Helgarblaðið - 13.03.1992, Page 18
Helgar 18 blaðið
Umpottun
pottablóma
Nú er vorið komið af
fullum krafti í gluggai-
kistumar. Vonandi er
þar framundan langt
og litskrúðugt blóma-
sumar. Það var nú
reyndar meiningin að
þessi pistill kæmi hér
í síðustu viku, en
flensupest allill setti
rithæfiii garðyrkju-
mannsins úr skorðum.
Það ættí þó ekki að
saka mikið og eru
hæstvirtír lesendur
Helgarblaðsins beðnir
forláts á þessari töf
vorverkaumræðunnar
- en úr þessu verður
haldið striki.
Hafliðason
Það er vel orðið tímabært
að draga það ekki lengur að
láta verða af því að skipta
nú um mold á pottablómun-
um. 1 undanfarandi þáttum
höfum við farið yfir aðdrag-
andann og útlistað það úrval
og gerðir blómsturpotta og
pottamoldar sem á markað-
inum eru.
Sjálf umpottunin er tals-
vert verk sem borgar sig að
gefa sér góðan tíma til að
framkvæma. Best er að
byrja á því að safna öllum
plöntunum saman á einn
stað, helst á borð þar sem
góðrar birtu nýtur og hægl
er um vinnupláss. Þar eru
plöntumar grandskoðaðar,
heilbrigði þeirra athugað og
metið hversu mikið þarf að
auka við pottarýmið hjá
hverri og einni.
Sumar plöntur taka sig
best út í fremur smáum pott-
um. Þær er best að klippa
niður að mestu og skerða
rætur þeirra og planta þeim
svo aftur í sömu stærð af
potti með nýrri mold. Af
þessu tagi eru til dæmis ha-
vaírósir, pelargóníur, fúksíur
og íleiri blómslrandi plönt-
ur. Einnig gyðingurinn
gangandi, mölplanta,
slönguskinn og álfamöttull.
Afklippumar má nota sem
græðlinga til að búa til nýjar
plöntur.
Aðrar plöntur, svo sem
flkusar, séfflerur, árelíur og
júkkur þurfa stærri potta og
þá er hæfilegt að stækka
pottana um þrjá til fimm
sentimetra í þvermál. Sama
gildir um stóra pálma.
Bleytið fyrst
Áður en við tökum piönt-
urnar úr pottunum cr nauð-
synlegt að vökva þær vel,
helst rennvæta moldina og
láta plönturnar síðan standa
að minnsta kosti í hálftíma á
eftir til að þær fái tóm til að
fylla á alla vatnsgeyma sína.
Þá þola þær umpottunina
betur.
Best er að hafa volgt vatn
í fotu eða bala og sökkva
pottunum upp fyrir brúnir
og halda þeim ofan í vatninu
þangað til loftbólur hætta að
koma úr moldinni.
Ab losa úr
Til að losa plöntumar úr
pottunum er best að taka
með greipinni utan um rót-
arhálsinn og styðja um leið
við moldina í pottinum.
Pottinum er síðan hvolft og
pottbrúninni slegið létt í
borðbrún. Þá losnar klump-
urinn venjulega léttilega og
lendir í hendi manns. Samt
getur verið, ef plöntumar
eru orðnar mjög potlgrónar,
einkum í leirpottum, að
þessi aðferð beri ekki árang-
ur. Þá er ekki um annað að
ræða en að skera plöntumar
úr pottunum. Það er gert
þannig að þjálu hnífsblaði er
stungið með pottbarminum
niður í botn og skorið hring-
inn í kring. Þetta skemmir
rætumar ekkert að ráði og
reyndar þola allar plöntur
einhverja skerðingu rótanna.
Og það er alltaf betra að
skera heldur en að merja
rætumar eða að slíta þær.
Yfirfariö rætur
Þegar rótarklumpurinn er
kominn úr pottinum er sjálf-
sagt að skoða hann. Fúnar
rætur eru fjarlægðar og
sömuleiðis borgar sig að
klippa burt grófar, hring-
vaxnar rætur. Við reynum
líka að ná burt sem mestu af
gömlu moldinni, en það fer
nokkuð eftir rótagerð hvesu
langt við göngum fram í því.
