Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 10

Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 10
Helgar 10 blaðið Það er nefnilega vitlaust gefið Utgefandi: Helgarblaðið hf. Framkvaemdastjóm: Ami Þór Sigurðsson Sævar Guðbjömsson, Ritstíórar og ábyigðarmenn: Ami Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ritstjóm: Amar Guðmundsson, G. Pétur Matthíasson, Hildur Finnsdóttir, Kristinn Ingvarsson, Sveinþór Þórarinsson. Hönnun, umbrot: Sævar Guðbjömsson. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing og afgreiðsla: Hrefna Magnúsdóttir og Guðrún Geirsdóttir. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Fátt hefur verið jafnmikið í ijölmiðla- umfjöllun undanfama daga og tillögur Al- þjóða hafrannsóknaráðsins og Hafrann- sóknastofnunar um leyfilegan hámarks- afla á þorski. Svo er að skilja að hrun blasi við í íslensku efnahags- og atvinnu- lífi ef ekki verður bragðist við með mikl- um niðurskurði ríkisútgjalda og kaupmátt- arskerðingu. Jafnvei hefur heyrst talað um að hið slæma ástand þorskstofnsins verði notað til að réttlæta atlögu gegn velferðar- kerfmu. Gott ef Jón Baldvin á ekki að hafa notað þetta í slag sínum við Jóhönnu á flokksþingi krata um síðustu helgi. Stjómmálamönnum getur vitanlega ekki lðist að taka á vandamálum af þessu tagi með slagorðin ein að vopni. Þvert á móti er nauðsynlegt að hefja endurreisn atvinnulífsins með markvissum aðgerðum sem treysta undirstöður atvinnuveganna og byggðarlaganna í landinu. Þá þarf að efla rannsóknir og vísindastarf stofnana á háskólastigi enda góð menntun undirstaða velferðarog hagsældar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir í viðtali við Helgarblaðið í dag þegar hann er spurður hvort hin alvarlegu tíðindi í fiskveiðimál- um verði notuð til að grisja byggðir lands- ins: „Nei, það er alveg fráleitt að líta á málið þannig. Þvert á mót er það mín skoðun að það muni styrkja landsbyggð- ina og sjávarútvegsplássin þegar fram í sækir ef okkur tekst að byggja þorskstofn- inn upp og hitt væri miklu meiri hætta fyr- ir landsbyggðina ef við gengjum svo nærri þorskstofhinum að við gætum ekki um langa framtíð reitt okkur á að draga björg í bú úr honum. Það eina sem við þurfum að hafa í huga í þessu frá mínum bæjar- dyrum séð er að byggja þorskstofninn upp á nýjan leik.“ Þama tekur sjávarútvegsráðherra tví- mælalaust skynsamlega afstöðu. Það er nú mikilvægara en nokkra sinni fyrr að byggja upp flskstofnana þannig að þeir geti í framtíðinni skilað okkur betri lífsaf- komu en hingað til. Sú reynsla sem við Is- lendingar upplifum nú í tengslum við þorskstofninn leiðir hugann að auðlinda- nýtingu okkar yfirleitt. Þessi reynsla kennir okkur vonandi að við verðum að umgangast auðlindir okkar af nærgætni og þá verða langtímahagsmunir að ráða för en ekki skammtímavinsældir stjómmála- manna. Það mættu t.a.m. forystumenn AI- þýðuflokksins hafa i huga þegar þeir tala nú digurbarkalega um að hraða Fljótsdals- virkjun því álver sé á leiðinni. Ekki verður undan því vikist að veraleg lækkun þjóðartekna í kjölfar minnkandi afla leiði til spamaðar á ýmsum sviðum. En þá varðar miklu að við því sé brugðist með sameiginlegum lausnum. Það þýðir að samneyslan haldi sínum hlut og vel það en draga verður úr einkaneyslu sem á mörgum sviðum hefur verið miklu meiri en góðu hófi gegnir um langt árabil. Það er eins og margir Islendingar kunni sér aldrei hóf í nokkram hlut. Hér á landi era fleiri bílar, símar (og bílasímar), sjón- varpstæki, myndbandstæki og fleira á hverja þúsund íbúa en í flestum ef ekki öllum öðram ríkjum. Innflutningur á alls kyns munaði og óþarfa hefur verið látinn viðgangast á sama tíma og nauðsynleg læknisþjónusta er skorin niður. Það er tvi- mælalaust röng ráðstöfun á þjóðartekjum. Hér