Helgarblaðið - 13.03.1992, Síða 16

Helgarblaðið - 13.03.1992, Síða 16
Rússland hið mikla... Það eru mörg skrýtín boð sem við fáum um þessar mundir frá Rúss- landi eða þvi lausbeisl- aða Samveldi sjálfstæðra ríkja. Til dæmis að taka gátu menn heyrt í sjónvaqíi á dögunum spjall við einn af foringjum rússneskra þjóðrembumanna, Vladimír Zhirinovskíj, sem ku eiga vaxandi fylgi að fagna hjá sinni þjóð - þótt undarlegt megi virðast. Menn gátu vissulega haft dá- lítið gaman af strigakjafthættin- um í Zhirinovskíj - ekki sist vegna þess að hann gerði okkur þann greiða að draga ísland inn í sín dæmi. Hann ætlaði að mala alla andstæðinga í kosn- ingum. Þar á eftir ætlaði hann að taka í hnakkadrambið á Jelt- sín, Kravtsjúk og öðrum forset- um Samveldisrikjanna og henda þeim úr landi. I refsing- arskyni fyrir það að þeir höfðu sundrað Rússlandi hinu mikla. Og honum fannst rétt mátulegt að þeir væru sendir til íslands, fyrst þeir hefðu svo mikinn áhuga á að stofna „smáríki“ (sem hann talaði um með feiknalegri fyrirlitningu). Þeir gætu safnað hér í saltsíldinni og Golfstraumnum hagnýtri reynslu af kotríkjaveseni alls- konar. Þar að auki vildi Zhir- inovskíj refsa Islendingum fyrir það sem hann kallaði íhlutun í mál Rússa: þeir höfðu orðið einna fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkja. Og vildi hann láta þann rauðan belg koma fyrir gráan að senda íslendingum til geymslu allan undirheimalýð Rússlands, hundruð þúsunda manna, kann- ski tvær miljónir! Ab brúka ísland Nú er rétt að hér komi inn- skot: ekki vegna þess að menn þurfi að taka slíka og þvílíka hótun alvarlega, heldur til að minna á að mönnum hefur á ýmsum tímum dottið margt skondið í hug um sögulega nýt- ingu lslands. Eitt af skáldum hins rússneska fútúrisma, Khlebnikov, skrifaði grein í rússneskt tímarit árið 1915 um fáránleika þeirrar heimsstyrj- aldar sem þá geisaði. Undir lokin lét skáldið sér koma í hug snjallt ráð til að losa Evrópu við styrjaldir. Hann sagði: „Velja skal einhverja lítt byggða eyju handa stríðsfúsum mönnum úr öllum löndum og geti þeir barist þar þindarlaust um eilífð alla eins og þá lystir. Til dæmis mætti velja ísland. (Fagur dauðdagi.)" Innskoti lýkur. Trúöurinn og alvaran En semsagt: þótt íslendingar hafi varla mikla ástæðu til að óttast hefndarhug Zhirinov- skíjs, og þótt hann tali digur- barkalega um að best væri að Rússland endurheimti ekki bar- asta allt sovéskt land, heldur og Finnland og Alaska, sem Rússakeisarar áttu einu sinni, þá er ekki þar með sagt að heimamenn, Rússar sjálfir, geti afgreitt þennan mann með létt- úð. Eða þau fyrirbæri sem hon- um tengjast. Bergmann Það er auðveldast af öllu að kalla slíkan náunga trúð - en það hafa áður risið menn í sög- unni sem voru rétt eins og trúð- ar í framgöngu allri, en náðu því samt að gerast alræðisherr- ar yfir sínum lýð. Nefnum til dasmis Mússólíní. 1 fréttapistli sem Sjónvarpið fiutti á dögunum frá þcim sama dugnaðarjaxli í fréttamennsku, Jóni Olafssyni, var ungur tals- maður Kristilegra demókrata í Moskvu spurður um Zhirinov- skíj. Og hann sagði einmitt að menn gætu kannski hlegið að honum, en þeir sem ýttu honum fram og notuðu hann, þeir menn væru hættulegir. Rússneskur fasismi? Og satt að segja þarf maður ekki annað en opna traustvekj- andi vikublað eins og Lítera- túmaja gazeta eftir nokkurt hlé til að sjá að þar er eina ferðina enn verið að tala um „brúnu“ hættuna. Hættuna á því að sá vandræðafoss sem yfir Rússa steypist, sópi burt veikburða lýðræði og greiði götu „hins sterka manns“ sem ætlar að leysa alla hnúta - efnahagsiega, pólitíska, samúðarvanda þjóða - og