Séu rætumar í eðli sínu fin-
gerðar látum við nægja að
taka aðeins utan úr þeim. Af
grófgerðari rótum getum við
hrist moldina að mestu cll-
egar skolað hana af í vatns-
balanum.
Notið hreina potta
Ymsir kvillar og margvís-
leg vandræði geta borist
með óhreinum blómsturpott-
um. Þess vegna er það ófrá-
víkjanleg regla að þvo og
þrífa alla potta á milli
plantna. Það dugar vel að
þvo plastpotta úr snarpheitu
sápuvatni en leirpotta þarf
að leggja í sjóðandi heitt
grænsápuvatn og láta þá
liggja í því yfir nótt eða svo.
Reyndar er það líka góð
regla þegar nýir leirpottar
eiga í hlut að leggja þá í
sápuvatn fyrir notkun. í nýj-
um leirpottum geta nefni-
lega verið restar af óhollum
gastegundum og eins er
betra að hafa þá vatnsmett-
aða þegar plantað er í þá. Að
sjálfsögðu þarf líka að þvo
allar pottahlífar og undir-
skálar um leið og umpottað
er. Eins er gott að grípa
tækifærið og gera hreint í
gluggum og homum þar
sem plöntur hafa staðið á
meðan þær eru fjarverandi.
Ný mold og
undraefni
Þegar hér er komið sögu
er mál að setja plöntuna í
pottinn. Eins og áður sagði
borgar sig ekki að stækka
pottana um of. Byrjað er á
því að setja eina matskeið af
grófum blómavikri eða við-
arkolum í botninn á pottin-
um. Ef um leirpott er að
ræða er venja að setja leir-
pottsbrot eða hraunmola yfir
botngatið til að tryggja góða
ffamrás vatns og koma í veg
fyrir að moldin skríði út um
gatið. Um þetta þarf ekki að
hugsa hvað plastpottana
varðar, því þó að götin á
þeim séu fleiri virka þau á
annan hátt.
Þar sem plöntur eiga að
standa í sólríkum gluggum
er sjálfsagt mál að nota
hjálparefni eins og Waterw-
orks-kymi til þess að halda
betur raka á rótunum. Það er
gott að bleyta eina matskeið
af þessu undraefni í tveim til
þrem lítmm af vatni og
blanda því svo saman við
sex til níu lítra af mold.
Waterworks-kymið dregur
til sín fimmhundraðfalt rúm-
mál sitt af vatni og miðlar
því smátt og smátt til plantn-
anna þegar moldin þomar.
Það má eiginlega segja að
það sé nauðsynlegur vara-
tankur af vatni íyrir sólar-
gluggaplöntur. Efnið belgir
sig út af vatni við hverja
vökvun og er því alltaf á
verðinum til að bjarga því
sem bjargað verður ef vökv-
un gleymist einhvem sól-
skinsmorguninn.
Mold á milli
rótanna
Þegar plöntumar em settar
í pottana verður að gæta
þess að moldin fari vel inn á
milli rótanna ekki síður en í
kring um þær. Það er best að
fylla pottinn í áföngum,
banka létt í hann og kraka
moldinni með fingmm ann-
arrar handar ellegar mjóu
priki inn í rótarklumpinn.
Hin höndin styður plöntuna
á meðan. Gætið þess að
hvergi leynist holrúm. Þegar
rótarklumpurinn hefur verið
hulinn með moldinni er
vökvað vel með volgu vatni.
Að sjálfsögðu þarf að skilja
eftir borð efst í pottinum
fyrir vökvun.
Eftir umpottunina em
plöntumar látnar standa í
friði á björtum en sólskins-
lausum stað i nokkra daga
svo að þær fái að jafna sig
áður en þær em settar á sinn
stað aftur.
