Helgarblaðið - 19.06.1992, Page 13
Helgar 13 blaðið
Helena
Guttorms-
dóttir
fluttist aft-
ur ó
Akranes
fyrir
þremur
órum og
hefur
ókveftnar
skoðanir
Fólk hlýtur að
efast um hlutina í dag
Helena Guttormsdóttir er
myndlistarmaður sem býr á
gömlum bóndabæ, Innsta-
Vogi, rétt fyrir utan Akranes
en innan bæjarmarka þó.
Htín heíur alveg ákveðnar
skoðanir á lífinu, tilverunni
og myndlistinni. Hún vill að
fólk staldri við og hugsi sitt.
„Það skiptir miklu máli að
maður gefi sér tíma. Það er
með fólk einsog tölvur, það
er ekki hægt að prenta
endalaust út ef ekkert er
sett inn og í dag gefur fólk
sér ekki tima til að setja
inn,“ sagði Helena í samtali
við Helgarblaðið en hún er
borinn og bamfæddur Akur-
nesingur.
Helena er nokkurskonar vetrar-
listakona þar eð hún hefúr síðastlið-
in fimm sumur unnið í veiðihúsi í
Vatnsdal. „Það hefur bjargað mál-
unum,“ sagði hún, en langur vinnu-
dagur í veiðihúsinu hefur gefið
tekjur sem hafa gert henni kleift að
vinna að list sinni á vetuma. Henni
líkar ekkert illa að vinna á þennan
hátt, henni líkar kyrrðin og friður-
inn að vetri til. Hún vinnur mest-
megnis heima við, uppi á lofti.
Reyndar fékk hún í vetur inni í húsi
sem var búið að selja eftir gjaldþrot
fyrirtækis. Þar var hún að vinna að
stóru málverki. Það er með Akra-
nes einsog víðar á landinu, listin
fær inni hjá gjaldþrota atvinnulífi.
Hætti við
piöntulíffræðina
Helena ætlaði alltaf að verða
plöntulíffræðingur en sagði að hún
hefði gefist upp á andleysinu í
Verkfræði- og raunvísindadeild Há-
skóla íslands. Þá kenndi hún í eitt
ár á Stokkseyri en þaðan lá leiðin
aftur til Reykjavíkur þar sem hún
útskrifaðist úr málaradcild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árið
1989 eftir fjögurra ár nám. Einnig
nam hún módelteikningu í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur. Hún iíuttist
til Akraness aftur eftir að hafa búið
í Reykjavík í sex ár og er nú búin
að vera á staðnum í þrjú ár.
Fyrsta árið á Akranesi bjó hún í
einu elsta húsi bæjarins, Sýruparti.
Þar var ekkert heitt vatn og aðstæð-
ur eftir því. Þegar hún flutti úr hús-
inu var það flutt á Byggðasafnið.
Og mönnum fannst undarlegt að
listamaðurinn skyldi hafa búið á
þennan hátt.
Helenu finnst lífvænlegra að búa
rétt fyrir utan bæinn og sagði að
væri maður fyrir utan þá neyddist
maður til að finna sitt eigið lífs-
gildi. Hún sagði að allsstaðar væri
verið að finna gildi eða ímyndir
fyrir fólk, það gerði það ekki sjálft.
Þessvegna finnst henni nauðsynlegt
að vera svolítið þrjósk og gefa sig
ekki. Það gerir hún með því að
reyna að standa fyrir utan og loka á
nútímann að einhveiju leyti. Að
minnsta kosti ekki að taka allt inn
sem nútíminn býður uppá óhugsað.
Helana leitaði þó ekki eftir því að
vera fyrir utan bæinn, það var til-
viljun sem réð. Hún er sátt við að
vera ekki lengra í burtu en þetta.
Það er stutt í bæinn og það er stutt
til Reykjavíkur og því hægt að
sækja sýningar og annað án þess að
það sé nokkurt vandamál. En hún
hefúr samt í huga að flytja jafnvel
eitthvað ennþá lengra í burtu.
Kostimir við að búa nánast í
sveit eru að lífshrynjandinni er
haldið í lagi. „Ef eitthvað fer úr
skorðum er nóg að fara í göngutúr,'
sagði Helena, og þá kemst maður í
takt við lífið aftur.
Þörf fyrir efann
En hún telur að fólk hljóti að
þurfa að efast um hlutina í dag. Sé
nútíminn tekinn inn athugasemda-
laust og í öllu sínu veldi hljóti fólkt
að verða hálfsjúkt.
