Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 19

Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 19
Helgar 19 blaðið B-veisla á skjánum Iþróttadeild Sjónvarps- ins hefur ákveðið að sýna beint frá öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í B- keppninni sem hefst í Austurríki í næstu viku. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Hollendingum fimmtu- daginn 19. mars og síðan tekur við hver Ieikurinn af öðrum en keppninni lýkur sunnudaginn 29. mars. Miklar vonir eru bundnar við að íslenska liðið nái alla leið í úr- slitaleikinn í Vínarborg og komist á ný í hóp þeirra bestu. Þorbergur Aðalsteins- son landsliðsþjálfari mun væntanlega tilkynna það í dag, föstudag, hveijir verða í liðinu. Fari svo að Sigurður Sveinsson sjái sér fært að vera með mun það styrkja liðið til muna. Sigurbur Sveinsson Helgarblaðið á toppnum í getraunakeppni fjöl- miðlanna trónir Helgar- blaðið á toppnum með 107 stig en í öðru sæti er útvarpsstöðin Eff Emm með 106 stig. Ef að líkum lætur stefn- ir í hörku keppni milli þessara tveggja fjölmiðla því aðrir keppinautar eru nokkuð langt að baki. I þriðja sæti er íslenska út- varpsfélagið með 99 stig en botnsætið vermir Mogginn með aðeins 85 stig. Þessi getraunakeppni er dálitið frábrugðin því sem gerist og gengur í tippinu því Ijölmiðlamar hafa að- eins einn valmöguleika fýrir hvem leik og sömu- leiðis tippa þeir nokkuð ffam í tímann. Bestum ár- angri i einni leikviku náði Aðalstöðin íyrr í vetur þegar tippari hennar fékk 12 rétta. Hins vegar hefur Dagur á Akureyri þann vafasama heiður að vera sá fjölmiðill sem minnst hefur borið úr býtum í einni leikviku og það var þegar tippari blaðsins fékk aðeins einn réttan. Það er þó skömminni skárra en það sem sást í fyrra en þá kom það fýrir oftar en einu sinni að fjöl- miðlar vom ekki með einn einasta leik réttan og fengu núll stig. En hlutimir geta breyst fljótt í þessari keppni og því of snemmt að bóka sigur. Engu að síður er ár- angurinn viðunandi til þessa. Sparkinu líktvið trúarbrögð Óvíða er áhugi á knattspyrnu meiri en á Ítalíu og ekki að undra þótt íþróttinni sé þar stundum líkt við trúarbrögð. Þessir kappar, Ruud Gullit og Lothar Mattheus í peysum númer 10 hafa marga hildi háb innbyrbis, bæbi meo sinum félagslibum og landslibum. Sá hárprúbi stefnir hrabbyri ab italska meistaratitlinum á meban sá þýski má muna sinn fífil fegri meb Inter Milan. Eftir að leiknar hafa verið 24 umferðir í ítölsku 1. deildinni trónir AC Milan enn á toppi deildarinnar með 40 stig en fast á hæla þess kemur Juventus með 36 stig. Meistaramir frá því í fyrra, Sampdoria, em hins vegar í sjötta sæti. Þeir byrjuðu keppnistímabilið heldur illa en hafa sótt í sig veðrið að undanfömu. Aftur á móti virðist sem gengi Inter Mil- an fari minnkandi þrátt fyrir aðmSfflur Rú Heiðarsson allan stjömufansinn. Marka- hæstur í deildinni er Hol- lendingurinn Marco van Basten, leikmaður með AC Milan, sem hefur skorað 20 mörk. Næstir með 12 mörk em þeir Baggio frá Juventus og Careca frá Napolí. Að öllum líkindum munu efstu Iiðin, Milan og Juventus, sigra í sínum leikjum um þessa helgi en þá mæta þau bæði liðum í neðri hluta deildarinnar, Bari og Cremonese. Um hverja helgi lætur nærri að um hálf miljón manna sæki leiki í ítölsku knattspymunni sem þýðir að allt að 250 miljónir ícróna séu greiddar í aðgangseyri. Sé sú upphæð framreiknuð yfir allt tímabilið er ekki úr vegi að áætla að ítalskir knattspymuáhugamenn greiði tæplega níu miljarða króna fýrir það eitt að fá að horfa á átrúnaðargoðin spreyta sig. Þar fýrir utan fá félögin og leikmenn ómæld- ar tekjur af auglýsingum og sjónvarpsrétti. Það er því ekki að undra þótt 1. deildar félögin á Italíu séu loðin um lófana og geti nánast yfir- boðið öll önnur félög á meg- inlandinu og víðar þegar kaupa á Ieikmann. Enda eru þar samankomnir dýrastu og frægustu knattspymumenn heimsins. Nægir í því sam- bandi að nefna Roberto Baggio, leikmann hjá Ju- ventus, hollenska tríóið Gullit, van Basten og Rijka- ard hjá AC Milan, Þjóðverj- ana Brehme, Klinsmann og Mattheus hjá Inter. Fyrir utan evrópska knattspymu- menn spila þar