Gefið ekki blómaáburð
fyrstu íjórar vikumar eftir
umpottun. I pottamoldinni
er alveg næg næring fyrir
plöntumar í fimm til sex
vikur. Aukaskammtur af
áburði umfram það getur
valdið rótarbmna og aftur-
kipp hjá plöntunum.
Nœst: Blómafrce og sitt
hvað um sáningu þess og
möguleika.
um helgina
Úrslit
Úrslit íslandsmóts kvenna
og yngri spilara í sveita-
keppni verða spiluð um
þessa helgi. 6 sveitír spila
til úrslita í kvennaflokkn-
um, allar við allar 20 spila
leiki. 4 sveitir spila til úr-
slita í yngri spilara flokkn-
um, allar við allar 32 spila
leild. Spilað verður í Sig-
túni 9.
4 4 4
Matthías Þorvaldsson, liðsmaður
í sveit Landsbréfa og nv. Islands-
meistari í tvímenningi, er ellefti
stigahæsti yngri spilari í Evrópu
miðað við skráningu stiga í janúar
1992. Matthías er genginn upp úr
yngri flokknum.
4 4 4
Utlit er fyrir mikla bridgcveislu í
Reykjavík í endaðan maí. Þá mun
Bridgefélag Reykjavíkur minnast
50 ára tímamóta í sögur félagsins.
Til leiks em boðin sterkustu lands-
lið heims um þessar mundir,
heimsmeistarar, lsland, Evrópu-
meistarar, Bretar, Norðurlanda-
meistarar, Svíar, og Pólverjar, silf-
urliðið frá HM sem spilaði til úr-
slita við íslendinga efiirminnilegan
leik í Yokohama á síðasta ári.
Ætlað er að veislan standi yfir
dagana 28.-31. maí. Fyrri 2 dagana
verður um að ræða sveitakeppni
ofangeindra liða, en síðari 2 dag-
ana verður spiluð opin tvímenn-
ingskcppm. Spilastaður er ckki
ákveðinn, cn hátíðinni vcrður að
lokum slitið í nývígðu ráðhúsi
Reykjavíkur sunnudaginn 31. maí.
4 4 4
Svcit Landsbréfa komst í 16
sveita úrslit á alþjóðlega Höchst-
stórmótinu í Hollandi. Sveitin
hafnaði í 14. sæti. Svcit Trygg-
ingamiðstöðvarinnar lcnti í C-riðli,
el'tir hörkubaráttu um sæti i A-úr-
slitum. Aðeins voru spiluð 6 spil í
leik. Yfir 80 sveitir tóku þátl í
mótinu. Sigurvcgarar uröu bresk
sveit, en danska lCL-sveitin (sem
lcnti í 2. sæti á Bridgehátíð hjá
okkur i ár) hafnaði cinnig í 2. sæti
á Höchst-stórmólinu. I sveit
Landsbréfa voru; Jón Baldursson,
Aðalstcinn Jörgensen, Matthías
Þorvaldsson og Sverrir Ármanns-
son.
4 4 4
Í framhaldi iná nefna að umsjón-
annaður hefur hcyrt þá „frétt“
svífa um bæinn að þeir Jón Bald-
ursson og Aðalsteinn Jörgenscn
séu hættir að spila saman. Umsjón-
armaður sclur þó ekki þessa „frétt“
dýru verði.
4 4 4
Ráðnir hfafa verið þjálfarar að
landsliðum okkar í ár. Þeir eru;
4 4 4
Kvennalandsliðið tekur þátt í
Norðurlandamóti í Svíþjóð 29.
júní-3. júlí. Fyrirliði og þjálfari
verður Jón Hjaltason. Tvö pör
verða í kvennalandsliðinu.
Unglingalandsliðið tekur þátt í
Evrópumóti yngri spilara í París
17.-26. júlí. Fyrirliði ogþjálfari
verður Sævar Þorbjömsson. Þrjú
pör 25 ára og yngri verða í ung-
lingalandsliðinu.