þarf svo sannarlega að verða breyting á með því að kaupmáttur þeirra sem bafa úr mestu að spila verði skertur en kaup- máttur hinna efnaminnstu bættur. Til þess að svo verði þarf annað hvort að gerast að ríkisstjómin breyti algerlega um stefnu í velferðarmálum og skattamál- um eða við þurfum nýja ríkisstjóm. Á þetta mun reyna á næstu vikum og mán- uðum. Þjóðartekjur okkar eru með þeim hæstu í heimi en þeim er augljóslega alltof misskipt. ÁÞS Af hlaupum kvenna Það er einstakt tækifæri að fá að skrifa í dálk sem heit- ir Andstaðan. Eg ætti að nota tækifærið og andmæla hundaeigendum sem nenna ekki að þrífa skítinn eftir gæludýrin, bílstjórum sem hafa hvorki tileinkað sér hægri umferð né al- menna tillitsemi, áhorfend- um sem eru síblaðrandi í leikhúsum og á tónleikum, reykingafólki, allt of mörg- um bílum í miðbænum, hjónafasisma, atlögunni að velferðarkerfinu, ráðningu í stöðu þjóðminjavarðar og algjöru stefnuleysi í mál- efhum minjasafna. Af nógu er að taka, en týmið af skomum skammti. Því ætía ég að láta mér nægja að veita þeim mótspymu sem em orðnir þreyttir og leiðir á „öllu kvennakjaft- æðinu". I dag minnumst við þess að 77 ár eru Iiðin síðan íslcnskar konur öðluðust kosningarétt. Sú goðsaga lifir góðu lífi að konum hafi verið færður sá réttur á silfurfati án þess að þær hafi beðið um hann eða jafnvel kært sig um. íslenskir karlar hafa samkvæmt þessu verið mjög göfugir, gjafmildir, fram- sýnir og framtakssamir árið 1915. Það er leitt að karlkyns afkomend- ur þeirra hafa hvorki crft né til- einkað sér þessa góðu eiginlcika. I dag er því engin björgunarsveit á ferðinni sem færir konum sömu laun fyrir sambærileg störf, jöfn tækifæri til náms og starfa, lcngra fæðingarorlof, betra velfcrðarkcrfi og fullt kvcnfrclsi. Við þurfum að bcrjast fyrir rétlindum okkar rétt eins og formæður okkar þurftu aö gera. Slarf þeirra hefur oft og tíð- um verið vanmctið og saga þeirra verið þöguð í hel. I janúar 1906 spyr Bríct Bjarn- héðinsdóttir í Kvcnnablaðinu „...Hver eru áhugamál íslenzku kvennanna?...AIt virðist fara fram hjá þcim. Ekkcrt mcgnar enn þá að vckja íslcnzkar konur alment, af þcirra margra alda dauðamóki." Ári siðar stofnar Bríet ásamt fjórt- án öðrum konum Kvenrétlindafé- lag íslands. Konur í KRI'Í lyftu grctlistaki á fyrstu árum félagsins. Þær komu fjórum konum í bæjar- stjórn strax árið eftir stofnun fé- lagsins, þær beittu sér fyrir stofn- un Hásköla Islands og jöfnum rétti kvcnna til menntunar, cmb- ælta og námsslyrkja. Og þær börðust fyrir kosningarétti og kjörgcngi kvenna. Þær komusl fijólt að því að ekki var allt fengið með kosningaréttinum. Baráttan hélt því áfram á ýmsum vígstöðv- um og konur era meðal annars höfundar velferðarkerfisins sem nú riðar til falls. Skyldi Bríeti hafa grunað þegar hún stofnaði fé- lagið að róðurinn yrði svona þungur? Að félagið kæmi til með að halda upp á 85 ára afmæli sitt án þess að sjá fyrir um cndalok baráttunnar? Kvenréttindafélagið og Kvenna- listinn ciga það sameiginlegt með þorskstofninum að nýliðun er ekki scm skyldi. Vandamál íslensku kvennahreyfingarinnar hafa ekki verið krufin til mergjar. I Banda- ríkjunum kom nýlega út bók um bakslagið eða mótspyrnuna gegn feminisma. Þar heldur höfundur- inn, Faludi, því fram að konur hafni feminisma vegna andstöð- unnar gcgn honum. Andstaðan felur m.a. annars í sér lúmskan áróður sem gerir feminisma tor- tryggilcgan, rangtúlkun á mark- miðum hans og ýmsar leiðir eru farnar til að vekja þá spurningu hjá konum bvort þær vilji í raun jafnrétti eftir allt saman. Faludi segir að stanslaus áróður dynji á konum í kvikmyndum og öðrum fjölmiðlum um að þær hafi það í rauii verra en áður. Kvcnfrelsis- baráttan hafi ekki bætt kjör þeirra heldur flækt líf þeirra til muna, þannig að nú