margt fleira. Ekki síst með því að afnema allt „lýðræðis- kjaftæði". Við höfum stundum verið að skrifa um þennan háska áður. Þjóðemamálin vom perestrojku Gorbatsjovs erfiðari en flest annað, og þau leiddu til þess að ríkið splundraðist. Þegar ríkið klofnaði gerðust allir, komm- únistar og ekki kommúnistar, feinkalegir þjóðemissinnar i einni svipan. Ekki bara vegna þess að menn þurfa á sökudólg- um að halda („hinir" em alltaf sekir). Heldur og vegna þess að svo margar þjóðir og þjóðabrot verða fyrir skakkafollum undir nýjum valdhöfum, eða óttast mjög um sig. Ekki síst Rússar sjálfir: við vorum nú um daginn að fá þau tíðindi sem em háskasamleg, að 600 þúsund Rússar í Eistlandi fái ekki að taka þátt í kosningum þar í landi í bili: þar er komið efni í heift og ýfingar sem þjóð- rembumenn á borð við Zhir- inovskíj þrífast á í Rússlandi sjálfu eins og púki á fjósbita. Auk þess sem allir gátu búist við því að sundrung Sovétríkj- anna mundi freista margs Rúss- ans til áð rekja hrun heimsveld- is ekki til eðlilegrar sjálfstæði- sviðleitni smærri þjóða, heldur til þeirrar hugsunar að sjá óvini og samsæri í hverju heims- homi: aliir hafa sameinast gegn okkur Rússum - Amríkanar, Þjóðverjar, júðar, Tyrkir, pen- ingafurstarnir, klámkóngamir - og svo framvegis, og svo fram- vegis. Snúum bökum saman: Rússlandi allt! Burt með öll „annarleg“ áhrif. Þrjór forsendur saman Þetta er sá jarðvegur sem Zhirinovskíj þrífst á - eða ein- hver annar ef hann ekki dugar til. Jarðvegurinn er háskalega frjór. I stuttu máli sagt: þrjár forsendur gætu leitt til ein- hverskonar fasisma í Rússlandi (hvaða mynd sem hann svo tæki á sig i raun). I fyrsta lagi: sú tilfinning grípur um sig meðal fjöldans að skert lifskjör, nýtt ranglæti í stað hins gamla og allsherjar ráðleysi eigi sér einhvem ill- kynjaðan uppruna - einhver vilji að ástandið sé einmitt svona. 1 öðru lagi: það verður mjög útbreitt að menn telja sér mis- boðið sem þjóð. 1 þriðja lagi: menn búa sér til hugmynd um einhvem einn að- alsökudólg sem beri ábyrgð á öllum félagslegum og þjóðem- islegum vanda, um óvininn sem verður að brjóta á bak aftur með styrkri hendi. Allar þessar forsendur em á kreiki i Rússlandi nú um stund- ir. Þær þurfa ekki endilega að leiða til þess að þar rísi nýtt al- ræöi, sem fyrst og síðast hefur Rússland hið mikla á oddinum. Eitthvað ættu menn til dæmis að hafa lært af leiðtogadýrkun fyrri tíma, foringjamir miklu eru alls ekki í tísku í heiminum og það er erfiðara að byggja þá upp nú á dögum hins mikla Sjónvaqis en á dögum hinna miklu Útifunda. Engu að síður er háskinn raunvemlegur. Eink- um ef svo fer í fleiri en einu eða tveim hinna nýju ríkja, að þær þjóðemissinnuðu stjómir sem þar ráða geri Rússum, sem búsettir eru í þessum löndum, illa eða ekki líft og miljónir rússneskra flóttamanna koma „heim“ - til þess eins að allir efnahagsörðugleikar magnist. Þá mun mörgum þykja tími til þess kominn að fara í heilagt stríð. Helgar 16 blaðið Fjórar nýjar kiljur íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur, tvær eftir íslenska höfunda og tvær þýddar. Svanurinn eftir Guðberg Bergs- son er saga um níu ára gamla stúlku sem send er í sveitina til að bæta fyrir brot sitt og í hinu nýja um- hverfi vakna óvæntar kenndir. Guð- bergur hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1991 fyrirþessa sögu. Bréfbátarigningin eftir Gyrði El- íasson em fjórar samantengdar sög- ur sem geyma ótal fúrður. I sögun- um kynnist lesandinn fjölskrúðugu persónusafni og smátt og smátt skynjar hann hvemig líf þessara ólíku persóna fléttast saman. Bókin var á sínum tíma tilnefhd