4 4 4
Landslið í opnum flokki tekur
þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð
(2 pör) og cinnig í ólympíumótinu
scm spilað verður á Italíu 22. ág-
úst-5. scpt. (3 pör). Fyrirliði og
þjálfari verður Björn Eysteinsson.
4 4 4
Ákvörðun um það hvort um
kcppni eða val til þátttöku í lands-
liöum þessa árs verður að ræða
hefur vcrið tekin af landsliðsein-
valdi og fyrirliðum viðkomandi
landsliða. Ekki verður um form-
lega landsliðskeppni að ræða í
neinum flokki. Með góða liðsheild
og góðan árangur að markmiði á
komandi mótum erlendis vcrða
liðsmcnn valdir eftir frammistöðu
þeirra í mótum vetrarins, svo og
fyrri reynslu.
4 4 4
Eftir 34 umfcrðir af 47 í aðaltví-
menningskeppni Bridgefélags
Reykjavíkur er staða efstu para
orðin þcssi: Bragi Hauksson- Sig-
tryggur Sigurðsson 407, Guðlaug-
ur R. Jóhannsson-Öm Amþórsson
311, Helgi Jónsson- Helgi Sigurðs-
son 290, Jón Ingi Bjömsson-Karl
Logason 271, Bjöm Eysteinsson-
Magnús Ólafsson 268, Hemiann
Lámsson-Ólafur Lámsson 252,
Sævar Þorbjömsson-Karl Sigur-
hjartarson 247.
4 4 4
Eftir 20 umferðir af 31 í aðaltví-
menningskeppni Skagfirðinga er
staða efstu para orðin: Jón Stefáns-
son-Sveinn Sigurgeirsson 413,
Lárus Hermannsson-Óskar Karls-
son 342, Höskuldur Gunnarsson-
Gunnar Valgeirsson 223 og Guð-
laugur Sveinsson-Magnús Sverris-
son 208.
4 4 4
Og minnt er á skráninguna í af-
mælismótið hjá Bridgefélagi
Breiðholts, laugardaginn 21. mars.
Skráð er á skrifstofu BSÍ eða hjá
Hermanni Lárussyni í s: 41507.
4 4 4
Reykjanesmótið í tvímenningi
var haldið um síðustu helgi. Sigur-
vegarar urðu Hrafnhildur Skúla-
dóttir og Jömndur Þórðarson.
Reykjanesmeistarar urðu hins veg-
ar Þröstur Ingimarsson og Sveinn
R. Eiríksson sem höfnuðu í 2. sæti,
en réttinn til þátttöku á lslandsmót-
ið hlutu hins vegar Úlfar Kristins-
son og Ingvaldur Gústafsson, sem
höfnuðu í 3. sæti. Allt vegna væg-
ast sagt flókinnar rcglugerðar,
enda logaði allt í illdeilum eftir
mótið.
4 4 4
1 síðasta þætti sáum við dæmi
um öryggisspilamennsku. Lítum á
annað dæmi;
Lárusson
4 K95
?43
\x ÁD2
* K5432
4 ÁG873
cv’ 65
C' K43
* ÁD8
A/V hafa ekki skipt sér af sögn-
um, en þú ert sagnhafi í 4 spöðum.
Vcstur tekur á ás og kóng í hjarta í
útspilinu og skiptir síðan yfir í tíg-
ulgosa. Hér tekur þú við, lesandi
góður.
Hafirðu lagt niður spaðaás (báð-
ir mótherjar fylgja lit) og síðan
spilað lágum spaða að níunni, ertu
vel að þér í fræðum öryggisspila-
mennskunnar. Hönd Vestur gæti
litið svona út;
4 D1042
v ÁKD2
\'' G109
* 76
Þú mátt gefa spaðaslag. Ef þú
hins vegar mátt EKKI gefa slag á
spaða, er réttara að spila spaða upp
á kóng og síðan „svína“ gosanum.
En með þessari sipamennsku, sem
lýst er hér á undan, ræður þú alltaf
við 4-1 leguna í trompi, sama
hvorum megin hún er.
Fösludagurinn 13. mars