Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 21

Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 21
Helgar 21 blaðið Fræg, bleik og níræð Hún hafði fengið 49 bónorð áður en hún játaðist fyrri eiginmanni sínum. Hxin hefúr skrifað 543 bækur, að meðaltali 23 á ári, sem hafa selst í 600 miljónum eintaka um allan heim. Hún heitir fullu nafni Bar- bara Hamilton Cartland og er enn í fullu fjöri tæplega 91 ári eftir að hún fæddist. Barbara Cartland segist vilja færa heiminum ást og hamingju með bókum sínum og heiminum veiti svo sannarlega ekki af ást þegar lostinn ræður ríkjum og óhreinkar sálir ungmenna. Sjálf segist hún ekki hafa vitað hvemig böm verða til þegar hún fékk fyrstu sex bónorðin, enda hafi aldrei verið talað um kynlíf á hennar yngri árum. ,JÉg hata þessa popptónlist sem er spiluð nú á tímum. Þetta er ekk- ert nema hávaðinn og handapatið," segir Barbara í viðtali við Q og geimsteinamir titra á barminum undan þunga orðanna. Henni leið- ist að fólk skuli ekki dansa eins og fólk lengur. Nú geti elskendur ekki lengur hvíslað ástarorðum í eym hvors annars, því þeir séu staddir sinn hvom megin á dansgólfmu. Þegar hún var 77 ára sendi Bar- bara ffá sér sína fyrstu og einu plötu með Konunglegu Filharmón- íunni, þar sem hún söng dægurlög ffá þriðja áratugnum. En í dag er hún ánægð með að bækur hennar seljast grimmt í Austurlöndum nær og fjær, þar sem þær falla vel að hugmyndaheimi karla þegar þeir vilja kynna konum sínum menn- ingu Vesturlanda. Og hún segir stolt ffá því þegar Gaddafi kom inn í bókaverslun í London og lagði andvirði 50 miljóna króna á borðið og sagðist vilja fá uppfletti- rit og bækur Barböm Cartland sendar til sín reglulega til Trípólí. Barbara se^ir heiminn þurfa á meiri ást og minni losta ab halda. Heimir Már Pétursson Hljóm- sveitin Cowboy Junkies Kúrekar frá Kanada Cowboy Junkies eru með allra hljóðlátustu hljómsveit- um. Það er sjaldan æsingn- um fyrir að fara í tónlist systldnanna Margo og Mi- chael Timmins. Þau koma frá Kanada og segja það skýringuna á rólegheitunum. Venjulega hefur Cowboy Junkies tekið plötur sínar upp á örfáum klukkustundum, og þá nokkum veg- inn „live“. Þannig vinnubrögð vom viðhöfð við gerð stórgóðrar plötu „Caution Horses" sem kom út árið 1990. En nú bregða Timmins- systkinin út af vananum, því „Black Eyed Man“, sem nýlega kom í verslanir, er tekin upp á nokkmm vikum. Margo Timmins sér um allan söng hjá Cowboy Junkies. Hún hef- ur alltaf sungið á lágu nótunum og heldur því áffam á „Black Eyed Man“. Hún syngur þó betur en nokkm sinni fyrr og það sem meira er, það er töluverður kraffur í söngnum hjá henni á köflum. Tónlist Cowboy Junkies er illskil- greinanleg. Hún er blanda af kántiý og blús en er þó ekki blue grass og inn á milli gætir síðan rokkálirifa. Það má þó finna hreinar tónlistar- stefnur á „Black Eycd Man“. „Tow- nes Blues“ er til að mynda hreinn blús eins og titillinn gefúr til kynna. I heildina er þessi fjórða plata „Cowboy Junkies“ „hressari" en fyrri plötur, ef hægt er að nota það orð yfir svo hæglætislega tónlist. Að mínum dómi er þetta besta plata hljómsveitarinnar til þessa. Hún er ljúf en einnig mjög frískandi á sinn sérstaka hátt. Ovænt flöskuskeyti Stundum rekur plötur á fiörur manns lílrt og flöskuskeyti með óvæntum skilaboðum frá óþekktum aðila. „Eat Yourself Whole“ er þannig plata og flytjendumir em algerlega framandi. Þeir kalla sig Kingmaker og em eftir því sem næst verður komist þrír ungir menn frá Hull. Fremstur í flokki fer Loz Har- dy, gítarleikari og söngvari, sem semur efni plötunnar í félagi við hina tvo meðlimi Kingmaker. Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 og hefur verið dugleg að ferðast um Bretland og halda tón- leika. „Eat Yourself Whole“ er þeirra fyrsta breiðskífa en áður höfðu komið út tvær 12 tommur. Tónlist Kingmaker flokkast með „Indie" tónlist, en þó gætir nokkurra blúsáhrifa í mörgum lögum. Hljómsveitin er einhvers konar furðuleg blanda af Pixies og Cream sálugu. Kingmaker er sögð njóta sín betur á tónleikum en í hljóðveri, og ekki er ég fær um að hrekja þá fullyrðingu. „Eat Yourself Whole“ er hins vegar hin ágæt- asta plata. Hún er fersk og bestu lögin á henni, „When Lucy’s down“, „Everything in Life“ og „High as a Kite“, eru hin bestu rokklög. Textamir eru aftur á móti yfirleitt ekki þess virði að lesa þá. Þeir eru fremur orð til að fylla línur en textar. Umslagið utan um „Eat Your- self Whole“ minnir óneitanlega á umslag nýju Sykurmolaplötunn- ar, þar sem sæðisfruman er í aðal- hlutverki. Bakarí Brauðbergs að Hraunbergi 4 Nýbökuð brauð, gómsœtar tertur og kökur í miklu úrvali. Mjólkurvörur ogfleira. Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00, laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00. Brauðberg Hraunberg 4, sími 77272 Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.