1 myndaskrá með samsýningu 15
listamanna búsettra á Akranesi,
sem haldin er í tilefni 50 ára afmæl-
is kaupstaðarins, segir Helena: „Þó
að list hvers tíma sé hluti af menn-
ingu hvers tíma hlýtur það að vera
hlutverk hennar að efast um rétt-
mæti þessarar menningar. Gerist
það ekki, samþykkjum við um leið
að hin eina sanna lausn sé fúndin
og frekari leit óþörf.“
Helena fmnur fýrir því að búa í
litlu samfélagi. „Fyrst var ég reið út
í allt og alla því að mér fannst eng-
inn hafa áhuga á myndlist. Fólk
kom bara til mín á leiðinni í fimm-
tugsafmæli og bað um mynd,“
sagði Helena sem lét þctta þó ekki
á sig fá, trú sinni sannfæringu. Hún
hleypti bara í sig þrjósku og hélt
áfram að gera sitt, að gera það sem
hún vildi.
Henni finnst mikilvægt að í
smærri samfélögum finnist sem
fjölbreytilegast fólk. Og þrátt fyrir
að fólki finnist listamennimir klikk-
aðir og sé haldið þeim misskilningi
að listamenn geti ekki annað en lif-
að bóhemlífi, þá telur Helena að
þeir séu nauðsynlegir í bæjarlífinu
rétt einsog fiskvinnslukonan. Mis-
munandi fólk rúmast í samfélaginu.
Helena sagði að myndlistin væri
vinna, spuming um aga og aftur
aga. „Það gerist ekkert nema maður
gefi sér tíma,“ sagði hún og bætti
við að vissulega gæti hún kennt til
að bæta fjárhaginn en að það myndi
taka tíma frá myndlistinni. Hún
hleypur hinsvegar í einstök verk
þegar fjárhagurinn er að sliga hana.
Þannig að hún er ekki háð því að
selja, sagði hún, því ef hún væri
það þá myndi hún hugsa um það
eitt að selja myndir og ekki gera
neinar tilraunir sem hljóta að vera
skapandi listamanni nauðsynlegar.
Listamaðurinn þjálfar sig í að
horfa á og skynja hluti upp á nýtt,
að rnati Helenu. Þannig er það
skiljanlegt í hennar huga að fólk
sem vinnur myrkranna á milli, fyrir
salti í grautinn, sé helst ánægt með
ljósmyndalegt raunsæi í myndlist-
inni. „Því finnst það fallegt einfald-
lega vegna þess að það er þess
sjónheimur," sagði Helena. Til að
breyta sjónheiminum þarf að hugsa
um hlutina og gefa sér tíma til að
horfa á þá, rétt einsog að-til að gera
gæðaátak í fiskvinnslunni þarf að
hugsa um það.
A& vera á varðbergi
Helenu finnst að of mikill tími
fari á smærri stöðum i að hugsa um
nánasta umhverfið. Hún varar við
því að falla í gryfju sjálfsbirgings-
háttarins þar sem menn slá sér á
bijóst og segja: „Við erum bestir“,
til dæmis í fótbolta, en henni finnst
það í lagi að vissu marki ef menn
fara ekki líka út i það að kalla til
dæmis Reykvíkinga pakk í sömu
andrá. Hún bendir líka á að þetta
megi heimfæra á landið í heild
sinni, það er að segja Island sem
smáþjóð í heimi þjóðanna.
Þannig horfir Helena á Akranes í
stærra samhengi um leið og hún
vill krefjast þess að hver og einn sé
meira hugsandi en nú er til að þró-
unin haldi áffam. Að fólk hugsi svo
það drukkni ekki í öllu því sem í
boði er. Fólk þarf að horfa á hlutina
frá nýjum hliðum.
Og jafnvel væg þunglyndisköst
sem stundum hijá Helenu fá hana
til að horfa á hlulina á nýjan hátt.
„Sem er gott því maður má ekki
verða of sjálfumglaður,“ sagði He-
lena Guttormsdóttir myndlistarkona
ffá Akranesi.
G. Pétur Matthíasson
Þa& var margt hægt a& fást vi& í Brekkjulækjarskóla á mánudag-
inn. Þótt þessi ungi ma&ur væri ómála&ur voru mjög margir
strákar me& danska fánann mála&an á andlitió. Og þótt einn
þeirra seg&ist vera hættur a& halda me& Dönum í Evrópumeist-
arakeppninni þá gæti hann veri& búinn a& taka li&i& aftur i sátt
eftir a& Danir komust í úrslitin me& því a& vinna Frakka á mi&-
vikudaginn.
Föstudagurinn 19. júní