þó nokkrir leikmenn frá S-Ameriku og sá frægasti af þeim til skamms tíma var sjálfur Di- ego Maradonna sem kom þangað frá Spáni. Aðeins einn Islendingur hefur verið atvinnumaður í ítalska bolt- anum og það var Albert Guðmundsson sem lék á sínum tíma með AC Milan. Mikib álag Víðast hvar annars staðar en á Italíu fá leikmenn laun- in sín greidd inn á banka- reikninga. Hins vegar er sá háttur hafður á meðal ítalskra félagsliða að leik- menn þurfa að bera sig eftir björginni með því að sækja Iaunin sín á skrifstofuna. Þar hefur í gegnum tíðina tíðk- ast sá siður að greiða leik- mönnum launin beint yfir borðið í beinhörðum pening- um. Það eru því engar smá peningaupphæðir sem réttar eru yfir borðið þegar í hlut eiga tekjuháir leikmenn. Þessi háttur mun vera hafður á til að leikmenn verði með- vitaðri en ella um mikilvægi þess að gera ávallt sitt besta og vel það. Að öðra leyti hefur þetta íýrirkomulag verið talið til marks um mannlega þáttinn í ítalska boltanum. Þrátt íýrir þennan mann- lega þátt fer lítið íýrir hon- um á sjálfum vellinum og í samskiptum leikmanna og forráðamanna liðanna að öðru leyti. Fyrram leikmenn í 1. deildinni ítölsku hafa gagnrýnt það álag sem er á leikmönnum og segja að það sé svo mikið að menn hugsi fyrst og fremst um að spila fyrir atvinnurekandann á kostnað leikgleðinnar. En hvað sem þessu líður er það engin spuming að fótboltinn sem lcikinn er í ítölsku 1. deildinni er með því besta sem íþróttin hefur upp á að bjóða. Opnunarleikurinn í Tvö nýmæli munu væntan- lega setja svip sinn á knatt- spyrnuvertíðina í sumar. Bik- arkeppni KSÍ hefst á undan sjálfu íslandsmeistaramótinu og á afmælisdag Reykjavíkur, þann 18. ágúst, rætist draumur margra þegar kveikt verður á flóðljósum á Laugardalsvelii. Það verða hins vegar erkiíjend- umir og stórliðin KR og ÍA sem leika opnunarleikinn á Islands- mótinu í knattspyrnu 1992 og verður leikið á heimavelli þeirra fyrmefndu í Frostaskjólinu, laug- ardaginn 23. maí næstkomandi. Gengið hefur verið frá endan- legri niðurröðun leikja fyrir kom- andi íslandsmeistaramót í 1. og 2. deild. Að þessu sinni hefst ver- tíðin þó ekki á sjálfu íslandsmót- inu Jtví 1. umferðin í bikarkeppni KSI byrjar þann 20. maí næst- komandi með þátttöku liða í 2., 3. og 4. deild. Snorri Finnlaugsson fram- kvæmdastjóri KSÍ segir að þetta fyrirkomulag hafi verið ákveðið vegna óska liða sem spila í 2. deild. Að mati forráðamanna þeirra þykir betra að heíja bikar- keppnina fýrr en áður til að létta aðeins á álaginu á þeim þegar líða tekur á keppnistímabilið. Samkeppni um áhorfendur Þá má gera ráð fyrir því að Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Svíþjóð 10.-26. júní næstkomandi, setji mark sitt á aðsóknina á knattspymuvellina í sumar. Hins vegar verður gert hlé á mótinu um verslunannanna- helgina þannig að ekki er búist við að ólympiuleikamir í Barcel- ona verði til þess að letja fólk til að fara á vellina í sumar. Fram- kvæmdastjóri KSÍ segir að þessi Frostaskjólinu stórmót, og þá sérstaklega Evr- ópukeppnin og heimsmeistara- keppnin, setji ávallt strik í reikn- inginn hvað aðsóknina varðar. Fyrir utan stórleikinn í fyrstu umferð 1. deildarinnar á milli KR og ÍA, sækja Valsmenn Eyja- menn heim og Þór frá Akureyri mætir Fram fýrir norðan. Um- ferðinni lýkur svo daginn eftir, sunnudaginn 24. maí, þegar Vík- ingar fá KA í heimsókn og FH- ingar mæta Breiðabliki í Kapla- krikanum. Atjánda og síðasta umferðin í 1. deildinni verður svo leikin laugardaginn 12. septem- ber. í 2. deild hefst keppni á sama tíma og í 1. deild og verður þá Ieikin heil umferð. Þá mætast Fylkir og BÍ, Víðir og Selfoss, Stjaman og Þróttur R., Grindavík og IBK og Leiftur og IR. Fyrstu deildar liðin hefja svo þátttöku í bikarkeppninni í byrj- Þa& verður án efa ekkert gefið eftir i keppninni um íslandsmeist- aratitilinn i fótboltanum i sumar frekar en fyrri daginn. Myndin er frá leik IBV og FH i Kaplakrikanum í upphafi mótsins i fyrra. un júlí í sextán liða úrslitunum verður á dagskrá sunnudaginn og sjálfur bikarúrslitaleikurinn 23. ágúst á Laugardalsvellinum. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.