af íslands hálfú til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er eitt frægasta ástar- drama allra tíma. Leikritið er nú gefið út í kilju í tilefni þess að Þjóðleikhúsið hefur tekið það til sýninga. Helgi Hálfdanarson þýddi verkið. Grafarþögn er spennusaga eftir Colin Dexter um Morse lögreglu- fúlltrúa sem er mörgum að góðu kunnur úr Sjónvarpinu. Gunnar Þorsteinsson þýddi bókina. Mendelsohn snýr aftur Heimurinn hefitir verið að hringla fram og til baka með álit sitt á Mendelsohn frá því sá góði mann var og héL Meðan hann lifði og lengi síðan var hann talinn í hópi stórséníanna. Einkum voru Englendingar yfir sig hrifiiir af honum. Og héldu ekki vatni yfir óratóríunum. En seinna sögðu sumir að Mendelsohn hefði gengið af enskum músiksmekk hálf dauðum með þeim ósköp- um, því þegar komið var nokkuð fram á þessa öld, gáfu flestir skít í herra Mendelsohn. Þóttí hann þá afar lásí tónskáld og ekkert séní og óratóríumar hans frægu þóttu alveg heint með ólíkindum lásí. Þór Guðjónsson Ef fyrir fáum árum fór Mendi kallinn óvænt að rísa úr öskunni og gera sig aftur mjög gildandi með sína músik. Þykir hann nú bara fjandi góður og fara dagbatnandi. Nýjasta nýtt af honum er það frétta að einmitt þessar lásí óratóríur, sem eru Viktóriutíminn hljómum klæddur, séu nú orðnar superhit í menningarborgum Evrópu, allt frá Reykjavík til ég veit bara ekki hvert. Það sagði mér Þorsteinn Gylfason að minnsta kosti í tón- leikahléi. En kannski var hann nú bara að stríða mér því hann veit að ég gín við öllu sem hann segir. Og á síðustu sinfóníutónleikum var spiluð ítalska sinfónían hans Mendelsonhs. Hana heyrði krítiker Helgarblaðsins fyrst norður við Hvítahaf, þegar hann var ungur töffari og yfir sig skotinn í villi- stelpu frá Samarkand, er var komin þama norður og niður fyrir ein- staka skipulagssnilli kommúnism- ans. Villistelpan trúði á Allah og krítikerinn. En þó meira á krítiker- inn enda var hann miklu betri við hana. Þess vegna verður hinn ann- ars mjög svo virðulegi krítiker allt- af svo yndislega væminn og banal inni í sér þegar hann heyrir þessa ítölsku sinfóníu. En því miður var hún ekki vitund væmin og alls ekkert banal þetta kvöld í Háskóla- bíói. Það var líka spilað Capriccio op. 2 eftir Gottfried von Einem sem er þekktastur fyrir óperur sínar. Hann starfaði lengi í Þýskalandi en var svo andsnúinn nasistum að Ge- stapo fangelsaði hann. Loks tókst honum að flýja land. Sumum hefúr þótt von Einem ansi djarfúr við að nýta sér hugmyndir annarra í sín- um eigin tónsmíðum. „Das ist nicht von Einem; das ist von me- hreren,“ sagði gámnginn um eitt- hvert verka hans. Þetta capriccio er fremur gamaldags eins og víst mörg verk þessa tónskálds. En það er gullfallegt. Og flutningurinn var góður. Að lokum lék sveitin klarinettu- konsert eftir stjómandann sjálfan, Pál P. Pálsson. Konsertinn er ósköp sætur áheymar en voða flat- ur. Dálítið eins og pönnukaka með sykri. En í þetta sinn var hann svo listilega leikinn af Sigurði 1. Snorrasyni að hann varð eins og finasta ijómapönnukaka. Asgeir Smári í Gallerí Borg Asgeir Smári hefur opnað einkasýningu á nýjum oiíu- myndum í Gallerí Borg við Austurvöll. Ásgeir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 1974-1979 en síðasta ár hefur hann búið og starfað í Danmörku þar sem hann hefur eigin vinnu- stofu. Þetta er 10. einkasýning Ás- geirs en hann sýndi síðast í Gallerí Borg fyrir einu ári en þá var mikil aðsókn og seldust allar myndimar á sýningunni. Sýningin verður opin alla daga vikunnar trá kl. 14-18, en henni lýkur 24. mars. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.