbarella og liðsmenn hennar telja flokki sínum mik- inn sigur vísan í ítölsku þing- kosningunum sem fara fram í aprílbyrjun. Sjálf segist Bar- barella ganga í baráttuna af lífi og sál, enda séu ástríður henn- ar „allar í stjómmálum“. Eins og sakir standa segist hún ein- beita sér að því að berjast fyrir því að ítalska þjóðfélagið við- urkenni samkynhneigðar manneskjur sem fullkomlega eðlilegt fólk. Pavarotti í megrun Óperustjarnan Luciano Pavarotti ætlar að fara í megr- un og það svo um munar. Ég ætla að losna við 57 kíló sagði söngvarinn þar sem hann var á tónleika- ferð í Skotlandi í síðustu viku. Pavarotti vegur nú að því er heimildir herma 136 kíló. Áformað er að Pavarotti syngi í Tosca í Covent Garden í London seinna á þessu ári og stjómandinn, Zubin Mehta, segir að hann verði að syngja sitjandi. Ástæð- an er að hann er í raun hálf hreyfihaml- aður vegna þyngdar sinnar. Blaðran er að „Mikið eru bijóstin á þér einkennileg viðkomu," segir bandaríski grínleikarinn Ste- ve Martín við unga stúlku í kvikmyndinni 1A Story. Hún svarar að bragði: „Hafðu ekki áhyggjur af því, þau eru bara ekta.“ AIIs kyns fegrunaraðgerðir hafa færst mikið í vöxt á undanfömum árum. Algengast er að konur láti hressa upp á bijóst sín með því að græða sílíkonpúða inn í þau, þannig að þau verða bústin og framstæð. Slíkt þykir í dag ekkert tiltökumál og varla neitt feimnismál lengur. Sé konan ekki ánægð með útlit sitt get- ur hún farið í aðgerð og bætt það þannig að það falli inn í staðla nú- tíma fegurðar. Það vakti töluverða athygli á sín- um tíma þegar Ieikkonan Jane Fonda fór í lýtaaðgerð og lét stækka bijóst sín. Hún var ímynd hinnar heilbrigðu konu sem með ströngum æfingum hélt líkama sínum í formi. En svo bregðast krosstré... Árið 1988 fór á þriðju milj ón Bandaríkjamanna í lýta- aðgerð. 87 prósent þeirra voru konur. I Bretlandi hafa slíkar aðgerðir einnig færst mjög í vöxt, einkum meðal ungra kvenna sem vilja fá þrýstnari barm en guð gaf þeim. Slík aðgerð kostar 201 þúsund krónur. Um leið og bijóstin stækka, gera banka- reikningar stjömulýta- lækna í Bandaríkj- unum slíkt hið sama, en þeir hafa margir laun en kvikmyndastjömumar sem þeir lappa upp á. En það em ekki bara bijóst sem eru stækkuð, heldur getur fólk feng- ið útlitinu breytt á allan mögulegan máta: fita er sogin burt, hmkkur strekktar, undirhökur hverfa, nef em lengd og stytt, svartar konur láta taka burt hluta af þykkum vömm sínum og japanskar konur láta græða auka húðpoka við augnalok sín svo þær fái evrópskt útlit. Og karlmenn em einnig famir að taka við sér. Algengt er að þeir láti stækka á sér brjóstkassann og bæta við lærisvöðvana. Samhliða þessum læknisfræði- legu aðgerðum hefur einnig vaxið eftirspum eftir gervibijóstum, bijósthöldum með stálvírum sem lyfla bijóstunum og korselettum. Og karlmenn geta fengið keypt innlegg í buxnarassinn þannig að rassinn virðist stinnari en hann í raun er og einnig er hægt að kaupa innlegg í klofbótina þannig að það líti út fyrir að karlamir hafi mikið undir sér. Fegurðin veltir gríðar- legum upphæðum en nú virðist blaðran vera að springa. ígræðslur bannaðar Mjög lítil um- ræða hefur farið fram um þessar aðgerðir þar til nú upp á síðkast- ið. Vegna fjölda hverjir hæm Imynd fegurö- arinnar búin til ó skurbstofu. kvartana og málaferla ákváðu bandarísk heilbrigðisyfirvöld að grípa í taumana. Einkum beindust sjónir manna að sílíkonígræðslu í brjóst, en konur höfðu kvartað und- an því að sílikonið læki út í líkama þeirra. Stærsti framleiðandi sílikon- púða í bijóst, bandaríska fyrirtækið Dow Coming, var dæmt til að greiða konu 7 miljónir dollara, eða rúmlega 400 miljónir íslenskra króna, vegna þess að sílíkonið lak út í líkamann. Fyrirtækið hefur áffýjað dómnum en um 200 málaferli eru í gangi gegn því. Auk þess sem sílíkonið hefúr lek- ið út í líkamann hafa sumar konur átt í vandræðum vegna þess að púð- amir, sem græddir voru í þær, vilja renna til undir húðinni og hafa jafh- vel mnnið út undir handarkrikana. Þá hafa sumar konur fengið vöðva- bólgur og liðagigt vegna ígræðsl- unnar. Sílíkonið hefur líka stundum harðnað þannig að bijóstin verða glerhörð og virðast vera að springa. Þetta varð til þess að bandarísk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í upphafi