Helgarblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 11
Lítillætið
hefur
þjakað menn
Akraneskaupstaður á 50 ára afrnæli í
ár og verður afmælisdagskrá í gangi út
árið. Um þessar mundir er hinsvegar
sérstök 10 daga hátiðardagskni á fullu
en henni lýkur um helgina. Gísli Gísla-
son bæjarstjóri sagði í samtali við
Helgarblaðið að hingað til hefði lítillæt-
ið þjakað menn svolítið á Akranesi en
að það stæði til að breyta því öllu sam-
an á aftnælisárinu. Menn héldu að
ekkert væri að sækja á Skagann, en
það væri öðru nær.
Atvinnuástandið á Akranesi hefur ekki verið
of gott. Gísli sagði að það hefði verið svipað og
annarsstaðar allt til ársins 1988 er fór að halla
imdan fæti sérstaklega í ullar- og prjónaiðnaði.
„Við tókum kreppuna út svolítið á undan öllum
öðrurn," sagði Gísli. „Menn töpuðu takti og
sjálfstrausti og töldu allt vera á niðurleið. Okkur
hefur ef til vill ekki alveg tekist að snúa þessari
hugsun við en okkur tókst að andæfa þannig að
fólk er betur meðvitað um hvað hægt er að
gera,“ bætti hann við.
Gísli sagði að vissulega myndi kvótaskerðing
bitna á Akumesingum sem öðmm. „Við munum
verða í vöm líkt og önnur byggðalög," sagði
hann.
„Við höfúm bent á að hér séu kjöraðstæður
fyrir iðnað, hér á staðnum og í nágrenni hans,“
sagði bæjarstjórinn og benti á að það væri að
verða svo þétt byggð á höfúðborgarsvæðinu að
menn fæm að huga að öðrum svæðum. Menn
litu þá gjaman til Suðumesja en Gísli sagði að-
stæður ekkert síðri á Akranesi enda góðar sam-
göngur, raforka og fólk sem væri hæfileikum
búið.
íþróttir menning
Mikil uppbygging átti sér stað á Akranesi
uppúr 1977 með tilkomu Jámblendiverksmiðj-
unnar. Þá varð nokkur fjölgun í bænum en síð-
ustu þijú ár hefur dregið úr fólksfjölda en ekki
alvarlega, sagði Gísli. Það búa tæplega 5.300
manns í þessum fótbolta- og fiskibæ. „Það er
góð eining, sagði Gísli um stærð bæjarins.
I atvinnumálum horfa Skagamenn nokkuð á
ferðamannaþjónustuna að þessu sinni. Gísli
sagði að þar væm vannýttir möguleikar sem Ak-
umesingar hefðu látið framhjá sér fara síðastlið-
in ár. „En nú höfum við byggt upp aðstöðu, ráð-
stefnuaðstöðu auk þess sem hér eru íþrótta-
mannvirki vel yfir landsmeðaltali. íþróttir hafa
fVekar flokkast undir menningu hér en tómstund-
ir,“ sagði Gísli. Hann sagði að vissulega bæri
fótboltann og sundið hátt en hinsvegar væm aðr-
ar greinar að sækja í sig veðrið svo sem golfið.
Þá væri verið að stækka og byggja fótboltavelli,
enda gerðu menn sér grein fyírir gildi íþrótta á
Akranesi.
1 samgöngumálum sagði Gísli að menn yrðu
að halda vöku sinni. Hvalfjarðagöng hefðu
vissulega bæði kosti og galla en þegar lagt væri
saman hefðu kostimir yfirhöndina. Hann sagði
að hlutimir í því sambandi gerðust hinsvegar
ekki af sjálfú sér og menn yrðu að róa sem fyrr.
„Með betri samgöngum fæst betri aðgangur
að mörkuðum í Reykjavík og það þarf að huga
að þessu því þama liggur meginávinningurinn af
bættum samgöngum," sagði Gísli. En hann benti
líka á að sverðið væri tvíeggja, þvi ef farið yrði
út í mannfrekan iðnað á staðnum þá opnuðu
bættar samgöngur á það að fólk af höfuðborgar-
svæðinu sækti vinnu sína til Akraness.
Göng og Akraborg
Göngin gætu leitt til þess að ferðir Akraborg-
arinnar legðust af og taldi Gílsi að mikill sjónar-
sviptir yrði að henni þótt hann byggist við að
einhverskonar feijurekstur yrði alltaf á Akranesi.
Þótt það yrði með minna sniði en nú. En hann
benti líka á að feijurekst-
ur ætti i vök að verjast
þar eð til dæmis Akra-
borgin stæði undir
rekstrakostnaði en ekki
fjármagnskostnaði. Það
yrði líklega erfitt að
sækja fé fyrir nýrri feiju á
samdráttartímum, hélt
Gísli.
Hátióardagskrá vegna 50 ára afmælis Akraneskaupstaóar stendur nú sem
hæst. A mánudaginn gengu þessir kátu krakkar fyiktu liái um bæinn.
REYKJfclÍKURHÖFN
Gísli Gísla-
son, bæjar-
stjóri Akra-
ness, er
bjartsýnn
á framtiá-
ina þrátt
fyrir haust-
ib í efna-
hagslífinu.
Myndir:
Kristinn.
-
'V'i
En bjartsýnin ríkir þrátt
fyrir allt og allt. „Til
framtíðar horfa menn
þrátt fyrir allt. Og þótt
það sé haust í efnahags-
lífinu þá em menn sann-
færðir um að það muni
vora og koma sumar í
þetta hérað afiur - einsog
annarsstaðar á landinu.
En ég held að ég taki
ekki of djúpt í árinni með
því að segja að menn hér
á Skaganum em bjartsýn-
ir á að geta haldið úti
áfram öflugu og sterku
bæjarfélagi, þar sem bæði
er veitt góð þjónusta og
menn hafa nóg að bíta og
brenna. Menn em bara
bjartsýnir á ífamtíðina,“
sagði Gísli.
G. Pétur Matthíasson
m ar 75 ára afmæli
býður höfnin og mörg
svæðinu almenningi
starfsemi og fyrirtæki á
Sundahafnarsvæðiö, frá Húsasmiðju í suðri og 01 ís í vestri,
verður fánum skreytt. Strætisvagnar aka um svæðið eftir
sérstakri Sundahafnaráætlun allan daginn. Gestum gefst kostur
á að skoða starfsemi skipafélaganna Eimskip og Samskip,
sem verða með fjölbreytta dagskrá allan daginn.
01ís, Tollvömgeymslan og Kassagerðin munu sýna starfsemi
sína og fóðurblöndufyrirtækin eru gestum opin.
Smásöluverslanirá svæðinu verða opnar. I tilefni dagsins efnir
Félag íslenskra stórkaupmanna til getraunaleiks og mörg
heildsölufyrirtæki munu kynna starfsemi sína.
%iww ött aidcc% d úðúi
REYKJAVÍKURHÖFN
HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17
101 REYKJAVÍK SÍMI (91)28211
Helgar 1 1 blaðið
Föstudagurinn 19. júní