séu giftingarlíkur kvcnna minni, ófrjósemi tíðari, þunglyndi og drykkjusýki algcng- ari. Lausnin cr, samkvæmt sjón- varpsþáltum eins og Á fertugs- aldri, að fara heim, eignast böm, baka kökur, gcfa starfsframa upp á bátinn. Og sjá: öll vandamál kvenna hcyra sögunni til. Ekkert er nýtt undir sólinni. Þcgar rætt var á Alþingi árið 1911 um kosn- ingarétt kvenna sagði háttvirtur þingmaður Suður-Múlasýslu með- al annars: „Það er því cinfalt og auðsætt, að sérhvað það, sem dregur huga konunnar frá heimil- inu, er úr lakari átt, og þarf mikið gott á móti að koma, ef ábati á að verða að því.“ Nú er spuminging hvort við spyrnum við fótum, vöknum af dauðadáinu og látum til skarar skríða. Eða látum við gabba okkur einu sinni enn, flýj- um í „örugga höfn hjónabandsins" og verðum hinu nafnlausa vanda- máli að bráð? Ef Betty Friedan endist aldur getur hún endurskoð- að og gefið út aftur Goðsögnina um konuna. En þarf sagan alltaf að endurtaka sig? í stab þess a& hlaupa í skjól Systurdóttir min, sem er að verða tólf ára, hringdi í mig sl. laugardag í dauðans ofboði. Hún hélt að Kvennahlaupið væri þann dag og við að missa af því. Eg leiðrétti misskilninginn en það gladdi mig að hlaupið væri orðið árlegur viðburður í hennar augum. Undanfarin tvö ár höfum við stormað í Garðabæ ásamt tveimur vinkonum hennar og haft gaman af. I ár bætist litla systir, sem er tvcggja og hálfs, í hópinn. Nær- vera hcnnar ætti að veita mér polt- þétta afsökun fyrir að fara hægt yfir. Eg er afskaplega lítil íþrótta- kona og gct ekki einu sinni hlaup- ið á eftir stræló án þess að mis- stíga mig og verða lafmóð. Ég held að vinkonur mínar hafi strengt þess heit við áramót að nú skyldi ég stunda einhverja líkams- rækt. Þær hringdu hver á eftir annarri og reyndu að draga mig í hina og þessa tíma. Þær rökstuddu mál sitt með því að við værum komnar af léttasta skeiði og fátt væri betra en góð hreyfing. Það vildi mér til happs að ég meiddist á hné og læknirinn sagði mér að taka því rólega. Innritun var sem betur fer lokið í fiest námskeið þegar verkurinn hvarf. Mér leiðist leikfimi. Saumaklúbburinn dró mig í eróbikk eitt árið og ég kvaldist þar í heilan mánuð. Tón- listin var mér Iítt að skapi, ég sá ekki leiðbeinandann í kraðakinu, hvað þá að ég heyrði til hans, bið- röðin í sturtuna var óendanleg og ég þoldi ekki að vera með nefið í handarkrikanum á næstu konu í þrengsiunum í búningsherberginu. Ég sá að hinar fimmtíu konurnar skemmtu sér hið besta en þetta átti bara ekki við mig. Helst vildi ég stunda samkvæmisdansa og kynlíf en hvorugt er skemmtilegt til lengdar án góðs herra. Ég hef orðið að láta mér nægja sund, út- reiðartúr einu sinni á ári, góða gönguferð í Heiðmörk vor og haust, auk kvennahlaupsins í Garðabæ. Ég verð að viðurkenna að í fyrra horfði ég öfundaraugum á eftir þeim sem skokkuðu létti- lega tvo, að ég tali nú ekki um fimm kílómetra. Sú hugsun flögr- aði m.a.s. að mér að ég ætti að vera í betri þjálfun fyrir næsta hlaup þannig að ég gæti að minnsta kosti hlaupið fyrstu og síðustu hundrað metrana. En hin fögru fyrirheit vora gleymd áður en bíllinn rann í hlaðið hjá ísbúð- inni. Ef eitthvað er þá er ég verr á mig komin líkamlega nú en í fyrra. Ég ætla þó ekki að láta það aftra mér og mæti galvösk í Garðabæinn á morgun. Það er alltaf gaman að hitta góðar konur og það verður nóg af þeim þar. Ég vorkenni þeim sem þola ekki kvenna- þetta eða hitt og neyðast því til að sitja heima. Kvenna- hlaupið er einstakur viðburður, það gæti meira að segja orðið upphafið að nýju og betra lífi. Mætum allar og hlaupum saman, hver með sínum hlaupastíl. Helgarblaðið sendir öllum íslenskum konum árnaðaróskir í tilefni kvenréttindadagsins Föstudagurmn 19. júní

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.