ársins að banna bijóstaígræðslur þar til framleiðendum sílíkonbijósta hefði tekist að sanna að ígræðslum- ar væru með öllu hættulausar. Bresk yfirvöld sáu ekki ástæðu til að bregðast jafn harkalega við og sama er að segja um heilbrigðisyfirvöld í nágrannaríkjum okkar og á íslandi. Þau telja ekkert hafa komið fram sem sýni fram á skaðsemi þessara aðgerða. Feguröarímyndin Það eru ekki bara yfirvöld í Bandaríkjunum sem hafa bmgðist við, heldur hafa baráttukonur fyrir kvenréttindum einnig lagt orð í bclg. Þar fer fremst rithöfúndurinn Naomi Wolf. Bók hennar Fegurðar- ímyndin, „The Beauty Myth“, hefur orðið nokkurskonar biblía nýkven- frelsishreyfingarinnar í Bandaríkj- unum. Wolf heldur því ffarn að með þessum fegrunaraðgerðum séu kon- ur enn einusinni orðnar að föngum ímyndunar karlmanna. Imyndin er mjög á skjön við það sem náttúran gefur flestum konum; risavaxin síl- íkonbrjóst á drengslegum mjaðma- lausum líkömum. Wolf segir að þessi dýrkun á útlit- inu sé ný aðferð karla til að ná aflur tökum á konum, sem smámsaman voru að öðlast jafnrétti. Nú þegar samdráttur og atvinnuleysi hefur aukist grípa karlamir til þess að þrýsta konunum aftur í hefðbundnar nillur sínar, inn á heimilin og undir hníf lýtalæknisins. Naomi Wolf, sem er þrítug að aldri, líkir því sem er að gerast núna Brjóstin stækka og stækka og viróast oó þvi komin ab springa. við það þegar læknar Viktoríutim- ans skáru eggjastokkana úr heil- brigðum konum til þess að rýna svo í þá á læknaráðsteíhum. Á Viktor- ítímanum var það talið ókvenlegt að lesa of mikið og slíkar konur voru jafnvel úrskurðaðar sjúkar. Allar konur sem féllu ekki inn í munstrið voru afbrigðilegar og sjúkar og til að Iækna þær af „óeðlinu“ var móð- urlífið skorið burt. Nú eru hinsvegar heilbrigðar konur látnar troða síl- íkoni inn í sig svo þær falli betur að fegurðarimynd karlmannsins. Fegurðardýrkunin hefúr á sér ýmsar slæmar hliðar. Þannig þjáist fimmta hver stúdína við ameríska háskóla af anorexiu. Boðskapur auglýsingaheimsins er sá að sért þú ekki ung, hrukkulaus, grönn og þrýstin, þá getirðu einfaldlega ekki notið kynlífs. Stúdínumar eiga í erf- iðleikum með að standast allar þær kröfúr sem gerðar eru til þeirra. 1 fyrsta lagi eiga þær að standa sig í námi og helst betur en strákamir, í öðm lagi verða þær að falla inn í fegurðarímyndina, eigi þær að eiga möguleika þegar þær koma á vinnu- markaðinn, og í þriðja lagi þjást þær af kynangist, sem tengist útliti þeirra. Naomi Wolf hvetur konur til að rísa upp gegn þessari innrætingu karlmannaþjóðfélagsins og vera stoltar af útliti sínu og bijóstum, hvemig sem þau líta út og hvort sem þau em stór eða smá. Aðalat- riðið sé að þau séu heilbrigð. Öll brögð gilda Einsog vænta má hafa margir ris- ið upp til vamar fegrunaraðgerðun- um. Það kemur þó á óvart að það em einkum konur sem hlaupa í vöm, en karlamir skipta sér minna af þessari umræðu. Karllæknar, sem eiga hagsmuna að gæta, hafa vissu- lega haldið vamarræður þar sem þeir benda á að þessar aðgerðir séu aiveg hættulausar og ekkert hafi komið fram sem bendi á skaðsemi Naomi Wolf, höfundur bókar- innar Feguróarimyndin. sílíkonsins. Er skemmst að minnast umræðu í íslenska Sjónvarpinu, eftir að mynd um skaðsemi svona að- gerða hafði verið sýnd. Töldu þeir læknar sem þar var rætt við að myndin gæfi mjög villandi mynd af því sem un var rætt. Það em einkum konur sem hafa ráðist gegn sjónarmiðum Naomi Wolf. Margar konur, sem hafa misst bijóst vegna bijóstakrabba, em þakklátar fyrir að geta gengist undir svona aðgerð og telja mjög ómak- lega að sér vegið með því að halda því fram að þær geri þetta til þess að þóknast körlunum. Aðrar konur, sem hafa látið lappa upp á útlitið, benda á að þær geri það til þess að vera samkeppnisfær- ar við yngri konur. Dæmigert er svar konu á miðjum aldri í banda- riskum sjónvarpsþætti. Hún benti á að karlamir losuðu sig iðulega við konur sínar eftir að bömin væm komin upp til þess að geta látið mynda sig við hliðina á ungum feg- urðardísum, einsog konan væri sportbíll eða álíka statussymból. Konumar benda á að í þessu harða samkeppnisþjóðfélagi sem þær lifa í, gildi öli brögð, m.a. að hressa upp á útlitið til að eiga I fullu tré við yngri konur. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.